Eldri færslur eftir merkjum fyrir Vettlingar

Darth Vader vettlingar – Uppskrift og smá leikur

Sigurvegararnir hafa verið fundnir og fengið póst frá mér með uppskriftinni. Neðst í færslunni má sjá hverjir það voru

12394475_10208251309939984_1262957765_o

Gleðilega Star Wars frumsýningarviku! Rétt upp hönd sem er spennt/ur fyrir nýju Star Wars myndinni?! Reyndar er ég ekkert sérstaklega spennt fyrir henni en ég bý með einstakling sem er vægast sagt mjög spenntur fyrir henni. Svo ég vitni nú í hann þá er hann „spenntari fyrir henni en jólunum“. Já það þarf sko lítið til að gleðja Star Wars aðdáenda sama hvað þeir eru gamlir. Kannski er þetta samt ekkert lítið fyrst það er að koma ný mynd eftir öll þessi ár en fyrir mig sem er eiginlega alveg sama þá er þetta pínku fyndið 🙂

Fyrst að myndin er frumsýnd í vikunni langaði mig að deila með ykkur uppskrift að þessum vettlingum sem ég prjónaði í fyrra fyrir ofangreindan Star Wars aðdáenda. Þessi Darth Vader vettlingar eru fyrir stóru Star Wars nördana… þá meina ég þessa fullorðnu. Það má þó eflaust fikta eitthvað í stærðinni með að skoða prjónafestuna og nota önnur prjónanúmer en ef fylgt er uppskriftinni frá A til Ö þá eru vettlingarnir fyrir fullorðinn karlmann. Uppskriftin fyrir vettlingana er komin í verslunina hér á síðunni og kostar hún 490 krónur. Þetta er fullkomin jólagjöf fyrir Star Wars áhugamanninn þó ég segi sjálf frá því maður er enga stund að prjóna þá og getur því hent þeim með í pakkann eða bara gefið þá eina og sér.

Ég er búin að vera lasin alla helgina og sit einmitt heima núna undir sæng í einhverju slumpi því ég er enn þá lasin og vantar eitthvað smá til að gleðja mig. Það er í alvörunni ekkert leiðinlegra en að vera veikur heima! Mig langaði því til að gefa fyrstu 5 einstaklingunum sem að kommenta við þessa færslu eintak af uppskriftinni til einkanota, það ætti að koma mér í gott skap!

Ef þið viljið fá eintak af uppskriftinni frítt þá skuluð þið endilega kommenta á færsluna en munið bara að skrifa netfangið ykkar svo ég viti hvert ég á að senda uppskriftina því hún er í pdf formi. Ef þið náið ekki að vera með þessum fyrstu 5 þá skuluð þið ekki hafa áhyggjur því uppskriftin er í versluninni og fer ekki þaðan 🙂

Eigið gott kvöld og may the force be with you!

-Rannveig H.

UPPFÆRT: Ég ákvað að gefa 3 uppskriftir í viðbót því að viðtökurnar hafa verið svo æðislegar! Ég dreg þessar 3 aukalega á morgun og sendi fyrstu 5 og þessum 3 uppskriftina sína á morgun 🙂

Ég er þá búin að velja 3 auka af handahófi svo þeir sem unni uppskriftina og hafa fengið hana senda eru:

Guðrún Guðgeirsdóttir
Halldóra Björk
Urður Harðardóttir
Sigrún Jónsdóttir
Anna Baldursd
Ragnhildur Ólafsdóttir
Brynja Ástráðsdóttir
Aldís Líf

Til hamingju! 🙂

 

Fylgdu okkur á


Follow