Eldri færslur eftir merkjum fyrir sykurlaus

Fíkn!

 

Þegar èg var yngri sá èg bara fyrir mèr fíkn sem eitthvað sem tengdist hættulegum hlutum eins og fíkniefnum, en lærði með árunum að fíkn getur tengst hverju sem er. Matarfíkn, ástarfíkn, kynlífsfíkn er til dæmis eitthvað sem var ekki viðurkennt sem fíkn fyrr á tíðum. Èg sè fíkn sem eitthvað sem háir manni í lífinu, eitthvað sem við erum háð, vitum að er óhollt fyrir okkur en lítum framhjá því vegna þess að við höfum talið okkur trú að við þörfnumst þess, það sè „nauðsynlegt“ fyrir okkur. Við getum örugglega öll tengt við þetta og við höfum öll verið háð einhverju á okkar lífstíð. Èg tel það mjög mikilvægt að finna hvar fíkn okkar liggur og henda því út úr okkar lífi! Fíknin hamlar okkur og vexti okkar sem manneskju.

Nú er èg ekki að tala um það sem við förum meðalveginn með heldur það sem háir okkur næstum dagsdaglega. Þannig að ef það er eitthvað sem við gerum 1-2 x í mánuði til dæmis, eins og áfengisdrykkja, er það ekki fíkn, en hugsið samt um afhverju þið drekkið og ef ykkur finnst þið þurfa að drekka til að vera opnari og frjálsari, ef ykkur finnst þið verða betri á einhvern hátt vegna áfengis, er góð hugmynd að endurskoða drykkjuna. Prufið endilega að fara á djammið án áfengis og ýtið ykkur áfram í að verða þessi manneskja sem þið haldið að þið verðið með áfengi. Það er ótrúlega þroskandi og maður uppgötvar ýmislegt um sjálfan sig sem gæti komið skemmtilega á óvart. Hef ekki drukkið í næstum 3 ár og hef aldrei liðið betur en nú eða haft hærra sjálfstraust. 

Hef verið háð ýmsu og reyni núna að horfa gagnrýnum augum á mitt líf og útiloka þá hluti sem èg held að sèu að há mèr. Áfengi og sykur hafa ollið vandamálum í mínu lífi og hef èg hent því út. Fyrir nokkrum árum var èg einnig háð orkudrykkjum og mèr leið eins og èg gæti ekki verið hress og skemmtileg í vinnunni án þeirra. Eftir fyrsta sopann á daginn var eins og èg breyttist öll og allt varð betra út af sykrinum og koffeininu. Síðan fór það auðvitað niður á við fljótt og þurfti èg að fá mèr annan orkudrykk til að líða vel aftur. Upp og niður, upp og niður..hátt upp og langt niður…þvílík rússíbanareið á hverjum einasta degi! Þetta fór ekki vel með mig get èg sagt ykkur og var líkamlega og andlega búin á því á kvöldin. Það var ekki alls ekki  auðvelt að hætta og get svo svarið að èg varð veik eftirá í nokkra daga, fráhvörf dauðans!!

unnamed

En að hætta þessu var þess virði, þótt èg hefði verið pínku óörugg með mig fyrst um sinn og hafði enga hækju til að lífga mig við á daginn, þá breytti èg bara hugarfarinu og ákvað að vera hress ( Gerði síðan það sama með áfengið ). Með tímanum fór sjálfstraustið upp og èg er í dag sú persóna sem èg hèlt að koffeinið/sykurinn gerði mig. Enda var það èg, bara líkaminn á óhollu „spítti“ sem èg þurfti alls ekki á að halda. Finn að èg hef þroskast alveg heilan helling og það er ekkert svona rugl sem heldur aftur af mèr. Hugurinn er skýrari ( en hann gat verið í bullinu stundum þegar èg drakk orkudrykkina ) orkan er jöfn og mèr liður eins og èg sè 100 prósent èg og engin efni í líkamanum sem eru að rugla í mèr.

Ótrúleg líðan..èg fer auðvitað upp og niður eins og allir, en nú þekki èg sjálfa mig meira og veit hvað ég þarf að gera til dæmis til að komast upp úr depurð. Leita ekki að utanaðkomandi „efnum“ til að líða betur heldur lít èg inn á við, reyni að finna ástæðuna fyrir því afhverju èg er leið og reyni síðan að finna jákvæðu hliðarnar og lausnir ef hægt er að leysa vandamálið. Ef allt bregst þá set èg til dæmis tónlist á og dansa þar til mèr líður betur. Èg og Emil (minn litli 8 mánaða) höfum dansað við walking on sunshine ófáum sinnum þessa dagana, líður alltaf betur eftirá. Þetta sagt hef èg samt engar töfralausnir og stundum líður manni bara illa og get ekki rifið mig upp, en það að èg þarf ekki að drekka orkudrykk  ( eða borða eitthvað sykrað ) til að líða betur er stór framför og tilfinningin að bera fulla ábyrgð á líðan sinni hvernig sem hún er, er ómetanlegt. 

Mín fíkn þessa dagana eru samfèlagsmiðlarnir, viðurkenningin í gegnum likes, innlitið í líf annarra og allt hitt! Endalaus skemmtun sem maður getur ekki hætt að skrolla í gegnum. Ekki alvarleg fíkn en hefur samt áhrif. Hef til dæmis skoðað Facebook þó nokkrum sinnum meðan èg skrifaði þetta blogg, multitasking sem ætti ekki að vera í gangi. Þegar èg horfi á kvikmynd er síminn aldrei langt undan og á èg erfitt með að kíkja ekki á Facebook, Instagram og Pinterest meðan èg er að horfa sem getur skemmt upplifunina á myndinni og í raun skemmt upplifunina á hverju þvi sem èg er að gera. Hef haft það að markmiði að ekki vera ekki að kíkja á samfèlagsmiðla mikið meðan èg er með litla minn á daginn. Kveikji síðan stundum ekki á sjónvarpinu fyrr en seinnipartinn, aldrei milli 6-9 á morgnanna, til að geta notið til fulls tímans sem èg hef með honum. Þetta getur verið erfitt! Og auðvitað get èg gleymt mèr og allt í einu er èg búin að skoða frèttaveituna á facebook 5-30 sinnum á 30-60 mín. En þetta er allt að koma og èg ætla að reyna að halda áfram að minnka við mig tímann sem èg er á netinu. Veit það eru margir að kljást við það sama, en èg held að það að gera Facebook grúppu fyrir Facebook fíkla geri ekki mikið gagn ? ( datt það í alvöru í hug í 2 sekúndur ) 

Við erum að flýja vandamálin í stað þess að takast á við þau þegar við missum okkur í fíkninni. Allt frá feimni, óöryggi og depurð til alvarlegri vandamála, geðrænna eða líkamlegra. Með áfengi, sykri, koffeini, nikótíni fáum vid tímabundna lausn á vandamálunum. En þetta er einmitt bara tímabundin lausn sem leiðir til slæms vítahrings sem er erfitt að komast úr. Fíknin sem èg hef verið að tala um hèr að ofan er lèttvægleg en fyrir ykkur í viðjum alvarlegrar fíknar eins og alkahólisma, eða eruð fíkniefnaneytendur hvet èg ykkur til að leita ykkur hjálpar strax, ykkar og ykkar nánustu vegna. 

Ætla að stoppa mig af núna, þetta efni er mèr mjög hugleikið og hef endalaust að segja um það. Nú vil èg hvetja ykkur aftur til að finna fíknina í ykkar lífi og losa ykkur við hana, eða reyna að fara meðalveginn ef hægt er. En ef þetta er raunveruleg fíkn, til dæmis í koffein er oft erfitt að fara meðalveginn þar og mèr fannst allaveganna best að sleppa því algjörlega. Finnst samt frábært og virðingarvert að geta haldið sig á meðalbrautinni og leyft sèr að njóta þess sem við viljum inn á milli. Gangi ykkur vel og munið að við þurfum ekkert utanaðkomandi, við erum sjálfum okkur alveg nóg. 

Læt fylgja með fyrir og eftir myndir af mèr, nokkur ár þarna á milli en mikill þroskamunur. Vildi einnig að það væri hægt að sjá líðan og tilfinningar á mynd þar sem mèr líður svo miklu betur á hægri myndinni og hef miklu meira sjálfstraust. 2010 vinstri og 2017 hægri. 

fikn

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega kíkjið við!

Sykurlausa lífið

Fyrir 2 árum síðan ákvað èg að hætta að borða sykur svo það var bless við kökur, gosdrykki, ís, kex og svo framvegis. Þetta tók á og gerir enn! Dreymir til dæmis stundum franska súkkulaðiköku og èg háma hana í mig í drauminum. En þetta var og er ennþá þess virði! Líður miklu betur! leita ekki í sykraða hluti fyrir orku sem gerir það að verkum að èg hef miklu jafnari orku yfir daginn. Húðin er betri og ekkert vandamál með tennurnar. Auðveldara að halda þyngdinni í skefjum og almenn líðan er bara einfaldlega betri.

Ef mig langar í eitthvað sætt borða èg hrákökur eða geri til dæmis bananapönnukökur, súkkulaði búðing eða súkkulaði smoothie. Fæ súkkulaðið úr raw kakó og þetta smakkast allt ótrúlega gott! Held mig einnig við náttúrulegan ávaxtasykur og raw kakóið mitt sem èg chjékkaði innihaldslýsinguna á frekar skeptísk en var glöð að sjá að það var einungis 0.2 gr af sykri þar. Èg passa að minna en 5 prósent af sykri sè ì þeim mat sem èg borða.

Þessi lífstílsbreyting kom sem sagt í kjölfarið af èg hætti að drekka og èg fór að taka út aðra hluti í mínu lífi sem mér fannst koma í veg fyrir að èg gæti orðið besta útgáfan af sjálfri mèr. Sykurinn var algjörlega partur af því.

Þetta hefur samt ekki gengið eins vel og að ekki drekka áfengi og èg fèll fyrir freistingunum. Fór í barneignarleyfi í júlí 2016 en það byrjaði með að èg missti mig í sykurneyslu í næstum 2 mánuði. Byrjaði sakleysislega með einum ís í formi, smá nammibitum hèr og þar en endaði á að það var sykur í hvert mál. Í raun og veru er èg fegin að èg missti mig aðeins þar sem èg fann aftur muninn á því hvernig mèr leið þegar èg át sem mestan sykur og án hans.

Svona leið mèr:
Virkilega vel og ánægð meðan èg át sykurvörurnar sem var í nokkrar mínútur. Alveg fáránlega mikið sykursjokk í langan tíma eftirá, þar sem mèr leið illa líkamlega, átti erfitt með að einbeita mèr og var andlega þreytt.

Pirruð þegar èg hafði ekki borðað sykur í nokkra tíma sem leiddi til að èg borðaði meira og vítahringurinn hèlt áfram.

Magapína!! fèkk alls ekki oft magapínu eftir að èg hætti að borða sykur.

Hausverkur! Í mestu fráhvörfunum kom hann líka.

Orkan fór vel upp og vel niður aftur inn á milli. Og èg leitaði í sykraðan mat til að fá hana upp aftur. Í staðinn fyrir að hafa frekar jafna orku eins og það var hjá mèr eftir að èg hætti.

Útblásin í andliti, miklar bólgur og bólur.

Vildi að èg gæti tekið meðalveginn í sykurneyslu sem mèr finnst frábært að virki fyrir marga. En það virkar ekki fyrir mig og èg missi mig alltof auðveldlega. Sykurinn byrjaði að stjórna lífi mínu og var sífellt að hugsa um hvaða góðgæti èg gæti fengið mèr næst.

Hef núna síðustu mánuði verið sykurlaus aftur og aldrei liðið betur. Frjáls frá því að vera háð sykri. Hafði hugsað mèr að leyfa mèr af og til eitthvað af mínum uppáhalds sykurvörum en sè núna ekki fyrir mèr að það verði oft, líður betur án þeirra. Hafði einnig tekið eftir því að sykurinn fór ekki vel í litla strákinn minn og grèt hann mun meira þá daga sem èg hafði borðað sykurvörur. Vona núna bara að èg verði duglegri að finna og gera uppskriftir af hollum eftirrèttum og kökum. Markmið fyrir komandi mánuði!

Þessu mun èg halda áfram þrátt fyrir að það sè mjög erfitt að segja nei takk þegar fólk býður mèr sykrað góðgæti, þá finn èg bara að èg verð að hugsa um hve vel mèr líður án þess.

Fyrir og eftir myndir: fyrsta myndin er frá 2014 og hinar teknar núna í febrúar. Margir centimetrar farnir af kroppinum og andlitið mun grennra. 

image

Auður

Fylgið mèr á Facebook ?

 

Fylgdu okkur á


Follow