Eldri færslur eftir merkjum fyrir svefnherbergið

Inspo – svefnherbergi

Ég er í smá svefnherbergja pælingum þessa dagana því mig langar að breyta okkar aðeins. Rúmið er upp við vegg og ég er komin með smá leið á því og þarf eiginlega að finna góða lausn fyrir frekar lítið svefnherbergi. Eins og staðan er núna erum við með kommóðu, snyrtiborð, stól og rúm inni í herberginu og mér finnst þetta of þröngt og ekki alveg nógu gott!

Kröfurnar sem ég geri eru að hafa pláss beggja megin við rúmin, helst náttborð eða eitthvað slíkt báðum megin, pláss fyrir 1 kommóðu og einhverskonar aðstöðu til að mála mig. 

Á óskalistanum núna eru; nýtt rúmteppi og púðar, mynd til að setja fyrir ofan rúmið, mögulega fallegur stóll og einhverskonar náttborð. 

Ég sýni ykkur kannski fyrir og eftir myndir ef þetta gengur hjá mér!

 

Bryndís Björt

Blóðberg frá Lín Design

Vorur_eru_i_einkaeigu_ekki_kostudÍ sumar fengum við þessi fallegu rúmföt frá Lín Desgin frá tengdamóður minni. Ég veit ekki með ykkur en ég er dolfallin fyrir þeim, reyndar eins og bara öllum rúmfötunum frá Lín Design. Það er bara einhvað við þau sem er svo heillandi… og þau eru bara svo geggjaður lúxus í rúmið. Ég er strax farin að plana að bæta Áttblaðarósinni og Bláklukkunni í safnið.

//This summer we got these beautiful sheets from my mother in law. I don’t know about you guys but I just love them, like every other Lin Design sheets. They are just so magical and pretty. And they are such a luxury to have in your bed. I am already thinking about buying Áttblaðarós and Bláklukka sheets as well.

dsc_0416

dsc_0413

dsc_0406-copy

dsc_0418

Blóðberg rúmfötin fást HÉR

mariaosk

 

Fylgdu okkur á


Follow