Eldri færslur eftir merkjum fyrir RH – Útlit

Engla primer

IMG_5222

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudMig langaði að sýna ykkur vöru frá NYX sem ég er búin að vera að nota fáránlega mikið undanfarna mánuði. Varan er Angel Veil Skin Perfecting Primerinn en hann fékk ég í jólagjöf frá merkinu síðastliðinn desember. 

IMG_5224

Primerinn er silíkon farðagrunnur svo ef þið fílið ekki svoleiðis grunna þá hentar þessi ykkur örugglega ekki, en ef þið hinsvegar elskið þá eða vitið ekki hvað það þýðir þá skuluð þið endilega lesa meira 🙂 Silíkon farðagrunnar sitja ofan á húðinni eins og hula þar sem þeir fylla upp í húðholur og fínar línur og sjá til þess að allur farði sem er settur ofan á hann renni léttilega og vel á húðina. Angel Veil farðagrunnurinn er hinn fullkomni silíkon grunnur en ég hef mikið verið að nota hann einan og sér bara.

IMG_5225

Þá ber ég dálítið af honum á T-svæðið mitt en þar sem að grunnurinn er hvítur birtir hann örlítið yfir andlitinu mínu og húðholurnar mínar verða nánast ósýnilegar – án gríns! Hann mattar líka húðina svo að ég verð ekki olíumikið á T-svæðinu mínu yfir daginn. Angel Veil er líka talinn vera fullkomin eftirlíking af Veil Mineral primernum frá Hourglass en hann er töluvert dýrari en þessi svo ef þið viljið ekki skella ykkur út í þá fjárfestingu þá mæli ég með að þið prófið þennan.

IMG_5223

Ég hef líka eitthvað notað grunninn undir farða og hann virkar vel í það en satt best að segja hef ég mest notað hann einan og sér þar sem hann gefur húðinni minni svo fallega áferð að mér finnst ég ekki þurfa að setja farða yfir hana. Það eru 30 ml í hverri túpu svo maður fær nóg af farðagrunni fyrir peninginn. Mæli með þessum fyrir sumarið!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Þrjár ST Tropez áferðir = ein fullkomin brúnka

IMG_4767

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudEins og ég var búin að lofa á Instagraminu mínu (rannveigbelle) í síðustu viku þá ætlaði ég að sýna ykkur þessar flottu vörur frá ST Tropez. Þar sem fermingarnar eru í fullu fjöri sem og árshátíðir er tilvalið að tala svolítið um gervibrúnku! Ég hef áður sagt ykkur frá því hvernig ég ber á mig brúnku HÉR svo ég mun lítið fara yfir það í þessari færslu en mig langaði samt að sýna ykkur fjórar vörur frá ST Tropez sem gefa manni hina fullkomnu brúnu húð. Brúnkuvörurnar sjálfar eru þrjár og hafa allar mismunandi áferð. Þær skila samt sömu útkomu en þar sem áferðirnar eru þrjár ættu allir að geta fundið sér þá vöru sem þeim finnst hvað þægilegust í notkun.

IMG_4772

Mig langaði að byrja á því að sýna ykkur brúnkuhanskann frá ST Tropez en hann er notaður til að bera brúnkuna á líkamann. Hanskinn er gerður úr einskonar svampi öðru megin en efni hinumegin og hann á að sjá til þess að maður fái óaðfinnanlega og strokufría brúnku. Í sýnikennslunni sem ég nefndi hér fyrir ofan notaði ég stóra púðurburstann frá RT til að bera á mig brúnkuna en eftir að ég kynntist þessum hanska fyrir nokkrum mánuðum síðan þá var ekki aftur snúið. Hann gerir ferlið svo miklu einfaldara svo ef þið eruð klaufar að setja á ykkur gervibrúnku þá mæli ég með þessum. Hann er líka frekar ódýr, miklu ódýrari en ég bjóst við fyrst þegar ég keypti hann.

IMG_4769

Allar vörurnar í þessari færslu eiga það sameiginlegt að gefa náttúrulega og uppbyggjanlega brúnku. Það er að segja því oftar sem þú berð vöruna á þig því dekkri verður brúnkan. Everyday Body Lotion Gradual Tan Classic er einmitt vara sem er mjög þægileg í notkun til að byggja upp náttúrulega brúnku.

IMG_4746

Þetta er í eðli sínu bara venjulegt body lotion sem að inniheldur efnið sem gefur manni gervibrúnku. Kremið sjálft lyktar ekki jafn sterklega af þessu klassíska brúnkuefni sem maður er vanur heldur er pínu sítruskeimur af því. Mér finnst gott að bera þetta á mig þegar að líkama mínum vantar raka og mig langar að viðhalda eða bæta við brúnku á húðina. Kremið ber ég bara á mig með höndunum frekar en með hanskanum en mér finnst það alltaf þægilegra þegar ég er með svona krem.

IMG_4770

Everyday Mousse Gradual Tan Classic er síðan froða sem að gefur náttúrulega og uppbyggjanlega brúnku. Það sama gildir því um þessa froðu og um kremið hér fyrir ofan. Því oftar sem þú berð hana á þig því dekkri verður brúnkan. 

IMG_4748

Froðan er létt svo það er mjög auðvelt að bera hana á sig en mér finnst best að bera hana á mig með hanskanum. Þar sem froðan er svona létt finnur maður ekki alveg jafn vel fyrir því hvar maður er búinn að bera hana á líkamann svo hanskinn hjálpar manni að fá jafna þekju.

IMG_4771

Everyday Spray Gradual Tan er síðan síðasta varan sem ég hef til að sýna ykkur sem á að framkalla sömu áhrif og kremið og froðan. Ef þið viljið að ásetningin taki eins stuttan tíma og mögulega hægt er þá er þetta varan fyrir ykkur.

IMG_4750

Spreyið er alveg glært eins og þið sjáið á myndinni sem getur verið pínu truflandi við ásetningu þar sem það er erfitt að sjá hvar maður er búinn að bera brúnkuna á sig. Hanskinn kemur því að góðum notum til að vera viss um fullkomna ásetningu. Þegar ég nota hanskann þá ber á vöruna á mig í hringlaga hreyfingar og passa að það sé vel dreift úr henni.

IMG_4765

Ég hugsa að ég elski froðuna mest og þar á eftir kemur kremið. Brúnkan sem ég fæ af þessu er alveg svakalega eðlileg og náttúruleg en það er einmitt það sem ég leita eftir þegar kemur að gervibrúnku. Það var svo að koma ný sending frá ST Tropez í verslanir núna í þessari viku þar sem ég veit að það hefur verið svolítið mikið uppselt hjá þeim útaf öllum þessum árshátíðum og fermingum. Ef ykkur vantar því hina fullkomnu brúnku og líst á eitthvað af þessu sem ég var að sýna ykkur hér fyrir ofan þá ætti þetta að vera mætt í verslanir núna 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Árshátíðarlakkið

IMG_4614

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudÞað er árshátíðarvika hjá mér í vinnunni núna sem endar að sjálfsögðu með árshátíð núna á laugardaginn næsta. Ég er ekki frá því að ég sé bara pínku spennt enda svakalega langt síðan ég fór síðast á árshátíð. Ég er svona búin að ákveða dressið en núna er ég að ákveða lakkið og er með algjöran valkvíða svo mig langaði að biðja ykkur um smá hjálp 🙂 Í vikunni fékk ég í hendurnar þessi gullfallegu Infinite Shine lökk frá OPI og ég get ómögulega valið hvort þeirra ég vill skarta á laugardaginn. 

IMG_4613

Infinite Shine lökkin frá OPI kannast eflaust margir við en mögulega eru einhverjir í lesendahópi mínum sem hafa aldrei heyrt um þau áður og því langar mig að segja ykkur örstutt frá þeim. Lökkin eru borin á í þremur þrepum sem á að gefa allt að 10 daga endingu og svipaða áferð og er á gel lökkum. Fyrst er borinn á primerinn, síðan er litaða lakkið borið á og síðast er yfirlakkið/glossinn settur yfir. Þar sem lökkin eiga að endast svona vel á nöglunum án þess að maður noti gel lampa fannst mér tilvalið að nota þau fyrir árshátíðina næstkomandi laugardag. Þá get ég lakkað mig í dag eða á morgun án þess að vera hrædd um að lakkið skemmist fyrir laugardaginn og það sparar mér líka hellings tíma á árshátíðardaginn sjálfan.

IMG_4615

Litirnir sem ég er með valkvíða yfir eru tveir. Annars vegar er það þessi fáránlega flotti fjólublái litur sem heitir Vamsterdam. Hann er dimmfjólublár með metallic áferð en tvær umferðir af þessum þarf til að ná fullri þekju. Þetta er því flottur árshátíðarlitur.

Enlight1

Hinn liturinn er síðan þessi æðislegi nude litur og eins og þið eflaust vitið þá er ég rosalega veik fyrir svoleiðis þannig að þessi hitti beint í hjartastað. Liturinn heitir Taupe-less beach og það þarf bara eina umferð af honum til að ná fullri þekju.

Á báðum litunum hér á myndunum setti ég svo yfirlakkið yfir til að fá fallegan glans á lakkið en nude liturinn varð samt meira glansandi en þessi fjólublái einhverra hluta vegna. Svo ég spyr ykkur, hvort finnst ykkur vera flottara sem árshátíðarlakk? 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Draping: Hvað og hvernig?

Fyrst var það contouring næst var það strobing og núna erum við komin með draping! Það tekur ekki langan tíma fyrir förðunartrendin að breytast en frá svona miðju árinu 2016 erum við búin að sjá draping koma sterkar og sterkar inn og þá sérstaklega núna árið 2017. En hvað er eiginlega draping og hvernig get ég gert það? Í þessari færslu ætla ég að fræða ykkur um hvað draping er og hvernig þið getið notað tæknina í ykkar daglegu förðunarrútínu.

Draping er í stuttu máli sagt sú tækni þegar litur er notaður til að móta andlitið. Það er að segja í staðin fyrir að nota skyggingarlit til að móta andlitið eru notaðir litsterkari kinnalitir til þess að gefa andlitinu fallega mótun. Þessi tækni minnir óneitanlega á förðunartrend 80’s tímabilsins en það var einmitt förðunarfræðingurinn Way Bandy sem að gerði trendið vinsælt á þeim tíma. Hann var förðunarfræðingur stjarna á borð við Cher og Diana Ross og hann kenndi fólki að móta andlitið eftir þeim einnkennum sem viðkomandi elskaði við sjálfan sig en ekki bara eftir andlitsfallinu sem það var með.

412c2c7fad874b6c0bd12010591e4ca0

Draping er í eðli sínu ekki ósvipað controuring þar sem bæði felur í sér skyggingu á andlitinu en í draping er oftast notaður bleiktóna eða ferskjutónaður kinnalitur í verkið. Það má þó að sjálfsögðu nota þann tón sem þið viljið og hentar ykkar húðlit best. Dekkri kinnalitur er þá settur undir kinnbeinin, á gagnaugað og oftast aðeins á augnlokið. Til að tengja lúkkið er liturinn einnig settur á hálsinn, á bringuna og meðfram öxlunum. Liturinn er í rauninni notaður til að skyggja alla þá beru húð sem mun sjást. Ljósari tónn af sama kinnalitnum er síðan notaður til að blanda út dekkri litinn sem var notaður til að skyggja og gefa manni alvöru náttúrulegan roða.

IMG_4574

Mig langaði að sýna ykkur í nákvæmri sýnikennslu hvernig er hægt að drape-a á sér andilitið á nútímalegan og hversdagslegan hátt án þess að liturinn yfirtaki andlitið. Í verkið ætla ég að nota L.A. Lights kinnalitapallettuna mína frá Smashbox í litnum Pacific Coast Pink. Hana hef ég fjallað um áður en þið getið lesið ykkur til um hana í færslu sem ég gerði HÉR.

IMG_4575

Ég byrja á því að taka dekksta kinnalitinn úr pallettunni á þéttan sjáskorinn bursta. Næst sýg ég inn kinnarnar til að sjá hvar kinnbeinin mín liggja. Ég tylli litnum þar undir og dreg hann alveg frá eyranu og fram. Passið að taka litinn ekki alveg að nefinu heldur stoppið svona undir miðju auganu. Hér erum við í rauninni bara að skyggja og móta andlitið með kinnalitnum.

IMG_4576

Hér sjáið þið hvernig andlitið hefur verið mótað með litnum.

IMG_4578

Með sama lit og á sama bursta ber ég litinn á gagnaugað mitt og dreg hann aðeins inn í hárrótina til að engin leiðinleg skil sjáist og liturinn myndi náttúrulegan roða.

IMG_4579

Hér sjáið þið hvernig ég hef mótað gagnaugað með litnum. Ég dró litinn einnig örlítið inn á augnlokið en ekki of mikið þar sem ég vildi ekki skemma augnförðunina mína.

IMG_4580

Núna tek ég aðeins mýkri bursta en þessi bursti er duo fiber bursti sem er hringskorinn. Á hann tek ég miðjulitinn úr pallettunni en þennan ljósari lit nota ég til að blanda dekkri litinn betur við húðina. Ég brosi örlítið og með hringlaga hreyfingum dreifi ég úr litnum á epli kinnana og dreg hann svo upp til að blanda dekkri litinn saman við. 

IMG_4581

Það sama geri ég meðfram gagnauganu. Að setja litinn svona beint á epli kinnana og dreifa úr honum með hringlaga hreyfingum gefur kinninni meiri fyllingu svo hún virðist vera aðeins bústnari.

IMG_4582

Til að nútímavæða lúkkið aðeins tek ég seinasta ljómandi kinnalitinn út pallettunni og set hann ofan á kinnbeinin bæði til að blanda ljósa kinnalitinn betur út og til að gefa andlitinu pínu meiri birtu og dýpt. Ég nota sama duo fiber burstann í verkið.

IMG_4584

IMG_4583

Hér sjáið þið svo drape-að andlit öðru megin en þið getið vel séð muninn á hvorri hliðinni. Önnur þeirra er töluvert meira mótuð en hin. 

IMG_4585

Hér er ég svo búin að drape-a andlitið báðu megin. Þið sjáið því að það er vel hægt að aðlaga þetta trend að hversdagslegri förðun og gefa andlitinu heilbrigðan og fallegan roða. Ef þið viljið leggja í þetta mæli ég mikið með þessum kinnalitapallettum frá Smashbox (20% afsláttur af Smashbox vörum 6. og 7. apríl) eða pallettum svipuðum þeim þar sem þið fáið nokkra mismunandi tóna af sama kinnalitnum. Það mun hjálpa ykkur við að gera hina fullkomnu draping skyggingu á andlitið. 

Hvað segið þið, hvernig lýst ykkur á þetta trend? Of 80’s? 😉

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Hvernig ég nota: Micro Pencil frá Maybelline

IMG_3873

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudJæja þá ætla ég að reyna að koma mér aftur á skrið eftir þessa blessuðu flensu sem vill sitja sem fastast í mér. Í dag langaði mig að sýna ykkur nýju augabrúnablýantana frá Maybelline sem komu í sölu hér á landi í byrjun árs. Blýantarnir heita Brow Precise Micro Pencil og eru skrúfblýantar. Ég er með ágætlega þéttar augabrúnir svo ég þarf ekki að nota mikið af blýantnum til að fylla inn í auðu svæðin mín en ef þið viljið læra hvernig ég geri það þá fer ég yfir það hér rétt fyrir neðan 🙂

IMG_3874

En fyrst skulum við fara aðeins yfir blýantana sjálfa! Blýantarnir koma í tveimur litum, Soft Brown og Deep Brown. Eins og nöfnin gefa til kynna er Soft Brown aðeins ljósari og hentar því ljóshærðum en Deep Brown er dekkri og hentar því dökkhærðum. Blýantarnir eru skrúfblýantar og með spoolie eða maskaragreiðu á öðrum endanum og mjóum blýanti á hinum endanum. Þeir minna óneitanlega á fræga Brow Wiz augabrúnablýantinn frá Anastasia en ég hef bara því miður ekki prófað hann svo ég get ekki borið þá saman fyrir ykkur. Blýanturinn sjálfur í þessum Maybelline Micro Pencils er fáránlega mjúkur og því er mjög auðvelt að teikna lítið hár í augabrúnina en þar sem hann er svona mjúkur er líka mjög auðvelt að vera of harðhentur og teikna of skarpar línur þannig að passið ykkur á því og notið léttar strokur.

1.) Mig langaði rétt að sýna ykkur hvernig ég nota blýantinn á sjálfa mig en ég byrja alltaf á því að taka spoolie-ið og greiða vel úr augabrúninni minni. Alltaf þegar ég er að fylla inn í augabrúnina mína þá vinn ég vöruna og greiðuna upp á við svo hér greiði ég hárin svolítið upp til að lyfta þeim aðeins.

2.) Næst tek ég blýantinn og teikna létta línu undir og frá byrjuninni á augabrúninni og að boganum. Þar stoppa ég og fylli inn í bogann með léttum strokum upp á við. Hér þurfið þið svolítið að horfa á augabrúnina ykkar eftir að þið hafið greitt hana upp á við og skoða hvar ykkur finnst þið þurfa að fylla inn í hana. Hjá mér vantar mest fremst í augabrúnina og í bogann og því fylli ég inn í hana þar.

3.) Núna tek ég aftur greiðuna og greiði hárin í þá stöðu sem ég vil hafa þau. Með því að greiða í gegnum augabrúnina aftur blanda ég litinn sem ég var að teikna á húðina inn í augabrúnina og það gefur henni náttúrulegri ásýnd.

IMG_4366

Hér sjáið þið svo mynd af mér þar sem ég hef einungis fyllt ínn í augabrúnirnar með blýantnum. Ég nota litinn Soft Brown og hann passar fullkomlega við minn náttúrulega augabrúnalit. Persónulega vil ég ekki hafa augabrúnirnar mínar mikið dekkri en þær eru náttúrulega en hver og einn hefur að sjálfsögðu sinn eigin smekk þegar kemur á því. Mér finnst alltaf fallegra að hafa augabrúnirnar mínar eins náttúrulegar og hægt er en Micro Pencil-inn frá Maybelline hefur hjálpað mér að gera þær bæði náttúrulegar og þéttar á sama tíma 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Hvernig ég klippi mig sjálf: Myndband

Processed with VSCO with a5 preset

Fyrir nokkru tók ég þá ákvörðun að klippa á mér hárið. Frá því ég var tvítug hef ég alltaf bara klippt á mér hárið sjálf og er því orðin nokkuð góð í því. Ég ákvað að stytta hárið mitt töluvert og þetta var útkoman! Þetta er í annað skiptið sem ég klippi það svona stutt sjálf og tók ég ferlið upp á myndband til að geta deilt því með ykkur hér inni. Sýnikennslan er á engan hátt gerð til að koma í veg fyrir það að þið farið í klippingu og klippið ykkur bara sjálf en fyrir ykkur sem viljið frekar klippa ykkur sjálf eða hafið ekki efni á því að fara í klippingu þá er þetta myndband ágætur „leiðbeiningabæklingur“ fyrir það 🙂  Hér getið þið séð hárið mitt þegar það er krullað og…

Processed with VSCO with a5 preset

hér getið þið séð hvernig það lítur út slétt 🙂 Ég er ótrúlega sátt með þessa klippingu og langar jafnvel að stytta það aðeins meira! Ég keypti mér líka svo flott krullujárn úti í Glasgow um daginn sem ég á eftir að sýna ykkur betur í sér færslu en það er alveg extra gaman að krulla hárið þegar það er svona stutt og heilbrigt.

Ég skal samt alveg viðurkenna að þetta er ekki besta myndband sem ég hef gert! Ég tala rosalega mikið ofan i mig og birtan er í einhverju rugli því ég tók þetta upp á baði. Þrátt fyrir það langaði mig samt að birta það svo þið getið fengið einhverja hugmynd um hvað ég geri þegar ég klippi mig. Ég reyndi að setja einhvern smá texta inn á milli til að útskýra hvað ég er að fara að gera en ég var náttúrulega lengur en 10 mínútur að klippa á mér hárið og því erfitt að klippa myndbandið niður í þann tíma. Vonandi getið þið nú samt nýtt ykkur það eitthvað því það gefur góða hugmynd um hvað ég geri 🙂

P.S. HÉR er hlekkur að skærunum sem ég notaði til að klippa mig.

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Fullkomnar varir með RT!

IMG_4038

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudÞá er komið að seinna Real Techniques settinu sem ég ætlaði að segja ykkur frá en í þessari færslu ætlum við að skoða vel Prep & Color Lip settið! Þetta er sett sem á að hjálpa manni að ná hinni fullkomnu varalitásetningu og inniheldur því alla bursta sem maður getur mögulega þurft til þess.

IMG_4033

Í settinu er að finna fjóra bursta og eitt burstabox úr áli til að geyma alla burstana í en efst á lokinu á boxinu er að finna lítinn spegil. Það er því mjög hentugt að geta sett alla burstana í boxið og hent því í veskið sitt þar sem maður getur lagað varalitinn yfir daginn og notað þá spegilinn sem er á boxinu.

IMG_4030

Lip Smoothing Brush er fyrsti burstinn sem á að vera notaður úr settinu en þetta er burstinn sem að undirbýr varirnar fyrir varalitinn. Til að nota hann berum við fyrst mikið af uppáhalds varasalvanum okkar á varirnar og nuddum síðan burstanum í hringlega hreyfingar á vörunum. Við þetta nuddum við varasalvanum inn í varirnar en á sama tíma skrúbbum við þær með burstanum svo að engar dauðar húðfrumur trufli varalitinn sem við erum að fara að setja á varirnar.

IMG_4031

Eftir þetta er Lip Lining Brush notaður en hann má nota í ýmislegt. Að sjálfsögðu er hægt að nota hann til að móta varirnar eins og varablýant en einnig er hægt að nota hann til að skapa allskonar mismunandi áferðir og lúkk. RT stelpurnar mæla til dæmis með því að nota hann til að gera svokallað Ombré lúkk á varirnar þar sem dekkri litur er notaður yst á þær en svo lýsist hann þegar lengra inn á varirnar er komið.

IMG_4032

Lip Brush er síðan hinn fullkomni varalitabursti til að bera lit á varirnar en hann er bæði flatur og rúnaður í laginu. Með honum á maður því að geta borið varalitinn óaðfinnanlega á varirnar.

IMG_4029

Eftir öll þessi skref er síðan Lip Fan Brush notaður til að setja punktinn yfir i-ið! Þetta er lítill og tiltölulega stífur blævængs bursti sem má nota til að laga varalitinn aðeins til eða þá til að bera pínu ljóma á efri vörina. Þennan bursta hef ég líka notað til að bera ljóma rétt undir augabrúnina til að klára augnfarðanir. Það er því hægt að leika sér svolítið meira með þennan bursta en kannski aðra bursta í settinu.

IMG_4039

Ef þið eruð klunnar þegar kemur að því að setja á ykkur varalit og vantar pínu aðstoð við það þá mæli ég hiklaust með því að þið kíkið á þetta sett. Þetta sett eins og settið sem ég sýndi ykkur í gær kemur í mjög takmörkuðu magni svo ef þið girnist það myndi ég ekki bíða of lengi með að næla ykkur í það 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Fullkominn grunnur með RT!

IMG_4021

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudGleðilega nýja vinnuviku! Ég er svona að reyna að max peppa mig upp fyrir nýja viku því mig langar helst bara að vera lengur í helgarfríi.. er það ekki alltaf svoleiðis? Mig langar allavega að byrja þessa viku með heilbrigðum skammti af nýjum Real Techniques settum og því verða næstu tvær færslur hjá mér tileinkaðar þeim! Það dugar bara ekkert minna 😉 

IMG_4035

Í þessari fyrstu færslu æltum við að skoða vel nýja Prep & Prime settið en bæði nýju settin koma í verslanir hér á landi í mjög takmörkuðu magni og líka á mjög fáum sölustöðum ef ég er að muna rétt. 

IMG_4028

Prep & Prime settið inniheldur 5 hluti og bróðurparturinn af þeim eru nýjir sem við höfum aldrei séð áður. Settið á að einfalda manni að undirbúa húðina fyrir farðaásetningu sem og að hjálpa manni að ná hinni fullkomu ásetningu. Ég myndi segja að þetta sett er ólíkt öllum öðrum settum sem við höfum séð frá Real Techniques áður þar sem það inniheldur einungis einn bursta en miklu fleiri tól. Eigum við ekki bara að fara yfir hvern og einn hlut í settinu til að við getum gert okkur aðeins betri grein fyrir því hvernig er hægt að nota það? 🙂

Það fyrsta sem við fáum í settinu er þessi Beauty Spatula. Spaðinn er úr sveigjanlegu gúmmíi og er með tvo ólíka enda. Spaðann má nota til að ná vörum upp úr dollum sem og til að skrapa upp botninn af varalit til að nýta hann allan eða þá til að blanda saman ólíkum förðunarvörum. Ef þið eruð mikið í því að búa til ykkar eigin farðablöndu þá er þessi algjör snilld til þess og mun nýtast ykkur vel!

IMG_4025

Næst erum við með Under Eye Reviver sem eflaust margir reka upp stór augu við og vita ekki alveg hvað á að gera við þetta. Þetta er samt algjör snilld en kúlan er gerð úr köldu áli sem kælir augnsvæðið rosalega vel og getur hjálpað manni að koma blóðflæðinu af stað og losað mann við þreytupoka undir augunum. Þetta á maður að nota með sínu venjulega augnkremi en ég dýfi kúlunni rétt svo í augnkremið og nudda henni svo á augnsvæðið. Kúlan rúllast ekki sem er jákvætt því það kemur í veg fyrir að skítur safnist fyrir undir henni og bakteríuvöxtur hefst. Það sem mér finnst samt merkilegast er að kúlan helst alltaf köld sama hvað ég er búin að nudda henni lengi í kringum augnsvæðið, hún hitnar sem sagt lítið.

IMG_4024

Eins og ég kom aðeins inn á hér fyrir ofan er aðeins einn bursti í settinu en það er burstinn Prep Brush. Þessi bursti er hrein dásemd, svona í alvöru! Ég notaði hann um helgina til að bera á mig primer en halló Hafnarfjörður hann er algjörlega fullkominn til að bera á sig farða. Ég hef sjaldan prufað jafn góðan farðabursta af þessari gerð. Burstinn er þéttur og mjúkur með stutt hár svo hann gefur svakalega góða þekju og dreifir jafnt úr farðanum. Burstann má líka nota í krem og maska en ég hugsa að ég muni nota hann mest í farðann.

IMG_4026

Þá er komið að síðustu tveimur hlutunum sem eru í settinu. Þennan ættu nú flestir að kannast við en þetta er hinn óviðjafnanlegi Miracle Complexion Sponge. Ég skrapp inn á Real Techniques vefsíðuna þegar ég var að kynna mér þetta sett og sá að það eru heldur betur komnir margir nýjir svampar í sölu hjá þeim! Ég hoppaði nánast hæð mína ég varð svo spennt! Í þessu setti fylgir þessi líka fíni svampastandur með svampinum svo ef þið hafið verið í vandræðum með hvernig þið eigið að geyma svampinn ykkar þá leysir þessi standur svo sannarlega þau vandamál.

IMG_4036

Þetta sett er ótrúlega flott og veglegt og ég tala nú ekki um ef þið eruð starfandi förðunarfræðingar. Allt sem þið gætuð mögulega þurft til að undirbúa húðina og gera hina fullkomnu farðaásetningu finnið þið í þessu setti svo ég hvet ykkur hiklaust til að kíkja á það – settið er nefnilega skemmtilega öðruvísi fyrir okkur RT safnarana 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Á nöglunum mínum

IMG_3130

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudMig langaði að sýna ykkur þessi tvö lökk sem hafa mikið verið á nöglunum mínum undanfarnar vikur. Þetta eru litirnir Naked Class og Hot Metal Love frá RIMMEL. Litirnir smellpassa alveg hreint inn í þessa fjólutóna förðunartísku sem við sáum á Óskarnum í gær og á undanförnum verðlaunahátíðum. Þessi fjólublái metal litur er samt í uppáhaldi hjá mér en hann er alveg fáránlega flottur og tvær umferðir þekja nöglina! 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

350

 

Fylgdu okkur á


Follow

350