Eldri færslur eftir merkjum fyrir zara

Dress: Phonebooth

//Færslan er ekki kostuð

Jæja, fyrsta bloggið á nýju ári. Það var nú ekki planið hjá mér að taka mánuð í pásu en eitthvernveginn endaði það nú samt þannig. Ég náði mér í tvær slæmar flensur með stuttu millibili og svo var skólinn að byrja aftur hjá mér með öllu sem því fylgir. Janúar er nú ekkert svo spennandi mánuður svo ég ætla að halda því fram að þið hafið ekki misst af miklu hjá mér. Eigum við ekki að segja að janúar hafi bara verið „trial mánuður“ og núna verður restin af árinu tekin með trompi 😉 

Skór: Zara // Buxur: Zara // Taska: Givenchy // Peysa: Zara // Hattur: Top-Shop // Jakki: Zara

 

Það er alveg nóg í gangi hjá mér næstu daga. Við JD ætlum að kíkja til London á morgun og ætlum að gista eina nótt. Síðan er ég að fara til Íslands eftir viku og mig hlakkar mjög til að sýna ykkur frá því öllu!

 

Endliega likeið María Ósk: Blogg á Facebook til að missa aldrei af nýjum færslum!

Bless 2017

Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur! Ég vona að þið hafið nú haft það sem allra best yfir áramótin og notið vel með ykkar nánustu við hlið. Ég hafði það alveg ofboðslega gott og tók glamúrinn upp á næsta stig með þessum áramótakjól sem ég fékk í Zöru.

Hvert einasta ár strengi ég áramótaheit en í ár ákvað ég að heitið mitt yrði einfalt og hnitmiðað þó eflaust getur verið erfitt að fylgja því endrum og eins. Mitt áramótaheit í ár er að gera meira af því sem ég elska og minna af því sem eykur vanlíðan. 

Þegar ég lít tilbaka á árið 2017 þá hefur það verið frekar glatað bara til að vera alveg hreinskilin. Mikið um vonbrigði og sorg en að sjálfsögðu hefur gott leynst á milli. Ég tek því fagnandi á móti 2018 þar sem ég ætla að reyna að njóta komandi stunda með mínum nánustu, standa með sjálfri mér og gera það sem veitir mér gleði. 

Ég ætla líka að einbeita mér að því hérna á blogginu á þessu ári að fræða frekar en kynna ef svo má að orði komast. Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á það að fara vel yfir nýjar vörur og mig langar að halda áfram að gera það nema á annan hátt. Þótt ég segi sjálf frá þá er ég yfirfull af fróðleik um snyrtivörur og mér finnst ég einfaldlega ekki hafa deilt nógu mikið af þeim fróðleik hér inni. Síðasta mánuðinn hef ég því einbeitt mér meira að sýnikennslum á blogginu, sem ég mun halda áfram að gera og ég vona að þið hafið haft og munuð hafa gaman að því. Ég er líka með skemmtileg plön fyrir Instagramið mitt svo fylgið mér endilega til þess að missa ekki af komandi nýjungum þar. Þið finnið mig undir @rannveigbelle. Mig langar líka að deila lífinu í Köben meira en ég er ekki almennilega komin á skrið þar svo ég hef í rauninni ekkert haft til þess að deila með ykkur. Vonandi fer það nú að breytast.

Ég hef enga sérstaka tilfinningu fyrir þessu ári og ég er bara spennt fyrir þeirri staðreynd. Ég vona að árið 2018 verði okkur öllum gott! 2018 – besta árið hingað til?

-RH (Finnið mig á Instagram: @rannveigbelle)

Fullkomin peysa fyrir veturinn úr Zöru!

Úrvalið í Zöru hefur aldrei verið flottara! Kannski er það vegna þess að tískan núna er minn stíll út í gegn. Víðar peysur og íþróttabuxur!

Ég hefði getað keypt alla búðina, mátaði 10 flíkur en aðeins tvær fengu að koma með mér heim. Í þetta skiptið allavega, er að fara aftur að versla í vikunni! Það eru nefnilega jól………

En peysan sem ég keypti mér var ást við fyrstu sýn. Ótrúlega mjúk, þægileg og síð. Tók hana í medium til að hafa hana extra víða og kósý. Mér fannst flest fötin þarna vera á virkilega góðu verði, en þessi peysa var rétt undir 5000 krónum.

 

Ég keypti mér dökkbláa, er búin að vera hrifin af bláu núna uppá síkastið. Það voru til fleiri litir, svartur, grár, ljós blár og gulur meira að segja. Mér finnst liturinn og efnið sjást mjög vel á myndinni hér fyrir ofan. Sjáið þið hvað hún er mjúk?

 

Peysan er nægilega síð til að vera í leggings við, sem er mikill kostur! Mæli með að þið kíkið í Zöru í Smáralind. Ef þið viljið næla ykkur í eina svona kósý peysu fyrir veturinn þá sýndist mér vera nóg til og mikið úrval af allskonar!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

Dress up: 17.júní

Mig langaði að sýna ykkur dresið sem ég klæddist á 17.júní þegar ég fór í brunch. Daginn áður hafði ég nefnilega skroppið í Zöru í fyrsta skipti í mjög langan tíma og ég varð alveg heilluð! Ég hafði án djóks geta keypt mér heilan nýjan fataskáp bara því ég fann svo margt fallegt. Ég veit ekki hvar ég hef verið eða afhverju ég hef í rauninni ekkert kíkt í Zöru svona lengi en héðan í frá verður breyting á því!

Með mér heim í poka kom þessi dásamlegi hvíti bolur og þessar sjúku gallabuxur. Bolurinn finnst mér alveg sjúkur og svakalega sumarlegur en hann var til í allskonar litum og mig langaði eiginlega í þá alla. Ég endaði á því að kaupa mér þennan hvíta því ég keypti mér líka blóma gallabuxur sem mér fannst hann passa svo vel við. Bolurinn kostaði ekki nema 1500 krónur. 

Gallabuxurnar eru uppháar í mittið en ég hef átt þannig gallabuxur áður sem ég hef sýnt ykkur hér á blogginu en þær voru svo einlitar að því meira sem ég notaði þær því meira fannst mér þær eiginlega ekki fara mér. Þessar eru allt öðruvísi þar sem það er smá mislitur í efninu sem gera þær ekki alveg jafn flatar og mér finnst þessar bara einfaldlega fara mér betur. Þær eru síðar alveg niður en þar sem ég var í Toms skónum mínum (kemur færsla með þeim bráðum) fannst mér svo sumarlegt að bretta upp á buxurnar.

Ég setti brúnt mjótt belti úr Primark í mittið á buxunum og skellti mér svo í uppáhalds Kálfatjörn peysuna mína frá Farmers Market. Það sem ég dýrka og dái þessa flík og það sem ég er búin að nota hana mikið bæði í vetur, vor og í sumar.

Ef ykkur vantar þægilega yfirhöfn sem passar við allt saman þá mæli ég klárlega með Kálfatjörns peysunni/kápunni. Hún er líka til í nokkrum litum og ég er ekki frá því að mig langi í þá alla barasta!

Vonandi áttuð þið góðan 17.júní!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

 

Fylgdu okkur á


Follow