Eldri færslur eftir merkjum fyrir Springfield

Þessi stutta eftir dvala….

Ég játa mig sko sannarlega lélega í bloggi seinustu vikur! Ástæðan er sú að það eru búnar að vera miklar breytingar í lífinu eins og gengur og gerist hjá fólki. Flutningar, breyttir fjölskylduhagir og ný vinna er það sem hefur átt hug minn allann og því hefur gefist lítill tími í skrif.

En ég er byrjuð að vinna í Springfield og Women´ secret í Smáralind og ætla að vera dugleg að sýna ykkur nýjungar þaðan á Insta (katrin.bjarkadottir). Síðan er sumarið á næsta leiti og eflaust margir (þar á meðal ég) að leggja frá sér vetrarfeldinn og byrjaðir að huga að ,,bikiní season“! Hlakka svo til að sýna ykkur öll fallegu bikiníin sem við fáum í Women´secret!

Ætla að hafa þetta stutt í kvöld en lofa fuglum og fiðrildum á komandi vikum….mikið að breytast, allskonar nýjungar og ef ég á að vera hreinskilin þá finnst mér ég ver að læra á lífið uppá nýtt……er það ekki bara jákvætt?

 


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

 

Springfield skóladress + GJAFALEIKUR!

_mg_3442

_mg_3383

_mg_3391

_mg_3395

_mg_3431

_mg_3416

_mg_3439

_mg_3425

leikurinn_er_kostaðurHingað til hef ég bara sýnt ykkur frekar „fín“ dress hér á blogginu sem eru kannski ekki beint ætluð fyrir hversdagsnotkun svo mér datt í hug að sýna ykkur eitt flott skóla-/vinnudress í dag en ég var svo heppin að fá að gera það í samstarfi við Springfield á Íslandi sem var að opna dyrnar sínar í Smáralind fyrir ekki svo löngu síðan. Búðin er fastur viðkomustaður hjá mér í hvert einasta skipti sem ég fer erlendis og hún er til staðar en ég kynntist henni fyrst þegar ég fór í útskriftarferð með Kvennó til Spánar (fyrir alltof löngu síðan)! Þá keypti ég mér hlébarðagollu sem ég hef notað hvað mest af þeim fötum sem ég á í dag og það sér ekki á henni eftir alla þessa notkun. Ég veit því fyrir víst að gæðin eru til staðar hjá fatnaðinum í versluninni. 

Dressið hér í þessari færslu er Springfield frá toppi til táar fyrir utan undirbolinn minn. Hermannagræni bomber jakkinn er nýkominn til þeirra en hann fellur beint inn í haust-trendin og ég er alveg viss um að hann fari fljótt þar sem hann er gjörsamlega tjúllaður og fullkominn fyrir þetta veður sem er úti núna. Gallabuxurnar eru slim fit en ég bretti upp á þær til að sýna betur þessa æðislegu strigaskó en það má að sjálfsögðu bretta buxurnar niður og hafa þær svoleiðis í vetur þegar kólna tekur. Peysan er síðan þessi típíska „Rannveigar“ peysa en litirnir í henni minna alveg óneitanlega á haustið og ekki skemmir fyrir hversu vel hún passar við jakkann.

Ég fæ svo það skemmtilega hlutverk að tilkynna ykkur um gjafaleik sem var að fara í gang á Facebook síðu Belle.is þar sem við Belle-urnar ætlum í samstarfi við Springfield á Íslandi að gefa báðum aðilum í einu heppnu vinkonu-/vinapari sitthvort 10.000 króna gjafabréfið í Springfield! Hér getið þið nálgast leikinn. Ekki hika við að taka þátt í honum svo þið getið nælt ykkur í nokkrar æðislegar haustvörur fyrir skólann eða vinnuna 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Dress up: Afmælis!

_mg_24083

_mg_2424-5

_mg_2404-2

_mg_2430-2

_mg_2456-4

_mg_2439

_mg_2400-4

2_einkaeigu_ekki_kostudMeð þessari færslu langar mig að hefja nýja seríu hjá mér hér á blogginu þar sem ég deili með ykkur hinum og þessum dressum sem ég klæðist. Ég birti brúðkaupsdressin sem ég klæddist í sumar hér um daginn og fékk svo frábærar viðtökur að ég ákvað að halda áfram á sömu braut og nýja serían heitir því „Dress up“ og í henni mun ég reyna að birta færslur reglulega. Ég verð nú seint kölluð tískugúru en mér finnst oft rosalega gaman að gera mig fína þar sem ég er eiginlega alltaf í joggingbuxum og víðum stuttermabol á virkum dögum! Vonandi munuð þið hafa gaman af og getið dregið einhvern smá innblástur af dressunum sem ég birti 🙂

En þá að þessu afmælisdressi! Á síðastliðinn laugardag fór ég í 100 ára afmæli tengdaforeldra minna þar sem þau fögnuðu bæði sitthvorum 50 árunum. Ég ákvað því að splæsa í nýtt dress fyrir tilefnið og kíkti í ný opnaða Springfield í Smáralind en Springfield er ein af allra uppáhalds búðunum mínum þegar ég skrepp erlendis. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var þegar ég sá að hún væri að opna hér heima! Fyrir kvöldið keypti ég mér þennan klassíska svarta kjól með rufflum og þessa „peysu/kápu“ til að klæðast yfir kjólnum. Ég skellti svo gömlum öklastígvélum frá Bershka á fæturnar og gamaldags 90’s Jóhönnu Guðrúnu snúðum í hárið fyrir þá sem muna eftir því tímabili! Á neglurnar setti ég svo gullfallega Tribal Text-styles lakkið úr sumarlínu Essie.

Annars skemmti ég mér konunglega vel í afmælinu og ekki skemmdi fyrir að vera í dressi sem mér leið virkilega vel í allt kvöldið! ❤️

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow