Eldri færslur eftir merkjum fyrir saltkaramella

Eplafranskar með saltkaramellusósu

Hæ! Ég var að fara í gegnum gamlar myndir í tölvunni minni um daginn og fann þá myndir sem ég tók fyrir næstum því 2 árum af eplafrönskum með saltkaramellusósu sem ég gerði. Ég var búin að steingleyma þeim, sem mér finnst mjög skrítið því þær eru hrikalega góðar! Ég ætla að deila uppskriftinni af þeim með ykkur í dag!

Eplafranskar með saltkaramellusósu
Skrifa umsögn
Prenta
Eplafranskar
 1. Smjördeig
 2. 40 gr smjör
 3. 2 stór græn epli
 4. 2-3 msk púðursykur
 5. Dass af kanilsykri
 6. 100 grömm suðusúkkulaði
Karamellusósan
 1. 1 poki af rjóma-karamellukúlum frá Nóa
 2. 2-4 msk rjómi
 3. Dass af salti
Eplafranskar
 1. Smjörið brætt á pönnunni og eplin sett út í. Þau eru steikt þar til þau fara að mýkjast.
 2. Púðursykrinum er síðan bætt við og hann bræddur saman við.
 3. Dass af kanilsykri næst bætt við, sirka 1-2 matskeiðar.
 4. Að lokum, þegar eplin eru orðin mjúk og hráefnin hafa blandast vel saman, er blandan látin standa í nokkrar mínútur áður en söxuðu suðusúkkulaði er bætt út í. Hrært saman þar til súkkulaðið er að mestu leiti bráðnað.
 5. Fletjið smjördeigið (2 plötur) út eins mikið og þið getið. Setjið fyllinguna á hálft smjördeigið og „lokið“ því svo.
 6. Skerið í ræmur, ca 5 sm á lengd og 1 cm á breidd. Notið gaffal til að þrýsta á hliðarnar til að loka eins og hægt er.
 7. Pískið egg og penslið á eplafranskarnar.
 8. Bakið við 180°C þar til eplafranskarnar verða fallega brúnar á litinn.
Karamellusósan
 1. Bræðið karamellukúlurnar á lágum hita. Passið að þær brenni ekki við.
 2. Bætið rjómanum út í þegar kúlurnar eru alveg bráðnaðar og hrærið vel. Áferðin á kúlunum breytist þegar rjómanum er blandað við.
 3. Að lokum bætið þið saltinu við. Smakkið til.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

 

Marengsbomba með salt-karamellu

Jæja þá komið að næstu uppskrift 🙂 Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift af alvöru marengsbombu með salt-karamellu, alveg jafn gott og það hljómar! Ég bý stundum til þessa bombu þegar ég býð fólki í mat og hef hana í eftirrétt, hingað til hefur hún ekki klikkað 😉 Mæli svo sannarlega með!

IMG_5658

IMG_5665

IMG_5667

IMG_5671

IMG_5676

IMG_5682

IMG_5687

IMG_5689

IMG_5695

 1. Marengsbotnar:

6 eggjahvítur (5 er nóg ef eggin eru stór)

250 gr sykur

3-4 bollar Corn Flakes

 

 1. Fylling á milli botna:

500 ml rjómi

300 gr Nóa-Kropp

 

 1. Salt-karamella:

55 gr smjör

50 gr púðursykur

30 ml rjómi (má líka nota mjólk)

Salt eftir smekk

 

AÐFERÐ:

 1. Marengsbotnar:

Stífþeytið eggjahvíturnar

Bætið sykrinum smátt og smátt við eggjahvíturnar, hrærið þar til marengsinn verður stífur.

Hrærið Corn Flakes varlega við blönduna þegar hún er tilbúin.

Teiknið 2 hringi á smjörpappír. Hver hringur á að vera ca 22-23 cm.

Skiptið marengsnum jafn á hringina og dreifið úr honum.

Bakið við 130°C í ca. 50 mínútur

Leyfið marengsnum að kólna í ofninum.

 

 1. Fylling á milli botna:

Þeytið rjómann.

Hrærið Nóa Kroppinu við rjómann.

Þegar marengsbotnarnir hafa kólnað setjið þá rjómann á annan botninn og setjið hinn ofan á.

 

 1. Salt-karamella:

Byrjið á því að setja sykurinn í pott. Hitið sykurinn við vægan hita og fylgist vel með honum. Sykurinn byrjar á því að mynda kekki en mun að lokum bráðna og breytast í þykkan brúnan vökva.

Þegar sykurinn er alveg bráðnaður skaltu bæta smjörinu við. Gerðu það samt varlega vegna þess að þegar því er bætt við kraumar karamellan og auðvelt er að brenna sig. Hrærðu í 2-3 mínútur þar til smjörið er allt bráðnað.

Að því loknu skaltu hella rjómanum mjög varlega við blönduna. Vegna þess að rjóminn er mun kaldari en karamellublandan þá mun hún krauma mikið þegar rjómanum er bætt út í.

Leyfðu blöndunni að sjóða í smástund, 1-3 mínútur, lengur ef hún er í þynnri kantinum. Passið ykkur bara að brenna hana ekki.

Taktu blönduna af hellunni og bættu við sjávarsalti.

Leyfið blöndunni að kólna alveg áður en þið hellið karamellunni ofan á marengsinn.

-Heiðrún

Konfekt með þrenns konar fyllingu: Hockey Pulver, saltkaramellu og piparmyntu

img_5207

Uppskriftin hefur verið uppfærð frá fyrstu birtingu

Eins og ég lofaði í síðustu viku þá ætla ég að birta fyrstu jólauppskriftina í dag. Um helgina bjó ég til þrenns konar konfekt, eitt með Huckey Pulver fyllingu, eitt með salt-karamellu fyllingu og annað með piparmyntu fyllingu. Ég hef aldrei prófað að búa til konfekt en miðað við hvað það heppnaðist vel þá verður þetta hér eftir hefð hjá mér! Klárlega eitt besta konfekt sem ég hef smakkað, sérstaklega þetta með Hockey Pulver fyllingunni, enda var það fyrst til að klárast í matarboðinu þar sem ég bauð upp á það 🙂 
Ég keypti mér mjög fín konfektform í Ikea fyrir helgi, ef ykkur vantar þannig þá held ég að þau séu ennþá til. Þið getið skoðað formin betur hér. Annars er líka hægt að nota klakaform.
Það er frekar erfitt að gefa nákvæma uppskrift af konfektinu. Með uppskriftinni hér að neðan náði ég að fylla 3 Ikea konfektform og setti mismunandi fyllingu í hvert form.  Ef þið notið öðruvísi form þá er mjög líklegt að þið þyrftuð annað hvort að minnka eða stækka uppskriftina. Sama má segja um fyllinguna sem ég notaði. Ef þið viljið bara gera konfekt með t.d. Hockey Pulver fyllingu þurfið þið líklega að stækka uppskriftina.
Ég notaði suðusúkkulaði því mér finnst það svo ótrúlega gott en þar sem það bráðnar fljótt eftir að konfektið er tekið úr ísskápnum þá er gæti verið betra að nota  hjúpsúkkulaði, það bráðnar ekki jafn hratt.
img_5173

img_5176

img_5187

img_5193

img_5198

img_5205

img_5209

15151476_10154363112162670_1812417800_n

Konfekt með þrenns konar fyllingu: Hockey Pulver, saltkaramellu og piparmyntu
Skrifa umsögn
Prenta
Konfekt
 1. 350 gr hjúpsúkkulaði eða suðusúkkulaði
Hockey Pulver fylling
 1. 50 gr smjör (Mjög lint)
 2. 60 gr flórsykur
 3. 30 gr brætt hvítt súkkulaði
 4. ½ - 1 dolla af Hockey Pulver (smakkið kremið til að finna hversu sterkt til viljið hafið það)
Salt-karamellu fylling
 1. 55 gr smjör
 2. 50 gr púðursykur
 3. 30 ml rjómi (má líka nota mjólk)
 4. Salt eftir smekk
Piparmyntufylling
 1. 50 gr flórsykur
 2. Piparmyntudropar
 3. Mjólk
Konfekt
 1. Byrjið á því að bræða 350 gr af súkkulaði yfir vatnsbaði.
 2. Þegar súkkulaðið er bráðnað fyllið þá konfektformið af súkkulaði.
 3. Þegar þið eruð búin að því hellið þá súkkulaðinu aftur í skálina. Notið sköfu eða sleif til að skafa allt aukasúkkulaði af forminu og setja það aftur í skálina.
 4. Það ætti að myndast súkkulaðiskel í konfektforminu. Passið að súkkulaðið hylji allar hliðar formsins.
 5. Setjið formin inn í ískáp og leyfið þeim að vera þar á meðan fyllingin er útbúin.
 6. Þegar fyllingin er tilbúin takið þá formin úr ísskápnum. Setjið fyllinguna sem þið ætlið að nota í sprautupoka. Sprautið fyllingunnni í konfektskelina.
 7. Takið afganginn af súkkulaðinu og fyllið upp í konfektformin.
 8. Setjið formin inn í ískáp í ca.2 klukkustundir eða þar til súkkulaðið er orðið hart.
Hockey Pulver fylling
 1. Hrærið saman smjöri og flórsykri. Það er mikilvægt að smjörið sé mjög lint.
 2. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði.
 3. Hrærið súkkulaðinu við kremið. Hrærið mjög vel.
 4. Bætið Hockey Pulver duftinu við kremið. Ég mæli með því að setja lítið í einu og smakka kremið til svo að kremið verði ekki of sterkt fyrir ykkar smekk.
Salt-karamellu fylling
 1. Setjið öll hráefnin í pott. Hitið á miðlungshita þar til blandan fer að sjóða. Verið dugleg að hræra í á meðan.
 2. Þegar suðan kemur upp lækkið þá hitann undir pottinum og leyfið blöndunni að malla í um það bil 5 mínútur eða þar til hún verður þykk. Munið að hræra vel í blöndunni á meðan.
 3. Mikilvægt að karamellan fái alveg að kólna alveg áður en hún er sett í konfektskelina.
Piparmyntufylling
 1. Hrærið saman flórsykri, piparmyntudropum og nokkrum dropum af mjólk.
 2. Passið að glassúrinn verði ekki of þunnur.
Annað
 1. Ef þið ætlið að nota suðusúkkulaði þá þarf að geyma súkkulaðið inni í ísskáp.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

 

Salt-karamellu súkkulaðikaka

img_5057

Ég elska að prófa nýjar uppskriftir, það er í alvöru eitt það skemmtilegasta sem ég geri! Mér finnst eitthvað svo róandi við það að dúlla mér í eldhúsinu og ég gæti auðveldlega eytt heilum dögum þar að baka eða elda! Ég prófaði þessa nýju kökuuppskrift um daginn og ég held að hún fari beint inn á topp 5 listann af bestu kökum sem ég hef bakað! Gefið ykkur góðan tíma í baksturinn, hann tekur um það bil 2 klukkutíma en er alveg þess virði.

img_5045 img_5060 img_5062 img_5076 img_5083 img_5106

Salt-karamellu súkkulaðikaka
Skrifa umsögn
Prenta
Kakan
 1. 215 gr sykur
 2. 80 gr ljós púðursykur
 3. 80 gr kakó – sigtað
 4. 200 gr hveiti
 5. 2 tsk matarsódi
 6. 1 tsk lyftiduft
 7. 1 tsk salt
 8. 3 stór egg
 9. 1 eggjarauða
 10. 1 dós (180 gr) sýrður rjómi – 18%
 11. 1/3 bolli mjólk
 12. ¾ bolli grænmetisolía (ég nota Isio olíu)
 13. 2 tsk vanilludropar
 14. 1 bolli heitt vatn
Saltkaramellan
 1. 170 gr smjör
 2. 150 gr ljós púðursykur
 3. 125 ml rjómi
 4. Salt eftir smekk
Krem
 1. 315 gr smjör –mjög lint
 2. 400 gr flórsykur
 3. 20 gr kakó
 4. 3 msk rjómi
 5. 2-3 matskeiðar saltkaramella (hún verður að vera orðin köld)
Kakan
 1. Hrærið saman sykri, púðursykri, hveiti, kakó, matarsóda, lyftidufti og salti.
 2. Í annarri skál skuluð þið hræra saman egg, eggjarauðu, sýrðum rjóma, mjólk, olíu og vanilludropum. Hrærið mjög vel.
 3. Bætið þurrefnunum úr hinni skálinni við og hrærið vel.
 4. Í lokin bætið þið heita vatninu við blönduna. Deigið ætti að verða nokkuð þunnt.
 5. Skiptið deiginu í 2 jafnstór form. Mér finnst alltaf best að setja bökunarpappír í formið svo auðveldara sé að ná kökunum úr forminu.
 6. Bakið við 180°C í 30 mínútur eða þar til hægt er að stinga tannstöngli í miðja kökuna og hann kemur hreinn út.
 7. Það er mikilvægt að kakan fái að kólna alveg áður en kremið er smurt á kökuna.
Salt-karamellan
 1. Setjið öll hráefnin í pott. Hitið á miðlungshita þar til blandan fer að sjóða. Verið dugleg að hræra í á meðan.
 2. Þegar suðan kemur upp lækkið þá hitann undir pottinum og leyfið blöndunni að malla í um það bil 5 mínútur eða þar til hún verður þykk. Munið að hræra vel í blöndunni á meðan.
 3. Mikilvægt að karamellan fái alveg að kólna áður en hún er smurð á kökuna.
Krem
 1. Byrjið á því að hræra smjörið með hrærivél í um það bil 3 mínútur eða þar til það verður alveg mjúkt og slétt.
 2. Sigtið flórsykur og kakó og hrærið saman við smjörið.
 3. Bætið við vanilludropum, rjómanum (ekki þeyttur) og salt-karamellunni sem þið eruð búin að útbúa. Hrærið öllu vel saman.
 4. Ef ykkur finnst kremið vera of þunnt bætið þá við flórsykri. Ef ykkur finnst kremið hinsvegar of þykkt bætið þá við rjóma.
Í lokin
 1. Skerið ofan af kökunni ef þess þarf til að gera hana jafnari.
 2. Munið að mikilvægt er að kakan og salt-karamellan fái alveg að kólna.
 3. Byrjið á því að smyrja hluta af kreminu á annan kökubotninn,
 4. Næst bætið þið hluta af salt-karamellunni ofan á kremið.
 5. Leggið hinn botninn ofan á.
 6. Smyrjið kökuna með restinni af kreminu.
 7. Notið afganginn af salt-karamellunni til að skreyta kökuna.
 8. Stráið sjávarsalti ofan á kökuna áður en hún er borin fram.
Annað
 1. Í kökunni er ekkert smjör né smjörlíki.
 2. Sýrði rjóminn gerir það að verkum að kakan verður sérstaklega mjúk.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún 

Saltkaramellu-hrískaka

Þessi kaka er fullkomin fyrir helgina. Allt með saltkaramellu getur bara ekki klikkað! 🙂 

IMG_1640k 

Saltkaramellu-hrískaka
Skrifa umsögn
Prenta
Kakan
 1. 150 gr hveiti
 2. 125 gr sykur
 3. 125 gr smjörlíki
 4. 1 ½ tsk lyftiduft
 5. 3 egg
Salt-karamellu Rice Krispies
 1. 300 gr sykur
 2. 135 gr smjör
 3. 180 ml rjómi
 4. 1 ½ tsk sjávarsalt
 5. Rice Krispies
Súkkulaði
 1. 150 gr súkkulaði
 2. 150 ml rjómi
 3. 1 msk síróp
Kakan
 1. Bræðið smjörlíkið í potti.
 2. Hrærið saman sykri, smjörlíki og eggjum þar til blandan verður létt.
 3. Bætið hveiti og lyftidufti í blönduna.
 4. Bakið við 180 gráður í 20-25 mínútur.
Saltkaramellu Rice Krispies
 1. Byrjið á því að setja sykurinn í pott eða djúpa pönnu. Hitið sykurinn við vægan hita og fylgist vel með honum. Sykurinn byrjar á því að mynda kekki en mun að lokum bráðna og breytast í þykkan brúnan vökva.
 2. Þegar sykurinn er alveg bráðnaður skaltu bæta smjörinu við. Gerðu það samt varlega vegna þess að þegar því er bætt við kraumar karamellan og auðvelt er að brenna sig. Hrærðu í 2-3 mínútur þar til smjörið er allt bráðnað.
 3. Að því loknu skaltu hella rjómanum mjög varlega við blönduna. Vegna þess að rjóminn er mun kaldari en karamellublandan þá mun hún krauma mikið þegar rjómanum er bætt út í.
 4. Leyfðu blöndunni að sjóða í smástund, 1-3 mínútur.
 5. Taktu blönduna af hellunni og bættu við sjávarsalti.
 6. Leyfðu karamellunni að kólna áður en þú bætir Rice Krispies við hana.
 7. Ég setti um 2 og hálfan bolla af Rice Krispies í karamelluna mína. Það er samt svo erfitt að segja nákvæmlega hversu mikið Rice Krispies á að fara út í vegna þess að karamellan verður ekki endilega eins hjá öllum. Ég mæli því með að hræra bara lítið út í karamelluna í einu og finna sjálf/ur hversu mikið Rice Krispies þú vilt hafa. Mér finnst betra að hafa minna Rice Krispies heldur en meira því mér finnst svo gott að hafa karamelluna aðeins klístraða.
Súkkulaði
 1. Hitið rjómann við vægan hita. Setjið súkkulaðið í skál og hellið heitum rjómanum yfir. Hrærið súkkulaðið saman við rjómann. Bætið svo við einni matskeið af sírópi og hrærið betur. Blandan fer svo inn í ískáp í 1-2 klukkustundir þar til hún verður aðeins þykkari. Þá er hún tilbúin til að fara ofan á kökuna.
Annað
 1. Það er mjög sniðugt að stækka karamelluuppskriftina og nýta hluta karamellunnar sem íssósu eða karamellu í kaffið til dæmis. Hún geymist vel eða allt að 2 vikur í ískáp. Þess vegna mæli ég með því að gera stóra uppskrift fyrst þið eruð að gera karamellu á annað borð. Hún er ótrúlega góð!
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/
IMG_1631 IMG_1719

 

 

Fylgdu okkur á


Follow