Eldri færslur eftir merkjum fyrir RH – Prjón

Loksins!

img_2562

faerslan_er_ekki_kostudÉg skrapp í Nettó áðan og keypti mér garn í nýja kápu sem ég ætla að prjóna á mig og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa! Það er svo svakalega langt síðan að ég settist niður og prjónaði að það er eiginlega ekki fyndið. Eitt af áramótaheitunum mínum fyrir 2017 var að hver einasti hlutur sem ég geri þarf ekki að þjóna einhverjum tilgangi, ég get alveg gert hluti sem að ég hef einungis gaman af og veita mér gleði. Ég er því bara að prjóna þessa kápu því mig langar að prjóna hana. Vonandi mun hún heppnast jafn vel hjá mér í raunveruleikanum og hún er í hausnum á mér. Ég er allavega búin að setjast niður og teikna mynstur svo þá er ekkert eftir nema hefjast handa í kvöld! 😀

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Gróft prjónað teppi: Myndband

img_0572

img_0573

img_0576

img_0570

faerslan_er_ekki_kostudÞeir sem eru með mig á snapchat (rannveigbelle) sáu mig gera þetta grófa prjónaða teppi um daginn frá A til Ö. Ég fékk uppskriftina og hugmyndina að teppinu frá henni Mekkín á blogginu Krúsídúllur en hún kom með þá frábæru hugmynd að nota ódýr flísteppi úr Rúmfatalagernum til að búa til gróft garn sem hægt væri að prjóna úr. Algjör snilldarhugmynd svo ég dreif mig út í Rúmfatalagerinn, keypti 6 teppi og prjónaði úr þeim. Ég aðlagaði aðeins uppskriftina að mínum þörfum, bætti við fleiri lykkjum og svona en ég fer yfir það allt saman í myndbandinu hér fyrir neðan. Teppið kom mjög vel út en ég er alveg rosalega ánægð með það! Ef þið viljið fylgjast með ferlinu og sjá nákvæmlega hvernig ég gerði teppið þá er það allt saman í sýnikennslunni hennar Mekkínar og í myndbandinu hér fyrir neðan. Það var klárlega mesta vesenið að búa til garnið sjálft en ef maður nennir því þá er restin minnsta mál 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

Prjónuð slaufa fyrir Bleiku slaufuna

_mg_3784-2

Ef það er eitthvað málefni sem liggur mér næst þá er það Bleika slaufan. Í ár langaði mig að gera eitthvað öðruvísi en að fjárfesta einungis í einni slaufu en mig langaði að leggja fram stærri hjálparhönd þar sem þetta átak býr svo sannarlega í hjarta mínu. Brjóstakrabbamein er sjúkdómur sem hefur komið alltof oft við sögu í minni fjölskyldu en í hvert einasta skipti sem október gengur í garð og ég fæ að næla bleiku slaufuna í kápuna mína líður mér eins og ég sé að styðja við bakið á þeim fjölskyldum sem eru að ganga í gegnum það sama núna og við fjölskyldan gengum í gegnum þá. 

_mg_3730-2

Það er svo ótrúlega mikilvægt að finna fyrir stuðningi á þessum tíma sem óvissan ríkir en ég man að ég var ekkert alltof dugleg við það sjálf þegar að móðir mín greindist. Mesta óvissan á því tímabili var í kringum október og ég man hvað mér leið rosalega vel að geta nælt bleiku slaufunni í úlpuna mína því mér leið eins og ég væri að hjálpa jafnvel þótt ég gæti ekkert gert. Bleika slaufan hjálpaði mér því rosalega mikið á einu erfiðasta tímabili sem ég hef nokkurn tíman upplifað sem þó sem betur fer endaði vel og því langaði mig að leggja mitt af mörkum í ár.

_mg_3739-2

Þegar að bókin mín Slaufur kom út prjónaði ég handfylli af bleikum slaufum og var á leitarstöðinni á bleika deginum og gaf þeim konum sem mættu í skoðun eina slaufu. Þær vöktu mikla athygli og í ár tók ég því þá ákvörðun að prjóna hvorki meira né minna en 100 slaufur og selja til styrktar átaksins. Ég lagði fram allan kostnað og vinnu svo að hver einasta króna sem mun safnast við sölu slaufunnar mun renna óskert til Bleiku slaufunnar.

_mg_3804-2

Þetta er mín leið til að leggja hönd á plóg því ég veit fyrir víst að það vantar sárlega fjármagn þegar kemur að meðhöndlun á brjóstakrabbameini og biðlistar í dag eru orðnir alltof langir fyrir þá sem þurfa að komast í skoðun. Hver einasta króna skiptir máli og því langar mig að reyna að safna dágóðri summu með ykkar hjálp. Ein slaufa kostar að lágmarki 2.000 krónur hjá mér en að sjálfsögðu má leggja meira fram en það og borga eins mikið og þið viljið fyrir slaufuna svo lengi sem það er yfir 2.000 krónunum.

_mg_3723-2

Ef þið hafið áhuga á að kaupa slaufu þá getið þið sent mér tölvupóst á netfangið rannveig@belle.is. Ég mun þá senda ykkur reikningsnúmer tilbaka og þið getið millifært ykkar framlag inn á þann reikning. Eftir að millifærsla hefur átt sér stað fáið þið senda kvittun frá mér á netfangið ykkar og þið sýnið hana þegar þið sækið slaufuna ykkar. Slaufurnar eru afhendar hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð 8 en þær hjá Krabbameinsfélaginu voru svo yndislegar að vilja hjálpa mér með þetta. Ég mun svo afhenda þeim upphæðina sem hefur safnast í lok mánaðarins.

_mg_3788-2

Slaufurnar má svo nota sem nælur en ég hef oft sett mína í síða keðju og notað sem men um hálsinn. Vonandi takið þið vel í þetta hjá mér og vonandi söfnum við sem mest í sameiningu. Margt smátt gerir eitt stórt!?

#fyrirmömmu & #fyrirömmu

Ykkar Rannveig?

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Tvíburaslaufur

IMG_2474

Mig langaði bara rétt að sýna ykkur tvær slaufur sem ég prjónaði um daginn til að gefa nýfæddum tvíburafrændum mínum. Ég er ótrúlega ánægð með þær og get ekki annað sagt en að frændur mínir tóku sig vel út með slaufurnar þó þeir eigi nú aðeins eftir að stækka í þær! ❤️

P.S. Viltu vinna eintak af nýja Duo Fiber settinu frá Real Techniques. Taktu þátt HÉR!

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Boho barnateppi

_MG_5459

faerslan_er_ekki_kostudMig langaði að sýna ykkur barnateppi sem ég prjónaði um daginn og hefur fengið viðurnefnið tveggja daga teppið hjá mér og það ekki af ástæðulausu! 😉

_MG_5504

Uppskriftina að teppinu keypti ég á Ravelry HÉR en hún er á norsku. Teppið er ótrúlega fljótlegt og svakalega auðvelt og það þarf furðulega lítið garn í það en ég notaði tæpar þrjár dokkur ef ég man rétt.

_MG_5533

Garnið sem ég notaði er frá Rowan og heitir Chunky en mér sýndist á heimasíðunni þeirra að það garn sé hætt í framleiðslu en í uppskriftinni er mælt með tveimur öðrum tegundum af garni sem gott væri að nota. Aðalatriðið er að garnið sé nógu gróft því að prjónastærðin sem notuð er fyrir teppið er númer 10. Teppið er stærra á breiddina en það er á lengdina en það er að sjálfsögðu hægt að aðlaga það með því að prjóna mynstrið eins oft og þú vilt til að fá rétta lengd.

_MG_5511

Teppið er engan veginn ætlað til að halda hlýju á einu né neinu enda frekar gisið til þess. Það hentar þó vel til að skreyta barnavagna, bílstóla, rimlarúm og annað eða þá bara til að leggja yfir barnið í sófakúri.

_MG_5487

Hér getið þið séð betur smáatriðin í teppinu sem stendur svo sannarlega undir nafni sem Boho teppi. Einn punktur sem ég get gefið ykkur ef þið ætlið að prjóna teppið er varðandi tjullið neðst. Mér fannst það vera svolítið stutt þegar ég fylgdi uppskriftinni svo ég klippti mína spotta helmingi lengri en sú lengd sem var gefin upp þar og mér fannst það koma mikið betur út.

_MG_5459

Ég mæli klárlega með þessu teppi því maður er enga stund að skella í eitt svona ef manni er boðið í skírn með stuttum fyrirvara eða barn fæðist á undan áætlun. Það er nefnilega alltaf svo gaman að gefa eitthvað handgert og þá tala ég nú ekki um ef verkið tekur stuttan tíma 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Flugmannahúfa

*Varúð varúð, eggjastokkar munu klingja!

Mig langaði að sýna ykkur þessar flugmannahúfur sem ég prjónaði um daginn. Ég fékk lánaðan þennan fallega strák frá vinkonu minni til að sitja fyrir í myndatöku og honum fannst það sko ekki leiðinlegt! Ég biðst því fyrir fram afsökunar á myndaflóði en það er bara ekki hægt að velja eina eða tvær myndir af svona sætum strák!❤️

Sjáið bara þennan gleðigjafa!

Alltaf þegar ég kaupi uppskrift á netinu þá er hún vanalega send á netfang en þessi kom í gegnum lúguna á gamla mátann. Ég fékk sem sagt sendan heim lítinn bækling með uppskriftinni og það tók nokkra daga fyrir hana að koma til mín. Ég keypti uppskriftina á ensku og hún var alls ekki vel þýdd en núna tók ég eftir því að það hafa orðið nokkrar breytingar á uppskriftinni og nú er bara hægt að kaupa uppskriftina á norsku. Það er svo hægt að velja um hvort þú vilt fá uppskriftina senda í pdf formi eða heim í gegnum lúguna. HÉR er því hægt að kaupa uppskriftina á norsku í PDF formi og HÉR er hægt að kaupa hana sem lítið hefti eins og ég gerði. Hafið samt í huga að uppskriftin kostar minna ef þið fáið hana senda í pdf formi frekar en að fá sent heftið.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

Ég lenti í smá vandræðum þegar ég var að panta húfuna og sendi umsjónarmönnum síðunnar póst til að biðja um aðstoð og fékk svar alveg um leið. Þjónustan var því mjög góð og það er alltaf stór kostur í mínum augum! 🙂

Ég prjónaði minnstu stærðina sem er fyrir 6 mánaða og notaði bara hálfa dokku af kambgarni. Liturinn í dökkbrúnu húfunni er númer 1203 en sá ljósbrúni er númer 1204. Tölurnar keypti ég á AliExpress fyrir svolitlu síðan.

_MG_3723

Hér sjáið þið svo aðra húfuna betur. Ég var svo sátt með litla módelið mitt að auðvitað gaf ég honum hina húfuna án þess að fatta að ég ætti eftir að taka mynd af húfunum tveimur saman. Það er oft bara þannig að maður gleymir ótrúlegustu hlutum í kringum svona mikinn krúttleika 😉

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta æðislega falleg vorhúfa og sé hana alveg fyrir mér paraða saman við einhvern fallegan leðurjakka til að skapa alvöru gamaldags flugmannadress! 🙂

P.S: Að lokum langaði mig að hvetja ykkur til að þátt í afmælisgjafaleik síðunnar með því að smella á myndina hér fyrir neðan og fylla út formið neðst til að geta fengið tækifæri á því að vinna heilan helling af glæsilegum vörum til að fylla í snyrtiborðið ykkar. Ég dreg á morgun svo það er um að gera að hafa hraðar hendur og taka þátt! ❤️

risa_afmælisleikur

-Rannveig H.

Draumapeysan: Frí uppskrift!

IMG_9894

Það var einhverntíman í lok síðasta árs sem ég sagði ykkur frá peysunni sem ég var að rembast við að klára fyrir jólaferðina miklu til New York. Það var nú ekki fyrr en í gærkvöldi sem ég nennti að setjast niður og skrifa upp uppskriftina til að geta deilt með ykkur 🙂

Þetta er sko engin smá peysa það get ég sagt ykkur! Eftir að hafa rölt fram og tilbaka í nokkrar H&M búðir á Times Square fattaði ég að svona þykk og mikil peysa fyrir búðarrölt hafi kannski ekki verið sú allra besta hugmynd sem ég hef fengið. Maður svitnaði… mikið! Þessi peysa er því fullkomin fyrir íslenska veturinn okkar þó hún henti ekki beint fyrir verslunarleiðangra 😉

IMG_9895

Ég ákvað að hafa peysuna frekar síða svo ég gæti notað hana við leggings og þyrfti ekki að vera í gallabuxum þegar ég færi út. Ég á nefnilega í svolitlu love-hate sambandi við gallabuxur og hef verið í því frá því ég var svona 10 ára og ákvað að ég myndi sko aldrei ganga í gallabuxum aftur! Ég ákvað einnig að hafa hálfgerðan rúllukraga í hálsmálinu svo ég þyrfti ekki að vera með trefil sem myndi bara flækjast fyrir mér. Ég var mjög sátt með þá ákvörðun því peysan hélt svo sannarlega á mér hlýju þegar við röltum nálægt sjónum eitt kvöldið. Þá sá ég sko ekki eftir að hafa farið í þessari peysu!

IMG_9946

Peysuna prjóna ég með tvöföldu garni – það er allt nema stroffið og kragann í hálsmálinu. Þetta er því mjög gróf peysa þar sem þarf að nota nálar númer 10. Mynstrið á peysunni hjálpar líka til við að gera hana grófa þar sem ég prjóna alltaf 1 snúna slétta lykkju á milli hverrar brugðnar lykkju.

IMG_9920

Ég prufaði að para peysuna saman við leðurjakka og hólí hell hvað það var þröngt um handleggi mína en þetta var samt svo flott! Ef þið eigið leðurjakka sem er í stærri kanntinum þá ættuði þið hiklaust að geta notað peysuna með honum 🙂 Mér finnst þetta par allavega lúkka mjög vel!

IMG_9886

HÉR er svo uppskriftin að peysunni sem mig langaði að gefa þeim sem hafa áhuga á að prjóna á sig eða sína eitt stykki grófa rúllukragapeysu. Peysan er í stærð small til medium en hún teygist alveg rosalega mikið enda öll bara eitt stroff svo það er vel hægt að komast upp með að prjóna hana ef þið eruð í stærð large líka. Verið bara vör um prjónstærðina og mælið út frá henni 🙂

-Rannveig H.

Darth Vader vettlingar – Uppskrift og smá leikur

Sigurvegararnir hafa verið fundnir og fengið póst frá mér með uppskriftinni. Neðst í færslunni má sjá hverjir það voru

12394475_10208251309939984_1262957765_o

Gleðilega Star Wars frumsýningarviku! Rétt upp hönd sem er spennt/ur fyrir nýju Star Wars myndinni?! Reyndar er ég ekkert sérstaklega spennt fyrir henni en ég bý með einstakling sem er vægast sagt mjög spenntur fyrir henni. Svo ég vitni nú í hann þá er hann „spenntari fyrir henni en jólunum“. Já það þarf sko lítið til að gleðja Star Wars aðdáenda sama hvað þeir eru gamlir. Kannski er þetta samt ekkert lítið fyrst það er að koma ný mynd eftir öll þessi ár en fyrir mig sem er eiginlega alveg sama þá er þetta pínku fyndið 🙂

Fyrst að myndin er frumsýnd í vikunni langaði mig að deila með ykkur uppskrift að þessum vettlingum sem ég prjónaði í fyrra fyrir ofangreindan Star Wars aðdáenda. Þessi Darth Vader vettlingar eru fyrir stóru Star Wars nördana… þá meina ég þessa fullorðnu. Það má þó eflaust fikta eitthvað í stærðinni með að skoða prjónafestuna og nota önnur prjónanúmer en ef fylgt er uppskriftinni frá A til Ö þá eru vettlingarnir fyrir fullorðinn karlmann. Uppskriftin fyrir vettlingana er komin í verslunina hér á síðunni og kostar hún 490 krónur. Þetta er fullkomin jólagjöf fyrir Star Wars áhugamanninn þó ég segi sjálf frá því maður er enga stund að prjóna þá og getur því hent þeim með í pakkann eða bara gefið þá eina og sér.

Ég er búin að vera lasin alla helgina og sit einmitt heima núna undir sæng í einhverju slumpi því ég er enn þá lasin og vantar eitthvað smá til að gleðja mig. Það er í alvörunni ekkert leiðinlegra en að vera veikur heima! Mig langaði því til að gefa fyrstu 5 einstaklingunum sem að kommenta við þessa færslu eintak af uppskriftinni til einkanota, það ætti að koma mér í gott skap!

Ef þið viljið fá eintak af uppskriftinni frítt þá skuluð þið endilega kommenta á færsluna en munið bara að skrifa netfangið ykkar svo ég viti hvert ég á að senda uppskriftina því hún er í pdf formi. Ef þið náið ekki að vera með þessum fyrstu 5 þá skuluð þið ekki hafa áhyggjur því uppskriftin er í versluninni og fer ekki þaðan 🙂

Eigið gott kvöld og may the force be with you!

-Rannveig H.

UPPFÆRT: Ég ákvað að gefa 3 uppskriftir í viðbót því að viðtökurnar hafa verið svo æðislegar! Ég dreg þessar 3 aukalega á morgun og sendi fyrstu 5 og þessum 3 uppskriftina sína á morgun 🙂

Ég er þá búin að velja 3 auka af handahófi svo þeir sem unni uppskriftina og hafa fengið hana senda eru:

Guðrún Guðgeirsdóttir
Halldóra Björk
Urður Harðardóttir
Sigrún Jónsdóttir
Anna Baldursd
Ragnhildur Ólafsdóttir
Brynja Ástráðsdóttir
Aldís Líf

Til hamingju! 🙂

Prjónuð jólahúfa

IMG_9687

Hvað gerðist eiginlega! Það er bara allt í einu kominn vetur og fyrsti í aðventu! Tíminn er svo sannarlega fljótur að líða en þar sem jólin nálgast óðum þá verð ég að sýna ykkur þessa æðislega húfu sem ég prjónaði um daginn. Uppskriftin er eftir Marianne J. Bjerkmann og er ókeypis á Ravelry HÉR. Hún er bæði til á ensku og norsku svo þið getið nýtt ykkur aðra hvora… eða báðar.

Í húfuna notaði ég Merino Blend sem ég keypti í Rúmfatalagernum í litnum Scarlet 9 og ég notaði eina og hálfa dokku. Það er mjög auðvelt að fylga uppskriftinni og maður er enga stund að prjóna eina húfu svo það ætti að vera hægt að henda í nokkrar fyrir jól 🙂

IMG_9689

Hér eru svo nokkrir hlekkir að myndböndum og öðru sem þið getið nýtt ykkur ef þið ætlið að prjóna húfuna:

Tækið sem ég notaði til að gera dúskinn:

HÉR

Myndband um hvernig ég geri dúskinn:

HÉR

Myndand um hvernig á að prjóna með tveimur litum:

HÉR

Ég vona að þessir hlekkir hjálpi eitthvað ef þið ætlið að demba ykkur í jólahúfugerð og gleðilegan fyrsta í aðventu! 🙂

-Rannveig H.

Houndstooth vettlingar

Houndstooth_vettlingar

Það er orðið alltof langt síðan síðasta prjónafærsla birtist, ég veit eiginlega ekki hvað er í gangi! Eða jú ég veit svo sem alveg hvað er í gangi ég hef bara ekki verið í neinu prjónastuði undanfarið. Ég tek alltaf svona tímabil, prjóna eins og brjálæðingur og svo ekki neitt. En ég er með heilan lager af uppskriftum hvort sem þær eru eftir mig eða aðra sem ég get deilt með ykkur og mig langaði að byrja á þessari 🙂

Vettlingana prjónaði ég síðasta haust og er því tilvalið að byrja á einu pari núna þar sem aðeins er farið að kólna úti. Ég veit ekki með ykkur en ég nota vettlinga alltaf óspart um veturinn þannig að eiga eitt svona par á lager er ekki slæmt. Ég notaði reyndar kambgarn í mína sem ég er frekar fúl með að hafa gert því þeir hnökra eins og enginn sé morgundagurinn. Strax eftir fyrstu notkun litu þeir út eins og ég hafði átt þá í fleiri fleiri mánuði… ekki skemmtilegt. Ég mæli því með að nota allt annað garn en kambgarn í þá svo þeir endist nú betur og haldist fallegri lengur en þeir gerðu hjá mér.

Uppskriftin er ókeypis á Ravelry eftir Söru H Arnold og hana finnið þið með því að smella HÉR. Ég dýrka þetta mynstur því mér finnst það svo klassískt og fallegt, svo er það líka alltaf að detta í tísku sem er ekki verra!

-Rannveig H.

 

Fylgdu okkur á


Follow