Eldri færslur eftir merkjum fyrir RH – Útlit

Balayage sýnikennsla á Instagram í kvöld!

Í kvöld mun ég setja inn sýnikennslu á Instagram Stories hjá mér þar sem sýni ykkur hvernig ég notaði nýja Colorista Balayage settið frá L’Oréal til að gera í mig þessar sólkysstu og sumarlegu strípur í hárið. Fylgið mér því endilega á Instagram en þið finnið mig undir @rannveigbelle. Ég byrja að setja inn myndbönd á slaginu 20:00 😉

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Nýir sheet maskar frá Origins!

Vá hvað ég varð spennt þegar ég fékk þessa maska í hendurnar! Það er svo dásamlegt að dekra við húðina með góðum maska og það er eitthvað við sheet maska eða tau maska sem gerir ferlið ennþá skemmtilegra. Origins hefur fljótlega orðið eitt af uppáhalds húðvörumerki mínu en ég á margar vörur frá þeim og nota þær allar í gríð og erg. Hjá Origins er mikil áhersla lögð á góð og náttúruleg hráefni sem mér finnst einstaklega heillandi og vörurnar þeirra hafa alltaf komið vel fram við húðina mína sem er virkilega viðkvæm og „pikkí“.

Flower Fusion sheet maskar hjá Origins eru nýir á nálinni en þeir komu í verslanir fyrir einhverjum tveimur vikum síðan. Eins og við mátti búast seldust maskarnir upp um leið enda á mjög þægilegu verði eða á bilinu 800-1000 krónur stykkið eftir sölustöðum. Maskarnir eru sex talsins og eiga allir að næra, mýkja og fylla húðina af raka við notkun. Þetta gera þeir með mismunandi tegundum af blómavaxi og ilmolíum en ilmolíurna fríska svolítið upp á vitin í leiðinni. Maskarnir henta öllum húðgerðum en tauið sem þeir eru gerðir úr er úr 100% bambustrefjum. Mig langaði að sýna ykkur betur hvern og einn maska fyrir sig svo þið getið áttað ykkur aðeins betur á úrvalinu og fundið þann sem ykkur líst best á.

Fyrstur er það Rose maskinn en hann er ætlaður til að gefa húðinni gott rakabúst. Maskinn byggir á rósum og ilmar því af þeim svo ef þið elskið rósir og húðinni ykkar vantar raka þá mæli ég með þessum.

Næstur er Raspberry en hann á að fríska upp á húðina. Ef að þið þjáist af þreyttri húð sem vantar aukið orkubúst þá ættuð þið að kíkja á þennan en hindberjailmurinn af honum á einnig að vera alveg einstaklega frískandi.

Orange Flower maskinn á að fá húðinni til að geisla en hann hjálpar henni að endurheimta og viðhalda ljóma. Appelsínuilmurinn af þessum minnir á ilminn af Ginzing línunni frá Origins en hún hefur lengi verið þekkt sem einstaklega frískandi.

Jasmine sheet maskinn mýkir húðina og er tilvalinn fyrir þá sem vilja aðeins vinna á móti grófri áferð húðarinnar. Maskinn ilmar svo að sjálfsögðu af Jasmine blómum.

Violet maskann prófaði ég einmitt í gær en hann er alveg dásamlegur! Hann ilmar af sætri violet lykt og hjálpar til við að næra húðina og veita henni fyllingu. Dásamlegur.

Síðast en ekki síst er það Lavender maskinn en hann sér um að róa húðina. Þessi er tilvalin til að nota fyrir eða á einhverjum stressandi degi þar sem að formúla maskans og Lavender ilmurinn bæði róa húðina og vitin.

Ég trúi nú ekki öðru en að flestir mínir lesendur viti hvernig sheet maskar líta út yfirhöfuð en mig langaði nú samt að leyfa þessari mynd að fylgja með færslunni fyrir þá sem vita það ekki 😉 Hér er ég með Violet maskann á mér en eins og þið sjáið er hann stútfullur af formúlu. Maskinn er látinn sitja á hreinni húð í 10 mínútur en á meðan maskinn er að vinna mæli ég með því að þið leggist niður í rólegheitunum, lokið augunum og njótið dásamlegu ilmolíanna frá maskanum. Það eru til margir leiðinlegri hlutir en það skal ég segja ykkur!

Allir maskarnir eru vel blautir þegar þeir koma upp úr pokanum svo nýtið endilega allan vökvan sem er í honum og nuddið vökvanum vel inn í húðina eftir að sheet maskinn er tekinn af. 

Ég ætla svo að taka annað sheet maska dekur í kvöld og mig grunar að Jasmine maskinn verður fyrir valinu. Hvaða maska líst ykkur best á?

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Litaleiðrétting með L’Oréal

Þá er komið að fyrstu færslunni minni með nýju myndavélinni minni! Ég er ennþá að læra inn á hana en markmiðið með kaupunum á henni var að geta tekið myndir sem eru meira „true to life“ eins og maður segir á góðri ensku. Þetta er líka lítil og nett vél sem gerir mér lífið auðveldara þegar kemur að förðunarmyndatökum… en nóg um það og að færslu dagsins! Þegar ég fór á Sir John námskeiðið um daginn fékk ég með mér heim mjög veglegan gjafapoka frá L’Oréal og Reykjavík Makeup School en í honum leyndist þessi litaleiðréttinga palletta frá L“Oréal sem heitir Infallible Total Cover. Ég var laaaang spenntust fyrir þessari þegar ég sá að hún leyndist í pokanum enda hefur hún verið á óskalistunum í mjög langan tíma.

Fyrir þá sem ekki vita þá hjálpa litaleiðréttinga pallettur manni að jafna út allar lita misfellur í húðinni þannig að hún fái heilbrigðara og frísklegra útlit. Litaleiðrétting hefur verið heitasta trendið í förðunarheiminum undanfarið ár og ég held að nánast öll helstu förðunarmerkin eru komin með einhverskonar litaleiðréttingarvöru í úrvalið hjá sér.

Í Total Cover pallettunni er að finna fimm mismunandi liti en tveir af þeim eru notaðir til litaleiðrétta húðina en hinir þrír eru notaðir til þess að hylja og móta andlitið. Græni liturinn í pallettunni jafnar út roða í húðinni en sá fjólublái birtir yfir þeim svæðum sem þarfnast smá upplyftingar. Hyljararnir þrír í pallettunni eru síðan allir í mismundandi litatónum svo það er bæði hægt að nota þá til að hylja baugu eða önnur lýti á andlitinu og til að móta það.

Mig langaði að sýna ykkur hvernig ég nota pallettuna fyrir mína húð en það er að sjálfsögðu mikilvægast að þið horfið á ykkar eigin húð og áttið ykkur pínu á hvaða svæði þarf að litaleiðrétta. Ef að litur er settur á stað þar sem hann þarf í rauninni ekki að vera þá verður hann oft meira áberandi en hann yrði annars og hefur þá í raun þveröfug áhrif en þið sjáið hvað ég meina hér rétt á eftir. Á myndinni hér fyrir ofan getið þið hinsvegar séð að ég er pínu rauð í kringum nefið og á kinnunum. Ég er síðan með smávægileg fjólublá baugu undur augunum og dálítið þreytta húð yfirhöfuð. Ég er svo með afgang af bólu á miðju enninu sem er að sjálfsögðu rauð.

Á þau svæði sem eru rauð ber ég græna litinn á til að eyða út þessum roða. Þess vegna set ég græna litinn á kinnarnar, bæði á nefið og í kringum það sem og á bóluna mína á miðju enninu. Undir augun setti ég síðan ljósasta hyljarann sem hefur pínu gulan undirtón í sér sem að núllar út fjólubláa litinn undir augunum mínum. Fjólubláa litinn úr pallettunni set ég síðan á víð og dreif um andlitið þar sem ég vil lyfta húðinni aðeins upp og gefa henni extra búst.

Ég dreifði næst vel úr litunum með fingrunum en það er að sjálfsögðu hægt að nota bursta eða rakan svamp til að dreifa úr vörunni. Eins og þið sjáið þá hefur græni liturinn nú þegar dregið töluvert úr roðanum í húðinni minni. Fjólublái liturinn er aðeins meira áberandi á sumum svæðun en ég hafði viljað hafa hann en það þýðir bara, eins og ég kom inn á hér fyrir ofan, að ég hafði ekki þurft að setja jafn mikið af honum á þessi svæði og ég gerði.

Þegar ég er búin að leyfa öllu að þorna í góðar tvær til þrjár mínútur ber ég á mig farða eins og venjulega. Ég notaði farðann Infallible 24H Matte frá L’Oréal til að halda í L’Oréal þemað. Hér getið þið greinilega séð hversu mikill munur er á húðinni minni! Liturinn hennar er miklu jafnari og ég lít töluvert frísklegri út.

Litirnir í pallettunni eru mjög kremkenndir og mjúkir en þeir þorna samt þannig að þeir blandist nánast ekkert saman við farðann þegar að hann er settur á. Þetta þýðir að litaleiðréttingin helst á þeim stöðum sem þú settir hana á sem er að sjálfsögðu algjört lykilatriði þegar kemur að litaleiðréttingu. Virkilega flott palletta frá L’Oréal að mínu mati sem er líka mjög byrjendavæn fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í litaleiðréttingu.

Hafið þið prófað að litaleiðrétta húðina?

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

OROBLU OUTFIT #1

Eins og ég var búin að lofa í Oroblu haul færslunni minni ætlaði ég að sýna ykkur outfit með því sem ég keypti! 🙂 Ég fór í tvær útskriftarveislur síðastliðinn föstudag og ákvað að klæðast Must buxunum mínum og Tricot hnésokkunum enda langaði mig að vera fín en ekkert alltof fín. Ég get ekki líst því hvað það gladdi mig mikið að geta farið út í góðu veðri þar sem trén eru orðin græn og tekið nokkrar outfit myndir fyrir bloggið! Það var orðið heldur betur þreytt að gera það í grenjandi rigningu núna í vetur.

Við buxurnar klæddist ég þessum fölbleika blúndutopp frá H&M og þunnum svörtum vorjakka frá Vero Moda sem eflaust margir kannast við enda var hann það allra heitasta hér fyrir nokkrum árum 😉 Klassísk flík sem ég klæðist oft.

Must buxunrar sjálfar komu mér svo mikið á óvart að ég nánast trúði því ekki! Buxurnar eru fóðraðar með flís að innan þannig að ég var búin að segja sjálfri mér að þær myndu vera ógeðslega heitar og ég yrði geðveikt sveitt í þeim en það var svo fjarri sannleikanum! Ég held að þetta séu barasta einar þægilegustu buxur sem ég á. Mér var ekkert heitt í þeim og svitnaði þar af leiðandi ekki neitt en ég var í buxunum alveg frá klukkan 5 til að ganga 3 um nóttina og það var meira að segja stiginn trylltur dans! Ég er líka fegin að hafa tekið buxurnar í XS því þær gefa smá eftir og þær smellpassa á mig eftir þetta kvöld. Get ekki mælt nógu mikið með þessum buxum!

Hér sjáið þið svo hvernig hinir dásamlegu Tricot sokkar koma út við Must buxurnar en ég bretti upp á buxurnar svo þeir sæust en það sá ég á Facebook-inu hjá Oroblu. Oft æðislegar inspó myndir sem koma inn þar. Ég ákvað síðan að vera í flatbotna skóm þar sem ég vissi að þetta yrði langt kvöld og ég sé svo sannarlega ekki eftir þeirri ákvörðun!

Ég get að sjálfsögðu ekki sleppt því að setja inn eina mynd af förðuninni minni en andlitið hafi ég sem hlutlausast og varirnar pínu bleikar. Á augun notaði ég síðan 24K Nudes pallettuna frá Maybelline en ég notaði bara puttana til að mála mig þar sem ég var að drífa mig pínu. Augnskuggarnir eru svo mjúkir að það gekk alveg upp.

Hvernig líst ykkur svo á fyrsta Oroblu dressið mitt?

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Sumarið frá OPI er mætt!!!

Ég dýrka sumarið, enda ekki annað hægt þegar það streyma svona mikið af sumarnýjungum í verslanir! Sumarlínan frá OPI er nýkomin í verslanir hér heima og því ber að fagna en línan í ár ber heitið California dreaming. Ég fékk að líta línuna augum um daginn og tók heim í poka fjögur gullfalleg lökk. Í línunni er þó að finna 12 mismunandi lökk en þau eru öll innblásin af Kaliforníu og heita því nöfnum sem minna á fylkið. Í línunni er mikið af bleikum og rauðum, ferskju- og kórallituðum tónum sem gaman verður að skarta í sólinni í sumar.

Fyrsti liturinn sem ég fékk er þessi hér sem heitir Time for a Napa en það var alveg óskaplega erfitt að ná honum réttum á mynd! Það er alltaf svo erfitt með þennan tón af lit en hann er svona mitt á milli þess að vera kórallitaður og ferskjulitaður og hann er töluvert ljósari í alvörunni en hann virðist vera á þessari mynd. Tvær umferðir af þessum duga til að þekja nöglina.

Næstur er uppáhalds liturinn minn úr allri línunni en það er liturinn Sweet Carmel Sunday. Þetta er æðislegur bronslitur með hámarks metal áferð. Hann er ljósari á nöglunum en hann virðist vera í flöskunni sem gerir hann bara flottari og sumarlegri að mínu mati. Tvær umferðir af þessum duga til að þekja nöglina.

Það er engin lína fullkomin án þess að innihalda fullkomið nude lakk! Feeling Frisco er svo sannarlega fullkominn nude litur en hann er mjög líkur Pale to the Chief frá OPI án þess þó að vera alveg eins. Tvær umferðir af þessum duga til að þekja nöglina.

Síðast en ekki síst er það liturinn Don’t take Yosemite fro Granite sem er litur sem kom mér skemmtilega á óvart. Fyrst hélt ég að þetta væri bara venjulegur steingrár metallitur en hann hefur sterkan fjólubláan undirtón sem ég var ekki alveg að búast við. Virkilega fallegur og dálítið öðruvísi. Ein til tvær umferðir af þessum duga til að þekja nöglina.

Hér getið þið svo séð alla litina úr línunni „swatch-aða“ á nöglum til að sjá þá örlítið betur. Finnst ykkur þeir ekki fallegir!?

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Nýjungar frá MAC: TImes Nine lúkk

Voðalega var ég glöð að fá tækifæri til að prófa þessa dásemdar fegurð frá MAC sem þið sjáið á þessum myndum. Hér má líta æðislega sumarútgáfu af hinum frægu Times Nine palletum frá MAC en þessi ber heitið Tropic Cool. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur pallettan níu frekar kaldtóna sumarliti en þá einna helst blá, græna og gula tóna. í pallettunni eru engir hlutlausir blöndunarlitir en það eru þó tveir æðislega mjúkir og fallegir klassískir tónar en annar þeirra er kaldtóna gylltur litur og hinn er kaldtóna silfur litur með smá grænum undirtón.

Litirnir eru allir svakalega mjúkir og litsterkir og það er mjög auðvelt að blanda þá saman. Einn litur í pallettunni er þó aðeins öðruvísi en hinir en það er sá ljósgræni sem er við hliðina á þessum gula. Hann er svolítið púðraður sem vill oft gerast með svona „neon“ liti en ég notaði hann sem blöndunarlit í glóbuslínuna í því lúkki sem ég gerði fyrir þessa færslu og hann virkaði mjög vel í það. Ég passaði mig bara að slá svolítið af litnum af burstanum 🙂 Pallettan kemur í fjórum litum þar með talið þessum Cool Tropics en þessir fjórir auka litir koma í takmörkuðu upplagi fyrir sumarið 2017.

Önnur nýjung sem er að koma í MAC eru nýju Lipglass glossin. Þetta eru í rauninni sömu gloss og hafa áður verið í sölu hjá MAC en nú er formúlan orðin önnur sem og umbúðirnar. Í formúlunni má núna finna nærandi varaolíur eins og jojoba olíu, babassu olíu, apríkósuolíu og kókosolíu. Liturinn sem þið sjáið hér á myndinni heitir C-Thru og er ljós nude litur sem inniheldur örfínar gylltar shimmeragnir og er ekki of þykkur.

Hér sjáið þið síðan lúkkið sem ég gerði með vörnum. Ég veit ekki hvað það er en mér finnst þetta lúkk bara pínu brasilískt hjá mér! Ætli það séu ekki litirnir sem ég notaði 🙂 Hérna notaði ég glossið eitt og sér svo það sést ekkert brjálæðislega vel á mér en ég myndi mæla með því að nota glossið yfir varalit, jafnvel fljótandi varalit, ég hugsa að það yrði sjúklega fallegt!

Ég byrjaði á því að grunna augnlokið á mér með Painterly Paint pot frá MAC og setti svo Jumbo Eye Pencil frá NYX í hvítu yfir það. Þessi grunnur fær litina til að virkilega „poppa“ á augnlokinu. Næst setti ég gula litinn yfir allt augnlokið og setti síðan matta blá litinn yst á augnlokið. Græna litinn í miðjuni á pallettnni setti ég síðan á skilin til þess að blanda þau út. Alveg yst á augnlokið setti ég síðan næst dekksta og dekkst blá litinni í neðstu röðinni í pallettunni. Í lokinn setti ég neon græna litinn í glóbuslínuna til að blanda út öll skil. Á neðri augnháralínuna setti ég síðan dekksta litinn í pallettunni alveg yst, lagði síðan kóngabláa litinn sem er þar við hlið á yfir hann og setti síðan græna miðjulitinn innst á augnháralínuna. Í innri augnkrókinn bar ég síðan ljósgyllta litinn til að birta yfir honum. Í vatnslínuna mína setti ég svo L’Oréal Gel Crayon í litnum I’ve got black en hann toppaði alveg lúkkið að mínu mati!

Æðislegt sumarlúkk þó ég segi sjálf frá! 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Sir John er á leiðinni til landsins!

Snillingurinn og förðunafræðingurinn Sir John er á leiðinni til landsins að halda masterclass námskeið! Fyrir þá sem ekki hafa heyrt um Sir John áður þá er hann förðunarfræðingur margra þekktustu stjarna í heiminum í dag og má þar helst nefna sjálfa Beyoncé!

Mig langaði að kynna ykkur aðeins fyrir manninum í tilefni námskeiðsins en hann kýs að horfa á sjálfan sig sem listamann sem ég er svo sannarlega sammála. Á fyrstu skólaárum sínum einbeitti Sir John sér nefnilega að listsköpun þar sem hann lærði um liti, skyggingar og mismunandi burstatækni sem á endanum leiddi hann að förðun. Hann starfaði fyrst um sinn við MAC borðið í Bloomingdales þar til hann fékk tækifæri til að starfa undir Pat McGrath sem hann og gerði í ár. Þá fór ferill hans á flug og hefur varla stoppað síðan enda kynntist hann sjálfri Beyoncé þegar hann starfaði sem aðstoðarmaður Charlotte Tilbury á tískusýningu Tom Ford árið 2011. Það var þó ekki fyrr en þremur árum síðar að hann fékk símtal og boð frá söngkonunni um að vera förðunarfræðingur hennar fyrir Mrs. Carter tónleikaferðina sem hann þáði að sjálfsögðu. Síðan þá hefur hann verið einn aðal förðunafræðingur stjörnunnar og skapa mörg af hennar ódauðlegu förðunarlúkkum!

Það var svo árið 2015 sem að Sir John hlaut þann titil að vera Consulting Celebrity Makeup Artist fyrir L’Oréal. Hann hefur síðan þá mikið unnið með L’Oréal vörur sem mér hefur þótt einstaklega gaman að fylgjast með þar sem förðunafræðingar stórstjarnana nota svo oft snyrtivörur í dýrari kantinum og mér finnst bara frískandi að sjá einhvern nota eitthvað á aðeins viðráðanlegra verði! 🙂

Sir John með Kim Kardashian West

Fashion/Editorial förðun eftir Sir John

Sir John er sem sagt að halda svokallað Masterclass förðunarnámskeið í Reykjavík Makeup School 28. maí næstkomandi og ég get ekki beðið! Hann mun kenna í heila fimm klukkutíma og gera tvö mismundandi lúkk. Ég er svona lúmskt að vona að hann taki annað hvort síðasta Grammy lúkkið hennar Beyoncé eða eitthvað lúkk sem hún hefur skartað á tónleikaferðalögum sínum, þau eru alltaf svo tjúlluð flott! Ég mun vera með myndavélina mína á lofti og geti ekki beðið eftir að fá að fylgjast með þessum snillingi vinna. Þetta verður eitthvað 😀

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Í snyrtibuddunni

Mig langaði að sýna ykkur hvað er búið að leynast í snyrtibuddunni minni undanfarið! Þar sem það er TAX-FREE hjá Hagkaup fannst mér líka tilvalið að stíla færsluna inn á einmitt þennan dag 🙂

Það eru tvær vörur frá Real Techniqes sem hafa verið fastagestir í snyrtibuddunni minni undanfarið en það eru Bold Metals Triangle Concealer burstinn og Miracle Mini Eraser svamparnir. Ég nota Triangle Concealer burstann til að bera á mig farða og tek síðan stóra appelsínugula svampinn frá Real Techniqes og dúmpa honum þurrum yfir andlitið til að þrýsta farðanum sem ég var að bera á með Triangle burstanum inn í húðina. Ég er síðan búin að vera í einhverju bóluveseni undafarið þar sem ég er að taka húðina mína í gegn eins og ég sagði ykkur í færslu um daginn svo ég nota litlu fjólubláu Mini Eraser svampana til að setja nóg af púðri ofan á bólurnar eftir að ég hef hulið þær með hyljara. Svampurinn sér til þess að nóg sé af púðri ofan á bólunum svo ég geti bakað hyljarann almennilega…. ef þið skiljið hvað ég meina 😉

Good to Glow Shoho Glow ljómann frá RIMMEL hef ég síðan notað mikið bæði sem ljómandi grunn undir farða þar sem ég ber hann á allt andlitið eða þá yfir farða þar sem ég ber hann efst á kinnbeinin mín. Þessi litur virðist vera frekar bronsaður við fyrstu sýn en um leið og maður er búin að dreifa úr honum lýsist hann og ég elska það! Svo fallegur litur.

Að sjálfsögðu er Engla Primerinn frá NYX búinn að eiga heima í snyrtibuddunni minni en hann fékk alveg sér færslu hjá mér um daginn. Sjá HÉR.

Ég skipti út Origins hreinsinum mínum um daginn fyrir þennan Neutrogena Visibly Clear hreinsi. Þið sem sáuð færsluna mína um stríðið gegn fílapenslunum vitið um hvað ég er að skrifa. Þessi hefur verið að standa sig með eindæmum vel þar sem þessi er meira stílaður inn á fílapenslana sérstaklega frekar en þessi frá Origins.

Það er ekki að því að spyrja en að sjálfsögðu er Hydra Genius rakakremið frá L’Oréal búið að vera í snyrtibuddunni minni. Ef þið hafið ekki prófað þetta rakakrem ekki hika við það því það er hreint út sagt æðislegt. Ég nota kremið Dry/Sensitive en meira um það síðar í sér færslu 😉

Sourcils Styler frá Lancome kom óvænt í minn heim þegar ég hélt að ekkert augabrúnagel gæti slegið út mitt elskulega Lavera gel. Þetta er eins og lím fyrir augabrúnirnar, greiðir úr þeim og gerir þær þéttari og meiri um sig. Alveg frábært gel frá Lancome.

Glamglow Glowsetter spreyið er eitt af þeim nýjungum sem ég hef beðið fáránlega spennt eftir! Ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með spreyið en þið getið lesið allt um það HÉR og tekið þátt í Instagram leiknum mínum þar sem ég og Glamglow erum að gefa tvö sprey 😀 

Baby Roll maskarinn frá L’Oréal er síðan nýkominn í mína snyrtibuddu en hann er bara svo æðislegur að hann fær að vera með í þessari færslu þó svo að hann sé nýr þar. Maskarinn greiðir alveg svakalega vel úr augnhárunum og gefur þeim svona „baby doll“ lúkk.

Vonandi hefur snyrtibuddan mín gefið ykkur nokkrar góðar hugmyndir fyrir TAX-FREE dagana. Hvað leynist annars í ykkar snyrtibuddu þessa dagana? 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Tveir óvenjulegir primerar

Svona í tilefni þess að það er sól og blíða úti þá langar mig að sýna ykkur þessa flottu Smashbox farðagrunna sem eru fullkomnir fyrir sumarið. Ég er búin að vera rosalega mikið fyrir farðagrunna undanfarið en þessir tveir eiga það sameiginlegt að vera í óvenjulegri kantinum. Það er að segja, þetta eru ekki beint farðagrunnar eins og maður hefur þekkt þá hingað til. Smashbox er þekktast fyrir farðagrunnana sína enda er úrvalið hjá þeim ótrúlega mikið og það kemur manni ekki á óvart að þeir séu hálfgerðir frumkvöðlar þegar kemur að farðagrunnum. Aðal áherslan hjá þeim þegar kemur að grunnum er að þeir hjálpi húðinni að líta sem best út í raunveruleikanum og á ljósmyndum.

Fyrsti óvenjulegi farðagrunnurinn sem ég á frá þeim er Smashbox Photo Finish Primer Water. Þennan hafið þið eflaust séð áður þar sem allt varð bókstaflega vitlaust þegar hann kom fyrst á markað. Ég hafði aldrei trúað því að hann myndi virka þangað til að ég prófaði hann sjálf. Það er eitthvað svo ótrúlegt við það að geta úðað vökva á sig sem er bara eins og vatn og hann fær farðann til að endast svona vel og fallega. Það er hægt að nota spreyið undir farða og þá hjálpar það til við að gefa hina fullkomnu farðaásetningu en það er einnig hægt að nota spreyið sem setting sprey ekki ólíkt Fix+ frá Mac þar sem er hægt að úða því yfir farðann. Það er síðan hægt að úða spreyinu yfir andlitið þegar líður á daginn til að fríska aðeins upp á förðunina. Spreyið gefur húðinni raka, lætur farðann renna vel á hana og tryggir endingu hans yfir daginn/kvöldið. Spreyið fyllir hinsvegar ekki upp í fínar línur eða svitaholur svo þið vitið af því.

Hinn farðagrunnurinn er síðan þessi Smashbox Photo Finish Primer Oil. Þetta eru án efa furðulegasti farðagrunnur sem ég hef prófað á ævi minni. Hann er æðislegur en ég veit að það munu ekki allir fíla hann. Grunnurinn er samansettur úr 15 mismunandi olíum sem eiga að fylla upp í fínar línur og þurrkubletti sem og að gefa húðinni mikinn raka og sjá til þess að farðaásetningin verið óaðfinnanleg. Til að nota þennan set ég tvo til þrjá dropa af olíunni í lófann minn og dreifi vel úr henni á húðina. Síðan bíð ég í svona fimm mínútur og leyfi henni að smjúga vel inn í húðina mína áður en ég legg farðann ofan á. Grunnurinn gefur húðinni minni svakalega flottan ljóma eða svona „dewy“ áferð eins og maður segir á góðri ensku. Farðinn rennur vel ofan á grunninn en ég mæli með að nota mattan eða náttúrulegan farða ofan á þennan bara svo að húðin verði ekki of ljómandi og líti ekki út fyrir að vera feit (of olíumikil það er að segja). Þessi sér ekki jafn mikið um það að farðinn endist lengur á húðinni eins og vatnið hér fyrir ofan gerir enda eru áherslurnar á þessum farðagrunni aðrar. Þessi leggur meiri áherslu á það að veita húðinni mikinn raka og aukið ljómabúst en það má einnig nota þennan einan og sér til að lyfta húðinni aðeins upp.

Mér fannst tilvalið að fjalla um þessa farðagrunna í dag þar sem það er síðasti dagurinn af Smashbox dögum í Hagkaup Kringlunni og Smáralind þar sem það er 20% afsláttur af öllum farðagrunnum frá merkinu og sérfræðingar frá Smashbox eru á staðnum til að veita ykkur alla þá ráðgjöf sem þið þurfið. Ekki amalegt að nýta sér það ef manni vantar á annað borð góðan farðagrunn 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Mission: Burt með fílapenslana!

Ég er búin að taka eftir því upp á síðkastið að svitaholurnar mínar hafa stækka töluvert og þær eru orðnar fullar af óhreinindum. Ég kenni aldrinum um þetta 😉 Hinir alræmdu fílapenslar eru því farnir að láta sjá sig og ég er ekkert alltof sátt við það! Þetta er kannski „too much info“ en mig langar að fara í smá tilraunarstarfsemi og sjá hvort að ég geti ekki minnkað fílapenslana með stöðugri hreinsun. Ég dró því fram Clarisonic hreinsiburstann minn og nældi mér í þennan Zero Oil Deep Pore Cleanser frá Origins. Ég ætla síðan að nota þetta kombó annan hvern dag í nokkrar vikur og athuga hvort að fílapenslarnir minnki ekki við það og ég sjái marktækan árangur. Ég leyfi ykkur að fylgjast með hvernig gengur!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

 

Fylgdu okkur á


Follow