Eldri færslur eftir merkjum fyrir ÚTLIT

Hæ haust! Heimsókn í Vero Moda

Færslan er unnin í samstarfi með Vero Moda

Ég var stödd á landinu í síðstu viku í 10 daga heimsókn og sú heimsókn var nú heldur betur viðburðarík. Ég er mikið búin að vera frá blogginu í sumar og það eru ýmsar ástæður fyrir því svo ég tek kannski saman smá færslu um það bráðum en þeir sem fylgja mér á Instagram eru þó búnir að fá að fylgja sumrinu mínu aðeins og þá sérstaklega því sem gerðist í Íslandsheimsókninni minni! Ég svíf allavega um á bleiku skýi þessa dagana og þið getið kíkt á Instagramreikninginn minn undir @rannveigbelle til þess að sjá hvers vegna ❤️ 😉 

Í heimsókn minni á Íslandið góða kom ég við í Vero Moda í Kringlunni og fékk að kíkja á haustvörurnar þeirra. Ég fór vopnuð myndavélinni minni – að sjálfsögðu – og smellti af nokkrum myndum af nýju vörunum og búðinni sjálfri. Síðan setti ég inn á IG Story hjá mér nokkur dress sem ég setti saman en þið getið ennþá séð heimsóknina og dressin í „Visits“ í highlights hjá mér inni á Instagram

Stútfull búð!

Allt sem er hlébarða kallar að sjálfsögðu á mig! Þessir væru æði sem inniskór í vinnuna

Fullt af fallegum haustpeysum…

… og haustskóm

Þessi er æði!

Fullt af flottum húfum…

… og fylgihlutum

Eins og ég nefndi fyrr í færslunni setti ég nokkur outfit í IG story hjá mér þegar ég kíkti í heimsókn hér getið þið séð þau 🙂

Þessi skyrta kom með mér heim í bláu – ég féll alveg kylliflöt fyrir henni!

Og þessir skór!! Nei sko elska!

ELSKA!

Hlébarða – að sjálfsögðu

Bum bag – svo smart og þægilegt

Vonandi hafið þið haft gaman af smá svona haust innliti. Það er rosalega langt síðan ég gerði innlit – ekki síðan í desember bara held ég. Látið mig endilega vita ef ykkur finnst gaman af svona og þá fer ég að gera meira af því 😀

Þar til næst! <3

Rannveig / @rannveigbelle

Hárlengingar frá Traffic!

Myndir segja meira en þúsund orð….

Fyrir/eftir

Ég fór í hárlengingar hjá Auði á hárgreiðslustofunni Traffic. Ég er þrælvön hárlengingum og hef í gegnum árin eingöngu verið með lokka.

En allt í einu fékk ég ógeð af lokkunum og frétti þá af því að hún Auður væri að vinna með lengjur og algjört gæða hár. Ég var ekki lengi að bóka tíma!

Ég hafði samband við hana í gegnum Facebook og fékk tíma strax í sömu viku sem var mjög hentugt því þegar ég fæ svona hugmynd þá vil ég framkvæma hana strax.

Mætt í stólinn hjá Auði

Við byrjuðum á því að taka úr gamalt lím sem hafði orðið eftir af hinum lengingunum sem ég var með. Lengjurnar sem hún hafði græjað fyrir mig voru aðeins dekkri en mitt hár en hugmyndin var að lita mitt hár fyrst í sama lit og lengjurnar og skella þeim síðan í. Litaúrvalið er fjölbreytt en ég vildi dekkja mitt.

Verð er í kringum 49.000 kr. en það fer vissulega eftir því hversu margar samlokur þú færð. Ég tók 4 pakka, í einum pakka eru 8 lengjur eða 4 samlokur. Ég er því í heildina með 16 samlokur í mínu hári sem mér finnst vera mátulegt. Ég var að hugsa um að bæta við fimmta pakkanum en ég ákvað að bíða aðeins með það. Lengjurnar eru 50 cm síðar.

Inní þessu verði er hárið og ísetning. Þetta er 100% náttúrulegt hár sem endist í tvö ár með góðri umhirðu. Tvö ár er mjög langur líftími fyrir svona lengingar! Síðan er nauðsynlegt að fara í lagfæringu á sirka 12 vikna fresi. Lengjurnar eiga ekki að detta úr en þær vaxa úr hægt og rólega í takt við þitt eigið hár. Lagfæring er þannig að lengjurnar eru teknar úr, nýtt lím sett á þær og svo eru þær festar aftur á sinn stað.

Auður er algjör fagmaður og veit nákvæmlega hvað hún er að gera þegar kemur að því að líma lengingarnar í. Mér fannst mjög mikilvægt að þær væru settar þannig í að ég gæti verið með hátt tagl í ræktinni án þess að lengjurnar myndu sjást, og það er alveg tækni.

Ég komst upp með að vera eingöngu með lengjur en hún blandar oft saman lengjum og lokkum sem kemur líka fáránlega vel út.

Litur og lengingar komnar í stelpuna

Þegar lengjurnar voru komnar í fannst mér ótrúlegt hversu lítið ég fann fyrir þeim. Þegar ég var með lokka þá var límið alltaf svo hart, séstaklega eftir lagfæringu og ég fann mjög vel fyrir festingunum á höfðinu. En þetta er allt annað!

Ég ákvað að bíða aðeins með að skrifa þessa færslu afþví að ég vildi fá smá reynslu á hárið. Nú er ég búin að prófa að þvo það oft og mörgum sinnum, blása það, slétta það, krulla það, setja tagl og fléttur svo að eitthvað sé nefnt og niðurstaðan mín er þessi:

Auður hvar hefur þú verið allt mitt líf?
Án efa bestu lengingarnar í bænum og þjónustan fyrsta flokks.
Fimm stjörnur af fimm mögulegum!

Ég sýndi frá öllu þessu ferli á Instagraminu mínu (katrin.bjarkadottir) og fékk mikið hrós og margar spurningar frá stelpum sem voru áhugasamar um að vita meira. Ég elska að heyra frá ykku á Insta og vonandi svaraði þessi bloggfærsla einhverjum spurningum 🙂


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

Treystu mér, ég veit ýmislegt um augnháralengingar!

Ertu að spá í að prófa augnháralengingar fyrir jólin? Ef svo er þá skaltu halda áfram að lesa…..

Ég hef ágætis reynslu af þessum lengingum. Ég hef farið víða og prófað margar gerðir. Mig langar til að spara þér tíma og peninga og segja þér hvert þú átt að fara og við hverju þú átt að búast.

Þegar ákvörðun hefur verið tekin þá……

Í fyrsta lagi, eru tvær dömur í þessum bransa sem gera þetta vel. Það er Inger sem er eigandi stofunnar Beauty By Inger. Hún er staðsett á hárgreiðslustofunni Traffic í Holtagörðum. Síðan er það hún Þórey sem er snyrtifræðingur á Blue Lagoon Spa í Glæsibæ. Gaman að segja frá því að þessar tvær störfuðu eitt sinn saman á stofunni Makeover í Hafnafirði.  Ekki taka neina sénsa, haltu þig við þessar dömur og þú verður ekki fyrir vonbrigðum.

* Ég hef prófað nokkrar stofur og í eitt skiptið gekk ég út eins og dragdrottning.Þannig að vandaðu valið vel vinkona!

Í öðru lagi, þá fer þetta ekki illa með þín eigin augnhár. Ég var með lengingar ,,straight“ í 2 ár. Þegar ég lét fjarlægja þær þá voru mín augnhár öll á sínum stað. En þau vísuðu niður, enda búin að bera gervihár í langan tíma. Það var samt mjög fljótt að jafna sig. Augnháralengingar virka þannig að stök augnhár eru límd á þín eigin. Þú getur valið um lengd og þykkt háranna. Ég er alltaf pínu öfgakennd þegar kemur að þessu og er með stærð 12 (minnir mig, læt Inger sjá um þetta)!

Í þriðja lagi, þá er nauðsynlegt að hugsa vel um hárin og fylgja ráðleggingum. Ég t.d. nota ekki maskara dagsdaglega þegar ég er með lengingar. Það er algjör óþarfi (en það má). Ég greiði í gegnum hárin á morgnana með hreinum augnhárabursta og alltaf eftir sturtu. Þú mátt ekki nudda augun eða líma gerviaugnhár yfir lengingarnar (ég gerði það einu sinni og fékk skammir) 😉 Reyndu líka að forðast að sofa á andlitinu, það er svosem ekki gott fyrir neinn.

Í fjórða lagi, þá máttu ekki nota neinar vörur með olíu því það leysir upp límið.

Í fimmta lagi, þá þarftu að fara reglulega í lagfæringu. Það er svo misjafnt hjá mér, stundum fer ég á þriggja vikna fresti og stundum læt ég líða fjórar vikur. Hef verið með lengingar í 6 vikur án þess að laga! Fór samt til Spánar í sjóinn og ég veit ekki hvað og hvað. Þegar það er komin tími á lagfæringu þá byrja ég að nota maskara til að fela.

Á myndinni er ég nýkomin úr lengingu, enginn maskari. 

Það tekur sirka 60-90 mínútur að fá nýtt sett. Lagfæring tekur 30-60 mínútur en þá eru öll laus hár tekin og ný hár sett þar sem vantar.

Það er alls ekki vont að fá augnháralengingar og þú finnur ekki fyrir því að vera með þetta á þér. Kannski fyrst, en það venst fljótt.

Hjá Inger kostar nýtt sett 11.900 kr og lagfæring 7000-9900 kr (fer eftir því hve mikið þarf að laga).

Mér finnst þetta algjör snilld t.d. um jólin þegar ég er á leiðinni í mörg matarboð og nokkur jólahlaðborð. Þá sparar þetta mér tíma og fyrirhöfn. Mér finnst gaman að því að ,,poppa“ aðeins uppá útlitið svona um hátíðarnar.

Ef þú vilt skoða myndir af lengingum eftir Inger þá skaltu kíkja á FB síðuna hennar HÉR.

Ég vil samt taka það skýrt fram
……að mér finnst alls ekki nauðsynlegt að vera með augnháralengingar. Ég er ekki að fá mér þetta til að fullnægja útlitsdýrkun samfélagsmiðla. Mér finnst ég alveg jafn sæt og falleg hvort sem ég er ómáluð með mín eigin augnhár eða máluð með lengingar. Ungar stelpur verða að átta sig á því að allt svona extra glingur er ekki nauðsynlegt til að líta vel út! Stelpur eru samt alltaf stelpur og við höfum margar hverjar áhuga á einhverju svona. Vertu samt vakandi fyrir því á hverju ykkar ákvörðun byggist. En það er allt í lagi að hafa gaman að þessu og taka hlutunum ekki of alvarlega 🙂


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook

 

 

Áfengis og djammviskubitslaus!

Lýsandi mynd fyrir fylleríin mín. Èg og vinkona á djamminu í Köben.

Fyrir 2 árum og nokkrum mánuðum tók èg þá ákvörðun að hætta að drekka. Èg fór á botninn í minni drykkju og mitt síðasta stóra djamm innihèlt mörg „blackouts“, mundi eftir mjög litlu af nóttinni og djammviskubitið var að drepa mig. Èg ákvað að þetta gengi ekki lengur og èg vildi ekki misnota áfengi svona og hætta að ofgera líkamanum ( tók örugglega næstum viku að afeitra líkamann eftir þetta ). Èg hef verið frá því að èg var unglingur frekar mikið háð djamminu og í mörg ár lifði èg fyrir helgarnar. Djammaði èg þá oft frá fimmtudagskvöldi til sunnudags. Þótt þetta var búið að breytast mjög mikið á síðustu árum og èg fór bara út að skemmta mèr 1-2 í mánuði þá breyttist það ekki að èg gat oft farið langt yfir strikið í drykkjunni. Gerðist alls ekki alltaf en nógu oft til að vera of mikið.

Því tók èg þá afdrifaríku ákvörðun að hætta að drekka. Besta ákvörðun lífs míns! Í dag get èg farið út að skemmta mèr án áfengis og get sagt að það er bara alveg jafn gaman og með áfengi. Nú hristir örugglega einhver hausinn og hugsar: nei hún er bara að blekkja sjálfa sig, getur ekki verið gaman á djamminu edrú! En það getur það bara víst! Af hverju erum við að hella okkur full til að njóta betur kvöldsins, það er í raun og veru engin þörf á því. Auðvitað getur verið gaman að drekka en oftast endist töfratími drykkjunnar bara í 1-2 tíma þegar maður er á milli þess að vera „tipsy“ og blindfullur. Mín reynsla er að fyrsti partur kvöldsins fer í að reyna að drekka sig full, síðan kemur stutti skemmtilegi milliparturinn og svo seinni parturinn fer oft í að vera of drukkin til að njóta djammsins.

Aðalatriðið er að njóta samveru með vinum sínum ( og dansa! Fyrir mig allaveganna ). Èg er laus við djammviskubitið, man eftir öllum samræðum um kvöldið sem eru mun djúpari en þær sem maður á fullur. Er alveg viss um að hafa ekki sagt eða gert neitt rangt og èg veit èg gerði mig ekki að fífli. Man eftir því hvernig mèr leið og èg veit að èg naut mín í botn! Engin þynnka daginn eftir! Er ekki búin að vera þunn í meira en 2 ár, yndislegt! Þetta hefur líka fengið mig til að fara út fyrir þægindarammann minn og það að geta verið èg sjálf á djamminu og ekki undir áhrifum hefur haft góð áhrif á sjálfstraustið þar sem mèr líður ekki eins og èg þurfi að vera full til að vera skemmtileg og ofurhress. Frábært að uppgötva að þessi hressa týpa sem maður var á djamminu í denn var ekki bara vegna áfengisins. Tengir örugglega einhver við þetta.

Èg hef ekkert á móti áfengi og fólkinu í kringum mig er velkomið að drekka og èg nýt að vera í kringum þau, drekkandi eður ei. Virði þeirra val, skil vel að vilja drekka og aðeins sleppa sèr. Það þarf enginn að rèttlæta drykkjuna fyrir mèr og èg vil fá sömu virðingu tilbaka með mitt val. Hef alveg fundið fyrir pressu að drekka en flestir virða það að èg er og verð edrú. Èg lýg því ekki að oft hefur mig langað að drekka líka með þeim, en sú hugsun kemur og fer eins fljótt. Ávinningurinn og kostirnir við að drekka ekki eru fleiri en gallarnir. Samfèlagið er þó enn drykkjusamfèlag og ekkert er sjálfsagðara en að fá sèr í glas, það mun ekki breytast í náinni framtíð.

Það sem hefur breyst mest í mínu lífi eftir að èg hætti að drekka er:

Lèttist.
Ekki lengur þrútin í andliti, bólgur, roði og bólur horfnar.
Líður betur andlega.
Skýrari í huganum.
Helgarnar eru orðnar lengri þar sem maður missir ekki einn dag í að liggja í þynnku.
Hef meiri orku.
Sef betur.
Og margt fleira!

Og það besta við þetta er að það leiddi til frekari lífstílsbreytinga eins og èg hætti að borða sykurvörur og fór að borða hollari mat. En mun gera annað blogg um það seinnameir. Vona með þessu bloggi að èg hafi fengið einhverja til að íhuga að gerast edrú, allaveganna að prófa það í einhvern tíma. Sèrstaklega ef ykkur finnst drykkjan vera orðin að vandamáli í ykkar lífi og þið gangið oft yfir strikið. Og auðvitað ef ykkur og þeim í kringum ykkur líður ekki vel vegna drykkju ykkar mæli èg 100 pròsent með þessari lífsstílsbreytingu. Það mun bara gera gott. Þetta blogg er ekki meint sem predikun um að áfengi sè böl, það er allt gott í hófi þótt það virki ekki fyrir mig persónulega.

Hèr eru fyrir og eftir myndir af mèr. 2013, 2014 og 2015. Áfengislaus á síðustu 2 myndunum, búin að vera edrú í 1 og hálfan mánuð á annarri myndinni. Èg sè mest hve andlitið er grennra á síðustu myndinni. 

image

Síðan tók èg nokkrar myndir af síðunni Brightside.me af fólki sem hefur hætt að drekka og þvílík breyting á þeim! Allt frá því að vera edrú í nokkra mánuði í nokkur ár.

 

Auður E.

Fylgið mèr á Facebook og fáið nýjustu færslurnar beint í æð.

 

Nýr jakki í jakkaflóðið mitt

Ég og jakkar erum bestu vinir og èg á endalaust af þeim inn í skáp hjá mèr. En maður getur víst ekki átt nóg af neinu og því bættist einn í viðbót við í desember. Èg hafði sèð þennan í HM hèrna í Malmö og fèll strax fyrir honum! Fullkomin sídd, þykkt og útlit.
Èg ákvað samt að reyna að vera smá gáfuð og kaupa hann ekki á staðnum heldur bíða eftir black friday og kaupa hann á netinu. Eftir að hafa beðið í röð að komast inn á netsíðuna (er ekki að grínast með þetta!) þá borgaði biðin sig algjörlega. Fèkk hann á góðum afslætti og án sendingarkostnaðs. Glöð stelpa hèr á ferð! Þetta kallaði á myndatöku og fjölskyldan fór í göngutúr út að hafi og kærastinn reddaði nokkrum myndum meðan litli svaf í vagninum.

15820440_10155035601533714_989512209_n

15801442_10155035606488714_598112073_n

Erum mjög heppin að búa í frekar nýlegu hverfi hèr í Malmö sem heitir Västra hamnen og búum við bara 5 mín frá hafinu. Fyrir 6 árum höfðum við heimsótt þetta svæði í Malmö og gerðum það að markmiði að einhvern tímann skyldum við flytja hingað. Og búum nú hèrna mjög ánægð og ekkert að fara að flytja neitt annað.

15785623_10155035629198714_1642939_o

15820060_10155035602273714_1711393441_n

Finnst fullt af fallegum svæðum hèrna í Malmö og hlakka til að geta sýnt ykkur í gegnum myndir hèrna á blogginu. Kannski èg nái að lokka fleiri Íslendinga eða fjölskyldumeðlimi og vini að flytja hingað á endanum!

 

 

 

 

Fylgdu okkur á


Follow