Eldri færslur eftir merkjum fyrir stíll

Hæ haust! Heimsókn í Vero Moda

Færslan er unnin í samstarfi með Vero Moda

Ég var stödd á landinu í síðstu viku í 10 daga heimsókn og sú heimsókn var nú heldur betur viðburðarík. Ég er mikið búin að vera frá blogginu í sumar og það eru ýmsar ástæður fyrir því svo ég tek kannski saman smá færslu um það bráðum en þeir sem fylgja mér á Instagram eru þó búnir að fá að fylgja sumrinu mínu aðeins og þá sérstaklega því sem gerðist í Íslandsheimsókninni minni! Ég svíf allavega um á bleiku skýi þessa dagana og þið getið kíkt á Instagramreikninginn minn undir @rannveigbelle til þess að sjá hvers vegna ❤️ 😉 

Í heimsókn minni á Íslandið góða kom ég við í Vero Moda í Kringlunni og fékk að kíkja á haustvörurnar þeirra. Ég fór vopnuð myndavélinni minni – að sjálfsögðu – og smellti af nokkrum myndum af nýju vörunum og búðinni sjálfri. Síðan setti ég inn á IG Story hjá mér nokkur dress sem ég setti saman en þið getið ennþá séð heimsóknina og dressin í „Visits“ í highlights hjá mér inni á Instagram

Stútfull búð!

Allt sem er hlébarða kallar að sjálfsögðu á mig! Þessir væru æði sem inniskór í vinnuna

Fullt af fallegum haustpeysum…

… og haustskóm

Þessi er æði!

Fullt af flottum húfum…

… og fylgihlutum

Eins og ég nefndi fyrr í færslunni setti ég nokkur outfit í IG story hjá mér þegar ég kíkti í heimsókn hér getið þið séð þau 🙂

Þessi skyrta kom með mér heim í bláu – ég féll alveg kylliflöt fyrir henni!

Og þessir skór!! Nei sko elska!

ELSKA!

Hlébarða – að sjálfsögðu

Bum bag – svo smart og þægilegt

Vonandi hafið þið haft gaman af smá svona haust innliti. Það er rosalega langt síðan ég gerði innlit – ekki síðan í desember bara held ég. Látið mig endilega vita ef ykkur finnst gaman af svona og þá fer ég að gera meira af því 😀

Þar til næst! <3

Rannveig / @rannveigbelle

Netapoki

Færslan er ekki kostuð -pokan keypti ég mér sjálf

Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi – þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla daga. Netapokar eins og þessi sem þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan eru út um allt og allstaðar í tískublöðunum núna sem og á Instagram og í búðum. Í gamla daga voru þessir pokar nú bara notaðir sem ósköp venjulegir innkaupapokar en núna í dag er þetta ákveðið fasjon statement ef svo má að orði komast 😉 Ég allavega kom auga á nokkra liti af þessum fallega netapoka í Söstrene Grene um daginn og keypti mér þennan gráa en hann kostaði mig í kringum 400 krónur íslenskar. Pokarnir komu í að mig minnir 4 litum: gráum, grænum, bleikum og bláum. Mig langar lúmskt bæta við mig bláa og bleika- hugsa að ég geri það bara því það er furðu þægilegt að setja matvörurnar í hann þegar ég kaupi inn! Svo er hann líka bara svolítið töff! Ég heyrði síðan í Söstrene Grene heima á Íslandinu góða (sem ég væri nú alveg til í að fara að heimsækja bráðum) og pokinn er til þar fyrir áhugasama 🙂

-RH / @rannveigbelle

Met favorites!

Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi hjá mér persónulega sem ég deili kannski með ykkur seinna en vegna þessa hef ég lítið verið við hérna á blogginu (allavega miðað við vanalega). Ég hef því reynt að slaka meira á, minnka vinnuálag (utan vinnu) og bara svona hvíla mig aðeins. Þess vegna hefur bloggið aðeins fengið að sitja á hakanum en stundum verður það bara að vera svoleiðis, því miður. Mér líður þó aðeins betur, allt er að fara í réttan farveg og ég því tilbúin til að halda áfram þar sem frá var haldið 🙂

Að því sögðu! Met ballið var haldið hátíðlegt í gær og að þessu sinni var kaþólskt þema… ég skil ekki neitt en kjólarnir voru flottir! Gull var klárlega litur kvöldsins en stjörnurnar skinu sínu skærasta. Hér eru mín uppáhalds lúkk frá kvöldinu!

Eruð þið sammála mínu vali? Hvað dress var ykkar uppáhalds?

-RH / @rannveigbelle

Fake Eucalyptus

Færslan er ekki kostuð, vöruna keypti ég mér sjálf

Ég keypti mér nokkrar gervi Eucalyptus plöntur á netinu um daginn og mér fannst þær svo æðislegar að ég hreinlega verð að deila þeim með ykkur! Eucalyptus er klárlega tískuplantan í dag en þessar fallegu greinar eru nánast allstaðar! Hvort sem það sé í innanhúsblöðum, tískublöðum, tískubúðum eða bara á heimilim landsmanna þá tekur Eucalyptus sig alltaf vel út. Hafandi sagt það þá er Eucalyptus í rauninni tímabundin planta sem þornar upp þegar greinin sem er afklippt af trénu deyr. Ég er ekki mikið fyrir þurrkuð blóm (því ég brýt þau alltaf) svo ég reyni alltaf frekar að finna mér raunveruleg gerviblóm séu þau til. Þar sem það eru til yfir 700 tegundir af Eucalyptus er það hugtak frekar teygjanlegt en mér finnst ég nú samt hafa fundið mjög raunverulegt Eucalyptus gerviblóm.

Gerviblómið sem ég keypti kemur með löngum stilk og út frá honum koma nokkrar mislangar og misþéttar Eucalyptus greinar. Mér fannst koma best út að klippa greinarnar til og nota þær stakar svo þær voru ekki bara allar fastar á einum stilk. Þannig lúkkaði plantan líka raunverulegri. Í fallega Avena vasanum mínum sem ég fékk á nytjamarkaði hér í Köben um daginn blandaði ég saman þessum Eucalyptus greinum og Eycalyptus gerviblómi sem ég keypti heima á Íslandi í IKEA. Að blanda svona saman tegundum lætur vöndinn lúkka ennþá raunverulegri út og þó ég segi sjálf frá kemur þetta svakalega vel út í vasanum!

Fyrir áhugasama þá keypti ég Eucalyptus greinarnar HÉR á Ali Express 🙂

-Rannveig / @rannveigbelle

New In: Leopard Skirt

Færslan er ekki kostuð

Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig þá heiti ég Rannveig og er forfallinn hlébarðamynstursaðdáandi. Það er ekki af ástæðulausu að hlébarðaslaufa príddi forsíðuna á bókinni minni Slaufur en þessi hlébarðamynstursbaktería beit mig einhverntíman í menntaskóla ef ég man rétt. Síðan þá hef ég átt ófáa hluti sem eru hlébarðamynstraðir alveg frá töskum, rúmfötum, möskurum og jafnvel servíettum. Systir mín gaf mér einu sinni fyrir löngu líka hlébarðapela bara því hún sá að hann var hlébarða og ég gæti þá notað hann á einhverju djammi eða bara þegar ég eignast börn. Þetta er ákveðin veiki ég er að segja ykkur það! 

Ég er því þvílíkt glöð yfir að hlébarðamynstur er að finna út um allt í tískunni núna og því gat ég ekki sleppt því að kaupa mér þetta pils frá Pieces þegar ég sá það hérna úti í DK. Ég pantaði mér reyndar pilsið af nelly.com HÉR og skráði mig á póstlistann hjá þeim svo ég fékk 15% afslátt á pilsinu 🙂

Ég tók XS í pilsinu þar sem ég er frekar mittismjó en ég myndi segja að mittið er samt í stærri kantinum þannig að ég mæli með því að taka stærðina fyrir neðan stærðina sem þið eruð vön ef ykkur langar í pilsið. Það var allt út í einmitt svona rufflu hlébarðapilsum á CIFF núna um daginn og því hlakka ég til að spóka mig í þessu pilsi yfir gallabuxur og hvíta skó, eitt og sér eða bara við sokkabuxur sem allra fyrst!

Hvað finnst ykkur um þetta hlébarðamynsturstrend sem er í gangi núna, eruð þið að fíla það eða ekki? 🙂

-RH / @rannveigbelle

Blúnda

Ég er alveg óð í allt blúndu þessa dagana! jafnvel þó það sé ekki  nema pínu blúndu smáatriði sem sjást í dressinu. Það er eitthvað svo elegant og smart. Þarna á myndinni er ég í stuttermabol sem ég keypti á veromoda.dk sem er með svona breiðri blúndu að neðan. Ég notaði bolinn sem kjól á jólunum þar sem hann er frekar síður en ég hugsaði hann fyrir einmitt svona smáatriði þar sem að blúndan getur sést þegar ég er í bolnum undir þykkari peysum. 

-RH / @rannveigbelle

Costco kraginn

Ég er mjög fljótfær Stundum get ég verið svolítið fljótfær. Munið eftir því þegar ég sýndi ykkur flotta svarta faux fur loðkragann sem ég keypti í Vero Moda í fyrra? Við flutningana út til Köben hef ég greinilega losað mig við hann á einn hátt eða annan, að öllum líkindum þegar ég tók Kon Mari aðferðina á fataskápinn minn. Að sjálfsögðu sá ég síðan eftir því þegar að veturinn kom en þá átti ég engan kraga. Daginn eftir að ég uppgötvaði þetta og var þá búin að leita að kraganum mínum hátt og lágt fór ég í Costco. Að sjálfsögðu fór ég í Costco, ég myndi búa þar ef ég gæti en þegar ég var í Costco kom ég auga á þessa kraga hér!

Færslan er ekki kostuð – Kragarnir eru í einkaeigu

Þetta var svona „meant to be“ myndi ég segja og það sem ég var glöð að koma auga á þá! Kraginn kostar ekki nema rétt undir 1500 kallinn og er til í bæði gráu og svörtu.

Kragarnir eru hlýjir og þægilegir og svo finnst mér þeir líka bara vera ofboðslega töff. Það er algjör snilld að bæta þessu yfir yfirhöfnina sína til þess að gera hana bæði hlýrri og glæsilegri.

Ég fór í Costco í síðustu viku áður en ég fór heim til Danmerkur aftur og þá var ennþá nóg til af krögunum en samt ekki þannig að þeir verða til mikið lengur svo ef ykkur langar í einn eða báða þá myndi ég kíkja sem allra fyrst😊

-RH (Instagram @rannveigbelle)

Bless 2017

Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur! Ég vona að þið hafið nú haft það sem allra best yfir áramótin og notið vel með ykkar nánustu við hlið. Ég hafði það alveg ofboðslega gott og tók glamúrinn upp á næsta stig með þessum áramótakjól sem ég fékk í Zöru.

Hvert einasta ár strengi ég áramótaheit en í ár ákvað ég að heitið mitt yrði einfalt og hnitmiðað þó eflaust getur verið erfitt að fylgja því endrum og eins. Mitt áramótaheit í ár er að gera meira af því sem ég elska og minna af því sem eykur vanlíðan. 

Þegar ég lít tilbaka á árið 2017 þá hefur það verið frekar glatað bara til að vera alveg hreinskilin. Mikið um vonbrigði og sorg en að sjálfsögðu hefur gott leynst á milli. Ég tek því fagnandi á móti 2018 þar sem ég ætla að reyna að njóta komandi stunda með mínum nánustu, standa með sjálfri mér og gera það sem veitir mér gleði. 

Ég ætla líka að einbeita mér að því hérna á blogginu á þessu ári að fræða frekar en kynna ef svo má að orði komast. Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á það að fara vel yfir nýjar vörur og mig langar að halda áfram að gera það nema á annan hátt. Þótt ég segi sjálf frá þá er ég yfirfull af fróðleik um snyrtivörur og mér finnst ég einfaldlega ekki hafa deilt nógu mikið af þeim fróðleik hér inni. Síðasta mánuðinn hef ég því einbeitt mér meira að sýnikennslum á blogginu, sem ég mun halda áfram að gera og ég vona að þið hafið haft og munuð hafa gaman að því. Ég er líka með skemmtileg plön fyrir Instagramið mitt svo fylgið mér endilega til þess að missa ekki af komandi nýjungum þar. Þið finnið mig undir @rannveigbelle. Mig langar líka að deila lífinu í Köben meira en ég er ekki almennilega komin á skrið þar svo ég hef í rauninni ekkert haft til þess að deila með ykkur. Vonandi fer það nú að breytast.

Ég hef enga sérstaka tilfinningu fyrir þessu ári og ég er bara spennt fyrir þeirri staðreynd. Ég vona að árið 2018 verði okkur öllum gott! 2018 – besta árið hingað til?

-RH (Finnið mig á Instagram: @rannveigbelle)

Innlit í Geysi Kringlunni og hátíðartilboð!

 Færslan er í samstarfi við Geysi

Ég leit við í Geysi Kringlunni í gær og smellti af nokkrum myndum af úrvalinu þar til þess að deila með ykkur – bara svona ef ske kynni að einhver væri ennþá í jólagjafavandræðum. Ég hef nú ekki verið að gera neinar jólagjafahugmyndalista þetta árið því það eru svo margir að gera það svo fallega en hér koma þó nokkrar hugmyndir frá mér úr Geysi. Ef þið eruð hinsvegar búin með öll innkaup þá getið þið bara notið myndanna því búðin er ekkert lítið flott!

Þessir finnst mér æði!

Ullarteppin þeirra koma í rosalega mörgum útgáfum og það er meira að segja hægt að fá þau innpökkuð! Svona fyrir þá sem eru á síðasta snúning 😉 Kögurteppin eru á hátíðartilboði á 12.800 en hin ullarteppin sem eru stærri eru á hátíðartilboði á 14.800.

Nýju fallegu rúmfötin þeirra þar sem maður kaupir allt stakt en þau eru líka á hátíðartilboði.

Ég varð svolítið mikið skotin í þessum köflóttu ullarbuxum.

Glimmer fyrir gamlárs.

Ilmkertin þeirra.

Mikið af fallegum barnafötum.

Þessi klikkaða taska heillaði mig líka! Finnst ykkur hún ekki falleg?

Ilmkertin í minni útgáfu.

Síðan eru það dásemdirnar frá Feldur! Ég hreinlega verð að eignast svona kraga þar sem ég týndi kraganum sem ég átti við flutningana til Köben – týpískt ég…

Litirnir í þessum eru æðislegir!

Þessir kragar eru líka sjúkir! Sami feldur og er í rauðu töskunni hér ofar.


Svo eru það dýrindis handklæðin þeirra! Vanalega er lítið handklæði á 2900 kall og stórt handklæði á 5900 en það er hátíðartilboð í gangi hjá þeim þar sem þú getur fengið þau bæði saman á 7000 kall.

Síðast en ekki síst er það uppáhalds dressið mitt í allri búðinni! Það eru til eins buxur líka en þær voru reyndar ekki til í Kringlunni en trúið mér ég hef dást að þeim úr fjarlægð áður og þær eru klikkaðar! Mér finnst þetta mynstur svo svakalega íslenskt og fallegt eitthvað, minnir mig á íslenskan krosssaum og hönnunin og sniðið er pörfekt. Vel gert Geysir!

Mér finnst svo ægilega gaman að taka myndir og alltaf svo skemmtilegt að koma svona í heimsókn í fallegar íslenskar verslanir – virkilega langt síðan ég hef gert það og kjörið tækifæri núna þar sem Geysir bauð mér að kynna mér hátíðartilboðin þeirra. Vonandi fannst ykkur bara gaman að koma með mér!

-RH (Fylgið mér á Instagram @rannveigbelle)

Skart fyrir áramótin

Er ekki tilvalið að gera eina skartgripafærslu svona fyrir jólin/áramótin? Hérna eru nokkrir flottir frá Asos en ef þið smellið á myndir farið þið inn á hvern og einn skartgrip.

 

Ef það er eitthvað kvöld á árinu sem maður getur verið vel blingaður upp þá er það gamlárskvöld! Ekki sammála?

-RH (Fylgið mér á Instagram undir @rannveigbelle)

 

Fylgdu okkur á


Follow