Eldri færslur eftir merkjum fyrir Vero Moda

Hæ haust! Heimsókn í Vero Moda

Færslan er unnin í samstarfi með Vero Moda

Ég var stödd á landinu í síðstu viku í 10 daga heimsókn og sú heimsókn var nú heldur betur viðburðarík. Ég er mikið búin að vera frá blogginu í sumar og það eru ýmsar ástæður fyrir því svo ég tek kannski saman smá færslu um það bráðum en þeir sem fylgja mér á Instagram eru þó búnir að fá að fylgja sumrinu mínu aðeins og þá sérstaklega því sem gerðist í Íslandsheimsókninni minni! Ég svíf allavega um á bleiku skýi þessa dagana og þið getið kíkt á Instagramreikninginn minn undir @rannveigbelle til þess að sjá hvers vegna ❤️ 😉 

Í heimsókn minni á Íslandið góða kom ég við í Vero Moda í Kringlunni og fékk að kíkja á haustvörurnar þeirra. Ég fór vopnuð myndavélinni minni – að sjálfsögðu – og smellti af nokkrum myndum af nýju vörunum og búðinni sjálfri. Síðan setti ég inn á IG Story hjá mér nokkur dress sem ég setti saman en þið getið ennþá séð heimsóknina og dressin í „Visits“ í highlights hjá mér inni á Instagram

Stútfull búð!

Allt sem er hlébarða kallar að sjálfsögðu á mig! Þessir væru æði sem inniskór í vinnuna

Fullt af fallegum haustpeysum…

… og haustskóm

Þessi er æði!

Fullt af flottum húfum…

… og fylgihlutum

Eins og ég nefndi fyrr í færslunni setti ég nokkur outfit í IG story hjá mér þegar ég kíkti í heimsókn hér getið þið séð þau 🙂

Þessi skyrta kom með mér heim í bláu – ég féll alveg kylliflöt fyrir henni!

Og þessir skór!! Nei sko elska!

ELSKA!

Hlébarða – að sjálfsögðu

Bum bag – svo smart og þægilegt

Vonandi hafið þið haft gaman af smá svona haust innliti. Það er rosalega langt síðan ég gerði innlit – ekki síðan í desember bara held ég. Látið mig endilega vita ef ykkur finnst gaman af svona og þá fer ég að gera meira af því 😀

Þar til næst! <3

Rannveig / @rannveigbelle

Blúnda

Ég er alveg óð í allt blúndu þessa dagana! jafnvel þó það sé ekki  nema pínu blúndu smáatriði sem sjást í dressinu. Það er eitthvað svo elegant og smart. Þarna á myndinni er ég í stuttermabol sem ég keypti á veromoda.dk sem er með svona breiðri blúndu að neðan. Ég notaði bolinn sem kjól á jólunum þar sem hann er frekar síður en ég hugsaði hann fyrir einmitt svona smáatriði þar sem að blúndan getur sést þegar ég er í bolnum undir þykkari peysum. 

-RH / @rannveigbelle

Nýjustu kaupin

Það er erfitt að standast allar búðirnar í DK ég get alveg viðurkennt það! Þekkjandi sjálfa mig sogaðist ég um daginn inn í Vero Moda búðina hérna í Ballerup um leið og ég kom augu á þessar sjúku POPTRASH buxur! Þær voru ekki til í minni stærð svo að sjálfsögðu hoppaði ég upp í lest (as you do) og í næstu Vero Moda búð og rölti stolt úr þeirri búð með buxurnar í poka. Hef ekki farið úr þeim síðan!

 Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Haustjakki og haustfögnuður

Fyrir stuttu skrapp ég á stórglæsilegan haustfagnað Bestseller þar sem við fengum að fá smjörþefinn af haustinu hjá þeim en haustfagnaðurinn var haldinn á Mathúsi Garðabæjar. Ég hef ekki farið leynt með skoðanir mínar á matnum þar enda ekki annað hægt en að vera hrifin/n af honum! 🙂 

Við fengum litla kynningu á nýrri línu sem var að koma í Vero Moda en sú lína heitir Aware og leggur áherslu á klassískar gæða og tímalausar flíkur sem eru unnar úr endurnýjan- eða endurnýtanlegum efnum. Við fengum einn bol úr Aware línunni með okkur heim frá boðinu og ég er varla búin að fara úr mínum síðan hann er svo þægilegur. Mig langaði síðan að sýna ykkur betur nýja haustjakkann minn úr Vila sem ég féll einmitt fyrir á haustfagnaðinum ásamt Aware bolnum mínum en fyrst langaði mig að sýna ykkur nokkrar myndir sem ég smellti af á fagnaðinum sjálfum. Þið getið smellt á myndirnar til að stækka þær.

Dressið mitt er síðan mjög mikið ég þar sem það einkennist af klassískum og þægilegum sniðum og er að sjálfsögðu svart og hvítt… en ekki hvað!

Objcarol Coatigan var bara að lenda í Vila en hann er hinn fullkomni haustjakki fyrir mig. Hann er ekki of hlýr og ekki of kaldur enda er hann fóðraður að innan og loðinn að utan. 

Áferðin á honum er rosalega skemmtileg enda pínu eins og sloppur að utan – I love it!

Hvíti bolurinn er síðann hinn fallegi Aware bolur sem ég fékk í boðinu en hann er hvorki meira né minna en gerður úr trefjum sem eru unnar úr plöntum sem eru fljótar að endurnýja sig eins og Eucalyptus og kallast Tencel. Bolurinn mun brotna algjörlega niður í umhverfinu þegar honum er fargað en efnið er virkilega mjúkt viðkomu. Eins og ég segi – ég er varla búin að fara úr honum frá því ég fékk hann svo ég skellti mér í Vero Moda í gær og nældi mér í einn svartan og einn gráan Aware bol. Bolurinn er í stærð Large fyrir þá sem vilja vita en ég vil alltaf hafa svona stuttermaboli vel víða á mér.

Buxurnar sem ég er í eru síðan hinar dásamlegu Play Jeggings frá Oroblu. Þetta eru búnar að vera uppáhalds buxurnar mínar í sumar alveg klárlega! Ég var búin að lofa að sýna ykkur þær betur þegar ég keypti þær en mig minnir að ég hafi ekki gert það enn! Ég tók mínar í small og þær smellpassa eins og flís við rass. Hér er ég búin að bretta upp á þær til að sýna skóna aðeins en þær ná annars alveg niður fyrir ökla.

Klassískt og þægilegt dress – svona líður mér best! 🙂

 Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Dress up: Jennar skyrtukjóll

Ef þú vilt gleðja mig… gefðu mér þá góða skyrtu! Skyrtur eru bara svo bilaðislega þægilegar og svo passa þær fyrir öll tilefni. „There is nothing not to love“ þegar kemur að góðri skyrtu 😉 Þegar ég sá Jennar skyrtuna á Facebook síðu Vero Moda í gær gat ég ekki annað en brunað út í Kringlu til að ná mér í eitt eintak.

Þó það sjáist kannski ekkert alltof vel á þessum myndum þá keypti ég skyrtuna mína í gráu en hún er líka til í ljósbláu. Ég tók myndirnar þegar það var aðeins farið að skyggja svo þess vegna virðist hún vera blárri á þessum myndum en hún er í raun og veru. Nánast allur fataskápurinn minn er grár yfirhöfuð svo það var ekki erfitt val fyrir mig að velja hvort ég myndi vilja gráa eða bláa skyrtu. Ég er bara of hrifin af gráu!

Skyrtan er úr einskonar hör efni nema það er aðeins léttara og þynnra svo ef ykkur vantar flotta sumarskyrtu þá er þessi klárlega málið! Það er síðan hægt að hneppa skyrtunni alveg upp í háls eða opna hana alveg svo það er pínu hægt að leika sér með hana.

Love it❤️

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Dress up: Páskar!

Processed with VSCO with f2 preset

2_einkaeigu_ekki_kostudGleðilega páska elsku lesendur! Ég vona að þið séuð búin að éta á ykkur gat síðastliðna daga því ég er svo sannarlega búin að gera það. Það er búinn að vera hver veislumaturinn á eftir öðrum hjá mér undanfarna daga og ég held barasta að aldrei þessu vant sé ég spennt að skella mér í spinning á morgun! Í páskaboðunum í ár klæddist ég nýjum kjól frá Vero Moda (að sjálfsögðu) sem mig langaði að sýna ykkur betur. Mynstrið í honum heillaði mig alveg upp úr skónum en það var til bæði í kjólnum sem ég er í, buxum og einu öðru sem ég man ekki alveg hvað er… sorrí 🙂

Processed with VSCO with f2 preset

Mynstrið er í raun litlir hvítir fuglar sem eru á víð og dreif um kjólinn og vegna mynstrisins finnst mér kjóllinn ná að vera vorlegur þó hann sé nú svartur. Kjóllinn er líka léttur og þægilegur svo ég á eftir að nota hann mikið í sumar, ég er alveg viss um það!

Processed with VSCO with f2 preset

Sokkabuxurnar eru síðan frá Oroblu og skórnir eru frá Forever 21 minnir mig en ég keypti þá úti í Hollandi fyrir tveimur árum síðan. Þetta eru klassískir „Oxford“ skór sem ég þarf að vera miklu duglegri að nota en þeir spellpassa einmitt við svona dress 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

 

Dress up: Pollajakki

Processed with VSCO with a5 preset

2_einkaeigu_ekki_kostudÞað er nú meira hvað það er yndislegt að vera í páskafríi! Ég vona að þið séuð búin að hafa það jafn æðislegt í dag og ég en við kærastinn tókum okkur góðan göngutúr í Grasagarðinum í dag. Þar var allt að lifna við og sólin skein meira að segja smá á okkur þó það var pínku kalt.

Processed with VSCO with a5 preset

Í gær eignaðist ég þennan glæsilega pollajakka frá Vero Moda en móðir mín var svo yndisleg að koma mér á óvart með sumargjöf. Hún er alveg einstök það er ekki hægt að segja annað❤️Pollajakkar eru búnir að vera að gera allt vitlaust undanfarna mánuði og því var ég rosalega lukkuleg með mig að geta fengið að taka þátt í þessu trendi. Þessi jakki er líka ekki ósvipaður jakka úr 66 norður sem ég er búin að hafa augastað á lengi!

Processed with VSCO with a5 preset

Jakkinn var til í mörgum litum eins og dröppuðum, hermannagrænum og bleikum en þessi blái kallaði hreinlega á mig. Mér finnst hann svo fallegur! Jakkinn er tiltölulega síður en að aftan nær hann mér niður á hné. Framan á jakkanum eru síðan tveir góðir og djúpir vasar.

Processed with VSCO with a5 preset

Að sjálfsögðu er síðan hetta á honum og það er hægt að þrengja jakkan sjálfan í mittið. Ég á eftir að nota þennan mikið í sumar en vonandi ekkert alltof mikið… það er að segja ég vona að ég þurfi ekki alltaf að nota hann því það sé svo mikil rigning úti! Ég get líka alveg notað hann jafn mikið í sveitinni og í bænum þar sem hann er bæði töff og nytsamlegur. Ég er allavega alveg ástfangin af honum svona ef þið eruð ekki búin að átta ykkur á því 😉

Processed with VSCO with a5 preset

Jakkinn kostaði 8.990 krónur ef þið hafið áhuga á honum en þá eigið þið bara eftir að velja ykkur lit og það verður alveg örugglega ekki auðvelt þvi þeir eru án djóks allir flottir! 

Annars vona ég bara að þið munuð eiga yndislega næstu daga elsku lesendur. Ég mun gera það í pollajakkanum mínum 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Tilbúin í vorið!

faerslan_er_ekki_kostudÉg er sko heldur betur tilbúin fyrir vorið! Þó það sé ekki búið að snjóa mikið í vetur þá er ég orðin svo fáránlega leið á þessum kulda að það er ekki fyndið! Ég sá rétt í þessu að það var að koma ný sending í Vero Moda (en ekki hvað) og það er svo mikið af fallegum vorfatnaði í henni að ég freistaðist til að henda í eina færslu með litlum óskalista. 

17458037_10155102680942438_8891694189971013583_n

6.490 kr.

Hættu nú alveg hvað mér finnst þessi vera fallegur! Það er ekkert sem að kallar jafn mikið til mín á vorin og fallegur Kimono. Ég sé mig alveg fyrir mér í þessum og fallegum svörtum blúndukjól í hinum árlega páskadinner og ég held barasta að ég verði að láta þá sýn mína rætast.

17424802_10155102678812438_2743467143423619126_n

9.790 kr.

Er það bara ég eða eru pollajakkar búnir að vera að koma svakalega sterkir inn þennan veturinn? Þessi er í flottum khaki lit með hettu og er eflaust klikkaður sem léttur vorjakki.

17426302_10155102682662438_4513453260441730868_n

4.290 kr.

Er nokkuð annað hægt en að fá alvöru Noru SKAM vibes frá þessari skyrtu? Þessi er fullkomin í vinnuna í vor/sumar eða þá bara fyrir SKAM hátíðina sem að er að fara af stað í Norræna húsinu 😉

17021445_10155102681112438_1751721238363358195_n

5.490 kr.

Þessi finnst mér alveg æðislegur! Toppurinn getur bæði virkað sem sparitoppur og líka bara sem hversdagstoppur í vinnuna. Ég sé ekki hvernig efni er í honum en ef það er eins efni í honum og mér sýnist vera þá er þessi klikkaður fyrir sumarið!

3.290 + 2.790 kr.

Ég veit ekki hversu langt það er síðan ég keypti mér ný sundföt! Ég hugsa að það sé núna farið að nálgast svona fjögur ár… enda fer ég voða sjaldan í sund. Ef gömlu sundfötin eru orðin ónýt þegar ég kemst heim að skoða þau þá veit ég allavega hvaða nýju sundföt verða fyrir valinu! Þetta bikinisett finnst mér alveg æðislega fallegt.

Ég er svo vön að taka nokkrar vor-/sumarflíkur úr fataskápnum mínum fyrir veturinn og setja þær í geymslu en ætli það sé ekki bara kominn tími til að ég fari að sækja þau og koma þeim aftur fyrir inn í skáp? Það er nú aðeins farið að vora svo það má 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Dress up: Sunnudax gallabuxur

IMG_3387

faerslan_er_ekki_kostudVonandi hafið þið átt æðislega helgi elsku lesendur! Mín fór mest megnis í afmæli og fjölskylduhittinga en ég fór í hvorki meira né minna en 3 afmæli þessa helgina! Toppið’i það! 😉 Á sunnudaginn skrapp ég samt á smá búðarrölt til að brjóta upp á afmælisösina og stoppaði við í Vero Moda… en ekki hvað. Heim í poka með mér komu þessar tjúlluðu uppháu gallabuxur og svo leyfði ég líka þessari peysu að fljóta með af útsölunni en hún kostaði ekki nema tæplega 2000 krónur svo ég gat ekki sleppt henni… ég bara gat það ekki…

IMG_3388

Eruð þið samt eitthvað að grínast með þessar buxur eða?! I’m in love! Háar í mittið og þröngar svo ég skellti í þær einu almennilegu 80’s belti sem ég fékk frá mömmu og þá var ég komin með hinar fullkomnu nýtísku  „mom jeans“ sem eru að gera allt vitlaust þessa dagana. Buxurnar kostuðu 5490 krónur sem er eiginlega bara fáránlega sanngjarnt verð fyrir svona fínar buxur. Mæli allaveg sterklega með því að þið kíkið á þessar en hafið hraðar hendur því þær eru greinilega búnar að fara fljótt! 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Dress up: Jólaboð

Ég ætlaði að vera rosalega dugleg að taka dress myndir um jólin en það gekk einhvern veginn ekki upp hjá mér. Ég tók hinsvegar þessa einu dress mynd fyrir eitt jólaboðið sem ég fór í og langaði að deila henni með ykkur. Þið sem sáuð jóladressið mitt með rauðu skyrtunni geta því séð hér svörtu útgáfuna af sömu skyrtu. Að þessu sinni paraði ég skyrtuna saman við teinóttar buxur frá Uniqlo en ég hef alltaf verið svakalega hrifin af teinóttu en aldrei haft kjarkinn í að klæðast mynstrinu. Þegar ég sá svo þessar buxur í Uniqlo í fyrra varð ég að slá til því að sniðið á þeim er æðislegt og ég sé svo sannarlega ekki eftir þeim kaupum enda mikið notað þær síðan þá. Ég held meira að segja að ég hafi sýnt ykkur þær hér á síðunni áður! Það er alltaf svo smart að para saman teinótt við einlitar flíkur, finnst ykkur það ekki?

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow