Eldri færslur eftir merkjum fyrir sumarfrí

Isla Mujeres

Ég verð að segja það að einn af hápunktum síðasta sumars var klárlega dagsferðin sem við fórum í til Isla Mujeres frá Cancún. Ef ég hefði vitað meira um eyjuna áður en við fórum þá hefði ég klárlega valið að gista eina nótt þar og eyða meiri tíma á henni.
Isla Mujeres er semsagt lítil eyja rétt fyrir utan  Cancún og hún er alveg stútfull af hlutum til að skoða. Það er mjög vinsælt að leigja gólfbíl til að keyra um eyjuna og það er einmitt það sem við ákváðum að gera. Þar sem myndir segja meira en þúsund orð ætla ég bara að vera stuttorð og sýna ykkur myndir frá deginum okkar á eyjunni frekar en að segja ykkur frá því. 

I have to say that our day trip to Isla Mujeres was truly one of the highlights of our trip to Cancún this summer. If I had known more about the Island before we decided to go I would have probably booked a hotel for one night though. We rented a golf cart to drive around the Island and it was so much fun! I here are the photos from our day trip. 

Ef þið eruð að pæla í ferð til Cancún þá er Isla Mujeres eitthvað sem þið megið alls ekki sleppa. Þetta er klárlega eitt af því skemmtilegra sem við gerðum í ferðinni! 

If you are thinking about going to Cancún you absolutely have to take a day trip to Isla Mujeres. You have to do it!

Ert þú líka á leiðinni til Albír?

 

Nú eru bæði börnin komin í sumarfrí og við fjölskyldan erum á leiðinni til Spánar þann 20. júlí. Við verðum í tvær vikur í smábænum Albír sem hefur verið vinsæll ferðamannastaður hjá íslendingum seinustu ár.

 

Við könnumst aðeins við okkur þarna, fyrir tveimur árum heimsóttum við Altea sem er lítill listamannabær í næsta nágrenni við Albír, og síðan höfum við heimsótt Benidorm nokkrum sinnum. Þetta er samt í fyrsta skipti sem ferðumst yfir höf einsömul með bæði börnin okkar. Ömmur, afar, frænkur og frændur hafa alltaf verið með í för en núna eru það bara við fjögur.

Við bókuðum ferðina okkar í gegnum Gamanferðir og ég verð að fá að deila því með ykkur hversu ánægð ég er með þjónustuna sem við fengum þar. Að ferðast með lítil börn er vesen! Til að byrja með þarf að finna áfangastað sem er skemmtilegur og barnvænn. Við viljum vera í rólegu umhverfi en hafa möguleika á að kíkja aðeins á lífið. Hótelið verður að standast ýmsar kröfur t.d. vera með einhver leiktæki í boði, herbergin þurfa að vera nægilega stór og bjóða uppá aukarúm eða svefnsófa. Það er nauðsynlegt að vera með búðir og veitingastaði í göngufæri, gott útisvæði með sundlaug (og bar fyrir þreytta foreldra), líkamsrækt og spa fyrir okkur mömmurnar þegar við viljum fá smá næði og auðvitað öruggt umhverfi og góða þjónustu.

Anna Björk hjá Gamanferðum var hreint út sagt yndisleg! Hún skipulagði ferðalagið með mér frá A-Ö. Byrjuðum á að finna dagsetningar og enduðum á að velja sæti í flugvélinni. Hún var alltaf til taks hvort sem það var í gegnum síma eða tölvupóst og þegar ferðin var bókuð var ég súper sátt og sæl 🙂

Við verðum á hóteli sem heitir Albir Playa Hotel & Spa.

 

Þetta er 4 stjörnu hótel og hefur verið mjög vinsælt hjá barnafólki. Ég get ekki beðið eftir að komast út í sólina með fjölskyldunni og eyða dögunum á sundlaugarbakkanum með kokteil í hönd.

 

Eru einhverjir lesendur á leiðinni til Albír á svipuðum tíma?

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Ameríkuferð!

Eins og nefndi í síðustu færslu þá fór ég í ferðalag til USA í tæpar tvær vikur í júlí með yndislegum vinkonum sem voru með mér í kennaranáminu. Við eyddum mestum tíma í bæ sem heitir Malvern í æðislegu húsi sem foreldrar vinkonu minnar eiga. Malvern er stutt frá Philadelphiu og það var nú ekki hægt að sleppa því að taka túristaferð þangað. Philadelphia er ótrúlega skemmtileg borg sem mig langar klárlega að heimsækja aftur. Malvern var líka yndislegur bær! Í lokinn eyddum við svo nokkrum dögum í borginni sem aldrei sefur, New York! Þessi ferð var í einu orði sagt æðisleg, ég held ég hafi sjaldan notið mín jafn vel í útlöndum.
Flesta daga á meðan við vorum í Malvern lágum við við sundlaugina og sleiktum sólina og skruppum auðvitað í búðir þess á milli 😉 Við fórum líka og skoðuðum stóran Amish bæ sem var virkilega skemmtilegt og áhugavert. Það var mjög skrýtið að sjá hestvagna á götunum í staðinn fyrir bíla!
Í New York skoðuðum við svo það helsta, til dæmis Freedom Tower, fórum efst upp í Rockefeller og nutum lífsins í Central Park. Eins skemmtileg og þessi borg er þá gæti ég samt sem áður ekki verið þar of lengi í einu, öll lætin og mannfjöldinn þarna er eiginlega of mikið fyrir mig!
Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri þegar ég fer erlendis er að borða góðan mat og þessi ferð var engin undantekning. Við fórum á skemmtilega veitingastaði og elduðum okkur góðan mat líka. Annað sem ég elska þegar ég fer erlendis er að fara í matvörubúðir! Í Ameríkunni verður maður ekki vonsvikinn með matvörubúðirnar, það er alveg klárt mál! Ég hefði getað eytt mörgum klukkutímum að skoða allan matinn því að úrvalið var ekkert lítið. Ég kom líka heim með allskonar krydd, bökunarvörur og fleira 😉

Annars langaði mig bara að sýna ykkur nokkrar myndir úr þessari snilldarferð! Í næstu færslu ætla ég svo að kynna fyrir ykkur smá gjafarleik sem ég ætla að vera með, ég gat nefninlega ekki farið til Ameríku og sleppt því að kaupa í gjafaleik 😉13872763_10153615505741010_1258805194178260803_n 13873052_10153615506236010_7692376400079008844_n 13876290_10153615529666010_8811023043208183884_n 13882183_10153615510231010_4339051582012008160_n 13882555_10154042678042670_3895953714858865316_n 13892193_10153615526246010_6896664423084410286_n
13907054_10153615525751010_2363327776466798164_n 13933060_10155150390907942_1237637956_n 13933158_10155150390892942_1897761199_n 13933377_10155150390877942_1063465886_n 13942155_10155150390902942_2040395910_n 13942372_10155150391112942_290184881_n 13956837_10155150390982942_922295083_n 13988821_10155150391052942_1026900985_n (1) IMG_0780 IMG_0825 IMG_0829 IMG_0834 IMG_0836 IMG_0884 IMG_0923 IMG_0924 IMG_0927 IMG_0938 IMG_0977 IMG_0986 IMG_1028 IMG_1055 IMG_1057 IMG_1066 IMG_1067 IMG_1069 IMG_1126 IMG_1175 IMG_1250 IMG_1256 IMG_1257 IMG_1260 IMG_1323 IMG_1428 IMG_1480 IMG_1491 IMG_1508 IMG_1511 IMG_1515 IMG_1522 IMG_1532 IMG_1564 IMG_1590 IMG_1605 IMG_1607 IMG_1669 IMG_1704 IMG_1774 IMG_1880 IMG_1887 IMG_1892 IMG_2060 IMG_2085 IMG_2382 IMG_2444

 

-Heiðrún

 

Fylgdu okkur á


Follow