Þóra Kristín

T Æ L A N D

Ég og besta vinkona mín ferðuðumst saman um Asíu í fyrra. Við gerðum svo margt skemmtilegt, sáum stórbrotna náttúru og borðuðum allskonar mat. Meðan á ferðinni stóð tókum við líka ótrúlega margar frábærar myndir sem mig langar að deila með ykkur. 
Ég kem með að setja inn myndir frá öllum löndunum sem við heimsóttum en ég ætla að byrja á Tælandi. 
Njótið xx

16830257_10210593065936162_1838259982_n

Byrjuðum ferðalagið af alvöru í Phuket, rosa hvítar og sætar. 

16831698_10210593065256145_809733525_n

Köfunarskóli

16901837_10210593065656155_21736786_n

Köfunarskóli

16809898_10210593064896136_1135566273_n

Ég lét langþráðan draum rætast og fékk köfunarréttindi. 

16837989_10210593066256170_152573508_n

Koh Phi Phi

16830517_10210593065736157_1071943034_n

Koh Phi Phi

16839376_10210593065416149_1071077688_n

Koh Phi Phi

16837839_10210593066336172_1143675428_n

Koh Phi Phi

16831670_10210593066056165_1635223837_n

Fried rice, uppáhaldið mitt!

16830140_10210593063416099_1298642415_n

Bangkok baby

16831506_10210593063456100_1409283212_n

Mollin þarna úti voru öll svo risa stór, þetta var eitt af þeim minnstu..

16839347_10210593063136092_196838510_n

Við fórum á Floating market sem var frábært. Það er eins og nafnið gefur til kynna markaður þar sem þú getur verslað, en þú ert á bát. 

16838179_10210593064496126_633380622_n

Stóðst ekki mátið og þurfti að halda á slöngu, til að geta krossað það af listanum.

16830593_10210593064536127_331293755_n

Gat svo líka krossað þetta af listanum, kyssa slöngu….

16809228_10210593063296096_507325188_n

16830411_10210593066096166_752278195_n

16831662_10210593062896086_1766019651_n

16831421_10210593063336097_905284578_n

Þó að ég hafi reynt að vera eins dugleg og ég gat að smakka Asískan mat, þá þurftum við oft að fá okkur aðeins meira hefðbundnara..

16839785_10210593063696106_531464025_n

Hamingja

16901602_10210593063736107_139232844_n

Bangkok

16900156_10210593063096091_1766033351_n

Alls ekki sjaldséð sjón..

16901454_10210593062856085_1902210092_n

Fjallganga..

16839645_10210593062736082_1264322268_n

..sem endaði hjá þessum foss.

16901833_10210593063376098_695428717_n

16830296_10210593064776133_501035342_n

Happy kid

16831674_10210593063016089_1481118483_n

16837977_10210593062936087_1692408558_n

Uppáhalds á instagram 2016

Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur!

Ég er aftur komin á Akureyri eftir frábært jólafrí í elsku Skagafirðinum mínum og byrjuð á minni annarri önn í háskólanum. 
Mér finnst við hæfi að fyrsta færsla ársins verði um uppáhalds instagram myndirnar mínar frá liðnu ári. Það var erfitt að velja nokkrar, ég hefði getað valið 50 myndir en náði loksins að skera aðeins niður. 
Ég er undir nafninu thorakristin94 á instagram.

15978455_10210223470096497_668425865_n

Árið 2016 byrjaði með látum. Ég var nýkomin frá Asíu, búin að eiga frábært jólafrí heima í sveit og hélt innflutningspartý snemma í janúar. Þessar frábæru vinkonur mættu að sjálfsögðu.

15978462_10210223470056496_563659496_n

Ein af mínum uppáhalds myndum frá geðveikri helgi í Reykjavík. 

15978815_10210223470176499_2081620406_n

Veturinn 2016 vann ég í leikskóla sem var frábært í alla staði og kenndi mér mikið. Þegar maður vinnur í leikskóla þá mætir maður að sjálfsögðu í búning í vinnuna á Öskudaginn, hvað annað?

15970742_10210223470216500_240597399_n

Ég varð þreytt á hárinu mínu og ákvað að breyta til. Klippti stutt og fékk mér topp! 

15941879_10210223470256501_482694525_n

Alma vinkona bauð í bröns á afmælinu sínu, og engan smá bröns! Svona ættu allir laugardagar að byrja. 

15970798_10210223470336503_1123359547_n

Helgarfrí í sveitinni. Þegar maður er þar þá skiptir engu máli í hverju maður fer út..meira að segja á baðslopp og úlpunni hans pabba. 

15978479_10210223470456506_1757706924_n

Ég lét mig ekki vanta í sauðburð, en ég er alltaf heima í sveit allan maí mánuð ef ég mögulega get. Ótrúlega falleg mynd af nýbornum hrút og mömmu hans, velkominn í heiminn!

15995398_10210223470496507_1956485646_n

Ég sinnti ljósmóðurstarfinu eins vel og ég mögulega gat. 

15970386_10210223470656511_1072586623_n

Sumarið 2016 var ég á Seyðisfirði og vann þar. Þar átti ég eitt skemmtilegasta sumar lífs míns og fer ekki af þeirri skoðun að fjörðurinn er einn fallegasti á landinu, ef ekki fallegasti. 

15978975_10210223470616510_1734296587_n

Þarf að segja meira?

15942388_10210223470736513_325059004_n

Ég og Ingunn vinkona fórum í marga göngutúra á Seyðisfirði um sumarið og hún tók þessa geggjuðu mynd. 

15978603_10210223471336528_1190133677_n

Seyðisfjörður hélt líka upp á Gay-Pride og með stæl. 

15942156_10210223470816515_157384688_n

Ég fór til Parísar og sé ekki eftir krónu. Frábær ferð í alla staði þrátt fyrir tap, það skipti engu máli. Það var svooooo gaman!

15935789_10210223471096522_222257608_n

Fer maður til Parísar án þess að skoða Eiffel turninn? Nei bara spyr..

15970467_10210223472936568_1000100776_n

Þessi var tekin á LungA, en ég fór á LungA í fjórða skipti í sumar. Mér þykir svo vænt um þessa mynd því Ingunn mín er með mér á henni og við kynntumst svo vel í sumar og erum næstum því óaðskiljanlegar núna. Sálufélagar finnast ekki á hverju strái. 

15978238_10210223471296527_625713277_n

Ein enn frá Seyðisfirði, sú síðasta..ég lofa! Þessi er í miklu uppáhaldi af því þó ég sé á henni þá tekur maður ekkert endilega eftir því. En ég er þarna, ef þið sjáið mig.

15942489_10210223471136523_72459309_n

Ég fór í þriðja skipti á Þjóðhátíð í Eyjum, það er bara svo erfitt að fara EKKI þegar maður hefur farið einu sinni. Frábær helgi, frábært fólk og eintóm gleði og hamingja. 

15970146_10210223471496532_529988339_n

Smá hugleiðsla heima í sveit áður en skólinn byrjaði um haustið.

15970262_10210223472576559_1192197710_n

Eintóm gleði.

15969891_10210223471536533_1543145527_n

Fosslaug er falin nátturuperla í Skagafirði sem ég hvet alla til að kíkja í. Það er erfitt að verða svikinn. 

15978816_10210223472536558_1251965213_n

Svo kom haustið með öllu sínu kindastússi.

15979105_10210223471936543_602617261_n

Haustið…

15995621_10210223471736538_1279993737_n

Byrjaði í Háskólanum á Akureyri og kynntist elsku, frábæru bekkjarsystrum mínum. Án þeirra hefði mér klárlega ekki gengið jafn vel í lokaprófunum. Þarna var Sprellmót í skólanum og kennaradeildin var Orange is the new black. Og ég átti afmæli!

15942387_10210223471656536_1968169300_n

Langþráður draumur rættist á árinu 2016, ég sá Justin Bieber!!!!!! Og ekki bara einu sinni, heldur tvisvar því já – ég fór á báða tónleikana og sé ekki eftir KRÓNU. 

15979031_10210223471696537_533394295_n

Skagafjörðurinn minn. Ég geng eftir þessum vegi á hverjum einasta degi þegar ég er heima í sveit. 

15970251_10210223472016545_74171439_n

Ég heimsótti Ingu Dóru systur til Köben og það var fullkomin ferð í alla staði. Hlátur, spjall, bjórar, hjólreiðatúrar og almenn yndislegheit. 

15978832_10210223472136548_1736675561_n

Í sömu ferð fórum við Inga Dóra í KLIKKAÐ Halloween partý, og fólki var ekki hleypt inn nema vera í almennilegum búning. Við fussuðum yfir kisu-, og kanínubúningum og fórum all-in í ógeðslegheitin. Vá hvað var gaman!

15995599_10210223472416555_1931711245_n

Stundum koma ömurlegir tímar og maður sér allt svart og þá er ómetanlegt að eiga bestu vinkonu sem hjálpar manni að sjá ljósið. Þess vegna þykir mér svo vænt um þessa mynd. 

15978713_10210223472176549_652568183_n

Ég fór í myndatöku fyrir belle.is. 

15979113_10210223472296552_1149763453_n

Á Þorláksmessu stóðum við fjölskyldan heillengi fyrir utan húsið og horfðum á norðurljós sem dönsuðu fyrir okkur. Elsku mágur minn, hann Chris, tók þessa vægast sagt sturluðu mynd. 

15978294_10210223472216550_1793118900_n

Ég get ekki útskýrt það hvað jólin eru mikilvæg fyrir mér en þetta er ástæðan. Allar systurnar koma heim (þær búa ALLAR í útlöndum, trúið því eða ekki) og það er svo ómetanlegt. Þessi er tekin á aðfangadagskvöld. 

15942224_10210223472376554_380967631_n

Á annan í jólum skírði elska systir mín nýjasta afkomenda sinn, og hún fékk nafnið Ragnheiður Júlía. Yndislegur dagur í alla staða, og yndislegt barn líka!

15978341_10210235443635828_613125102_n

Svo komu áramótin. Mér finnst ekkert betra en að bjóða nýtt ár velkomið en að gera það með fólki sem skiptir mann svo ótrúlega miklu máli. Ég er svo þakklát fyrir þessa vinkonu mína og við skáluðum saman fyrir nýju ári og nýjum tímum. 

 

Uppáhalds jólamyndirnar mínar

Hæ elsku lesandi.
Mig langar til að byrja á því að biðjast afsökunar á því hversu ótrúlega langt er síðan ég bloggaði. Ég er búin að vera á fullu í prófum og öllu því tengdu, en er núna komin í langþráð jólafrí. 

Eins og flestir sem þekkja mig vita er ég rosalegt jólabarn. Jólin eru minn uppáhalds tími ársins. Þess vegna ákvað ég að gera færslu þar sem ég segi frá uppáhalds jólamyndunum mínum. Ég hefði getað gert listann miklu lengri, en ákvað á endanum að velja topp 11. 
Ég mæli svo innilega með þeim öllum. 

Númer 11: The Best Man Holiday

Ég ætlaði ekki að hafa þessa á jólalistanum mínum, því hún er ekkert endilega jólamynd. En hún gerist á jólunum og á sama tíma og hún er ótrúlega skemmtileg er hún mjög sorgleg. Einu sinni vantaði mig eitthvað til að horfa á og fann þessa mynd, gaf henni séns og endaði svo hágrátandi. Þessi mynd er fyrir þann sem vill mikla gleði og mikinn hlátur en smá sorg í leiðinni. 
Þú getur horft á trailerinn hér.

15128664_942102445933278_622480501_n

Númer 10: How The Grinch Stole Christmas

Klassísk. Þessi kemur lætur mig alltaf fá jólafiðring. Ótrúlega skemmtileg með fallegum lögum og klikkuðum förðunum og hárgreiðslum. Jim Carrey fer á kostum í þessari og eitt af mínum uppáhalds jólalögum er í henni; Where are you Christmas sem er best þekkt með Faith Hill. 
Þú getur horft á trailerinn hér.

dr-seuss-how-the-grinch-stole-christmas-gallery-6

Númer 9: Love Actually

Ég elska þessa mynd. Hún fléttar saman mörgum einlægum sögum og allar eru þær einstakar. Frábærir leikarar og yndisleg mynd í alla staði. 
Þú getur horft á trailerinn hér. 

loveactually460

Númer 8: Annabelle’s Wish

Ég horfði á þessa mynd svona milljón sinnum þegar ég átti hana á video spólu. Þess vegna hefur hún alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún er mállausan strák og lítinn kálf, vináttu þeira og jólaóskir. Ótrúlega falleg og mjög svo jólaleg teiknimynd sem kemur mér alltaf í jólaskap.
Þú getur horft á trailerinn hér. 

7062_034 proxy

Númer 7: Mickey’s Once Upon a Christmas

Þetta er líka mynd sem ég hef horft á síðan ég var lítil. Einhver jól var hún í barnatímanum á aðfangadag og ég tók hana upp og hef horft á hana hver jól síðan. Þess vegna er hún mér svona kær. Þetta er þrjár sögur þannig að Andrés önd, Mikki mús, Guffi og bara allir þeirra vinir koma við sögu. Ótrúlega skemmtileg. 
Þú getur horft á trailerinn hér:

maxresdefault

Númer 6: It’s a Wonderful Life

Gömul, klassísk og ótrúlega góð mynd sem fær hvorki meira né minna en 8,6 í einkunn á IMDb. Ég sá hana í fyrsta sinn fyrir fjórum árum í kennslutíma í Menntaskólanum og hún hefur verið í uppáhaldi síðan. Þessi er með þeim fallegri og yndislegri, með ótrúlega flottan boðskap og sýnir manni hinn eina sanna jólaanda. 
Þú getur horft á trailerinn hér.

hoooray

Númer 5: Home Alone 2: Lost in New York 

Ég horfi á Home Alone 1 og 2 öll jól, það klikkar ekki. Það eru skiptar skoðanir, en mér finnst hún alveg jafn fyndin, skemmtileg og jólaleg og mynd númer eitt. 
Þú getur horft á trailerinn hér.

1975_2

Númer 4: National Lampoon’s Christmas Vacation 

Ég hef átt þessa mynd á video spólu síðan ég veit ekki hvenær, og horfi á hana hver jól. Hún er svo ótrúlega fyndin og skemmtileg og gríðarlega jólaleg. Þessa ættu allir að sjá. 
Þú getur horft á trailerinn hér.

mte5ntu2mze2nta3nzaynzk1

 

Númer 3: Home Alone

Þessi klassíska og fyrsta. Hún er í rosalega miklu uppáhaldi hjá mér. Öll fjölskyldan ætlar í jólafrí yfir jólin á annan stað en gleyma aðalpersónunni heima. Það eina sem ég vil segja er þetta: ef að þú hefur ekki séð hana, horfðu á hana. Þú verður ekki svikin/nn. 
Þú getur horft á trailerinn hér.

landscape-1447353078-msdhoal-fe023-h

Númer 2: The Family Stone

Þessi mynd er í það miklu uppáhaldi að ég get ekki hamið mig og horfi á hana oft á ári, ekki bara á jólunum. Ég var mjög efins að hafa hana númer tvö en ekki númer eitt, en ákvað á endanum að hafa hana númer tvö. Hún gerist um jólin hjá Stone fjölskyldunni þar sem allir koma heim og eyða jólunum saman, en nú bætist kærasta eins sonsins við. Leikaravalið í myndinni er geggjað. Ég tengi rosalega mikið við þessa mynd því öll fjölskyldan mín kemur líka alltaf heim um jólin og húsið fyllist af gleði. Ef þú hefur ekki séð þessa mynd, þá mæli ég eindregið með að horfa á hana ekki seinna en núna. 
Þú getur horft á trailerinn hér.

the-family-stone

Númer 1: The Polar Express

Þessi mynd fylgdi einhverntíma með þegar við mamma keyptum kók-kippu fyrir jólin. Hún var heillengi upp í skáp og ég byrjaði nokkrum sinnum á henni en entist aldrei nema svona korter. Um leið og ég horfði á hana alla þá var ekki aftur snúið, og nú koma jólin ekki fyrr en ég horfi á þessa mynd. Síðustu ár hef ég sparað að horfa á hana alveg þar til á aðfangadag og horfi á hana áður en klukkan slær sex. Ég get ekki alveg útskýrt af hverju hún er í svona miklu uppáhaldi hjá mér..hún bara er það. Hún er ótrúlega falleg, vel gerð og ekki sakar að Tom Hanks talar fyrir nokkra karaktera. En síðast en ekki síst þá er hún svo rosalega jólaleg. 
Ég enda þessa færslu á setningu úr myndinni: „Sometimes the most real things in the world are the things we can’t see.“
Þú getur horft á trailerinn hér.

Scenes from The Polar Express

 

Föndruð jólagjöf sem hittir beint í mark

Jæja, ég er búin að bíða í ár og nú loksins er komið að þessu. Besti og uppáhalds tími ársins er loksins genginn í garð; aðventan, jólin og allt sem því fylgir. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég algjört jólabarn og hef verið síðan ég man eftir mér, sérstaklega af því að þá troðfyllist húsið af systkinaskaranum, mökum þeirra og börnum. Forleikurinn að jólunum er líka það sem er í miklu uppáhaldi hjá mér; að baka smákökur, skera í laufabrauð, byggja snjókalla og snjóhús, skrifa jólakort, kaupa jólagjafir, hlusta á jólalög, skreyta, sækja jólatréið og bara allt. Bara það að skrifa þetta lætur mig brosa hringinn, vá hvað ég er spennt!

Þegar kemur að jólagjöfum hefur mér alltaf fundist heimatilbúnar gjafir æðislegar. Gjafir sem koma beinustu leið frá hjartanu. Á hverju ári hef ég gefið að minnsta kosti eina svoleiðis, og núna þegar ég er fátækur námsmaður (það mætti segja að ég væri staðsett á kúpunni) lagði ég höfuðið sérstaklega í bleyti þessi jól. Í dag föndraði ég jólagjöf sem ein sérstök stelpa fær í gjöf og mig langaði svo að deila henni með ykkur því þetta er rosalega sniðug gjöf sem hittir beint í hjartastað. 

Þú getur auðvitað gert þetta nákvæmlega eftir þínu höfði, en það sem ég notaði var umslög, pappír, liti og penna. Tilgangurinn með gjöfinni er að viðtakandinn geti opnað hvert umslag undir sérstökum kringumstæðum, eins og þegar viðtakandinn er stressaður, þarf hvatningu, er lasin, þarf á hlátri að halda, þarf „confidence boost“ og svo framvegis. Þú skrifar kringumstæðurnar utan á umslagið og skrifar svo texta á blað sem þú setur inn í umslagið. Einfaldara gæti þetta ekki orðið! Svo mæli ég með því að hafa skemmtilega jólatónlist undir þegar þið vinnið í þessu. 

Ég var að lesa yfir þetta hjá mér og þetta hljómar hrikalega ruglingslega hahaha, afsaka það, en ég lofa að þetta er ótrúlega einfalt! Ætla að láta myndir fylgja með sem útskýra vel. 

img_3063

img_3067

img_3066

img_3083

img_3084

Hraðaspurningar með Binna Glee #2

Hæ! Alltof langt síðan síðast…

En ég fékk ótrúlega skemmtilega heimsókn í dag frá engum öðrum en honum yndislega Binna Glee. Ég spurði hann spurninga og tók það upp, og er útkoman annar liðurinn í Hraðaspurningum hjá mér. Ég ákvað að breyta aðeins til og í staðinn fyrir að taka myndböndin upp á snapchat þá set ég þau einungis inn á youtube og hingað á belle.is. Public snap er ekki fyrir alla og ég fann það út að það er svo sannarlega ekki fyrir mig. 

Binni Glee, eða Brynjar Steinn, er 17 ára Akureyringur sem hefur brennandi áhuga á förðun. Gaman er að segja frá því að hann heldur úti snapchat aðgangi þar sem hann sýnir frá sínu daglega lífi, förðunum og mörgu öðru. Um 4,3% af þjóðinni fylgist með honum þar. 

Þú getur smellt hér til að horfa á myndbandið.

14997205_10209673318783058_928187232_n

 

Fyrir ári síðan

Í morgun vaknaði ég útsofin og eyddi næstu 10 mínútum, eins og flesta aðra morgna, í að skrolla niður instagram, skoða snapchat og kíkja á facebook.
Í morgun bauð facebook mér þann valkost að athuga hvað ég hafi sett inn fyrir akkúrat ári síðan. Sem ég þáði.
Í morgun sá ég að í dag er ár síðan ég tók skref upp eina tröppu í mínum harða bardaga við þunglyndið.

Í dag er nefnilega ár síðan ég tók þátt í byltingunni um baráttuna við geðsjúkdóma, sem gekk undir myllumerkinu #égerekkitabú.

Fyrir ári viðurkenndi ég fyrir heiminum að í staðinn fyrir að labba áhyggjulaus inn í búð þegar ég er ein dreg ég sjálfa mig inn með hnút í maganum á stærð við fótbolta.
Fyrir ári síðan viðurkenndi ég að ég endurtek öll samtöl sem ég á í huganum í von um að ég hafi ekki sagt neitt vitlaust, og fæ oftast þá niðurstöðu að ég hafi sagt eitthvað vitlaust.
Fyrir ári síðan viðurkenndi ég að ég verð að vera sterk fyrir alla og að þess vegna gráti ég ekki fyrir framan aðra, bara þegar ég er ein. 
Fyrir ári síðan viðurkenndi ég að ég hefði brosað kurteislega þegar einn af bestu vinum mínum sagði að þunglyndi væri asnaleg tískubóla og athyglissýki.
Fyrir ári síðan viðurkenndi ég að vera óeðlilega upptekin af því hvernig ég lít út og að ég fyrirgefi ekki sjálfri mér fyrir þau mistök sem ég hef gert. 
Fyrir ári síðan viðurkenndi ég að þegar mér líður verst breytist ég í aðra manneskju sem vill mér allt slæmt.
Fyrir ári síðan viðurkenndi ég fyrir heiminum að ég væri greind með alvarlegt þunglyndi og kvíða. Og að lífið mitt væri langar tröppur sem ég klíf upp, eina í einu, og það að hafa náð að skrifa þennan texta og deila honum hafi verið skref upp eina tröppu.

Síðan þá hefur margt breyst.
Síðan þá hef ég ferðast um Asíu, unnið á leikskóla og á heilsugæslu, byrjað í háskóla, eignast vini, misst ástvini.
Síðan þá hef ég komist að því að mér getur liðið svo vel að það er líkt og ég svífi um á bleiku skýi.
Síðan þá hef ég komist að rosalega mörgu um sjálfa mig, ég hef þroskast og lært.
Síðan þá hef ég líka einu sinni sokkið djúpt, svo djúpt að það var ekki hægt að sökkva dýpra. En allt fór vel að lokum.

Þunglyndi er grimmur og margslunginn sjúkdómur. Síðan að ég fór að finna fyrir honum ól ég það með mér að sýna engum. Segja engum. Ég fann enga ástæðu til að leita mér hjálpar, margir höfðu það svo miklu verra en ég. Og svo var ég hvort sem er orðin svo skrambi góð í því að setja upp högghelda grímu sem blekktu alla, þar á meðal sjálfa mig. Sama hversu marga kletta ég hafði í kringum mig sem voru alltaf tilbúnir að hlusta og elskuðu mig skilyrðislaust þá hélt ég öllum vandamálunum, allri sorginni og reiðinni, öllu vonleysinu og bara öllu út af fyrir mig. Og það er hvorki sniðugt né hollt fyrir nokkurn mann.

Í dag er ég duglegri að tala um hlutina við allt þetta fólk mitt, þó ég þurfi stundum að minna mig á að vera duglegri.
Í dag er ég byrjuð að taka lyf við þunglyndinu. Og þrátt fyrir að þunglyndislyf ættu ekki að vera öðruvísi en nein önnur lyf þá finnst mér erfitt að taka þau fyrir framan aðra. Þó ég viti að ég eigi alls ekki að finna fyrir henni, þá ræð ég ekki við það að finna fyrir smá skömm – en það er bara eitthvað sem ég þarf að vinna í. Hægt og rólega.
Í dag líður mér betur, ég er opnari, jákvæðari og sólin er skærari. Auðvitað koma erfiðir dagar á milli, og auðvitað er sjúkdómurinn mín stærsta barátta og mun vera alla nánustu framtíð, en eins og Stella mín í orlofi sagði einu sinni: „Þetta er vandamál, en vandamálin eru til að takast á við þau“.

Til að sjá stöðuuppfærsluna, sem ég setti inn fyrir ári síðan, í heild sinni getur þú smellt hér.

tumblr_nnz2ckmqny1rsckajo1_500

Hraðaspurningar með Söru Linneth #1

Ég er rosalega spennt að deila því með ykkur að ég er að byrja með nýjan og spennandi lið hér á belle.is og á mínum persónulega snapchat aðgangi. Hann er semsagt svoleiðis að ég fer og hitti allskonar skemmtilegt og áhugavert fólk og spyr því spjörunum úr um allt milli himins og jarðar, semsagt einskonar hraðaspurningar eins og ég ætla að láta þennan lið heita.

Fyrsta „fórnarlambið“ í Hraðaspurningum var snillingurinn og förðunarmeistarinn Sara Linneth. Hún er 22 ára gömul, býr á Seltjarnarnesi og stuðningsfulltrúi í Valhúsaskóla, ásamt því að taka að sér farðanir við allskonar tilefni. Sara er einstaklega skemmtileg týpa og ég elska að fara til hennar í förðun, ég fer alltaf svo ótrúlega sátt út frá henni. Ég kíkti til hennar í dag og á meðan hún farðaði mig spurði ég hana spjörunum úr, og tók það upp jafnóðum á snapchat. Ég birti myndbandið hér fyrir neðan, en þetta tókst ótrúlega vel þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsta skipti, og ég vona að þið hafið gaman af.

13332829_274466216275922_8873801712311281181_n

Ef þið viljið fylgjast með mér á snapchat þar sem ég mun alltaf birta allar Hraðaspurningar við allskonar skemmtilegt fólk þá megið þið endilega adda mér: thorakristin94
Ég mæli líka algjörlega með því að elta Söru á instagram: makeupbysaralinneth, og á snapchat: s.linnethmakeup

Klikkið hérna til að sjá myndbandið, og endilega stillið gæðin í 720.

Tjáðu ást þína í dag

Á síðastliðnum vikum hafa gerst nokkrir hlutir sem fá mig til að staldra við og hugsa um hvað ég er þakklát fyrir. Ég er þakklát fyrir það að vera með sjón svo ég geti notið þess að horfa á fallegu haustlitina í okkar stórkostlegu náttúru. Fyrir það að ég sé byrjuð í háskóla án neinna vandræða, þar sem ég veit að skólaganga er langt frá því að vera sjálfgefin í alltof mörgum löndum þessarar jarðar. Þakklát fyrir samheldnu fjölskylduna mína. Fyrir alla mína ástvini. Fyrir bestu vinkonur mínar sem eru alltaf á réttum stað á réttum tíma. Og ég er þakklát fyrir að fá annað tækifæri. Eins og lífið kemur sífellt á óvart og gefur manni fleiri ástæður til þakklætis getur það kippt undan manni fótunum á svipstundu. Þegar þú síst býst við því getur himininn hrunið og kramið allt sem í vegi honum verður. Í kringum mann missir fólk vinnuna, lendir í ástarsorg, slasast eða verður veikt. Og ástvinur sem þér þykir ó svo vænt um, sem hefur verið í lífi þínu síðan þú mannst eftir þér, er tekinn frá þér og þínum. Gjafmildasta manneskja sem ég þekkti, með hjarta úr gulli og fallega og einlæga sál.

Þegar maður fær fregnir sem þessar komast fáar aðrar hugsanir að en hversu ósanngjarnt lífið er. Af hverju er manneskja sem á allt lífið framundan hrifsuð í burtu frá þeim sem henni eru svo dýrmætir? Af hverju greinist ein af mikilvægustu manneskjum í lífi þínu með ólæknandi sjúkdóm? Af hverju deyr saklaust fólk í hryðjuverkaárásum, og af hverju deyja börn úr hungri á hverjum einasta degi?
Eins óbærilegt og það virðist stundum þá getum við ekki sagt til um hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Það eina sem við getum gert er að lifa hvern dag til fulls. Að leggja það í vana okkar að koma vel fram, að vera æðrulaus og skilningsrík. Að reyna eftir okkar mesta megni að vera hamingjusamur þó það sé stundum erfitt, það veit ég vel. Að syrgja þá sem við missum eins lengi og hvernig sem við þurfum og passa að láta dýrmætu minningar lifa. Að dæma ekki, heldur hugsa um sig og sína og leyfa hinum að lifa hvernig sem þeir vilja. En mikilvægast af öllu er að segja þeim sem þú elskar hversu mikið þú elskar þá. Ekki bíða með það, því að raunin er að okkur er aldrei lofað morgundeginum. Og í millitíðinni skaltu líta upp úr því sem þú ert að gera og horfa á fallegu litina sem haustið skartar. Áður en við vitum af verður byrjað að snjóa.

14445734_10209258209845594_2005991846_n

Göngur 2016

Af því að ég ólst upp í sveit þá hefur september alltaf verið mjög annamikill tími ársins. Við fjölskyldan náum í allar kindurnar okkar og lömbin þeirra upp í fjall þar sem þau hafa dvalið frá því í maí og í framhaldi tekur við almennt kindastúss. Í ár fór ég einnig í göngur og réttir hjá bestu vinkonu minni sem býr líka í Skagafirði. Þó að það sé lítill tími fyrir myndatökur á svona tímum þá náði ég samt að smella nokkrum, bæði úr heimfjallasmölun heima hjá mér og úr göngum og réttum í Staðarhrepp. Njótið. 

FosslauG

image

image

image

image

image

image

image

image

image

image

image

image

image

Ég skrapp heim í Skagafjörð í nokkra daga, aðallega í þeim tilgangi að hitta Brynhildi systur sem er í heimsókn á Íslandi, en auðvitað líka til að knúsa mömmu, pabba, ömmu og öll dýrin mín. Við systur, ásamt litlu frænku okkar, fórum í Fosslaug í glampandi sól og nutum. Síminn fékk að fara með og ég smellti nokkrum myndum. 

-thorakristin94

 

 

 

Fylgdu okkur á


Follow