Eldri færslur eftir merkjum fyrir sumar17

Þegar þynnkan bankar uppá…..

Ertu búin að skemmta þér vel um helgina? Fjörið er ekki búið enda er sunnudagskvöldið oftast talið vera aðal kvöldið um verslunarmannahelgina.

Hér er samansafn af nokkrum þynnkubönum víðsvegar um heiminn!
(fann þessar upplýsingar á buzzfeed.com og tek ekki ábyrgð á að þær virki) 😉

England

Bretarnir kunna þetta! Enskur morgunverður eins og hann gerist bestur. Þeir vilja meina að þessi morgunmatur leggi línurnar fyrir daginn og þynnkan svífur á braut.

Pólland

Gúrkusafi eða (pickle juice) á víst að vera allra meina bót eftir drykkjukvöld. Inniheldur vinegar, vatn og sodium sem á að hjálpa til við að ,,vökva“ líkamann.

Ítalía

Ekkert kjaftæði á ferð hér á Ítalíu. Skelltu í þig tvöföldum espresso og þú ert í góðum málum!

Danmörk

Afréttarinn er vinsæll í Danmörku. Flestir hafa nú einhverntíman skellt í sig einum afréttara í útlilegu og við vitum að það virkar! En til langtíma? Nei eflaust ekki….

Bangladesh

Kókosvatnið góða lagar allt sem laga þarf. Fullt af góðum næringarefnum og hjálpar líkamanum að komast á rétt ról.

Suður Afríka

Ommuletta er þynnku lækning í Suður afríku. Stútfull af prótíni og fer vel í viðkvæma maga.

 

Nokkur ráð sem ég hef heyrt eða prófað sjálf í gegnum tíðina.

  1. After Party lyfin sem seld eru í Hagkaup. Tekur tvær áður en þú færð þér fyrsta drykk og tvær fyrir svefn.
  2. Borða feita máltíð áður en byrjað er að drekka eins og Pizzu eða hamborgara.
  3. Taktu eina lóritín fyrir svefn.
  4. Fyrir eitt vínglas skaltu drekka eitt vatnsglas.
  5. Fáðu þér feita máltíð eftir djammið.
  6. Þegar þú vaknar morguninn eftir skaltu fá þér hollann mat en ekki láta eftir ,,kreivings“ í subbumat.
  7. Geymdu tvær Treo á náttborðinu og skelltu þeim í þig um leið og þú vaknar.
  8. Sund á að vera allra meina bót.
  9. Passaðu uppá að borða á meðan þú ert að drekka. Fáðu þér millimál þó þú sért að tjútta.
  10. Ef þú hefur tök á því – sofðu þetta úr þér!

En eftir margra ára reynslu í útilegutjútti þá er bara eitt sem virkar ef maður ætlar að halda áfram…….. fáðu þér annann drykk og skemmtu þér súper vel!


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Sveita sælan

Beint frá Spáni í sveitina! 

Sveitin hjá tengdó stendur alveg fyrir sínu! Fuglarnir syngja, heiti potturinn trítar og krakkarnir fara á hestbak. 

Íslenska náttúran er alveg einstök….verst að ég er með bullandi ofnæmi fyrir henni, þannig að ein nótt í sveitinni er alveg nóg fyrir mig. 

 

Krakkarnir eiga nokkrar vikur eftir í sumarfríi og svo eru tvö afmæli að nálgast! Íris Rut verður 4 ára og Alexander 1 árs.

Vonandi njótið þið helgarinnar! Við fjölskyldan ætlum að slaka á heima. 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

 

Skilgreindu frí?

Ég ætla að vera hreinskilin við ykkur. Það er bara hörku vinna að ferðast með einn 11 mánaða sem er að taka tennur og eina 4 ára orkusprengju! En á sama tíma og þetta er krefjandi þá er líka hörku stuð hjá okkur – aldrei dauð stund nema þegar við sofum. Jájá kæru lesendur svona virka frí með ung börn 😉 

Í gær fórum við í dýragarðinn Terra Natura á Benidorm og svo í verslunarferð fram eftir kvöldi í La Marina Centro Comercial. Ótrúleg upplifun fyrir krakkana að skoða dýrin og var þetta mjög vel heppnaður dagur að mati allra. 

Í dag var keyrt til Alicante og skoðað Explanada de Espana sem er æðisleg gata sem liggur meðfram ströndinni. Fullt af veitingastöðum og mörkuðum sem gaman er að skoða. En hitinn fór í 34 gráður sem var alltof mikið þannig að við forðuðum okkur um kl. 16:00 og auðvitað beint heim á hótel í sund! Eða svona næstum því, við týndum bílnum og vorum mjög lengi að finna hann aftur! En það hafðist á endanum svona korter í meltdown!

Nú eigum við viku eftir og við ætlum að nýta hana vel! ?


Katrín

Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Fjölskyldan er að njóta!

Ó, elsku Spánn sem stendur alltaf fyrir sínu!

Hér skín sólin á okkur og hiti er í kringum 30 gráðurnar. Fyrsti dagurinn fór í það að skoða svæðið í kringum okkur, busla í sundlauginni og borða góðann mat. Svo var farið snemma að sofa enda allir svolítið laskaðir eftir flugið nóttina áður.

Hótelið okkar er glæsilegt að mestu leiti (maður hefur vissar væntingar á fjögra stjörnu hóteli) ég væri t.d. alveg til í að hafa betra Wifi því þá væri ég löngu búin að skella í færslu 😉 En við erum búin að hitta fullt af íslendingum og staðurinn er ótrúlega barnvænn sem er það sem við vorum helst að leitast eftir. 

Frá og með deginum í dag erum við með bílaleigubíl sem gefur okkur færi á að skoða aðeins meira. Við keyrðum til Altea í dag en það var alltof heitt fyrir göngutúr um bæinn! Það var því skellt sér beint í sundlaugina þegar við snérum heim á hótelið. 

Við erum allavega alveg að njóta í botn og ætlum í dýragarðinn á morgun að ósk Írisar Rutar. 

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 


 

Bakpokar eru töff!

Þegar þú hugsar um bakpoka þá sérðu fyrir þér rennblauta og kalda morgna þar sem þú dröslast upp í skóla eldsnemma, með allar þungu skólabækurnar á bakinu?

Það eru eflaust margir sem halda að bakpokar séu eingöngu ætlaðir skólafólki eða ferðalöngum. En þvert á móti þá eru töff bakpokar algjört ,,must have“ um þessar mundir! Ég keypti mér einn slíkann í Stradivarius fyrr á árinu og gæti ekki án hans verið. Tala nú ekki um hversu hentugt það er að vera alltaf með báðar hendur lausar til að sinna börnunum og kannski séstaklega í ferðalögum og á flugvöllum þar sem allt á til með að fara í hnút!

Gefðu hliðartöskunni frí – fáðu innblástur og prófaðu að kaupa þér bakpoka næst þegar þú ferð í verslunarferð 😉

Ertu að fylgja mér á Pinterest? Getur gert það HÉR.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Ert þú líka á leiðinni til Albír?

 

Nú eru bæði börnin komin í sumarfrí og við fjölskyldan erum á leiðinni til Spánar þann 20. júlí. Við verðum í tvær vikur í smábænum Albír sem hefur verið vinsæll ferðamannastaður hjá íslendingum seinustu ár.

 

Við könnumst aðeins við okkur þarna, fyrir tveimur árum heimsóttum við Altea sem er lítill listamannabær í næsta nágrenni við Albír, og síðan höfum við heimsótt Benidorm nokkrum sinnum. Þetta er samt í fyrsta skipti sem ferðumst yfir höf einsömul með bæði börnin okkar. Ömmur, afar, frænkur og frændur hafa alltaf verið með í för en núna eru það bara við fjögur.

Við bókuðum ferðina okkar í gegnum Gamanferðir og ég verð að fá að deila því með ykkur hversu ánægð ég er með þjónustuna sem við fengum þar. Að ferðast með lítil börn er vesen! Til að byrja með þarf að finna áfangastað sem er skemmtilegur og barnvænn. Við viljum vera í rólegu umhverfi en hafa möguleika á að kíkja aðeins á lífið. Hótelið verður að standast ýmsar kröfur t.d. vera með einhver leiktæki í boði, herbergin þurfa að vera nægilega stór og bjóða uppá aukarúm eða svefnsófa. Það er nauðsynlegt að vera með búðir og veitingastaði í göngufæri, gott útisvæði með sundlaug (og bar fyrir þreytta foreldra), líkamsrækt og spa fyrir okkur mömmurnar þegar við viljum fá smá næði og auðvitað öruggt umhverfi og góða þjónustu.

Anna Björk hjá Gamanferðum var hreint út sagt yndisleg! Hún skipulagði ferðalagið með mér frá A-Ö. Byrjuðum á að finna dagsetningar og enduðum á að velja sæti í flugvélinni. Hún var alltaf til taks hvort sem það var í gegnum síma eða tölvupóst og þegar ferðin var bókuð var ég súper sátt og sæl 🙂

Við verðum á hóteli sem heitir Albir Playa Hotel & Spa.

 

Þetta er 4 stjörnu hótel og hefur verið mjög vinsælt hjá barnafólki. Ég get ekki beðið eftir að komast út í sólina með fjölskyldunni og eyða dögunum á sundlaugarbakkanum með kokteil í hönd.

 

Eru einhverjir lesendur á leiðinni til Albír á svipuðum tíma?

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Yoga og vefjagigt

Mig hefur alltaf langað til að vera góð í Yoga!

Ég er þrælvön að mæta í World Class og lyfta lóðum en afhverju ekki að prófa eitthvað nýtt?

Andlegt eða líkamlegt?

Ég hef átt í  love/hate sambandi við líkamann minn síðan ég greindist með brjósklos í mjóbaki árið 2014. Ári seinna fór ég í aðgerð sem heppnaðist ágætlega, en þegar verkirnir byrjuðu að dreifa sér útum allann líkama fór mig að gruna að það væri ekki allt með feldu. Eftir óteljandi ómskoðanir og rannsóknir sem gáfu mér alltaf þær niðurstöður að það væri ekkert að mér líkamlega fór ég að íhuga þann möguleika að vandamálið væri andlegt og að þetta væri ímyndun í mér. En svo fyrr á þessu ári hitti ég taugalækni sem loksins greindi mig með vefjagigt. Sú greining kom mér verulega á óvart en ég var svo þakklát að vera loksins komin með skýringu.

Ég ætla ekki að ljúga, það að vera með vefjagigt er ömurlegt – en lífið gæti verið svo miklu verra þannig að ég dirfist ekki til að kvarta. Ég reyni frekar að taka þessu með jákvæðu hugarfari og gera allt sem ég get til að láta mér líða betur í daglegu lífi.

Yoga app fyrir sumarið

Ásamt því að taka inn lyf til að minnka daglega verki þá verð ég að passa upp á svefn, mataræði og hreyfingu. Ef eitthvað af þessu þrennu raskast hjá mér þá verða verkirnir áberandi meiri. Eftir að hafa lesið þó nokkrar bækur og kynnt mér allt það efni sem ég hef komist í sem fjallar um vefjagigt og hreyfingu þá komst ég að þeirri niðurstöðu að yoga gæti verið svarið. Yoga hefur reynst fólki með stoðkerfisvandamál, bakverki og vefjagigt virkilega vel. En áður en ég hendist út í búð, kaupi mér yoga föt og skrái mig á eitthvað námskeið þar sem ég þarf að mæta þrjú kvöld í viku, ætla ég fyrst að athuga hvort þetta sé eitthvað sem hentar mér.

Það sniðugasta í stöðunni er auðvitað að ná sér í APP sem kennir mér yoga!

Yoga studio

Þetta er fyrsta appið sem ég náði mér í og ég fíla það ótrúlega vel enn sem komið er. Þetta er bæði fyrir byrjendur eins og mig og lengra komna. Æfingarnar eru 15-30 mínútur og myndböndin eru vönduð. Ég tók klukkutíma byrjendaæfingu í dag heima í stofu og mér fannst það æði.

Ég hlakka til að prófa mig áfram í þessu og það skemmtilega er að það eina sem ég þarf er yoga motta og símann minn. Ég get gert æfingar úti í sólinni eða mygluð í náttfötunum inn í svefnherbergi seint um kvöld. Um að gera að prófa nýja líkamsrækt á sumrin. Fara aðeins út fyrir þægindarammann og koma líkamanum á óvart, þannig nær maður árangri.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

Barnapían á Spáni

Það er alltaf svo gott að koma aftur heim í rútínu eftir fjölskyldufrí.

Í tilefni af 60 ára afmæli tengdaföður míns hélt stórfjölskyldan til Spánar í 10 daga. Við vorum það lánsöm að fá húsnæði að láni frá vinafólki og komum við okkur öll fyrir þar, kærastinn minn og systkyni hans, ásamt mökum og börnum og að sjálfsögðu foreldrum.

Þegar ég fer í fjölskyldufrí þá reyni ég að fara í raunverulegt frí, þar á meðal frá samfélagsmiðlum og bara símanum almennt. Ég vil frekar njóta augnabliksins heldur en að reyna að stilla börnunum upp í fullkomna myndatöku á ströndinni fyrir Instagam. Ég vil helst ekki vera með símann á mér en auðvitað vill maður ná skemmtilegum augnablikum á mynd til að eiga.

Þannig að í þessari færslu er ég ekki að fara að deila með ykkur fullkomnum myndum af mér í fríi, tönuð á ströndinni með börnin sólbrún og hlæjandi mér við hlið. Einfaldlega vegna þess að þær myndir eru ekki til. En mig langaði að deila með ykkur, klárega mínum bestu kaupum þarna á Spáni. Ég er eins og hver annar íslendingur, nýt þess að spígspora á mörkuðum og finna fallegt glingur fyrir heimilið – en þessa snilld keypti ég einmitt í síðustu verslunarferðinni, rétt í lokin til að fylla upp í töskurnar!

Boltaland fyrir Alexander! Ég hafði séð svona boltaland auglýst hér á Íslandi en það var selt á verði sem ég var ekki tilbúin að borga. Að mínu mati var það heldur ekki nógu litríkt og skemmtilegt eins og mér finnst barnadót eigi að vera. Þannig að eg keypti litla sundlaug sem var blásin upp, og síðan fyllti ég hana af boltum sem ég hafði keypt á markaðinum og ,,Vola“ – eitt stykki boltaland tilbúið til notkunar.

Þar sem við vorum með þrjú ungabörn (öll undir 1 árs) þá bölvuðum við því að hafa ekki keypt þetta strax á fyrsta degi þarna á Spáni. Þau unnu sér öll vel í boltalandinu og þetta var alveg ótrúlega góð barnapía þegar foreldrarnir vildu aðeins sóla sig í ró og næði.

Þegar heim var komið var þessu skellt upp á miðju stofugólfinu og allir voru ánægðir eins og sést á þessum myndum. Mæli með þessu ef einhverjir eru á leið í frí og eru að leita að afþreyingu fyrir börnin.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Fylgdu okkur á


Follow