Eldri færslur eftir merkjum fyrir skipulag

Skipulagið á Sunnudögum

Sunnudagar eru skipulagsdagar á mínu heimili.

Þegar börnin er komin í ból þá setjumst við foreldrarnir niður og förum yfir verkefni næstu viku og berum saman bækur okkar.

Það er mjög mikilvægt að skrifa þetta niður og mér persónulega finnst best að gera það á gamla og góða mátann, í bók.

Við erum bæði í mjög sveigjanlegu starfi og ég í námi. Ég er oft að mæta á fundi eða vinna verkefni í tengslum við bloggið og hann tekur að sér aukavinnu á kvöldin og stundum um helgar. Þannig að engin vika er eins. Getur verið erfitt fyrir rútínumanneskjuna mig en með góðu skipulagi er hægt að láta hlutina ganga upp.

 

Markmið vikunnar
(Hér skrifa ég niður hvaða skref ég þarf að taka í þessari viku til að færa mig nær mínum langtímamarkmiðum. Ásamt einhverju sem er basic)

– Passa uppá mataræði
– Mæta daglega á æfingu
– Klára jólagjafir
– Skila af mér þremur bloggfærslum
– …og ýmislegt annað sem ég þarf að gera.

Persónuleg markmið vikunnar
(Hér reyni ég að skora á sjálfan mig og breyta einhverjum vana eða hegðun til hins betra)

– Banna síma inn í svefnherbergi
– Sýna börnunum mínum þolinmæði og hlusta betur á þau
– Klára bókina sem ég byrjaði á
– Fara snemma að sofa
– …og bara hvað sem mér dettur í hug.

Verkefni vikunnar
(Allt sem ég þarf að gera til að ná markmiðum mínum og láta vikuna ganga sem best)

– Kaupa í matinn á mánudaginn og skipuleggja kvöldmat
– Þvo útifötin af krökkunum
– Mæta á fund og taka myndir fyrir verkefni
– Taka stelpudag með Írisi Rut og versla jólagjafirnar
– Fara í nudd
– …og hér getur ýmislegt bæst við

10 mínútna verkefni vikunnar
(Hér skrái ég niður öll þessi litlu verkefni sem hanga á manni)

– Senda bankanum e-mail
– Afpanta tíma fyrir Alexander
– Skella í event á FB
– Borga reikninginn
– …og síðan bæti ég við þennann lista þegar líður á vikuna.

Hvaða þrjú orð lýsa mér best í þessari viku?
(Svo gott að velja sér þrjá kosti til að hafa bak við eyrað í hverri viku)
Frumleg, þolinmóð, einbeitt

Fyrir hvað er ég þakklát?
(Gotta að minna sig á daglega hvað maður er þakklátur fyrir)
Fólkið mitt & heilsuna

Förum einbeitt og kraftmikil inn í þessa viku kæru lesendur.
Ótrúlegt að það séu aðeins 3 vikur eftir af þessu ári!

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

Foreldralífið

Taka tvö: var búin að skrifa þetta blogg áður en því miður datt það út eftir að síðan datt niður í smá tíma eins og svo margar aðrar íslenskar síður. Mig langaði mjög mikið að hafa það með svo hér kemur það aftur í aðeins öðruvísi útgáfu:

Margt hefur breyst eftir að ég varð mamma og við parið urðum foreldrar! fyrir utan það augljósa að vera allt í einu komin með ábyrgð fyrir litlu lífi þá hefur margt annað breyst alveg heillmikið eins og við má búast. Hér eru nokkur atriði! Byrjum á fyrir og eftir myndum af okkur Tommy. Fyrsta: Fyrsta myndin sem við tókum af okkur eftir að við byrjuðum saman árið 2009. Seinni: Við litla fjölskyldan á fyrstu jólunum okkar öll saman 2016.

SKIPULAG!

Ég hef alltaf verið skipulögð í vinnu og skipti upp deginum eftir verkefnum en það hefur ekki verið mikið þannig skipulag heima við. Var venjulega bara go with the flow þegar heim var komið. Nú er allt skipulagt til hins ítrasta, þegar ég kem heim: Taka til það mesta á heimilinu og gera yfirborðshreinsun. Bara stutt 10 mín max, síðan leika með syni mínum honum Emil. Eftirá finn ég föt fyrir hann til að vera í daginn eftir á leikskólanum og tek til leikskólatöskuna hans. Þessi rútína gerir allt svo einfaldara daginn eftir og minnkar morgun stressið áður en við förum á leikskólann. Síðan er komið að næturrútínunni hans Emils : náttföt, góða nótt bók og velling/Peli, tannbursta og segja góða nótt við fiskana okkar, kisu og það foreldri sem ekki svæfir. Þegar hann er sofnaður þá er það að klára að elda, borða og þrífa síðan eldhúsið og setja í þvottavél! Í kringum kl 20, þá er hægt að slaka á! Er ánægð að hafa þessa rútínu sem mun auðvitað breytast eitthvað með tímanum, en þetta er eitthvað sem ég var alls ekki vön! En einhvern veginn er þetta betra svona. Fæ miklu meira gert heima áður en ég ákveð að vera löt upp í sófa.

MEISTARAKOKKAR!

Núna þegar Emil er að borða það sama og við borðum þá þurfum við að elda góðan og hollan mat flesta daga vikunnar. Við nenntum þessu alls ekki áður og það var mikið um skyndibitamat heima hjá okkur eftir vinnu, þrátt fyrir að vera oft salöt og svolleiðis á virkum dögum þá var þetta mjög dýr ávani og ekki mikil fjölbreyttni í matarræðinu! Nú neyðumst við til að vera duglegri og erum orðin meistarakokkar á stuttum tíma! ( eða allaveganna kokkar sem er stórt skref fyrir okkur ) Reyndar mest kærastinn minn sem eldar þar sem ég kem seint heim úr vinnu og er með Emil eins lengi og ég get áður en hann sofnar.  En við hjálpumst að oft og skiptumst á stundum. Þetta er þúsund sinnum betra fyrir fjárhaginn og matarræðið!!

LENGRI HELGAR!

Helgarnar byrja kl 6/7 á morgnanna. Þarf ég að segja meira 😉 Við reyndar skiptum upp tímanum fyrir hádegi og leyfum hvort öðru að sofa aðeins meira.  Tek vanalega fyrstu vaktina sem er kringum 2 tímar, en það er yndislegt að geta skriðið aftur upp í rúm í smá tíma og safna orku fyrir daginn. Eftir hádegi förum við síðan vanalega í klukkutíma göngutúr þar sem Emil sefur í vagninum, þessir göngutúrar eru ómetanlegir og ég er alltaf full orku eftirá. Þegar hann vaknar þá reynum við að fara út að gera eitthvað öll saman eða bara hafa það kósý heima. Allur dagurinn er notaður og finn meiri vellíðan og ró þegar ég vakna á mánudagsmorgnum þar sem helgin var svo góð. Þetta er allt öðruvísi en þetta var hjá okkur!! Helgarnar fóru oft í að flytja sig frá rúminu yfir í sófann, þar sem var legið í leti allan daginn með tilheyrandi sjónvarpsglápi og háma í sig óhollustu. Þetta fór ekki vel með mann og ég var oft þreyttari á mánudögum eftir helgina en annars. Það er til eitthvað sem heitir of mikil hvíld eða einfaldlega að letin sé að drepa mann. Þessar helgar voru oft með djammi á næturnar, stundum föstudag og laugardag, mjög skemmtilegt en dagarnir eftir voru það ekki. Ekki miskilja mig hér, ég dett oft í nostalgíu yfir þessum helgum og stundum myndi ég gera allt fyrir að geta orðið sófakartafla aftur í einn dag eða geta djammað eins og vitleysingur án þess að hugsa um daginn eftir. En þetta er bara svo miklu betra núna, þetta líf var frábært en lífið núna er enn betra. Fer enn á djammið af og til og dansa eins og kreisípersóna en það er allt planað svo dagurinn eftir geti virkað fyrir okkur báða foreldrana. Lengri og betri helgar sem foreldrar!

Foreldralífið er sem sagt að fara mjög vel með okkur og njótum við hverrar mínútu!

Auður

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

MUNUM dagbókin í uppáhaldi

 

IMG_1137

vorur_eru_synishorn_ekki_kostudÉg er ein af þessum konum sem vill skipuleggja allt í kringum mig og fjölskylduna mína. Lífið hefur uppá svo margt að bjóða og það eru svo margir hlutir sem við þurfum að huga að. Það þarf að skipuleggja læknisferðir og tannlæknatíma, gera lista yfir allar kvöldmáltíðir vikunnar og uppfæra innkaupalistann daglega. Fimleikar eru á sunnudögum og ,,playdeit´´ eru eftir leikskóla á fimmtudögum. Þrifin eru á þriðjudögum og þvottadagar tvisvar í viku. Það þarf að skipta um á rúminu hjá öllum vikulega og muna eftir bókadögum og dótadögum í leikskólanum. Við þurfum að sinna okkar skyldum í vinnunni og skóla, skila verkefnum á réttum tíma og örva hugsun okkar daglega. Við verðum að lofa nokkrum klukkutímum í ræktina og áhugamál svo að geðheilsan haldist þokkaleg. Félagslífið þarf að skipuleggja með góðum fyrivara og stefnumótin með manninum líka.

Ég hef átt margar dagbækur í gegnum ævina en ég er með kröfur þegar kemur að þessum skipulagsbókum og læt ekki bjóða mér hvað sem er. Ég vil hafa nóg pláss til að skrifa niður langtíma og skammtíma markmið. Hún verður líka að vera falleg og passa vel í töskuna mína.

Ég var svo lukkuleg núna um daginn og fékk MUNUM dagbókina að gjöf og mig langar að deila með ykkur hvað það er sem ég dýrka við þessa bók og afhverju ég mæli með henni.

IMG_1140

Bækurnar koma í tveimur litum, gular og svartar. Ég valdi mér gula vegna þess að það er svo glaðlegur litur og minnir á sig. Þegar ég tók bókina úr plastinu tók ég strax eftir því hvað kápan utan um hana var mjúk sem mér fannst vera tákn um gæði.

SETTU ÞÉR MARKMIÐ OG LÁTTU DRAUMA ÞÍNA RÆTAST 100 LISTINN.

Á fyrstu blaðsíðunum er skorað á þig að skrifa niður 100 atriði sem þig langar að gera, upplifa eða fá út úr lífinu. Ég byrjaði að skrifa niður en þetta er erfiðara en ég hélt. Nú fylgir þessi hugsun mér í daglegu lífi, þegar ég les blöðin eða horfi á bíómyndir þá hugsa ég með mér ,,er þetta eitthvað sem mig langar að gera, eða prófa“ og ef svarið er já þá bæti ég því á listann.

Í byrjun hverrar viku áttu að skrá niður markmið vikunnar t.d. klára verkefni í skólanum, eða fara með bílinn í skoðun. 10 mínútna verkefni vikunnar t.d. panta tíma hjá tannlækni eða stoppa í apótekinu á leiðinni heima og svo hvetur hún þig til þess að hugsa um hvað þú ert þákklát/ur fyrir þessa stundina. Það er holl æfing fyrir alla!

Bókin fær þig til að hugsa um hvaða verkefni það eru sem skipta þig mestu mál og hvernig þú ætlar að forgangsraða þeim.

HVAÐA ÞRJÁ ÞÆTTI TELUR ÞÚ MIKILVÆGAST AÐ EINBEITA ÞÉR AÐ ÁRIÐ 2017 OG AFHVERJU?

Í mínu tilfelli vel ég fjölskylduna, lífsstíl, og andlega heilsu. Mér finnst þetta eiga vel við árið 2017 þar sem fjölskyldan var að bæta við sig meðlim og nýjir og spennandi tímar í vændum.  Bókin gefur þér svo tækifæri á að setja þína þrjá þætti í markmiðatré og skrá undirmarkmið. Það sem mér finnst vera helsti kosturinn er að það er nægilegt pláss til að skrifa og útaf því þá er bókin alltaf snyrtileg. Hún hvetur þig til að hugsa um hluti sem gleymast í daglegu amstri, hún er í fullkominni stærð, er með sér dálka þar sem þú getur skráð niður líkamsrækt og máltíðir og sér dálk þar sem þú skráir niður markmið dagsins.

Mig langar svo ótrúlega til að gefa einhverjum heppnum lesendum eintök af þessari frábæru dagbók! Ég ætla að vera með leik á Facebook síðunni minni þar sem þið getið tekið þátt fylgist endilega með þar.

Ef þið viljið lesa meira um MUNUM dagbókina – kíkið þá á síðuna hjá þeim hér.

Nú er meistaramánuðurinn að hefjast. Afhverju ekki að bæta sig í tímastjórnun og markmiðasetningu? Ég hef heyrt að það sé galdurinn til að ná langt í lífinu..


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

 

Fylgdu okkur á


Follow