Eldri færslur eftir merkjum fyrir Sumar

Turtle farm

//Færslan er ekki kostuð

Ef þið finnið ykkur einhverntíma á lítilli eyju fyrir utan Cancún sem heitir Isla Mujeres mæli ég eindregið með því að þið kíkið á þetta litla skjaldböku verndarsvæði sem heitir Tortugranja. Ótrúlega krúttað svæði og fullkomin fyrir stutt stopp á leið um eyjuna. 

If you ever find yourself on a small Island outside Cancún named Isla Mujeres I highly recommend this small turtle sanctuary. Its a perfect short stop on your way around the island.

Fullkomin brúðarpalletta

Ég held það sé enginn annar tími á árinu sem er jafn vinsæll fyrir brúðkaup eins og sumartíminn. Ég skil það bara alveg rosalega vel þar sem veðrið er líklegra til að leika við mann og allar myndir af deginum sjálfum verða bjartar og fallegar sem og brúðkaupið sjálft. Ég er kannski ein af þeim skrítnu en mér finnst haustin eitthvað svo heillandi þegar kemur að brúðkaupum en það er bara ég 🙂 Í tilefni þess að eflaust margir eru að fara að ganga niður gólfið þetta sumarið langaði mér að sýna ykkur eina fullkomna brúðarpallettu!

Pallettan kemur frá Smashbox og er úr Cover Shot línunni þeirra. Gerðin af pallettunni heitir Softlight og inniheldur átta mjúka litatóna sem eru ekkert annað en fullkomnir til að nota í brúðarfarðanir.

Litirnir eru allir ljómandi án þess þó að vera shimmer eða glimmer augnskuggar. Þeir hafa einhvern fínan ljóma yfir sér og þaðan kemur án efa nafn pallettunnar. Þeir eru því svona mitt á milli þess að vera mattir og ljómandi en það er frekar erfitt að útskýra áferðina á pallettunni svona í orðum en þið getið kíkt á hana og potað aðeins í hana á sölustöðum Smashbox ef þið eruð forvitin. Ég mæli með því.

Litirnir í pallettunni eru allt frá því að vera ferskjutóna, mauve litaðir, bronsaðir og gylltir svo allar brúðir eða bara hver sem er ættu að geta fundið sér léttan tón í pallettunni sem hentar þeirra smekk. Efstu tveir litirnir í pallettunni eru stærri en þeir sem eru fyrir neðan en þeir eru það því þetta eru vinsælir litir sem hægt er að nota í hvaða förðun sem er en þeir eru einnig tilvaldir til að nota til að setja léttan ljóma efst á kinnbeinin.

Hér getið þið séð litaprufur af öllum litunum en hér er greinilegt hversu léttir og mjúkir litirnir eru. Það er mikilvægt að kaupa ekki þessa palletu með það í huga að þið fáið brjálæðisleg litsterka augnskugga því það er ekki tilgangurinn með pallettunni. Litirnir eiga að vera léttir, mjúkir og náttúrulegir sem gerir það að verkum að þeir henta mögulega best ljósri húð. Efstu tveir litirnir í hendinni minni eru efstu tveir litirnir í pallettunni en þeir eru ekkert annað en sjúkir! Þessi bleiki hefur einhvern einstakan lithverfan tón í sér sem ég er viss um að myndi setja punktinn yfir i-ið í hvaða brúðarförðun sem er. Hann er án efa uppáhalds liturinn minn í pallettunni.

Það eru engir mattir litir í pallettunni svo það gæti verið að þið þurfið að bæta þeim við förðunina ef þið viljið dýpri skyggingu en það er samt vel hægt að nota brúnu litina í pallettunni í skyggingar. Ég ætla síðan að taka mig til og birta brúðarförðun bráðum með þessari dásemd til að þið getið fengið innblástur frá henni ef þið eruð í brúðarfarðana hugleiðingum 🙂 

P.S. Ef þið eruð að pæla í að nota þessa í brúðarförðun mæli ég að sjálfsögðu með því að nota góðan augnskuggagrunn eins og til dæmis Painterly frá MAC til að tryggja að augnförðunin haldist á sínum stað allan daginn og allt kvöldið!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Sumar í Svíþjóð!

Èg held èg sè loksins búin að venjast sumarinu í Svíþjóð, tók mig bara 4 ár, oft yfir og kringum 20 gráður sem er eitthvað sem við Íslendingarnir erum ekki vön. Èg átti mjög erfitt með að gera eins og Svíarnir og sýna á mèr fót og handleggi við fyrsta hita tækifæri. Var og er enn með komplexa og fannst best að fela þetta vel undir buxum, sokkabuxum og peysu. Dæmdi elsku fótleggina mína og handleggi mjög hart og sá alla galla mjög vel. Þetta er auðveldara fyrir mig núna og sèrstaklega fótleggirnir eru úti í allri sinni dýrð eins oft og èg get. Á enn pínku erfitt með handleggina og slöppu bingó upphandleggirnir eru oftar faldir en er að reyna mitt besta að komast yfir þetta, það á ekki að skipta neinu máli og sè ekki fyrir mèr að fólk muni biðja mig vinsamlegast að hylja þá eða vera að pæla eitthvað í þeim. Þetta er allt í hausnum á mèr og ætla að breyta minni neikvæðu hugsun í jákvæða og minni mig á að við erum öll fullkomin alveg eins og við erum. Njóta lífsins núna en ekki bara þegar èg er orðin það sem èg held að sè fullkomið, enda mun maður aldrei ná því óraunhæfa markmiði. 

Allaveganna mæli með því að skilja eftir óöryggið heima eða reyna að henda því út, feikaðu það þar til þú meikar það. Núna eftir langan tíma eru fótleggirnir frelsinu fegnir og mikill lèttir fyrir mig að vera ekki að eyða tímanum að pæla í þeim.

Læt fylgja með sumarmyndir frá síðustu viku sem er búin að vera æðisleg! Kærastinn kominn í barneignarleyfi og èg í sumarfrí, svo við erum að njóta lífsins saman með litla Emil okkar. Erum að fara til fallega Montenegro á sunnudaginn og hlakka til að sýna ykkur myndir þaðan og segja ykkur frá ferðinni í næsta bloggi! 

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega kíkjið við!

Sumarið frá OPI er mætt!!!

Ég dýrka sumarið, enda ekki annað hægt þegar það streyma svona mikið af sumarnýjungum í verslanir! Sumarlínan frá OPI er nýkomin í verslanir hér heima og því ber að fagna en línan í ár ber heitið California dreaming. Ég fékk að líta línuna augum um daginn og tók heim í poka fjögur gullfalleg lökk. Í línunni er þó að finna 12 mismunandi lökk en þau eru öll innblásin af Kaliforníu og heita því nöfnum sem minna á fylkið. Í línunni er mikið af bleikum og rauðum, ferskju- og kórallituðum tónum sem gaman verður að skarta í sólinni í sumar.

Fyrsti liturinn sem ég fékk er þessi hér sem heitir Time for a Napa en það var alveg óskaplega erfitt að ná honum réttum á mynd! Það er alltaf svo erfitt með þennan tón af lit en hann er svona mitt á milli þess að vera kórallitaður og ferskjulitaður og hann er töluvert ljósari í alvörunni en hann virðist vera á þessari mynd. Tvær umferðir af þessum duga til að þekja nöglina.

Næstur er uppáhalds liturinn minn úr allri línunni en það er liturinn Sweet Carmel Sunday. Þetta er æðislegur bronslitur með hámarks metal áferð. Hann er ljósari á nöglunum en hann virðist vera í flöskunni sem gerir hann bara flottari og sumarlegri að mínu mati. Tvær umferðir af þessum duga til að þekja nöglina.

Það er engin lína fullkomin án þess að innihalda fullkomið nude lakk! Feeling Frisco er svo sannarlega fullkominn nude litur en hann er mjög líkur Pale to the Chief frá OPI án þess þó að vera alveg eins. Tvær umferðir af þessum duga til að þekja nöglina.

Síðast en ekki síst er það liturinn Don’t take Yosemite fro Granite sem er litur sem kom mér skemmtilega á óvart. Fyrst hélt ég að þetta væri bara venjulegur steingrár metallitur en hann hefur sterkan fjólubláan undirtón sem ég var ekki alveg að búast við. Virkilega fallegur og dálítið öðruvísi. Ein til tvær umferðir af þessum duga til að þekja nöglina.

Hér getið þið svo séð alla litina úr línunni „swatch-aða“ á nöglum til að sjá þá örlítið betur. Finnst ykkur þeir ekki fallegir!?

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Nýjungar frá MAC: TImes Nine lúkk

Voðalega var ég glöð að fá tækifæri til að prófa þessa dásemdar fegurð frá MAC sem þið sjáið á þessum myndum. Hér má líta æðislega sumarútgáfu af hinum frægu Times Nine palletum frá MAC en þessi ber heitið Tropic Cool. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur pallettan níu frekar kaldtóna sumarliti en þá einna helst blá, græna og gula tóna. í pallettunni eru engir hlutlausir blöndunarlitir en það eru þó tveir æðislega mjúkir og fallegir klassískir tónar en annar þeirra er kaldtóna gylltur litur og hinn er kaldtóna silfur litur með smá grænum undirtón.

Litirnir eru allir svakalega mjúkir og litsterkir og það er mjög auðvelt að blanda þá saman. Einn litur í pallettunni er þó aðeins öðruvísi en hinir en það er sá ljósgræni sem er við hliðina á þessum gula. Hann er svolítið púðraður sem vill oft gerast með svona „neon“ liti en ég notaði hann sem blöndunarlit í glóbuslínuna í því lúkki sem ég gerði fyrir þessa færslu og hann virkaði mjög vel í það. Ég passaði mig bara að slá svolítið af litnum af burstanum 🙂 Pallettan kemur í fjórum litum þar með talið þessum Cool Tropics en þessir fjórir auka litir koma í takmörkuðu upplagi fyrir sumarið 2017.

Önnur nýjung sem er að koma í MAC eru nýju Lipglass glossin. Þetta eru í rauninni sömu gloss og hafa áður verið í sölu hjá MAC en nú er formúlan orðin önnur sem og umbúðirnar. Í formúlunni má núna finna nærandi varaolíur eins og jojoba olíu, babassu olíu, apríkósuolíu og kókosolíu. Liturinn sem þið sjáið hér á myndinni heitir C-Thru og er ljós nude litur sem inniheldur örfínar gylltar shimmeragnir og er ekki of þykkur.

Hér sjáið þið síðan lúkkið sem ég gerði með vörnum. Ég veit ekki hvað það er en mér finnst þetta lúkk bara pínu brasilískt hjá mér! Ætli það séu ekki litirnir sem ég notaði 🙂 Hérna notaði ég glossið eitt og sér svo það sést ekkert brjálæðislega vel á mér en ég myndi mæla með því að nota glossið yfir varalit, jafnvel fljótandi varalit, ég hugsa að það yrði sjúklega fallegt!

Ég byrjaði á því að grunna augnlokið á mér með Painterly Paint pot frá MAC og setti svo Jumbo Eye Pencil frá NYX í hvítu yfir það. Þessi grunnur fær litina til að virkilega „poppa“ á augnlokinu. Næst setti ég gula litinn yfir allt augnlokið og setti síðan matta blá litinn yst á augnlokið. Græna litinn í miðjuni á pallettnni setti ég síðan á skilin til þess að blanda þau út. Alveg yst á augnlokið setti ég síðan næst dekksta og dekkst blá litinni í neðstu röðinni í pallettunni. Í lokinn setti ég neon græna litinn í glóbuslínuna til að blanda út öll skil. Á neðri augnháralínuna setti ég síðan dekksta litinn í pallettunni alveg yst, lagði síðan kóngabláa litinn sem er þar við hlið á yfir hann og setti síðan græna miðjulitinn innst á augnháralínuna. Í innri augnkrókinn bar ég síðan ljósgyllta litinn til að birta yfir honum. Í vatnslínuna mína setti ég svo L’Oréal Gel Crayon í litnum I’ve got black en hann toppaði alveg lúkkið að mínu mati!

Æðislegt sumarlúkk þó ég segi sjálf frá! 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn! En samkvæmt veðurspánni fáum við því miður ekki sól og fuglasöng við þurfum að bíða aðeins lengur eftir því …….

Það er hefð hjá mörgum fjölskyldum að gefa börnum gjöf á sumardaginn fyrsta. Oftast eru þessar gjafir tengdar sumrinu og útiveru. Mér datt í hug að taka saman nokkrar hugmyndir að skemmtilegum gjöfum sem gætu slegið í gegn þetta árið.

Reiðhjól

Inná heimasíðunni hjá GAP eru mörg hjól í boði fyrir unga krakka sem eru að byrja og svo fyrir lengra komna. Barnahjólin eins og þessi hér fyrir ofan eru á 29.990 krónur. Hagkaup er líka að selja hjól sem eru merkt hvolpasveitinni og fleiri teiknimyndum á 27.990 krónur. Ég veit að mín stelpa er mjög spennt fyrir hjóli þetta árið.

Trampolín

Þetta er skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna að mínu mati! Fæst í Húsasmiðjunni á 27.293 krónur. Þetta hefur verið vinsæl gjöf í gegnum árin og prýðir annahvern garð hér í Garðabænum allavega.

Tjald

Seinasta sumar var dóttir mín alveg æst í tjald. Ég held því að þessi gjöf væri alveg tilvalin! Fæst í Húsasmiðjunni á 4.990 krónur.

Hoppuboltar

350_0mFTaVuecJ

Hver man ekki eftir þessu tryllitæki? Fæst í vefverslun Krumma HÉR á 3.990 krónur. Fæst líka í Hagkaup.

Barnasundlaug

29

 

 

 

 

 

 

 

Þegar sólin fer að láta sjá sig er ekkert skemmtilegra en að busla í sundlauginni úti í garði. Fæst í Hagkaup á 3.990 krónur. Sundlaugin er til í mismunandi stærðum og gerðum.

Sápukúlu byssa

956296

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fæst í Hagkaup á 799 krónur. Sniðugt að taka eitthvað jafn ,,basic´´ og sápukúlur og gera það flippað! Skemmtileg gjöf á góðu verði.

Krokketsett fyrir 4

3704400

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eitthvað sem fjölskyldan getur gert saman úti í garði eða í sumarbústaðnum. Fæst í Rúmfatalagernum á 1.747 krónur.

 

En sumardagsgjöfin þarf ekkert endilega að snúast um útiveru. Hér eru fleiri hugmyndir!

 

Hvolpasveita sundpoki

46080-hvolpasveit-sundpoki

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það að fara í sund saman er æðisleg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Það er sport að eiga sinn eigin sundpoka. Fæst hjá Heimkaup á 1.690 krónur.

Trolls taska með hárskrauti

972179

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stelpan mín sem er að verða 4 ára er alveg æst í allt sem tengist Trolls. Ég veit að þetta myndi gleðja. Fæst í hagkaup á 899 krónur.

3D sjónauki

871125292427

Mér finnst þetta meira að segja skemmtilegt enþá! Fæst í Rúmfatalagernum á 357 krónur.

Vonum svo bara að það fari nú að hlýna í veðri og sólin láti sjá sig. Ég er sko alveg tilbúin að fá sumar takk fyrir 🙂


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Sumarskór

Ég finn lyktina af sumrinu! Það er bara rétt handan við hornið þó mér finnst svona nýbyrjað að vora. Þar sem sólin er svona fallega hátt á lofti í dag fannst mér tilvalið að taka saman lítinn (lesist stóran) lista af flottum sumarskóm. Ég elska að vera í flottum hvítum strigaskóm yfir sumarið og ég þarf helsta að fara að taka mína í gegn, þvo þá og gera þá hvíta og fína aftur 🙂 Ef það tekst ekki þá hef ég auga á fallegum hvítum Adidas strigaskóm, þeir eru alltaf klassískir og flottir.

Ef þið smellið á myndirnar farið þið inn á viðeigandi skó

 

Blómaskór eru líka að koma sterkir inn þetta sumarið en saumuð blóm bæði í skóm og fatnaði eru að tröllríða öllu þessa dagana. Eitt þannig skópar myndi því sóma sér vel í skóskápnum mínum og þá sérstaklega svörtu flatbotna blóma leðurskórnir sem þið sjáið hér fyrir ofan. Mér finnst þeir vera tjúllað flottir!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Sólgleraugu í sumar?

Ég var að fá þessi guðdómlegu Michael Kors sólgleraugu send beint heim að dyrum frá Asos. Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að kaupa þau því þau eru í dýrari kantinum og það getur verið ,,riskí“ að kaupa án þess að máta. En ég sló til því eins og glöggir lesendur mínir kannski muna þá ákvað ég í upphafi árs að hætta að vera alltaf praktísk og byrja að taka áhættu!

Ég sé ekki eftir því – þetta eru flottustu sólgleraugu sem ég hef átt! Það borgar sig greinilega stundum að leyfa sér aðeins…..

Ef þú ert að leita þér að fullkomnum sólgleraugum fyrir sumarið þá mæli ég með að þú skoðir úrvalið hjá Asos, þeir eru með ótrúlega mikið af flottum merkjum en mín fékk ég HÉR.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Sumarið mitt í myndum

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst alltaf eins og sumarið sé alveg að klárast þegar verslunarmannahelgin er búin. Sumarið mitt er búið að vera það besta til þessa; ég byrjaði í nýrri vinnu, kynntist fullt af nýju fólki, fór til Parísar og auðvitað á nokkrar útihátíðir. Ég hef að sjálfsögðu tekið helling af myndum og mig langar að sýna ykkur sumarið mitt í gegnum myndir. 

image

Fyrir mér þá byrjar sumarið alltaf í maí. Þá er sauðburður heima í sveit og nóg að gera. Ég fer alltaf heim í maí og reyni að eyða öllum mánuðinum heima og stóru systur mínar koma heim frá útlöndum til að gera það sama. 

 

image

image

 

Í júní flutti ég til Seyðisfjarðar og hef verið þar yfir sumarið, en þar er yndislegt að vera. Ég vinn á heilsugæslunni sem er frábær og gefandi vinna, og svo er Seyðisfjörður fallegasti staður á landinu að mínu mati.

 

image
Þegar ég bý ekki hjá, eða nálægt, mömmu og pabba á sumrin þá er nauðsynlegt að skreppa í helgarheimsóknir heim. Hér fyrir ofan eru þrjár myndir frá síðustu heimsókn heim í Skagafjörð þar sem ég skrapp á Jónsmessuhátíð, fór í Fosslaug og sinnti sveitastörfunum. 

 

image

 
Ég, ásamt fleirum, tókum þá biluðu skyndiákvörðun að skreppa til Parísar og horfa á leik Íslands gegn Frakklandi. Þrátt fyrir það að hafa ætlað að spara í sumar er engin leið að sjá eftir peningunum sem fóru í þessa ferð því hún var sú eftirminnilegasta og upplifunin var mögnuð. Hvatningarhrópin, víkingaklappið, þessi bilaðslega stóri leikvangur, íslenska landsliðið, Eiffel turninn og bara allt, þetta var geðveikt í alla staði. 

 

 
Síðasta færslan mín var um LungA hátiðina á Seyðisfirði, svo ég þarf varla að taka fram hversu æðisleg hún var.

 

 
Yndislega stóra systir mín hún Inga Dóra gifti sig í Argentínu í fyrra, og ákvað að halda brúðkaupsPARTÍ, já með stórum stöfum, í Reykjavík núna síðustu helgi. Það var svo ótrúlega gaman, og ég ákvað að taka lagið fyrir hana. 
image

image
Ég fór í þriðja skiptið á Þjóðhátíð í Eyjum um versló, og þessi var sú besta til þessa. Frábært veður, frábært fólk og frábær stemning. Þjóðhátíð er bara einfaldlega málið um versló. 

 

Allar þessar myndir eru að finna á instagram,
en ég er þar undir nafninu

thorakristin94

 

 

 

Sumarið frá Essie 2016

_MG_9676

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudEr eitthvað meira viðeigandi á svona sólríkum sumardegi en að fjalla um nýju sumarlökkin frá Essie?! Línan var að mæta í verslanir eða er á leiðinni þangað núna svo mig langaði að sýna ykkur betur línuna sjálfa og lökkin sem leynast í henni.

_MG_9709

Línan inniheldur sex lökk í heild sinni en við fyrstu sýn virðist hún ekki vera þessi típíska sumarlína með þessum típísku sumarlitum. Hinsvegar þegar tekið er mið af því að ágúst er á næsta leiti og það er styttra í haustið en maður gerir sér grein fyrir þá hentar línan fullkomlega fyrir þetta milli sumars og hausts tímabil sem er á næsta leiti.

_MG_9686

Línan í ár er innblásin af eyjunni Antigua og litunum sem finna má á henni yfir sumartímann en eftir smá googl finnst mér sú hugmynd endurspeglast ágætlega í línunni þó ég hafi nú aldrei komið til Antigua. Glimmer er frekar áberandi í lökkunum þetta árið en það má finna í þremur af þessum sex lökkum. Ég veit ekki með ykkur en það er eitthvað við glimmerlökk af þessari gerð sem minnir mig pínu og 90’s tímabilið þó það hafi kannski ekki beint verið ætlunin hjá Essie 😉

Förum aðeins betur yfir hvern og einn lit!

Fyrstur í röðinni er liturinn Hiking Heels. Þetta er hinn fullkomni rauði sumarlitur að mínu mati. Ef þið elskið rauð naglalökk og ykkur vantar eitthvað flott rautt lakk fyrir sumarið þá verðið þið að kíkjá á þetta! Rauði liturinn hefur appelsínugulan tón í sér sem minnir mig pínu á litinn á chili-pipar. Virkilega flottur sumarlitur 🙂

Næst er það liturinn Loot the Booty. Þetta er einn af þeim litum í línnunni sem er frekar óvenjulegur fyrir sumarlínu að innihalda en auðvitað er ekkert að því að láta línu innihalda dökka liti þó hún sé ætluð fyrir sumarið. Fólk hættir ekkert að elska dökka liti bara þó það sé sól úti 🙂 Loot the Booty er næstum kóngablár og inniheldur örfínar túrkisbláar glimmeragnir sem eru þó töluvert meira áberandi í flöskunni en þær eru á nöglinni. Mér finnst eins og liturin sé innblásinn af glitrandi kvöldsjónum á eyjunni þó það séu nú bara getgátur hjá mér.

Annar glimmerliturinn er þessi fallegi túrkisblái sem heitir Viva Antigua. Þetta er stjörnuliturinn í línunni og það er ekki erfitt að sjá afhverju svo er. Í túrkislitnum má finna túrkisbláar glimmeragnir sem mér finnst ekki ólíklegt að séu þær sömu og eru í þeim dökkbláa hér fyrir ofan en mér finnst þó eins og agnirnar í þessum lit hafa smá meiri gylltan í sér.

Síðasti glimmerliturinn er liturinn Tribal Text-Styles en þessi litur er seinni liturinn af þeim dökku sem finna má í línunni. Það er mjög óvenjulegt að sjá svartan lit í sumarlínu en af einhverri ástæðu finnst mér það pínu töff. Liturinn er þó ekki alveg svartur þar sem hann inniheldur örfínar gylltar-silfur glimmeragnir sem gerir litinn meira steingráan en svartan. Þessi er flottur fyrir þær sumarnætur þegar farið er að skyggja og gæti til dæmis verið æðislegur um verslunarmannahelgina!

Þá er komið að þeim lit sem er klárlega sá uppáhalds hjá mér af öllum litunum í línunni. Ég veit ekki hvað það er en ég hef alltaf verið svo veik fyrir fallegum hvítum lökkum. Liturinn heitir Coconut Cove og ég get best lýst honum sem beinhvítum. Þessi er ekki ósvipaður Between the Seats litnum úr brúðarlínunni ef þið misstuð af honum en sá litur var samt aðeins meira grá-/brúntóna. Ég klippti viljandi ekki puttann minn af myndinni hér fyrri ofan þar sem ég er einmitt með þann lit á nöglinni. Þið getið því séð hversu svipaðir þeir eru þó það sé smá munur á þeim.

Síðast en ekki síst er það liturinn Berried Treasure. Þessi litur er miklu líkari sjálfum sér á myndinni af flöskunni en á myndinni af nöglinni en þar lítur hann út fyrir að vera aðeins rauðari en hann er í raun og veru. Liturinn er þrátt fyrir það frekar rauðtóna bleikur og er virkilega fallegur fyrir þær sem vilja ekki nota rautt lakk en elska að nota bleik.

_MG_9857

Hér sjáið þið svo alla litina hlið við hlið. Mér fannst eins og ég þurfti tvær umferðir af öllum lökkunum til að fá fulla þekju og þéttan lit en þið getið að sjálfsögðu prófað ykkur áfram með það því ein umferð gæti dugað ykkur 🙂

_MG_9716

En þar hafið þið það! Sumarlínan á að vera mætt í einhverjar verslanir og ef hún er ekki komin þá er hún á leiðinni svo fylgist vel með því eins og alltaf kemur línan í takmörkuðu magni til landsins 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow