Eldri færslur eftir merkjum fyrir rjómi

Dásamleg eftirréttarkaka

Jæja ekki nema þrír mánuðir frá síðustu færslu! Afsakið þetta bloggleysi, stundum þarf maður bara smá pásu. Ég skal alveg viðurkenna það að ég var eiginlega komin með smá leið á því að vera endalaust að baka og elda og taka myndir fyrir síðuna. Þessi bloggpása var einmitt það sem ég þurfti því eins og staðan er í dag er ég full af hugmyndum og ætla að reyna að vera dugleg næstu vikur að koma þeim í framkvæmd, baka eitthvað skemmtileg fyrir jólin og þess háttar. Ég ætla að byrja á því að deila með ykkur uppskrift af ljúffengri eftirréttarköku sem gæti verið tilvalin um jólin! Ég hef prófað kökuna bæði frosna (ískaka) og kalda (geymd í ísskáp). Persónulega fannst mér hún betri frosin og mæli því með henni þannig.

Ísterta
Skrifa umsögn
Prenta
Marengsbotninn
 1. 4 eggjahvítur
 2. 250 gr sykur
 3. 1 tsk eddik
 4. 2 tsk Maizena
 5. 4 msk kakó
Ísinn
 1. 600 ml rjómi
 2. 1 dós condensed sykruð mjólk (400g) (sæt mjólk, sjá á mynd hér að ofan)
 3. Korn úr 1x vanillustöng
 4. 3 msk kakó
 5. 100 gr súkkulaðidropar (konsum) - saxaðir
 6. 50 gr súkkulaðidropar sem skraut - saxaðir
Marengsbotninn
 1. Hitið ofninn í 150 °C.
 2. Þekkið smelluform með smjörpappír, ca 20 cm breitt. Látið smjörpappírinn ná uppá hliðarnar alveg.
 3. Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykri smátt og smátt í meðan þið hrærið.
 4. Bætið við Ediki og maizena.
 5. Hellið kakó í gegnum sigti í stífþeyttar eggjahvíturnar og hrærið saman með sleif, blandið vel.
 6. Setjið marensinn í formið og bakið í 1 klst.
 7. Látið kóna alveg í forminu þegar botninn er tilbúinn. Þegar marensinn er orðin kaldur þá byrjið þið á ísnum.
Ísinn
 1. Þeytið saman rjómann og mjólkina (stundum betra að þeyta rjómann fyrst til hálfs og blanda svo mjólkinni við) þar til orðið stíft.
 2. Hrærið fræinn úr vanillustönginni við blönduna.
 3. Skiptið ísnum í tvo hluta.
 4. Hrærið súkkulaðidropana við annan hlutann og sigtað kakóið í hinn hlutann.
 5. Setjið hvíta hlutann fyrst á marensinn og síðan þann brúna varlega ofan á.
 6. Hrærið aðeins í ísblöndunum með prjóni til að blanda þeim saman, sjá mynd hér að ofan.
 7. Setjið plast yfir kökuna og frystið í minnst 8 klst eða lengur.
Annað
 1. Mjög gott að bera fram með einhversskonar sósu, ég hef til dæmis búið piparmintusósu (uppskrift kemur seinna)
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

-Heiðrún

Marengsbomba með salt-karamellu

Jæja þá komið að næstu uppskrift 🙂 Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift af alvöru marengsbombu með salt-karamellu, alveg jafn gott og það hljómar! Ég bý stundum til þessa bombu þegar ég býð fólki í mat og hef hana í eftirrétt, hingað til hefur hún ekki klikkað 😉 Mæli svo sannarlega með!

IMG_5658

IMG_5665

IMG_5667

IMG_5671

IMG_5676

IMG_5682

IMG_5687

IMG_5689

IMG_5695

 1. Marengsbotnar:

6 eggjahvítur (5 er nóg ef eggin eru stór)

250 gr sykur

3-4 bollar Corn Flakes

 

 1. Fylling á milli botna:

500 ml rjómi

300 gr Nóa-Kropp

 

 1. Salt-karamella:

55 gr smjör

50 gr púðursykur

30 ml rjómi (má líka nota mjólk)

Salt eftir smekk

 

AÐFERÐ:

 1. Marengsbotnar:

Stífþeytið eggjahvíturnar

Bætið sykrinum smátt og smátt við eggjahvíturnar, hrærið þar til marengsinn verður stífur.

Hrærið Corn Flakes varlega við blönduna þegar hún er tilbúin.

Teiknið 2 hringi á smjörpappír. Hver hringur á að vera ca 22-23 cm.

Skiptið marengsnum jafn á hringina og dreifið úr honum.

Bakið við 130°C í ca. 50 mínútur

Leyfið marengsnum að kólna í ofninum.

 

 1. Fylling á milli botna:

Þeytið rjómann.

Hrærið Nóa Kroppinu við rjómann.

Þegar marengsbotnarnir hafa kólnað setjið þá rjómann á annan botninn og setjið hinn ofan á.

 

 1. Salt-karamella:

Byrjið á því að setja sykurinn í pott. Hitið sykurinn við vægan hita og fylgist vel með honum. Sykurinn byrjar á því að mynda kekki en mun að lokum bráðna og breytast í þykkan brúnan vökva.

Þegar sykurinn er alveg bráðnaður skaltu bæta smjörinu við. Gerðu það samt varlega vegna þess að þegar því er bætt við kraumar karamellan og auðvelt er að brenna sig. Hrærðu í 2-3 mínútur þar til smjörið er allt bráðnað.

Að því loknu skaltu hella rjómanum mjög varlega við blönduna. Vegna þess að rjóminn er mun kaldari en karamellublandan þá mun hún krauma mikið þegar rjómanum er bætt út í.

Leyfðu blöndunni að sjóða í smástund, 1-3 mínútur, lengur ef hún er í þynnri kantinum. Passið ykkur bara að brenna hana ekki.

Taktu blönduna af hellunni og bættu við sjávarsalti.

Leyfið blöndunni að kólna alveg áður en þið hellið karamellunni ofan á marengsinn.

-Heiðrún

Hvít súkkulaði rice krispies með súkkulaðirjóma

IMG_3842 - Copy

Um helgina bakaði ég eina af mínum uppáhaldskökum, hvít-súkkulaði rice krispies með súkkulaðirjóma. Ég veit fátt betra en góða rice krispies köku og þessi útgáfa er ein sú besta. Ég nota lítinn pela af rjóma en það má auðvitað nota stóran pela ef þið viljið meiri rjóma, munið þá bara að bæta við súkkulaði líka 🙂 Ég mæli með þessari, hún slær alltaf í gegn hjá þeim sem smakka hana hjá mér, þið verðið örugglega ekki fyrir vonbrigðum 🙂 
IMG_3706 IMG_3707 IMG_3711 IMG_3743 IMG_3746 IMG_3800 IMG_3802 IMG_3809 IMG_3811IMG_3854IMG_3851 - Copy

Hvít-súkkulaði rice krispies með súkkulaðirjóma
Skrifa umsögn
Prenta
Hvít-súkkulaði rice krispies
 1. 70 gr. ísl. smjör
 2. 250 gr. hvítt súkkulaði
 3. 5 msk. síróp.
 4. 5-6 bollar af rice krispies
Súkkulaðirjómi
 1. 40 gr suðusúkkulaði – ég nota súkkulaðidropa
 2. 2,5 dl rjómi (lítill peli)
Hvít-súkkulaði rice krispies
 1. Smjör og hvítt súkkulaði er brætt saman við vægan hita.
 2. Bætið sírópinu við, einni matskeið í einu. Það þarf að hræra sírópið vel við súkklaði-og smjörblönduna, hræra hverja matskeið fyrir sig. Smjörið getur nefninlega skilið sig frá og þess vegna er mikilvægt að hræra vel.
 3. Ef þið sjáið að smjörið fer að skilja sig frá blöndunni þá þurfiði samt ekki að hafa áhyggjur, það þýðir bara að þið þurfið að hræra betur í blöndunni. Ég mæli með því að nota písk til að hræra, þá náiði að blanda betur saman.
 4. Rice krispies er hrært saman við blönduna.
 5. Sett í form og kælt í ca. klst.
Súkkulaðirjómi
 1. 2 msk af rjóma (takið bara úr pelanum) og suðusúkkulaði er brætt saman við vægan hita. Ég mæli með því að hræra í á meðan svo blandan brenni ekki við.
 2. Súkkulaði-og rjómablandan verður að fá að kólna alveg áður en rjóminn er þeyttur.
 3. Þegar blandan er orðin köld hellið henni þá í skál og hellið svo restinni af rjómanum í skálina.
 4. Þeytið eins og þið væruð að þeyta venjulegan rjóma.
 5. Rjóminn fer ofan á rice krispies kökuna.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

 -Heiðrún

 

 

Fylgdu okkur á


Follow