Eldri færslur eftir merkjum fyrir Uppskrift

Kökumarkmið Katrínar

vorurnar_eru_i_einkaeiguÉg veit að meistaramánuðurinn er búin, en ég ætla að halda áfram að vinna að því markmiði að læra að baka. Ég viðurkenni að mér finnst ég eiginlega vera skyldug til að læra allavega 5 kökuuppskriftir. Mamma min er þannig að þegar hún gengur framhjá bakaraofni þá birtist kaka! Hún er algjör snillingur að baka, enda finnst henni það gaman og ég get alltaf stólað á að hún eigi köku þegar ég kem í heimsókn. Stóra systir mín er síðan eins og Bree í desperate housewives (áður en hún Bree missti allt niðrum sig greyið).  Að fara í matarboð til hennar er eins og að fara á 5 stjörnu veitingastað og hún hefur alltaf staðið mér við hlið þegar ég þarf afmælisköku fyrir börnin eða skírnarköku fyrir dótturina.

Svo er það ég, þessi sem læt fagmennina sjá um þetta. Ef mig langar í köku þá fer ég í bakaríið og kaupi köku af bakaranum 😉
En núna þegar ég er allt í einu orðin fullorðin í einbýlishúsi í Garðabæ með tvö börn þá finnst mér komin tími til að læra nokkrar uppskriftir. Ég á svo margar góðar minningar af því að koma heim úr skólanum og sjá mömmu inn í eldhúsi með svuntuna að baka eitthvað góðgæti. Mig langar til þess að gefa börnunum mínum svona minningar.

unnamedÉg ákvað því að fara í bókabúðina og kaupa mér Kökugleði Evu. Eva Laufey hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, hún svo ótrúlega klár! Ég er ekkert smá ánægð með nýju bókina mína sem hefur að geyma endalaust af uppskriftum bæði fyrir svona fólk eins og mig sem er að byrja í þessum kökubransa og flóknari kökuuppskriftir fyrir lengra komna.

Ég vil taka það fram að ég þekki Evu Laufey ekki neitt því miður! Ég hef bara fylgst með hennar ferli lengi og á báðar bækurnar hennar.

Það vildi svo skemmtilega til að ég var akkurat að fara í sumarbústað eftir nokkra daga og mér fannst því tilvalið að skella í eina heimabakaða köku fyrir fólkið. Ég ákvað að baka köku sem kallast Himnesk súkkulaðikaka. Eva vill meina að þetta sé súkkulaðikaka í sparifötum, hún er með súkkulaðibotni, súkkulaðimús og jarðaberjum ofaná. Það hljómar vel!

Ég náði að klúðra botninum í fyrstu tilraun eins og nokkrir vinir mínir á snappinu fengu að sjá. Hann varð grjótharður og kakan leit ekkert út eins og á myndinni! Ég ákvað að segja þetta gott og hætti. Daginn eftir (sama dag og ég átti að fara í sumarbústaðinn) ákvað ég að reyna aftur og viti menn þetta tóks! Þvílík gleði og hamingja að ná markmiðum sínum.

IMG_3600

 

Ég er bara ansi ánægð með mig og það var ótrúlega skemmtileg tilfinning að koma í sumarbústaðinn og bjóða fólkinu heimabakaða köku. Ég fékk mikið hrós og hún kláraðist að sjálfsögðu 😉

Ég mæli klárlega með þessari bók ef þið eruð að leita ykkur af nýjum uppskriftum! Hún hefur að geyma góð ráð fyrir þá sem eru að byrja og óteljandi girnilegar uppskriftir.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

 

Jarðaberja-hnetusmjörs boozt

 

Langaði að deila með ykkur uppskrift af nýjasta booztinu mínu!

Eins og ég hef sagt áður þá elska ég mat sem er auðvelt að búa til og maður getur borðað á ferðinni eða með ungabarn á arminum.

mfmf

Innihaldið í þessu boozti er:
1 msk af jarðaberjaskyri
1 msk af vanilluskyri
1 msk af hnetusmjöri
Dass af haframjólkinni OATLY sem er nýjasta uppáhaldið mitt!

Síðan bætti ég við
4 frosin jarðaber
hálfur banani
20 gr af höfrum

Þetta er matmikið boozt þess vegna fæ ég mér það sem hádegismat en ekki sem millimál.

Verði ykkur að góðu & góða helgi!


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Krakka klattar með bláberjum

Dóttir mín er alveg ótrúlega matgrönn og ef hún mætti ráða þá væri cheerios í öll mál! Er einhver að tengja?

Hún er ekki mikið fyrir það að setjast niður og borða heilar máltíðir, hún vill miklu frekar fá snarl svona hér og þar yfir daginn og ég leyfi henni það alveg hiklaust. Hún hefur alltaf verið svona og á meðan hún fær holla og góða næringu þá er ég ekkert að neyða hana til að sitja og klára af disknum. Ég var sjálf svona snarlari þegar ég var lítil og ég er bara í fínum málum í dag.

Ég gef mig ekki út fyrir það að vera sú færasta í eldhúsinu og ég er ekki að fara að deila með ykkur professional myndum af fínum og fallegum mat, ég læt annað fólk sjá um slíkt. En ég er mamma og ég þarf oft að vera ansi frumleg þegar að kemur að næringu fyrir börnin mín. Þess vegna langar mig að deila með ykkur þessari uppskrift af hafraklöttum sem ég geri séstaklega fyrir hana. Þeir eru tilvalið snarl með sjónvarpinu eða til að taka með í bílinn.

Innihaldið er:

3 dl af höfrum
3 dl af trölla höfrum
1 egg og þrjár eggjahvítur
1 msk hnetursmjör (whole earth)
Kanill (magn eftir smekk)
1 dl mjólk
Hálfur banani
Frosin bláber
Rúsínur

Ég byrja á því að taka bláberin úr frysti og leyfi þeim að þiðna.
Blanda saman höfrum, eggjum, hnetusmjöri og kanil í skál.
Set síðan innihaldið í skálinni í blandarann og bæti við hálfum banana og mjólk.
Blanda þessu vel saman – verður svolítið þykkt og klístrað en það er allt í lagi 😉
Næst helli ég þessu aftur í skálina og bæti bláberjum og rúsínum ofaní og hræri varlega.
Nota Pam sprey á smjörpappírinn og helli þessu öll saman á og dreifi úr.
Skelli þessu í ofninn á 180 í svona 25 mínútur. Sker svo í hæfilega bita fyrir hana.

Þetta er sett í nestisbox og inní ískáp. Stundum hita ég þetta í örbylgjuofni í smástund og smyr svo með möndlusmjöri. Á nammidögum bæti ég við sykurlausu diablo súkkulaði og kalla þetta súkkulaðiklatta, það vekur mikla lukku.

Prófið ykkur endilega áfram, þið getið skipt bláberjunum út fyrir hvað sem ykkur dettur í hug! Njótið ♥  


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Boozt

Það getur verið erfitt að koma sér aftur í rútínu í janúar eftir desemberflipp í mat og drykk. Ég ætla að byrja á því að segja að allt sem ég hef lært um mataræði lærði ég frá mínum þjálfurum hjá Fitsuccess. Þær eru algjörir snillingar og ég er búin að vera í þjálfun hjá þeim lengi! En það er efni í annað blogg……

Núna langaði mig bara rétt að poppa hingað inn og deila með ykkur uppskrift af uppáhalds booztinu mínu þessa dagana. Ég er í fjarnámi í viðskiptafræði og heima með son minn sem er að verða 5 mánaða. Sem þýðir að ég get eiginlega bara lært þegar hann er sofandi. Þannig að ég elska allar máltíðir sem eru fljótlegar og ég get kippt með mér inn í tölvuherbergi og borðað á meðan ég læri. En það skiptir mig líka mjög miklu máli að það sem ég set ofan í mig sé hollt og ekki skemmir fyrir að dóttir mín sem er þriggja ára elskar þetta!

En hér kemur booztið:

Ein létt AB mjólk með ferskju
20 gr af höfrum
Lúka af spínati
Matskeið hnetusmjör (ég nota frá Whole Earth smooth peanut butter)
Örlítið vatn

Skelli þessu svo öllu í blandara og þá er hádegismaturinn reddý!

 

Njótið vel 🙂


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Boho barnateppi

_MG_5459

faerslan_er_ekki_kostudMig langaði að sýna ykkur barnateppi sem ég prjónaði um daginn og hefur fengið viðurnefnið tveggja daga teppið hjá mér og það ekki af ástæðulausu! 😉

_MG_5504

Uppskriftina að teppinu keypti ég á Ravelry HÉR en hún er á norsku. Teppið er ótrúlega fljótlegt og svakalega auðvelt og það þarf furðulega lítið garn í það en ég notaði tæpar þrjár dokkur ef ég man rétt.

_MG_5533

Garnið sem ég notaði er frá Rowan og heitir Chunky en mér sýndist á heimasíðunni þeirra að það garn sé hætt í framleiðslu en í uppskriftinni er mælt með tveimur öðrum tegundum af garni sem gott væri að nota. Aðalatriðið er að garnið sé nógu gróft því að prjónastærðin sem notuð er fyrir teppið er númer 10. Teppið er stærra á breiddina en það er á lengdina en það er að sjálfsögðu hægt að aðlaga það með því að prjóna mynstrið eins oft og þú vilt til að fá rétta lengd.

_MG_5511

Teppið er engan veginn ætlað til að halda hlýju á einu né neinu enda frekar gisið til þess. Það hentar þó vel til að skreyta barnavagna, bílstóla, rimlarúm og annað eða þá bara til að leggja yfir barnið í sófakúri.

_MG_5487

Hér getið þið séð betur smáatriðin í teppinu sem stendur svo sannarlega undir nafni sem Boho teppi. Einn punktur sem ég get gefið ykkur ef þið ætlið að prjóna teppið er varðandi tjullið neðst. Mér fannst það vera svolítið stutt þegar ég fylgdi uppskriftinni svo ég klippti mína spotta helmingi lengri en sú lengd sem var gefin upp þar og mér fannst það koma mikið betur út.

_MG_5459

Ég mæli klárlega með þessu teppi því maður er enga stund að skella í eitt svona ef manni er boðið í skírn með stuttum fyrirvara eða barn fæðist á undan áætlun. Það er nefnilega alltaf svo gaman að gefa eitthvað handgert og þá tala ég nú ekki um ef verkið tekur stuttan tíma 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Flugmannahúfa

*Varúð varúð, eggjastokkar munu klingja!

Mig langaði að sýna ykkur þessar flugmannahúfur sem ég prjónaði um daginn. Ég fékk lánaðan þennan fallega strák frá vinkonu minni til að sitja fyrir í myndatöku og honum fannst það sko ekki leiðinlegt! Ég biðst því fyrir fram afsökunar á myndaflóði en það er bara ekki hægt að velja eina eða tvær myndir af svona sætum strák!❤️

Sjáið bara þennan gleðigjafa!

Alltaf þegar ég kaupi uppskrift á netinu þá er hún vanalega send á netfang en þessi kom í gegnum lúguna á gamla mátann. Ég fékk sem sagt sendan heim lítinn bækling með uppskriftinni og það tók nokkra daga fyrir hana að koma til mín. Ég keypti uppskriftina á ensku og hún var alls ekki vel þýdd en núna tók ég eftir því að það hafa orðið nokkrar breytingar á uppskriftinni og nú er bara hægt að kaupa uppskriftina á norsku. Það er svo hægt að velja um hvort þú vilt fá uppskriftina senda í pdf formi eða heim í gegnum lúguna. HÉR er því hægt að kaupa uppskriftina á norsku í PDF formi og HÉR er hægt að kaupa hana sem lítið hefti eins og ég gerði. Hafið samt í huga að uppskriftin kostar minna ef þið fáið hana senda í pdf formi frekar en að fá sent heftið.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

Ég lenti í smá vandræðum þegar ég var að panta húfuna og sendi umsjónarmönnum síðunnar póst til að biðja um aðstoð og fékk svar alveg um leið. Þjónustan var því mjög góð og það er alltaf stór kostur í mínum augum! 🙂

Ég prjónaði minnstu stærðina sem er fyrir 6 mánaða og notaði bara hálfa dokku af kambgarni. Liturinn í dökkbrúnu húfunni er númer 1203 en sá ljósbrúni er númer 1204. Tölurnar keypti ég á AliExpress fyrir svolitlu síðan.

_MG_3723

Hér sjáið þið svo aðra húfuna betur. Ég var svo sátt með litla módelið mitt að auðvitað gaf ég honum hina húfuna án þess að fatta að ég ætti eftir að taka mynd af húfunum tveimur saman. Það er oft bara þannig að maður gleymir ótrúlegustu hlutum í kringum svona mikinn krúttleika 😉

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta æðislega falleg vorhúfa og sé hana alveg fyrir mér paraða saman við einhvern fallegan leðurjakka til að skapa alvöru gamaldags flugmannadress! 🙂

P.S: Að lokum langaði mig að hvetja ykkur til að þátt í afmælisgjafaleik síðunnar með því að smella á myndina hér fyrir neðan og fylla út formið neðst til að geta fengið tækifæri á því að vinna heilan helling af glæsilegum vörum til að fylla í snyrtiborðið ykkar. Ég dreg á morgun svo það er um að gera að hafa hraðar hendur og taka þátt! ❤️

risa_afmælisleikur

-Rannveig H.

Draumapeysan: Frí uppskrift!

IMG_9894

Það var einhverntíman í lok síðasta árs sem ég sagði ykkur frá peysunni sem ég var að rembast við að klára fyrir jólaferðina miklu til New York. Það var nú ekki fyrr en í gærkvöldi sem ég nennti að setjast niður og skrifa upp uppskriftina til að geta deilt með ykkur 🙂

Þetta er sko engin smá peysa það get ég sagt ykkur! Eftir að hafa rölt fram og tilbaka í nokkrar H&M búðir á Times Square fattaði ég að svona þykk og mikil peysa fyrir búðarrölt hafi kannski ekki verið sú allra besta hugmynd sem ég hef fengið. Maður svitnaði… mikið! Þessi peysa er því fullkomin fyrir íslenska veturinn okkar þó hún henti ekki beint fyrir verslunarleiðangra 😉

IMG_9895

Ég ákvað að hafa peysuna frekar síða svo ég gæti notað hana við leggings og þyrfti ekki að vera í gallabuxum þegar ég færi út. Ég á nefnilega í svolitlu love-hate sambandi við gallabuxur og hef verið í því frá því ég var svona 10 ára og ákvað að ég myndi sko aldrei ganga í gallabuxum aftur! Ég ákvað einnig að hafa hálfgerðan rúllukraga í hálsmálinu svo ég þyrfti ekki að vera með trefil sem myndi bara flækjast fyrir mér. Ég var mjög sátt með þá ákvörðun því peysan hélt svo sannarlega á mér hlýju þegar við röltum nálægt sjónum eitt kvöldið. Þá sá ég sko ekki eftir að hafa farið í þessari peysu!

IMG_9946

Peysuna prjóna ég með tvöföldu garni – það er allt nema stroffið og kragann í hálsmálinu. Þetta er því mjög gróf peysa þar sem þarf að nota nálar númer 10. Mynstrið á peysunni hjálpar líka til við að gera hana grófa þar sem ég prjóna alltaf 1 snúna slétta lykkju á milli hverrar brugðnar lykkju.

IMG_9920

Ég prufaði að para peysuna saman við leðurjakka og hólí hell hvað það var þröngt um handleggi mína en þetta var samt svo flott! Ef þið eigið leðurjakka sem er í stærri kanntinum þá ættuði þið hiklaust að geta notað peysuna með honum 🙂 Mér finnst þetta par allavega lúkka mjög vel!

IMG_9886

HÉR er svo uppskriftin að peysunni sem mig langaði að gefa þeim sem hafa áhuga á að prjóna á sig eða sína eitt stykki grófa rúllukragapeysu. Peysan er í stærð small til medium en hún teygist alveg rosalega mikið enda öll bara eitt stroff svo það er vel hægt að komast upp með að prjóna hana ef þið eruð í stærð large líka. Verið bara vör um prjónstærðina og mælið út frá henni 🙂

-Rannveig H.

Bollakökur með hindberjakremi

Þessar bollakökur eru með þeim betri sem ég hef smakkað. Uppskriftin af kökunni hefur verið í fjölskyldunni minni í mörg ár og ég nota hana alltaf, hvort sem ég er að baka bollakökur eða bara venjulega súkkulaðiköku.

IMG_1509-2  

IMG_1474

Bollakökur með hindberjakremi
Skrifa umsögn
Prenta
Bollakökur
 1. 1 og 2/3 bolli hveiti
 2. 1 ½ bolli sykur
 3. 1 tsk matarsódi
 4. 1 tsk salt
 5. ½ bolli kakó
 6. 1 bolli mjólk
 7. 125 gr smjörlíki - lint
 8. 1 tsk vanilludropar
 9. 3 egg
Hindberjakrem
 1. 150 gr smjör við stofuhita
 2. 100 gr smjörlíki við stofuhita
 3. 1 egg
 4. 500 gr flórsykur (1 pakki)
 5. 150 gr hvítt súkkulaði
 6. 200 gr frosin hindber
Bollakökur
 1. Hrærið saman sykri, smjörlíki, vanilludropum og eggjum.
 2. Sigtið hveiti, matarsóda, salt og kakó saman og blandið við.
 3. Hellið mjólkinni út í og hrærið allt saman.
 4. Kökurnar eru bakaðar við 180 gráður í 20-25 mín.
Hindberjakrem
 1. Hrærið saman smjöri, smjörlíki, eggi og flórsykri í um það bil 7-10 mínútur. Því lengur sem blandan er hrærð, því léttari og betri verður hún.
 2. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið saman við kremið með sleif. Súkkulaðið þarf að vera orðið kalt.
 3. Setjið frosin hindber í pott og hitið. Á meðan berin eru að hitna skaltu mauka þau eins og þú getur með skeið. Að því loknu skaltu sigta hindberjasafann frá berjamaukinu og leyfa því að kólna.
 4. Blandið hindberjasafanum við kremið með sleif. Passið ykkur þó að setja ekki allan safann í kremið á sama tíma heldur setja 1-2 matskeiðar í einu og hræra og smakka ykkur til. Það verður að passa að kremið verði ekki of þunnt en ef það gerist er hægt að skella því í ískápinn í klukkustund.
Annað
 1. Uppskriftin nægir í 15-20 bollakökur, fer eftir stærð forma.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

Austurlenskur lax

Prófaði að elda þennan lax um daginn, hann var æðislega góður og mjög fljótlegur. Mæli alveg klárlega með honum! Upprunalegu uppskriftina má finna hér en ég breytti henni þó aðeins.

IMG_1396

Austurlenskur lax
Fyrir 4
Skrifa umsögn
Prenta
Hráefni
 1. 1 kg beinhreinsað laxaflak eða stykki
 2. ¼ bolli fljótandi hunang
 3. 3 hvítlauksgeirar-pressaðir
 4. 2 matskeiðar sojasósa
 5. 1 matskeið hvítvínsedik
 6. 1 matskeið sesamolía
 7. 1 matskeið rifið engifer
 8. 1 rauður chilly, fræhreinsaður og saxaður
 9. Pipar
 10. 2 vorlaukar, skornir smátt
 11. Sesamfræ ( má sleppa)
Aðferð
 1. Hitið ofnin í 190 gráður.
 2. Hrærið saman í skál hunang, hvítlauk, sojasósu, hvítvínsedik, sesamolíu, engifer, chilly og pipar
 3. Skolið laxinn, þerrið og leggið hann á álpappír. Brettið upp allar 4 hliðar á álpappírnum.
 4. Setjið marineringuna yfir laxinn með skeið og lokið álpappírnum alveg.
 5. Setjið inní ofn og bakið í 15-20 mínútur. Opnið álpappírinn eftir þann tíma og bakið áfram í 2-3 mínútur eða þar til laxinn er aðeins brúnaður.
 6. Takið úr ofni, stráið söxuðum vorlauk og sesem fræjum yfir og berið fram með hrísgrjónum. Ef þú átt afgang af marineringunni þá er rosalega gott að hafa hana með líka.
Tekið úr Damn Delicious
Tekið úr Damn Delicious
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

 

IMG_1345

 

IMG_1383

Uppskrift: Pönnukökur

Þegar ég var á Íslandi fyrir stuttu þá bakaði ég pönnukökur með mömmu minni og systur. Bloggarinn ég tók náttúrulega myndir af því eins og flestu sem ég geri. Haha. Og úr því ég átti þessar ágætu myndir af sögðum pönnukökum ákvað ég að það væri bara alveg eins gott að deila uppskriftinni með ykkur. Svo gjöriðsvovel og verðiykkruraðgóðu!

//When I was in Iceland the other day I baked some pancakes with my mother and sister. Being the blogger that I am I of course had to document it. Haha. Well now because I have these fine photos of said pancakes I decided I could just share the recipe. So here you go!

pc3b6nnsur

1. Stetjið þurrefnin í skál * 2. Bætið eggjunum og vanilludropum útí * 3. Hellið helmingnum af mjólkinni saman við og hrærið þannig að ekki myndist kekkir * 4. Bætið svo við því sem eftir var af mjókinni saman við eftir þörfum og hrærið viðstöðulaust á meðan. Deigið á að vera þunnt * 5. Bræðið smjörið og bætið saman við * 6. Hitið pönnuna vel áður en byrjað er á bakstrinum. Hellið um 4 msk af deigi á pönnuna og rennið henni til þannig að deigið þeki botninn * 8. Snúið pönnukökunni við þegar loftbólur byrja að myndast * 9. Staflið pönnukökum á disk.

//1. Put the ingredients in a bowl * 2. Add the eggs and the vanilla * 3. Pour the half of the milk in and stir it well 4. Add the rest of the milk after need and keep stirring. The dough is supposed to be thin * 5. Melt the margarine and add it in the mix * 6. Heat the pan before you start baking. Pour about 4 tbsp of dough on the pan and make it cover the whole pan * 8. Turn the pancake around when bubbles start to form on the pancake * 9. Stack the pancakes on a dish.

mariaosk

 

faerslan_er_ekki_kostud

 

Fylgdu okkur á


Follow