Eldri færslur eftir merkjum fyrir Skapsveiflur

Matarræðið og hamingjan!

Í mörg ár hef ég haft mikinn áhuga á að kanna tengslin milli þess sem við setjum í okkur og hvernig okkur líður og hvað við getum gert til að efla heilastarfsemina. Hef sjálf oft fundið fyrir góðum áhrifum þess af því að borða mjög hollt einn daginn (einnig með líkamsrækt) áhrifin voru sú að ég var full orku og jákvæðni daginn eftir. Auðvitað hef ég einnig fundið fyrir öfugu áhrifunum og orðið mjög leið og pirruð af röngu matarræði og of lítilli hreyfingu. Ég fór því í smá rannsóknarvinnu og gerði smá lista yfir það sem getur haft góð og slæm áhrif á okkur.

FISKUR OG HNETUR : UPPBYGGING OG VIÐHALD

Góða góða fitan! Ómega 3 og 6 er góða fitan sem þið getið fundið í fiski og hnetum. Hún er  mikilvæg fyrir uppbyggingu og að viðhalda heilbrigðum heilasellum. Endilega skella einnig í sig lýsi á morgnana, hollt og gott!

GRÆNMETI OG ÁVEXTIR: VÖRN OG FYRIRVÖRN

Við vitum öll hversu hollt það er að borða grænmeti og ávexti. En afhverju er það? Já þið giskið rétt! Vítamínin B6, B12 og fólínsýra hjálpa til að verja heilasellurnar og minnka hrörnun. Þessi vítamín eru öll saman í grænmeti og ávöxtum.

GÓÐU KOLVETNIN, SKAPIÐ OG ORKAN

Orkan sem við fáum frá kolvetnum með sterkju, sykri og trefjum þarf einnig að vera jöfn. Þegar við borðum til dæmis hvítt brauð fáum við hraða útlosun á glókósa í blóðið, orkan fer í topp en fellur síðan hratt niður með blóðsykursfalli. Skapið verður verra og við eigum erfitt með að einbeita okkur, hljómar þetta eins og eitthvað sem þið kannist við? Ég hef allaveganna oft lent í þessu og er náttúrulega eitthvað sem ég vil forðast. Hvernig gerum við það: jú við borðum flóknari kolvetni sem halda jafnvægi á blóðsykrinum, hafrar, korn og baunir viðhalda góða skapinu. Hafragrautur á morgnana er því alltaf góð hugmynd!

ÓHOLLI MATURINN: BORÐA Í ALGJÖRU LÁGMARKI

Á ég eitthvað að vera að fara í þetta? Vitum við þetta ekki öll…en viljum helst horfa framhjá því? Við vitum hvað er óhollt fyrir okkur en við borðum þetta samt. Ekki skrítið, þar sem mesti parturinn af þessum óholla mat gerir okkur glöð strax og við leitum í hann aftur og aftur til að viðhalda gleðinni ( sem að lokum getur leitt til að það þarf að borða mun stærri skammta til að fá sama gleðiboost! ) Vítahringur sem leiðir bara til óhamingju. 

SYKUR!

Nú er ég að tala um unninn sykur sem finnst í of mörgu nú til dags. Áhrifin sem sykurinn hefur á heilann er ekkert annað en ávanabindandi og næstum hægt að líkja við áhrifin sem eiturlyf hafa á fíkla.

Sykurfíklar…ég var ein af þeim, þar til ég fékk alveg nóg, var búin að borða svona stórt ílát af hlaupi ( sem hægt er að kaupa í flugvellinum ) frá föstudegi til sunnudags. Á sunnudagskvöldinu var ég að verða brjáluð, allt nammi búið en ég vildi meira! Ég vildi öskra ég var svo óhamingjusöm og pirruð, klukkan var 22 að kvöldi, myndi fara að sofa um miðnætti en mér var alveg sama, ég þurfti sykur! Og auðvitað reddaði ég mér, þarna sat ég í sófanum, með stafla af súkkulaði, draum og nammipoka og hámaði í mig fyrir framan sjónvarpið. Leið mér betur? Já í nokkrar mínútur, síðan kom magapínan, skapsveiflurnar urðu enn verri og mig minnir að ég grét mig til svefns þetta kvöld. Daginn eftir ákvað ég að svona vildi ég ekki lifa, nú skyldi ég hætta að borða nammi. Sem ég svo gerði, fyrir 10 árum, nokkur páskaegg hafa komið inn fyrir minn munn en ekki mikið meira en það. Fyrir 2 árum síðan sirka hætti ég alveg með sykur, engar kökur og kex lengur og var það ein besta ákvörðun lífs míns! ( fyrir utan að hætta að drekka áfengi ) get ekki lýst því hve góð áhrif þetta hefur haft á mig og get sagt ykkur að ég finn mikinn mun á mér. Sykurinn stjórnar mér ekki lengur, ég er við stjórnvölinn og líðanin er frábær! Auðvitað hef ég fallið fyrir freistingum en þær hafa í hvert skipti sýnt mér afhverju ég hætti, með magapínu og miklum skapsveiflum.

En nóg um það, hvaða áhrif hefur sykurinn á heilann, vísindalega séð: sykur leiðir til meiri sykurs, vegna verðlaunakerfis heilans. Heilinn gefur okkur verðlaun með útlosun dópamíns þegar við borðum sykur og því leitum við í meiri sykur, til að fá vellíðunartilfinninguna aftur. Eins og ég sagði hér að ofan, slæmur vítahringur sem leiðir til að við missum stjórnina, áhrifin af sykrinum verða minni ( því þurfum við meira ) og veldur miklum cravings. Tilfinningarnar fara upp og niður og líðanin er að hamingjan finnst bara í næsta bita af nammi. Sem er náttúrulega stuttlifuð hamingja.

TRANSFITA: ÓHOLLI SKYNDIBITAMATURINN

Transfita er óholl fita sem ætti að neyta í algjöru lágmarki. Sú fita finnst mikið í til dæmis í allskonar skyndibitafæðu. Leynist hún einnig í ýmiskonar bakkelsi og má nefna að kleinuhringirnir góðu eru fullir af transfitu. Hún hækkar kólesterol, tengist offitu og hefur verið nefnd í sambandi við slæmt minni. Einfaldlega ekki málið fyrir líkamann okkar.

 

Þetta er einfalt: borða holla, næringarríka og fjölbreytta fæðu og bara sætindi og skyndibitamat inn á milli. Heilinn ykkar mun þakka ykkur með því að halda skapinu í jafnvægi og orkunni uppi! Fæða úr góðu fæðuflokkunum sem ég nefni hér að ofan hjálpar til við að halda jafnvægi í útlosun seratóni, dópamíni og norepinephrine í heilanum og það þýðir minni skapsveiflur!

Hafið þið ekki einnig tekið eftir því þegar þið borðið einhæfan mat að þið einfaldlega verðið leið á matnum ykkar? Ástæðan er ekki bara sú að ykkur finnst komið með nóg af þessu, heldur verður útlosun dópamíns minni og minni fyrir hvert skipti sem við borðum sama matinn aftur og aftur, marga daga í röð. Meikar sens! Þetta gerist ekki með sykur, og því getum við borðað endalaust mikið af sætindum.

Allt sem við ákveðum að setja í okkur hefur áhrif á okkur, andlega og líkamlega. Er leiðin að hamingjunni í gegnum betra matarræði? Ég ætla allaveganna að láta á það reyna, hvað með ykkur?

Mæli með að kíkja á þetta á Youtube: Mínar heimildir:

How the food you eat affects your brain: TED-Ed

How sugar affects the brain: TED-Ed

What are trans fats and why are they bad

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Fylgdu okkur á


Follow