Eldri færslur eftir merkjum fyrir RH – Annað

Þægilegar og töff

Ég er búin að vera að rokka Rock jeggings frá Oroblu mikið í haust og fannst því tilvalið að sýna ykkur þær. Ég held þetta séu svona þær buxur sem ég er búin að nota hvað mest frá því ég flutti til Köben því það er bara svo þægilegt að smella sér í þær og svo eru þær tiltölulega hlýjar í þokkabót. Rock jeggins er nokkuð nýtt snið frá Oroblu en þær komu sem hluti af vetrarlínunni í haust. Sniðið á þeim er svolítið skemmtilegt en þær eru bæði þægilegar í mittir, sitja ekki lágt niðri á mjöðmunum og ná alveg niður fyrir ökkla. Hér er ég með brett aðeins upp á þær til þess að sýna sokkana mína betur en annars ná þær alveg niður.

Á hliðunum á buxunum er að finna pleður details en pleðrið er eins og pleðrið í Must jeggings frá Oroblu ef þið hafið prófað þær (ef ekki gerið það þá strax því þær eru sjúkar). Restin af buxunum er samt úr teygjanlegu efni svo þessi pleður detail gera mikið fyrir þær og með því ná buxurnar að vera ofboðslega stílhreinar. Ég elska að skella mér í þessar við allskonar boli, peysur og skó því þær passa bókstaflega við allt saman og manni líður alltaf smart. Mæli með þessum og ef þið eruð í vandræðum með jóladress!

-RH (Þið finnið mig á Instagram undir @rannveigbelle)

5 hlutir sem ég ætla að gera í desember

Fara á jólahlaðborð

Ég hef ekki farið á jólahlaðborð í mörg mörg ár og ég get ekki beðið eftir að skella mér á eitt slíkt núna í desember. Ég fékk nefnilega svo skemmtilegt boð um daginn þar sem mér var boðið að koma á jólahlaðborð hjá Kolabrautinni svo ég og Heiðrún ætlum að skella okkur þangað. Get ekki beðið!

Hitta vini

Maður verður nú að nýta tækifærið þegar maður er á landinu og hitta vini og vandamenn. Hlakka til að skella mér á tjúttið með nokkrum velvöldum.

Leyfa mér að sakna

Skemmtilegasti en erfiðasti tími ársins? Já.

Hekla teppi

 Ég er búin að vera að hekla gullfallegt barnateppi í örugglega hátt í fimm ár núna. Þetta er svona eilífðarverkefni, þið kannist örugglega mörg við það en ég ætla mér að klára það núna um jólin! Það er bara of fallegt til þess að klára það ekki… og svo langar mig að byrja á öðru teppi og ég get eiginlega ekki leyft mér það án þess að klára þetta fyrst!

Baka nýja smákökutegund

Mig langar alveg svakalega að prófa einhverja nýja smákökutegund. Ég hef til dæmis aldrei prófað að baka Sörur, langar pínu að gera það núna. Ef þið eruð með góða uppskrift þá megið þið endilega senda hana á mig!

-Rannveig (Finnið mig á Instagram undir @rannveigbelle)

Jólakjólar 2017

Það er svartur föstudagur á morgun og því um að gera að nýta sér afsláttinn sem verður hjá mörgum verslunum ef maður ætlar á annað borð að kaupa sér eitthvað! Ég tók saman lista af flottum jólakjólum frá Asos þar sem það er 20% afsláttur af öllu hjá þeim núna en ég stend einmitt í leitinni að mínum jólakjól núna. Ég vil alltaf hafa jólakjólinn minn frekar afslappaðan en síðan vera glamúr og töff um áramótin. Eru fleiri sammála því? Hér eru því nokkrar hugmyndir að kjólum frá mér (þið getið smellt á myndirnar til að fara inn á viðeigandi kjól) 🙂

Vonandi hefur þessi listi hjálpað ykkur eitthvað í leitinni❤️

Rannveig (Fylgið mér á Instagram undir @rannveigbelle)

Insta Lately – Fylgið mér á @rannveigbelle

Eruð þið ekki örugglega að fylgja mér á Instagram?? Þið finnið mig þar undir @rannveigbelle en ég reyni að vera dugleg að setja eitthvað inn á hverjum degi í annað hvort Instagram Stories eða á feed-ið mitt. Ég er alveg dottin inn í Instagram og er dugleg að gefa smá innsýn í lífið mitt í Köben! Follow me 😀

Hér sjáið þið nokkrar af mínum uppáhalds myndum upp á síðkastið!

Exploring Copenhagen in the rain🌧✨ … #belleis #denmark #copenhagen #exploring #travel #traveling #fall2017 #nyhavn

A post shared by R A N N V E I G (@rannveigbelle) on

– Rannveig (Þið finnið mig á Instagram undir @rannveigbelle)

Draumastígvélin

Þessi stígvél úr Bianco urðu mín um daginn! Ég held ég hafi bara aldrei augum litið fallegri svört stígvél. Ég er skráð í snilldar Bianco klúbb hérna úti í DK þar sem ég fæ afslátt af skónum svo ég gerði mér glaðan dag um daginn og keypti mér tvö stórglæsileg pör. Þessi fást þó líka heima í Bianco á Íslandi en þau getið þið fundið HÉR. Mér líður sko eins og alvöru skvísu í þessum og er það ekki nákvæmlega það sem að góðir skór eiga að gera? Láta manni líða vel! 🙂

-Rannveig (Þið finnið mig undir @rannveigbelle á Instagram)

Elsku Sonic!

Þegar ég sá að Glamglow var að gefa út Sonic maska gat ég ekki annað en nælt mér í eintak! Innri Dreamcast nördinn í mér fékk að ráða ferðinni í þetta skiptið en það sem að maður gat setið við og spilað þennan leik þegar maður var yngri! Ég komst svo sem ekkert áfram í leiknum sjálfum heldur spilaði sama borðið aftur og aftur (þar til að snillingurinn eldri systir mín fór að vinna öll borðin svo ég gat breytt til). Hann Sonic var alltaf í uppáhaldi hjá mér af öllum fígúrunum en ásamt Sonic maskanum er einnig hægt að fá Knuckles og Tails á túpunni. Þið gömlu Sonic aðdáendur þekkið þá nú eflaust 😉

Ég fékk Knuckles á minni túpu en maskinn sjálfur er hálfgerð prufa af hinum vinsæla Gravitymud frá Glaglow en núna er maskinn í bláum búning en ekki silfruðum líkt og er vaninn. Túpan inniheldur 15 g af vöru sem ég myndi segja að væru svona góð 2-3 skipti af maskanum ef hann er settur á allt andlitið. Gravitymud er peel-off maski sem að stinnir húðina og gefur henni ljómandi yfirbragð. Ólíkt mörgum öðrum peel-off möskum sem ég hef prófað þá var þessi einstaklega mjúkur. Þið þekkið þetta eflaust mörg en oft þegar maður notar svona peel-off maska getur það verið einstaklega sársaukafullt – nánast eins og maður hefur smurt lími á andlitið og þarf svo að rífa það af. Þessi maski er alls ekki svoleiðis heldur var mjög auðvelt og algjörlega sársaukalaust að plokka hann af.

Hér sjáið þið svo þennan dásemdar glansandi bláa lit á andlitinu. Það er bara ekki annað hægt en að skella í eina maskasjálfu þegar maskinn er svona fallegur.

-Rannveig (Finnið mig undir @rannveigbelle á Instagram)

Nýjustu kaupin

Það er erfitt að standast allar búðirnar í DK ég get alveg viðurkennt það! Þekkjandi sjálfa mig sogaðist ég um daginn inn í Vero Moda búðina hérna í Ballerup um leið og ég kom augu á þessar sjúku POPTRASH buxur! Þær voru ekki til í minni stærð svo að sjálfsögðu hoppaði ég upp í lest (as you do) og í næstu Vero Moda búð og rölti stolt úr þeirri búð með buxurnar í poka. Hef ekki farið úr þeim síðan!

 Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Fyrstu dagarnir í Köben

Hér situr ein þreytt dama segi ég og skrifa! Fyrstu dagarnir okkar í Köben hafa heldur betur EKKI verið rólegir enda ekki lítið að gera þegar maður flytur á milli landa. Ég er fyrst núna aðeins að geta andað og ég væri alveg til í að sofa bara næstu þrjá dagana í gegn! Svo hef ég eiginlega bara ekki tíma í það… en það er annað mál.

Ferðalagið til Köben gekk bara furðuvel þrátt fyrir nokkur tár á flugvellinum… ég sver það er eins og ég hafi verið að flytja hinumegin á hnöttinn svo mikið grenjaði ég. Ætli það hafi ekki bara verið því ég veit að ég mun sakna fólksins míns svo mikið en það er sem betur fer stutt að fara ef ég fæ brjálæðislega mikla heimþrá.

Minn maður tók síðan á móti mér á flugvellinum og jemundur eini hvað það var gott að sjá hann aftur. Tvær vikur líða eins og tvö ár þegar við erum ekki saman. Um leið og ég var komin upp í íbúð var farið að sofa og strax daginn eftir þurfti ég að henda mér í próflestur enda að fara í próf næsta dag og ekkert búin að geta lært vegna anna í flutningum. Ég get alveg sagt ykkur að það að vera flutt út til annars lands og þurfa að byrja dvölina á próflestri frekar en að skoða sig um í nýja landinu var EKKI gaman. Sem betur fer gekk mér helvíti vel í prófinu því annars hefði þetta örugglega ekki verið þess virði 😉

Við tóku síðan heldur margar Ikea ferðir og við erum svona rétt núna að ná að koma okkur fyrir. Ég held að það hafi allt smollið þegar við fengum rúmið okkar og gátum kastað þessum ljótu vindsængunum sem við sváfum á inn í geymslu! Það að fá góðan nætursvefn er sko ekki ofmetið skal ég segja ykkur.

Ég var búin að skoða mig um aðeins í miðborginni með góðri vinkonu og síðasta föstudag gat ég svo gert það með mínum manni og við fórum á smá búðarráp (að sjálfsögðu), röltum um Nýhöfn og enduðum á stórglæsilega streetfood markaðinum sem ég mæli klárlega með að allir kíki á þegar þeir fara til Köben. 

Núna fer vonandi að komast smá rútína á okkur þar sem ég þarf að fara að hella mér yfir lærdóminn og ná upp því sem ég hef misst úr hingað til en mig langaði bara aðeins að líta við hérna inni og deila með ykkur hvað hefur verið í gangi hjá mér síðustu daga 😀

Þar til næst!

 Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Spennandi tímar… og stressandi tímar

Þið verðið að afsaka mikið bloggleysi hjá mér undanfarið elsku lesendur en ég er bara alveg búin að vera á haus undanfarnar vikur og núna er loksins komið að því að segja ykkur hvers vegna! Eins og þið hafið mögulega tekið eftir hefur allt verið á hvolfi hjá mér undanfarið en ég hef aðeins komið inn á það í nokkrum færslum hér í sumar. Í þessari viku mun ég nefnilega flytja af landi brott með betri helmingnum mínum þar sem sá síðarnefndi er að hefja mastersnám í Danmörku!?? 

Meirihlutinn af sumrinu mínu er því búinn að fara í það að reyna að græja skóla fyrir sjálfa mig svo ég væri nú ekki að gera ekki neitt þegar ég loksins kæmi út til Danmerkur. Þið sem þekkið mig vel vitið að það er einfaldlega ekki í boði enda verð ég að hafa fullt fangið af hlutum til að gera… alltaf! Það hófst sem betur fer eftir mikið maus svo ég mun ekki sitja auðum höndum úti í DK heldur byrja að vinna upp í mastersnámið mitt líka sem ég er gríðarlega spennt fyrir 🙂 Þetta er því vægast sagt búið að vera stressandi ferli en small allt saman að lokum.

Ofan á þetta bættust síðan flutningar en í byrjun sumars fluttum við úr íbúðinni okkar en það gátum við með hjálp frábæra fólksins míns sem ég er svo þakklát fyrir en það er nú meira hvað þau eru búin að létta undir hjá okkur parinu undanfarnar vikur. Það tekur á að vera á svona flakki en þeim hefur tekist að gera það eins auðvelt fyrir okkur og hægt er❤️

Maður hleypur síðan ekkert að því að finna íbúð í Danmörku ekki frekar en hérna heima… svona fyrst að skólinn úti í DK gleymdi öllum íslensku stúdentunum sem áttu að fá forgang inn á stúdentagarða… en við vorum ótrúlega heppin og erum komin með íbúð í úthverfi Kaupmannahafnar 🙂

Breytingar hræða úr mér líftóruna enda er ég ótrúlega vanaföst og vil helst að allt haldist bara eins og það er akkúrat núna til eilífðar. Ég veit samt að breytingar eru bara af hinu góða og þótt ég sé fáránlega stressuð og jafnvel pínu kvíðin fyrir flutningunum af Íslandinu góða þá er ég líka brjálæðislega spennt. Þetta verður bara ævintýri sem ég er þakklát fyrir að geta upplifað með mínum manni sem er nú þegar kominn út til Danmerkur og ég get ekki beðið eftir að fá í minn faðm aftur!

Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega persónuleg hérna á blogginu, aðalega haldið mig við snyrtivöruheiminn en það mun kannski breytast smá hér eftir þar sem mig langar að leyfa fólkinu mínu að fylgjast aðeins með mér þegar ég er úti. Ekki samt halda í eina sekúndu að ég muni hætta að flytja ykkur hreinskilnar snyrtivörufréttir því það mun ég svo sannarlega halda áfram að gera! Ég held ég gæti ekki hætt því þó ég myndi reyna – allavega ekki á næstunni eins og staðan er í dag! Svona líka því að það er Sephora úti í Danmörku… TVÆR! Ég mun því halda áfram að fræða ykkur og tilkynna ykkur um allt það nýjasta þó svo að sniðið á greinunum mínum breytist kannski örlítið 🙂

Ég ætla mögulega líka að endurvekja Snapchattið mitt og snappa frá einhverjum skemmtilegum hlutum úti í DK – bara svona af því bara 🙂 Þið finnið mig undir notendanafninu rannveigbelle þar.

Næsta vika mun væntanlega vera jafn brjáluð hjá mér og þessi en ég ætla nú samt að reyna að setja inn allavega eina færslu þar sem ég fékk svo mikið af spennandi MAC og Max Factor nýjungum um daginn að ég get hreinlega ekki setið á mér!

Þar til þá❤️

 Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Haustjakki og haustfögnuður

Fyrir stuttu skrapp ég á stórglæsilegan haustfagnað Bestseller þar sem við fengum að fá smjörþefinn af haustinu hjá þeim en haustfagnaðurinn var haldinn á Mathúsi Garðabæjar. Ég hef ekki farið leynt með skoðanir mínar á matnum þar enda ekki annað hægt en að vera hrifin/n af honum! 🙂 

Við fengum litla kynningu á nýrri línu sem var að koma í Vero Moda en sú lína heitir Aware og leggur áherslu á klassískar gæða og tímalausar flíkur sem eru unnar úr endurnýjan- eða endurnýtanlegum efnum. Við fengum einn bol úr Aware línunni með okkur heim frá boðinu og ég er varla búin að fara úr mínum síðan hann er svo þægilegur. Mig langaði síðan að sýna ykkur betur nýja haustjakkann minn úr Vila sem ég féll einmitt fyrir á haustfagnaðinum ásamt Aware bolnum mínum en fyrst langaði mig að sýna ykkur nokkrar myndir sem ég smellti af á fagnaðinum sjálfum. Þið getið smellt á myndirnar til að stækka þær.

Dressið mitt er síðan mjög mikið ég þar sem það einkennist af klassískum og þægilegum sniðum og er að sjálfsögðu svart og hvítt… en ekki hvað!

Objcarol Coatigan var bara að lenda í Vila en hann er hinn fullkomni haustjakki fyrir mig. Hann er ekki of hlýr og ekki of kaldur enda er hann fóðraður að innan og loðinn að utan. 

Áferðin á honum er rosalega skemmtileg enda pínu eins og sloppur að utan – I love it!

Hvíti bolurinn er síðann hinn fallegi Aware bolur sem ég fékk í boðinu en hann er hvorki meira né minna en gerður úr trefjum sem eru unnar úr plöntum sem eru fljótar að endurnýja sig eins og Eucalyptus og kallast Tencel. Bolurinn mun brotna algjörlega niður í umhverfinu þegar honum er fargað en efnið er virkilega mjúkt viðkomu. Eins og ég segi – ég er varla búin að fara úr honum frá því ég fékk hann svo ég skellti mér í Vero Moda í gær og nældi mér í einn svartan og einn gráan Aware bol. Bolurinn er í stærð Large fyrir þá sem vilja vita en ég vil alltaf hafa svona stuttermaboli vel víða á mér.

Buxurnar sem ég er í eru síðan hinar dásamlegu Play Jeggings frá Oroblu. Þetta eru búnar að vera uppáhalds buxurnar mínar í sumar alveg klárlega! Ég var búin að lofa að sýna ykkur þær betur þegar ég keypti þær en mig minnir að ég hafi ekki gert það enn! Ég tók mínar í small og þær smellpassa eins og flís við rass. Hér er ég búin að bretta upp á þær til að sýna skóna aðeins en þær ná annars alveg niður fyrir ökla.

Klassískt og þægilegt dress – svona líður mér best! 🙂

 Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

 

Fylgdu okkur á


Follow