Eldri færslur eftir merkjum fyrir úlpa

Úlpan sem heldur mér á lífi

Þvílíkt bloggleysi seinustu daga, þetta hefur held ég aldrei gerst! En ég er eins og bjarndýr sem leggst í dvala á veturna… litli vefjagigtalíkaminn minn þolir kuldann svo illa, ætli ég neyðist ekki bara til að flytja til Tene? Er að skoða þetta……

En ég gerði góð kaup um daginn frá Asos að sjálfsögðu. Keypti mér risastóra dúnúlpu og ég hef búið í heinni seinustu vikur.

Boohoo Padded Coat with Faux Fur Hood

Hún er ótrúlega létt og þægileg en á sama tíma hlý og nóg stór til að vera í þykkum peysum innan undir.

Minn stíll á veturna samanstendur af stórum þykkum peysum, þykkum úlpum, þykkum sokkum og leggings. Mjög simple en á vel við í þessum kulda.

Úlpa: Asos
Peysa: H&M
Leggings: H&M
Sokkar: Sokkabúðin Cobra
Skór: H&M

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

Fylgdu okkur á


Follow