Vöruflokkar
Um okkur
Belle skartgripirnir eru vandaðir að allri gerð. Gyllta skartið er baðað í þykkri 18kt gullhúð, lágmark 3 micron og síðasta umferðin í gyllingunni er með 23kt gulli sem gerir það að
verkum að skartið hvarfast (dökknar) ekki og gæðin á gullhúðinni endast í áratugi.
Þessháttar gullhúðun er einstaklega heppileg fyrir íslenskar aðstæður þar sem hitaveituvatnið er ríkt af steinefnum og gerir það að verkum að margt gullhúðað skart sem hefur ekki sömu þykkt og sömu gæði á gullhúðinni
dökknar þegar það kemst í snertingu við vatn. Það á ekki við um BELLE skartgripina. Undirmálmurinn er úr bronsi og fara allir skartgripirnir í gegnum
strangt ofnæmispróf, ennfremur eru þeir nikkel- og kadmíumfríir. Silfurskartið er húðað með Rhodium húð sem veitir góða vörn gegn hvarfgjörnum efnum sem finnast bæði í hitaveituvatni og andrúmslofti. Rhodium húðin ver silfurskartið fyrir þeim áhrifum þannig að það heldur bjarta silfurlitnum.

Eyrnalokkar
Eyrnalokkarnir frá Belle eru glæsileg viðbót við hversdagslegt útlit.
Vönduð og tímalaus hönnun.

Hringir
Vandaðir hringir sem fullkomna þinn stíl.
Finndu hinn fullkomna hring fyrir þinn persónuleika.