Eldri færslur eftir merkjum fyrir vanlíðan

5 ráð til að tækla vanlíðan!

Nú er ég enginn sjálfshjálpargúru en ég hef lesid mikð um leitina að hamingjunni og hef hugsað mikið um það upp á síðkastið hvernig er best að tækla vanlíðan. Hef ég því fundið bestu 5 ráðin sem hafa verið að virka fyrir mig.

1) Leyfðu þér að líða illa, viðurkenndu tilfinningarnar þínar en ekki dvelja í óhamingjunni.

Ég hef sjálf fundið mér aðferð þar sem ég reyni að skilgreina hvernig mér líður, er ég stressuð, kvíðin, sorgmædd ogsf, fara síðan djúpt inn í tilfinninguna, reyna að slaka á og anda djúpt í gegnum tilfinninguna. Eftir það reyni ég að finna ástæðuna fyrir líðan minni, síðan hef ég nokkra valkosti. Sleppa tilfinningunni ef það er ekkert sem ég get gert, tækla aðstæðurnar ef mögulegt er, gera þá eitthvað í því eða gera plön til að laga aðstæðurnar. Ef ég finn fyrir áhyggjum hugsa ég: hvað er það versta sem getur gerst, get ég sætt mig við það og er þetta eitthvað sem ég mun hugsa um eftir 5 ár. Ef ég get sætt mig við það versta og veit að ég mun ekki hafa áhyggjur af þessu eftir 5 ár þá ákveð ég að sleppa áhyggjutilfinningunni. Eftir þetta er gott að hugsa eitthvað jákvætt í staðinn fyrir neikvæðu hugsunina og ekki dvelja lengur í vanlíðaninni.

2) Ekki misnota utanaðkomandi hjálparmeðul til að líða betur.

Ekki borða þér til huggunar, comfort food er eitthvað sem allir þekkja. Ekki misnota áfengi eða eiturlyf til að líða betur. Þetta getur allt gefið manni stuttan hamingjuboost en það endar vanalega í miklu meiri vanlíðan en áður var þar sem ekki var tæklað ástæðu vanlíðuninnar. Vanlíðanin eykst og getur orðið óbærinleg á endanum. Þarna vill enginn enda.

3) Brostu!

Já það virkar! Það er eitthvað í heilanum sem sendir skilaboð þegar við notum brosvöðvana og skilaboðin eru: Það er greinilega eitthvað sem gerir mig glaða og afleiðingin verður betra skap. Ekki nota gervibrosið í þetta, lokaðu augunum, hugsaðu um eitthvað eða einhvern sem gerir þig hamingjusama og brostu!

4) Hugaðu að svefninum.

Svefninn er mjög mikilvægur og að ná að sofa vel hverja nótt hefur ótrúlega góð áhrif á líðanina. Þetta er auðvitað eitthvað sem við vitum en eigum stundum erfitt með. Það sem getur hjálpað er að hafa góða svefn rútínu ef möguleiki er á. Fara alltaf á sama tíma upp í rúm, slökkva á öllum skjáum 30-60 mín fyrir svefninn og alls ekki far með símann upp í rúm. Helst ekki sofa með símann í sama herbergi og þú sefur í. Ég les alltaf áður en ég sofna og nú er það orðið svo mikil tenging við svefn að ég verð oft þreytt þegar ég les á daginn, líkaminn sendir mér skilaboð um að nú er tími að fara að sofa. Öll svona tengsl hjálpa og ef þú hefur góða rútínu fyrir svefninn, hjálpar líkaminn við að sofna þar sem hann tengir rútínuna við svefn. ( alveg eins og hjá börnum )

5) Finndu þínar hamingjustundir.

Finndu það sem lætur þér líða vel og gerðu eitthvað af því á hverjum degi. Fyrir mig er það til dæmis að skrifa, fá strákinn minn að hlægja, teikna, hitta eða hringja í fjölskylduna og vini, fara í heitt bað og hlusta á rólega tónlist, leika við son minn, dansa, fara í göngutúra og líkamsrækt og svo margt fleira. Skrifaðu niður þínar hamingjustundir og leyfðu þér að líða vel. Þú átt það svo mikið skilið.

 En það sem er mikilvægast er að leyfa sér að líða illa. Þetta eru okkar tilfinningar og við þurfum að læra hvernig við eigum að kljást við þær í staðinn fyrir að flýja þær. Þær ná okkur alltaf á endanum og oft orðnar sterkari fyrir vikið. Grátum, tölum um líðan okkar og ekki álsa þér fyrir að líða illa. ( gerir bara illt verra ) Það líður öllum illa einhvern tímann og það er eins eðlilegt og að líða vel. Allar tilfinningar eru réttmætar og þrátt fyrir að við viljum ekki líða illa þá er það partur af lífinu og við getum aldeilis lært af reynslunni.

Auður E.

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow