Eldri færslur eftir merkjum fyrir RH – Hekl

Hekluð hringla

11830134_10207385231728570_2075644692_n

Ef þetta eru ekki krúttlegustu hringlur sem til eru þá veit ég ekki hvað! Ég heklaði þessar eftir þessari hérna fríu uppskrift en þar er uppskrift af þremur týpum af hringlum. Eins og þið sjáið heklaði ég bara tvær því að mér fannst þessar vera sætastar.

11824176_10207385231528565_1460090378_n

Mér finnst ég stundum reka augun í þær spurningar um hvar sé hægt að kaupa tróð. Ég kaupi alltaf bara púða fyllingar í Ikea, klippi gat á þær og stel tróðinni úr þeim. Það er held ég líka með ódýrustu tróðinni sem þið finnið. Inni í hringlunum prófaði ég svo tvennskonar gerðir af hringli… ef þið skiljið hvað ég meina. Í annarri keypti ég Kinder egg, borðaði súkkulaðið að sjálfsögðu með bestu lyst og tók svo litla eggið sem er þar inni, fyllti það af hrísgrjónum og kom því fyrir inni í hringlunni. Í hinni keypti ég í Föndru stóra bjöllu sem þið getið séð á myndunum. Ein bjalla kostaði 75 krónur. Mér fannst samt eiginlega koma betur út hringlið með Kinder egginu, það heyrðist meira í því heldur en bjöllunni þar sem að tróðið nær svolítið að kæfa hljóðið í henni.

11791804_10207385231448563_461929127_n

Í hringlurnar notaði ég Mandarin Petit og heklunal númer 3. Mér finnst mínar hringlur virka aðeins minni en þær sem eru á myndunum hjá uppskriftinni en ég held að það sé bara betra því þá nær barnið betra gripi um hringluna. Uppskriftin er mjög auðveld og ætti því að henta vel fyrir byrjendur og gæti ég trúað að þetta sé skemmtilegt fyrsta hekl.

11830113_10207385231608567_486712562_n

Ég tók saman nokkur myndbönd sem gætu nýst ykkur við gerð hringlanna og er eitt af þeim sýnir hvernig á að festa öryggisaugu á bangsa. Þið hafið kannski tekið eftir því að ég heklaði augun á mínar hringlur í staðin og er það að sjálfsögðu góð leið til að komast hjá því veseni að festa augun tryggilega á.

Hér eru myndböndin:

Hvernig skal gera töfralykkju

Hvernig skal hekla tvær lykkjur saman: HÉR

Hvernig skal festa öryggisaugu

HÉR getið þið til dæmis keypt öryggisaugu á netinu

Vonandi hjálpar þetta eitthvað ef þið heklið þessar hringlur. Ekki svo hika við að spyrja ef ykkur vantar aðstoð og endilega merkið myndirnar ykkar með #belleis á Instagram svo ég geti séð fullbúna verkið 🙂

-Rannveig H.

Og vinningshafinn er…

rósahárband3-1-of-2-1024x706Ég ætlaði að vera búin að draga sigurvegara fyrir páska en það drógst aðeins á langinn hjá mér vegna flutninga svo vonandi afsakið þið það 🙂

Til að finna sigurvegara sló ég inn öll nöfnin hjá þeim sem fylgdu þeim skrefum leiksins sem voru nauðsynleg til að vinna á síðuna random.org. Þá síðu notaði ég til að draga hlutlaust úr öllum nöfnunum. Sá sem fær að eiga þetta fallega hárband (þó ég segi sjálf frá) er…………….

rosaharband_vinningshafi

Til hamingju Tinna! Ég mun hafa samband við þig í tölvupósti eftir páskahelgina um hvernig ég get komið bandinu til þín. Takk aftur allir þeir sem tóku þátt! Ég mun svo tilkynna það hér á síðunni ef ég lauma inn einu og einu bandi í verslunina ef þið viljið fylgjast með því 😉

undirskrift

Gjafaleikur – Rósahárband

rósahárband3-1-of-1-1024x730Þegar ég setti inn færsluna með rósahárbandinu átti ég engan veginn von á viðbrögðunum sem ég fékk! Þau voru vægast sagt góð og hefur sú færsla verið lang vinsælust hingað til og kom það mér skemmtilega á óvart 🙂

Ég ákvað í síðustu viku þar sem færslan er búin að vera svona vinsæl að henda í einn gjafaleik því ég veit að ekki allir kunna að hekla sér sitt eigið hárband og aðrir hafa mögulega ekki tíma fyrir það. Þessi gjafaleikur verður jafnframt fyrsti gjafaleikur síðunnar, gaman að því!

rósahárband3-1-of-2-1024x706

Þið eigið sem sagt möguleika á því að næla ykkur í þetta fallega bleika hárband sem þið sjáið hér fyrir ofan. Ég er búin að sitja sveitt (djók) og hekla þetta svo þetta er handgert frá A til Ö! Mér fannst bleiki liturinn ótrúlega fallegur og vorlegur svo hann varð fyrir valinu í þetta hárband sem þið getið nú eignast. Þið getið líka séð hvernig hárbandið lítur út á höfðinu í gömlu færslunni og þar sjáið þið að bæði er hægt að nota það sem hárband eða sem hárskraut til dæmis utan um snúð.

rósahárband3-2-of-2

Til að eiga möguleika á að komast í þennan sjóðheita pott þá þurfið þið að gera eftirfarandi:

Líka við eða deila þessari færslu á Facebook (sjá takkann neðst í færslunni)

Skilja eftir athugasemd við færsluna (svo ég geti náð í sigurvegarann)

Til að auka vinningslíkur og fá nafnið ykkar tvisvar sinnum í pottinn líkið þá við Belle.is á Facebook HÉR. Þetta skref er ekki nauðsynlegt en eykur vinningslíkur ykkar um helming 🙂

Flóknara er það ekki! Ég dreg síðan sigurvegara af handahófi í næstu viku og sá fær að launum þetta vorlega handgerða hárband.

undirskrift

Hekluð páskaegg

heklud_paskaegg_diy

Nú fara páskarnir alveg að ganga í garð og því er kominn tími til að föndra! Ég elska hátíðir þar sem skreytingar eru dregnar fram þrátt fyrir að ég elski ekkert sérstaklega mikið að taka þær niður. Páskarnir eru vorboði í mínum augum og því fannst mér alls ekki leiðinlegt að sitja, hugsa um vorið og hanna þessa uppskrift.

Svo skemmtilega vill til að þessi páska uppskrift verður fyrsta uppskriftin sem ég býð upp á í versluninni hér á síðunni! Ef þið eruð ný á síðuna þá hafið þið kannski ekki tekið eftir því að á valstikunni efst er flipi sem stendur á verslun. Þar verður hægt að kaupa uppskriftina fyrir 390 krónur. Ég vildi að ég gæti gefið uppskriftina og ætla ég mér að halda áfram að gefa uppskriftir inn á milli en það fór bara of mikil vinna í að hanna þessa.

1-4-of-4

Þar sem þetta er fyrsta niðurhalanlega uppskriftin sem kemur í verslunina langaði mig að útskýra aðeins hvernig ferlið gengur fyrir sig svo það sé enginn ruglingur. Áður en uppskrift er keypt þarf að stofna aðgang. Eins og er tekur síðan einungis við millifærslu inn á reikning og um leið og greiðsla hefur verið tryggð þá er hægt að hlaða niður uppskriftinni inni á aðgangnum. Það er einungis hægt að hlaða niður uppskriftinni einu sinni á hvern aðgang og er góð ástæða fyrir því. Það er ekkert leiðinlegra en þegar maður er búinn að eyða tíma og vinnu í að hanna uppskrift og einhverjir einstaklingar dreifa uppskriftinni manna á milli þó þeir hafi einungis borgað fyrir eitt eintak af uppskriftinni. Því miður gerist þetta og því er einungis hægt að hlaða hverri uppskrift einu sinni niður. En flestir eru þó heiðarlegir sem er frábært! 🙂

Ef ferlið til að niðurhala uppskrift er eitthvað óskýrt þá finnið þið myndrænar leiðbeiningar HÉR. Annars bara gleðilegt páskahekl!

undirskrift

Rósahárband

 

37

Jæja þá er sá tími ársins kominn, nú fara fermingarnar að ganga í garð! Eflaust eru margar fermingarstúlkur á fullu í allskonar pælingum tengdum kjólnum og hárinu og ég veit ekki hvað og hvað. Ég man að ég var sjálf með rosalegar pælingar og ofhugsaði þetta alveg í gegn. Fyrir þær stúlkur sem eru að pæla í því hvernig þær eiga nú að hafa hárið langaði mig að deila með ykkur uppskriftinni að þessu bóhem rósahárbandi sem passar alveg pottþétt vel við fermingarkjólinn 🙂

harbanddid1

 

Hárbandið er heklað og má finna uppskriftina að því hér. Það tekur enga stund að gera bandið svo að fermingarstúlkan getur eflaust hent í eitt stykki sjálf ef henni finnst gaman að gera eitthvað í höndunum. Ég notaði kambgarn til að gera rósirnar en það er svolítið þykkt fyrir svona hárband svo að rósirnar verða frekar stórar og grófar Ef þið viljið fá fíngerðari rósir þá er um að gera að skipta bara um garn og nota eitthvað aðeins fínna. Það gæti til dæmis komið rosalega vel út að kaupa silkigarn og hekla rósir úr því.

114

 

Þegar ég var að fikta með hárbandið og taka myndir af því datt mér í hug að vefja því utan um snúðinn sem ég var með í hárinu og það kom svona rosalega vel út eins og þið sjáið á myndinni. Það gæti jafnvel verið flott að nota það í brúðargreiðslu ef verið er að fara að halda útibrúðkaup í sólinni í sumar (vonandi í sól allavega frekar en rigningu).

Ef ykkur vantar leiðbeiningar um hvernig á að sauma rósirnar á bandið sjálf þá skuluð þið endilega kíkið á myndbandið hér á síðunni þar sem ég sýni hvernig ég geri slaufuhárband. Ég notaði sömu tækni þar og hér til að festa rósirnar á borðann. Síðan væri vel hægt að henda í eitt svoleiðis í staðin fyrir rósarhárband þar sem slaufur eru víst hluti af fermingartískunni núna 🙂

undirskrift

 

Fylgdu okkur á


Follow