Eldri færslur eftir merkjum fyrir Samfélagsmiðlar

Hamingjan finnst ekki á Facebook.

Nei, hamingjan finnst ekki á facebook en það er alltaf gaman að kíkja. En ef þú kannst við þetta : Þú ert á facebook eða inni á öðrum samfélagsmiðli og ert búin að vera að skrolla í all langa stund og ákveður að leggja frá þér símann. Einungis nokkrum mínútum eftir ertu kominn með símann aftur upp í hendurnar og ert komin aftur á sömu síðuna, skrollandi leitandi að einhverju nýju þér til afþreyingar. Þá er þetta ekki lengur afþreying heldur orðið að fíkn og þá er tími til að leggja frá sér símann eða tölvuna, alveg frá sér og setja sér mörk. Við setjum tölvu/síma tímatakmörk á börnin okkar þar sem það er betra fyrir þau, afhverju gerum við það ekki við okkur sjálf?

Það er okkur líka hollt að komast út úr þessum vítahring samfélagsmiðlanna, þar sem við erum sum fyrir löngu hætt að njóta og erum bara skrollandi með slökkt á huganum. Einnig eru margir á þeim stað að like-in veitir þeim skammvina hamingju sem fólk leitar þá alltaf meira og meira í. Hve mörg like fæ ég í dag, fyrir þessa mynd og með því erum við farin að meta okkur sjálf að verðleikum eftir like-um, kommentum, fylgjendum og öllu sem þessu fylgir. Lifa inni í gerviheimi sem er ekki að gera neinum greiða.

Síðustu vikur hef ég verið að fara í gengum mína notkun á samfélgasmiðlum og hve oft ég var að athuga símann minn yfir daginn ( í gegnum sérstakt app )og ég fékk sjokk. Einn daginn þá var ég 3 tíma á facebook og var í símanum í alls 5 og hálfan tíma! og ég chjékkaði á símanum mínum 97 sinnum yfir daginn! Eftir þetta ákvað ég að nú væri komið nóg, ég ætlaði ekki að vera þræll símans míns og allra samfélagsmiðlana. Ég ákvað að reyna að athuga símann minn max 10 sinnum yfir daginn og reyna að eyða minna en eða í kringum klukkustund á samfélagsmiðlum. Þetta gekk ágætlega þótt það hafi komið dagar inn á milli þar sem ég festist aðeins.

Ég er hætt að athuga símann strax og ég vakna og borða ekki morgunmatinn með símann í höndinni. Frekar les ég blöð eða jafnvel bækur, stundum hef ég ekki neitt og það er ótrúlegt hve morgunmaturinn smakkast allt í einu miklu betur en áður og ég nýt hans betur. Það er vegna þess að athyglin er öll á matnum, meikar sens ekki satt? Fann ég einnig að ég var farin að veita umhverfi mínu meiri athygli og bara það að horfa út um gluggann og uppgötva nýja hluti í kringum mig fékk mig til að líða betur. Ég var farin að gleyma hvar ég lét símann minn ( í jólafríinu ) og mér var alveg sama, þurfti ekki á honum að halda. Í stað þess að hanga í símanum, naut ég þess að lesa, tala við fjölskylduna, leika við litla strákinn minn eða bara eitthvað annað sem veitti mér mun meiri hamingju og minningar en það að skoða samfélagsmiðlana. Eftir þennan tíma fannst mér ég vera skýrari í kollinum og hugsanirnar jákvæðari…plús ekki með hugann á Facebook.

Hafið þið lent í því að vera í partýi, fjölskylduboði eða bara að vera með ykkar nánustu og allir eru í símanum?? þið hafið jafnvel ekki talast við í langan tíma en einhvern veginn festast allir í símanum. Þetta er þróunin í dag og þetta er sorgleg þróun, sjáum börn jafnt sem fullorðna með síma og spjaldtölvur fasta við andlitið í staðinn fyrir að njóta þess sem er að gerast fyrir framan þau. Þekkjum þetta vel á okkar heimili á kvöldin þar sem ég er á einum enda sófans með tölvuna að horfa á netflix og kærastinn minn á hinum endanum í tölvunni sinni. En no more! læt þetta ekki verða að mínum veruleika lengur og vona að þið hin íhugið að leggja sjálfum ykkur mörk sem og öðrum yngri meðlimum ykkar fjölskyldu.

En málið er að ég vil alls alls ekki hætta á samfélagsmiðlum allaveganna ekki eins og staðan er í dag. Ég elska að geta fylgst með stóru ættinni minni, vinum og kunningjum á facebook, sjá fallegar myndir á Instagram, skemmtileg snöpp á Snapchat og lesa og fá innblástur af allskonar bloggum. Þetta er líka orðinn partur af lífinu, like it or not, en það er hægt að njóta þessara miðla svo miklu meira en gegnum það að vera háð því að skoða þá á 5 mínútna fresti. Ef við skoðum þetta í rólegheitunum vitandi að við ætlum ekki að lesa og skoða lengur en í ákveðinn tíma og mögulega ekki aftur þann daginn, þá skoðum við miðlana kannski með meiri sjálfsvitund og njótum meira af þeim. Því miðlarnir eru náttúrulega einungis afþreying sem eiga að gleðja, hjálpa, veita innblástur eða meiri þekkingu á ákveðnum hlutum, sem fréttaveita eða bara hvað sem þið eruð að leita eftir. Ef við setjum inn status eða mynd, fyrir okkur sjálf, þar sem okkur finnst gaman að deila fallegum myndum eða skemmtilegt að skrifa statusa og deila með okkur hugsunum okkar án þess að like-in skipti okkur mál, getur verið að þetta verði allt miklu ánægjulegra.

Mörkin mín verða um klukkutími á dag, 15 mín facebook, 15 mín milli Instagram, Snapchat, Pinterest, síðan 30 mín í að lesa blogg og aðra miðla, fréttir og hvað sem mér dettur í hug. Þegar ég er sjálf að gera blogg, fæ ég meiri tíma þar sem það er mitt áhugamál og ég nýt þess að skrifa. Vona ég að þið hafið ánægju af mínum skrifum líka 🙂

Ef ég ætla að horfa á  kvikmynd eða þætti, legg ég í það 1 og hálfan til 2 tíma á kvöldi en þá minnka ég notkun mína á samfélagsmiðlum þann daginn. Og helst gera það kvöldið að bíókvöldi þar sem ég og kærastinn getum horft á eitthvað saman í stað þess að vera alltaf sitthvorum megin á sófanum. Það yrði frábært ef tíminn á hverjum miðli myndi minnka enn meira en svo lengi sem ég finn að ég er að njóta af því sem ég er að skoða og lesa, fá hugmyndir og líða vel eftirá þá er þetta fínn tími tel ég. Veit að það mun taka átak að breyta kvöld rútínunni okkar en ef okkur tekst að til dæmis gera eitthvað saman 1-3 kvöld vikunnar og í staðinn fyrir að hanga í tölvunni þá tel ég það vera stórt skref framávið og það er það sem ég er að leita eftir, ekki standa í stað í óhollum ávana heldur vinna í því að byggja upp betri venjur. Setja sér mörk í netnotkun til að geta notið lífsins betur og einnig samfélagsmiðlanna.

Auður

 

Eyðir þú of miklum tíma á samfélagsmiðlum?

Ertu þú sek/ur um það að vera að lesa skólabækurnar eða vinna í verkefni en vera stöðugt að kíkja á samfélagsmiðla inn á milli?

Áður en þú veist af ertu búin að eyða 20 mínútum á Facebook!

Hefur þú prófað að setja þér mörk um hversu lengi þú mátt ,,scrolla“ niður Facebook eða skoða myndir á Instagram?

Ég viðurkenni það fúslega að ég eyði miklum tíma á samfélagsmiðlum og þegar ég er að læra, séstaklega fag sem mér finnst erfitt eða óáhugavert þá er fjandinn laus! Ég á kannski að lesa 40 bls fyrir morgundaginn, en eftir 15 bls leyfi ég mér að kíkja á Facebook bara í smá stund. Áður en ég veit af er ég búin að sóa dýrmætum hálftíma í fréttaveituna á Facebook!! Þegar þú ert tveggja barna móður í 30+ einingum í skóla og færð aðeins átta barnlausa klukkustundir á dag þá er hálftími mikill missir!

Svo kvartar maður yfir því að hafa ekki nægann tíma til að ljúka verkefnum dagsins?!

Í miðri lærdómspásu í dag ákvað ég auðvitað að kíkja á Facebook þar sem ég rakst á þetta myndband.

Science Explains Why You’re Addicted to Social Media — and How to Break That Addiction

 

Á rúmlega tveimur mínútum fáum við útskýringu á því afhverju við erum háð samfélagsmiðlum ásamt leiðbeiningum um hvað við getum gert í staðin og í kjölfarið brotið upp þetta mynstur.

Ég ætla að prófa þetta og ég skora á ykkur í sömu sporum að gera það líka 😉

Mig langaði bara til að deila þessu með ykkur………en annars aftur að lærdómnum!


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

 

Insta Lately #2

Ég er búin að vera mjög virk á Instagram upp á síðkastið og búin að birta heilan helling af myndum frá því ég gerði það opinbert. Ég hvet ykkur því að sjálfsögðu að fylgja mér þar en þið finnið mig undir rannveigbelle. Það er aldrei að vita nema ég farið að gera eitthvað spennandi fyrir fylgjendur mína þar á næstunni 😉

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Að byrja á núlli

Það er alltaf eitthvað svo ógnvekjandi að byrja á núlli í þessum stóra samfélagsmiðlaheimi. Oft þarf heilmikinn kjark til að setja upp like-síðu á Facebook, opna Snapchat reikning eða Instagram og horfast í augu við þetta ógnvekjandi núll sem blasir við manni. Ég man að þegar ég stofnaði Belle Facebook síðuna fékk ég nánast í magann við að horfa á þetta núll á skjánum en það var fljótt að vaxa og er nú komið upp í yfir sjö þúsund! Ég ákvað því að horfast í augu við núllið aftur, safna í mig kjark og opna Instagram reikning fyrir mig persónulega sem ég get tengt við bloggið mitt hér á Belle. Þar mun ég vera dugleg að birta myndir úr mínu lífi og myndum af blogginu. Þið megið endilega fylgja mér þar ef þið viljið og hjálpa mér að berjast við núllið í leiðinni! Þið finnið mig undir notendanafninu

RANNVEIGBELLE

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

Belle.is á samfélagsmiðlum

Hæ hó! Þetta verður stutt færsla hjá mér í dag því mig langaði bara að segja ykkur frá hvar þið getið fundið belle.is á hinum ýmsu samfélagsmiðlum.

facebook_belle

Að sjálfsögðu er Belle á Facebook… en ekki hvað? Inni á facebook síðunni set ég alltaf inn tilkynningar um nýjar færslur um leið og þær birtast svo ef einhver vill ekki missa af neinu þá er um að gera að henda einu like-i á hana. Ég er líka að reyna að vera duglegri að setja inn allskonar efni á hana sem kemur ekki endilega í færslur á heimasíðunni svo þetta er svona belle.is plús djúsí stuff. Ég verð örugglega ennþá duglegri við það núna fyrst það er allt að komast í rútínu hjá mér eftir skólatörnina. Hér finnið þið Belle á facebook.

bloglovin_belle

 

Ég er ekki viss um að allir kannist við heimasíðuna/appið Bloglovin’. Það er algjör snilld fyrir þá sem fylgjast með mörgum bloggum eða fleiru í þeim dúr. Þar getur maður stofnað aðgang og fylgt þeim bloggum sem þú vilt fylgjast með. Þá þarftu ekki að vera að rúnta um internetið á billjón slóðum til að skoða öll bloggin heldur ferð bara inn á bloglovin’ síðuna þína. Þar er allt á einum stað og nýjustu færslurnar birtast þar inn á hverjum degi. Mér finnst þetta allavega algjör snilld og sparar heilmikinn tíma fyrir mig. Samt eiginlega ekki þegar ég hugsa út í það því ég fylgist með svo miklu fleiri bloggum eftir að ég hlóð appinu niður í símann minn… ó well. Hér finnið þið Belle á Bloglovin’.

pintrest_belle

 

Pintrest er ein skemmtilegasta tímaeyðsla sem hægt er að finna held ég. Ég hef verið dugleg að pinna flest allt efnið sem hefur birst á síðunni svo þið getið flett í gegnum það á auðveldan hátt þar og pinnað það sem ykkur líkar. Það er líka hægt að pinna myndir beint af belle.is með því að smella á pintrest merkið sem birtist efst í vinstra horninu þegar músarbendillinn fer yfir myndina. Hér finnið þið Belle á Pintrest.

belle_instagram

 

Síðast en alls ekki síðst er Belle með Instagram! Ég bjó það reyndar bara til í gær svo það er splunkunýtt. Ég er samt búin að vera duglega að setja tilkynningar og skemmtilega hluti þar inn síðustu tvo daga og ætla ég mér að halda því áfram 🙂 Áður en ég bjó til Instagramið fyrir Belle þá var ég með mitt persónulega Instagram tengt við síðuna. Mér fannst það frekar glatað svo núna er öllum frjálst að fylgja belle.is á Instagram. Þar verður nóg af fjöri og fjölbreytileika! Hér finnið þið Belle á Instagram.

undirskrift

 

Fylgdu okkur á


Follow