Eldri færslur eftir merkjum fyrir stórafmæli

Leyniverkefnið og stórafmæli í París!

Þeir sem fylgjast með mér á Instagram (katrin.bjarkadottir) vita eflaust af því að ég hef verið að vinna við verkefni seinustu vikur sem ég hef ekki getað sagt frá. Ég hef tekið að mér samstörf við allskonar fyrirtæki í gegnum árin við að kynna vörur sem ég nota sjálf en þetta verkefni er on ,,the next level“.

Þetta er nefnilega ekki einungis eitt samstarfsverkefni heldur var verið að bjóða mér að vera partur af fyrirtæki, þar sem ég fæ að vinna fyrsta verkefnið okkar eftir eigin höfði. Mig hafði alltaf dreimt um að gera þetta í framtíðinni og svo fékk ég þetta tilboð sem ég að sjálfsögðu gat ekki hafnað.

Núna á þriðjudaginn í þessari viku var mér síðan boðið til Parísar í tengslum við þetta verkefni í 3 daga. Á þessum tíma átti ég einmitt stórafmæli en ég varð 30 ára þann 13. september. Í sannleika sagt þá var ég ekki búin að plana neitt í tilefni þess. Ég ætlaði að nota daginn í að læra og vinna. En það var sko heldur betur ekki svo ……

Í staðinn stóð ég á toppi Eiffel Turnsins á afmælisdaginn minn, drakk óvænta kampavínsflösku og skemmti mér konunglega í frábærum félagsskap í einni helstu tískuborg heims. Þetta var draumi líkast og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa þetta!

Það hafa margir verið að forvitnast hvenær ég ætli að segja frá þessu leyniverkefni (eins og mogginn orðaði það)  en það ætla ég að gera á mánudaginn 17. september kl. 12:00 á Instastory (katrin.bjarkadottir) og á snappinu mínu (katrinbjarka). Þannig að ég hvet ykkur endilega til að fylgja mér þar og vera með þeim fyrstu til að heyra hvað ég er að fara að gera næstu daga, því treystið mér þetta er HUGE.

Getur þú aldrei gert bara eitt í einu Katrín? Nei, mig langar að prófa allt sem ég get!

Takk fyrir allar kveðjurnar kæru vinir það eruð þið sem haldið manni gangandi!


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

 

 

Fylgdu okkur á


Follow