Eldri færslur eftir merkjum fyrir travel

Marriott Park Lane Hotel

//Færslan er ekki kostuð

Eins og ég sagði ykkur frá síðast þá vorum við í London fyrir ekkert svo löngu síðan og þá gistum við á London Marriott Hotel Park Lane.
Hótelherbergið var hreint út sagt ótrúlega fallegt og baðherbergið gæti ekki hafa verið svalara – allt út í marmara! Þetta er þó hótel í dýrari kanntinum og því ekki fyrir alla að gista þar lengi, en fyrir 1-3 daga er það fullkomið. Staðsetningin er líka æðisleg þar sem Marble Arch neðarjarðarlestarstöðin er þarna rétt hjá og sömuleiðis Oxford Street verslunargatan.
Spa-ið var líka virkilega kósý en við höfðum það reyndar algjörlega útaf fyrir okkur þegar við fórum svo mögulega spilar það inn í… 
En já, fyrir okkur var þetta þrusuflott hótel fyrir 1 nótt og við gætum ekki hafa verið sáttari með dvölina!

 

Þið getið fylgt mér á facebook á HÉR til að missa aldrei af nýjum færslum!

Isla Mujeres

Ég verð að segja það að einn af hápunktum síðasta sumars var klárlega dagsferðin sem við fórum í til Isla Mujeres frá Cancún. Ef ég hefði vitað meira um eyjuna áður en við fórum þá hefði ég klárlega valið að gista eina nótt þar og eyða meiri tíma á henni.
Isla Mujeres er semsagt lítil eyja rétt fyrir utan  Cancún og hún er alveg stútfull af hlutum til að skoða. Það er mjög vinsælt að leigja gólfbíl til að keyra um eyjuna og það er einmitt það sem við ákváðum að gera. Þar sem myndir segja meira en þúsund orð ætla ég bara að vera stuttorð og sýna ykkur myndir frá deginum okkar á eyjunni frekar en að segja ykkur frá því. 

I have to say that our day trip to Isla Mujeres was truly one of the highlights of our trip to Cancún this summer. If I had known more about the Island before we decided to go I would have probably booked a hotel for one night though. We rented a golf cart to drive around the Island and it was so much fun! I here are the photos from our day trip. 

Ef þið eruð að pæla í ferð til Cancún þá er Isla Mujeres eitthvað sem þið megið alls ekki sleppa. Þetta er klárlega eitt af því skemmtilegra sem við gerðum í ferðinni! 

If you are thinking about going to Cancún you absolutely have to take a day trip to Isla Mujeres. You have to do it!

The Cliffside, Punta Sur

Á eyjunni Isla Mujeres er Punta Sur, austasti partur Mexíkó. Við fundum þennan stað eiginlega bara fyrir algjöra tilviljun þegar við vorum að keyra um eyjuna að leita okkur að veitingastað fyrir hádegismat. Það er ekki alltaf sem maður rambar á staði með svona útsýni, en þarna vorum við heppin!

On the Isla Mujeres Island is the eastermost part of Mexico. We just randomly stumbled upon this place while we were looking a spot for lunch. It really was a pleasant surprise as you don’t always find places with views like this! 

BAE sundbolurinn


//Færslan er ekki kostuð

Ég verð eiginlega bara að sýna ykkur þennan geggjaða sundbol sem ég keypti fyrir Mexíkó ferðina okkar. Í byrjun þá keypti ég hann bara í hálfgerðu djóki – en svo notaði ég hann bara miklu meira en ég gerði ráð fyrir. Hann var svo ótrúlega klæðilegur og þægilegur. Ég er ekki frá því að hann hafi kveikt smá ást hjá mér á sundbolum, þar sem ég hef ekki notað bikiníið mitt mikið eftir þessa ferð.

I just have to show you this awesome swimsuit I bought for my Mexico trip. I kind of purchased it as a joke, but I ended up really liking it. It’s just so pretty and comfortable. Now I have kind of started to like swimsuits a lot more than bikinis. 

Sundbolurinn er frá New Look og kostaði mig ekki nema um 15 pund eða litlar 2100 krónur. Fyrir ykkur sem hafið áhuga á að kaupa þennan sundbol þá er hann af 50% afslætti hjá New Look núna. Þið finnið hann HÉR!

The swimsuit is from New Look and it only cost 15 pounds. If you are interested in buying it, then you’ll be happy to know it is on sale right now for 50% off. You can find it HERE!

Turtle farm

//Færslan er ekki kostuð

Ef þið finnið ykkur einhverntíma á lítilli eyju fyrir utan Cancún sem heitir Isla Mujeres mæli ég eindregið með því að þið kíkið á þetta litla skjaldböku verndarsvæði sem heitir Tortugranja. Ótrúlega krúttað svæði og fullkomin fyrir stutt stopp á leið um eyjuna. 

If you ever find yourself on a small Island outside Cancún named Isla Mujeres I highly recommend this small turtle sanctuary. Its a perfect short stop on your way around the island.

Valladolid, Mexico

Á leið okkar heim frá Chichen Itzá tókum við örlítinn krók og kíktum á lítinn bæ að nafni Valladolid. Það var ótrúlega gaman að sjá annað sjónarhorn á Mexíkó en bara hefðbundna túristasvæðið og þessi bær var mjög litríkur og flottur. Allt öðruvísi sem Cancún þar sem  hótelið okkar var.

On our way home from Chichen Itzá we took a little detour to take a look at some small town named Valladolid. It was so fun to see another side of Mexico. Not just the typical tourist/beach scene!

  

 

Smellið like á María Ósk: Blogg á Facebook til að missa aldrei af nýjum færslum!

Chichen Itzá

//Færslan er ekki kostuð

Þegar við fórum til Mexíkó þá tókum við einn langan dag og fórum í skoðunarferð til Chichen Itzá sem eru rústir af einni stæðstu Maya borgunum í landinu. El Castillo er ef til vill áhugaverðasti hlutinn við Chichen Itzá en það er risastór pýramídi. Það er þó ekki leyft að fara upp pýramídann, en það er alveg magnað að sjá allar þessar rústir engu að síður. Veðrið var alveg hreint frábært þennan dag – eiginlega bara of gott því við vorum alveg að bráðna þarna. Hitinn var alveg hreint svakalegur og ég hefði gefið hvað sem er fyrir smá vind þarna. Jafnvel bara smá rigningu! Eftir að hafa labbað um svæðið með leigsögumanninum okkar þá var þvílíkt gott að setjast í skuggann. 

When we went to Mexico went one day trip to Chichen Itzá which is a few hours from Cancún. Chichen Itzá is an old Mayan city with a big pyramid called El Castillo and it was really amazing to go there and see it. The pictures really don’t do it justice. The weather was amazing and it was too hot really. We were melting away as we walked through the area to look at the ruins. 

Þar sem þetta var langur dagur ákváðum við að ráða einkabílstjóra/leiðsögumann til þess að þurfa ekki að fylgja eftir stórum hóp af fólki og ferðast með rútu allan daginn. Við reiknuðum að við höfðum sparað meira en 2 klukkustundir af ferðatíma með því að taka einkatúr. Í þessu tilviki var það algjörlega þess virði og við áttum ótrúlega góðan dag að skoða þetta svæði! Mæli algjörlega með ferð til Chichen Itzá ef þið eruð í fríi í Cancún. 

As it was quite long travel for one day we decided to hire a private driver/tour guide to so we could do it at our own time and speed. It was also super nice to not needing to traveling via bus. For this trip at least it was totally worth the extra money to go private! It was such a lovely day and I totally recommend this to anyone vacationing in Cancún.

 

Fylgist með á Facebook á María Ósk: Blogg 

Hótelið okkar í Cancún

//Færslan er ekki kostuð

Núna er ég algjörlega búin að skíta upp á bak með þetta blogg. Sorrý með mig hvað ég hef verið léleg að blogga! Ég hins vegar búin að fara algjörlega yfir efnið núna sem ég tók í Mexíkó og búin að skrifa heila níu bloggpósta tengda ferðinni sem koma inn á tveggja daga fresti næstu vikur! Yay!
En allavega.. Í dag ætla ég að segja ykkur aðeins frá hótelinu okkar í Mexíkó. Hótelið heitir Royal Sands og er fimm stjörnu hótel sem er staðsett á hótelstrandlengjunni  í Cancún þar sem flest hótelin á þessu svæði eru á. Við vorum þarna með vinapari okkar og tókum „All inclusive“ pakkann í tvær vikur og gjörsamlega nutum okkar í botn þann tíma sem við vorum þarna.

Today I am going to tell you a little bit about the hotel we stayed at in Cancún. The name of the hotel is Royal Sands which is a five star hotel located at the beach. We took the all inclusive package and  stayed there for two weeks with our friends. It was SO MUCH FUN.

Hótelið er alveg risastórt- með þrjár mismunandi sundlaugar, tennisvelli, körfuboltavöll, sundlaugabari, nokkra veitingastaði, spa og líkamsrækt svo einhvað sé upp talið. Það er algjörlega með bestu hótelum sem ég hef nokkurntíman verið á og maturinn og drykkirnir voru alveg einstaklega góðir fyrir að vera „All Inclusive“.
Þar sem hótelið er staðsett á draumastað, algjörlega beint á ströndinni þá fær maður smá sjávargolu á sig þegar maður liggur á sólbekknum við sundlaugina. Það er líka eins gott því annars hefði það verið algjörlega ólíft fyrir mig að sóla mig. Haha!

The hotel is huge – with 3 different swimming pools, tennis courts, basketball courts, pool bars, restaurants, spa and gym. You could totally spend a week there without ever leaving the hotel. And the food and drinks there are really good for all inclusive. 
As the hotel is located on the beach you get this amazing breeze from the ocean. That is a must if you want to go tanning. The sun is so bright and it gets very hot over there!

Hóteldvölin gekk þó ekki alveg áfallalaust fyrir sig þar sem við lentum í smá vandræðum í byrjun þegar við vorum að tékka okkur inn. Það vildi svo nefnilega til að hótelið týndi bókuninni okkar og sagði að við hefðum örugglega afbókað áður en við komum! Það var ekki gaman að fá það í andlitið eftir ótrúlega langt ferðalag þar sem þreytan var algjörlega í hámarki. Við vorum þó með alla pappíra og bókunin enn gild í booking.com appinu svo við neituðum að taka það í mál. Eftir klukkutíma vesen og samræður við nokkra mismunandi starfsmenn fannst loksins bókunin (hah, sko ég sagði þeim það!) og þeir gátu tékkað okkur inn í herbergið okkar. Mikið lifandi sem við vorum fegin! Haha. 
Eftir þessi vandræði var þó restin af dvölinni algjör draumur og hvernig er aftur máltækið – ,,fall er fararheill“? 

The stay didn’t go off without a hitch though as we had a little trouble when we were checking in. The staff said that they couldn’t find our booking and that we had probably cancelled before we came! As if! Luckily we had proofs we had not done that and the booking was still confirmed. So after talking to few different persons at the hotel for more than an hour they finally found our booking. We were so relived when they were finally able to check us in that we were quick to be happy again. 
After this not so fun start the vacation things went really smoothly for the rest of the trip so we just laughed about this after. 

 


Fylgist með mér á Facebook á María Ósk: Blogg

Sunsets

//Færslan er ekki kostuð

Okei ég verð að segja að hótelið okkar í Cancún var með þeim flottari sem við höfum verið á. Fyrir framan innganginn var þetta virkilega huggulega svæði og á kvöldin var ótrúlega gaman að fara þangað út og fylgjast með sólsetrinu. Þegar maður er í svona afslöppunarfríum þá er svo gaman að hafa fallegt í kring um sig og bara njóta útsýnisins og vera til. 

Okay I just have to say that the hotel we were staying at in Cancun is one of the nicer hotels that I have been to. In front of it was this beautiful setting that was just magical in the evenings when the sun was going down. It’s so nice to have such beautiful surrondings when taking such a relaxing holiday – you can just sit back and enjoy the view. 

Bodysuit: Asos // Shorts: H&M // Belt: Gucci

Ég nýt þess núna þessa dagana að vera heima á Íslandi í algjöru fríi frá öllu. Því er ég að svindla aðeins á ykkur hérna og dreifa sögum frá Mexícó ferðinni minni yfir nokkrar vikur en ég vona þið skiljið það 🙂 

Right now I am enjoying my Iceland vacation – taking a break from absolutely everything. I hope you can forgive me teasing you guys about my Mexico trip. But it’s just way more convenient to tell you guys about it in few parts. I hope you understand!

Off to Mexico

//Færslan er ekki kostuð

Hæhó! Ég vona þið getið afsakað bloggleysið hjá mér undanfarið, en síðustu vikuna er ég búin að vera í Mexíkó að njóta lífsins! Við erum sko búin að eiga æðislega viku hérna og ég trúi ekki að við eigum alveg nokkra daga eftir. Já krakkar mínir, lífið er ljúft. Við erum búin að vera bralla helling síðustu daga sem ég ætla að reyna að henda inn á bloggið mjög fljótlega svo… stay tuned!

Hi! I’m so sorry about not blogging anything lately. I kind of just checked out when I came to Mexico a week ago! But yeah, we have had amazing time so far so I have plenty of things to show you later!

Flugið til Mexikó var samt ekkert djók, enda alveg 10 tíma flug. Við gerðum þó það besta úr því og ferðuðumst í kósígallanum með alveg helling af nesti með okkur. Ég gerði svo svakalega góð kaup í fríhöfninni í Manchester og fjárfesti í þessum gullfallegu Dior sólgleraugum. Ég hef ekki tekið hin sólgleraugun mín upp alla ferðina svo ég gæti ekki verið sáttari með þau!

The flight to Mexico is a gruelling 10 hours, but we made the most of it and travelled in our sweatsuits with a lot of food with us. I also spent a small fortune on those amazing Dior sunglasses in the Duty Free at Manchester airport. I absolutely love them, I haven’t once taken up my other sunglasses in this trip!

Ég hendi inn nýju meira spennandi Mexíkó bloggi inn fljótlega, ég lofa!

Stay tuned for my next blogpost from Mexico, it’s coming soon and I promise it’s gonna be lot more interesting! 

 

Fylgið mér á Maria Osk: Blogg á Facebook til að missa aldrei af nýjm færslum!

 

Fylgdu okkur á


Follow