Eldri færslur eftir merkjum fyrir RH – Annað

Dress up: Jennar skyrtukjóll

Ef þú vilt gleðja mig… gefðu mér þá góða skyrtu! Skyrtur eru bara svo bilaðislega þægilegar og svo passa þær fyrir öll tilefni. „There is nothing not to love“ þegar kemur að góðri skyrtu 😉 Þegar ég sá Jennar skyrtuna á Facebook síðu Vero Moda í gær gat ég ekki annað en brunað út í Kringlu til að ná mér í eitt eintak.

Þó það sjáist kannski ekkert alltof vel á þessum myndum þá keypti ég skyrtuna mína í gráu en hún er líka til í ljósbláu. Ég tók myndirnar þegar það var aðeins farið að skyggja svo þess vegna virðist hún vera blárri á þessum myndum en hún er í raun og veru. Nánast allur fataskápurinn minn er grár yfirhöfuð svo það var ekki erfitt val fyrir mig að velja hvort ég myndi vilja gráa eða bláa skyrtu. Ég er bara of hrifin af gráu!

Skyrtan er úr einskonar hör efni nema það er aðeins léttara og þynnra svo ef ykkur vantar flotta sumarskyrtu þá er þessi klárlega málið! Það er síðan hægt að hneppa skyrtunni alveg upp í háls eða opna hana alveg svo það er pínu hægt að leika sér með hana.

Love it❤️

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Laser

Í síðustu viku eftir að hafa beðið og safnað í þó nokkuð langan tíma setti ég hræðsluna til hliðar og skellti mér í laser! Fyrir þá sem ekki vita hef ég notað gleraugu frá því í þriðja bekk í grunnskóla (þó ég hafi nú þurft þau töluvert fyrr) enda talsvert blind á báðum augum með yfir -5 og mikla sjónskekkju. Ég fór í TransPRK aðgerð sem fylgir erfiðara bataferli en af hinni típísku laser aðgerð svo ég er öll að koma til og jafna mig og verð að því næstu vikurnar. Á morgun sný ég aftur í vinnu en það verður áhugavert þar sem ég er ekki alveg komin með 100% sjón strax en hún kemur smátt og smátt næstu 4-6 vikurnar. Maður verður því bara að hoppa í djúpu lauguna og sjá hvernig það gengur fyrir mig að vera í tölvunni allan daginn með svona „hrá“ augu!

Ég tók upp allt laser ferlið mitt á myndband sem ég ætla að klippa saman og birta í færslu hér á blogginu eftir nokkrar vikur þegar ég verð útskrifuð frá læknunum og get sagt ykkur alla söguna mína. Þá mun ég líka fara betur út í smáatriði og linka fyrir ykkur ýmsar greinar og annað sem ég las fyrir aðgerðina en það er að sjálfsögðu einna mikilvægast að kynna sér vel það sem maður er að fara í og taka rökrétta ákvörðun sem að maður er sáttur við. En betur um það síðar!

Núna bíð ég hinsvegar bara eftir því að mega mála mig aftur! Það bíða mín svo margar fallegar L’Oréal nýjungar að mig klæjar eiginlega bara í puttana. Svo var ég líka að kaupa mér nýja myndavél svo það er ekki að hjálpa til við að seðja löngunina! Vonandi líður tíminn bara hratt 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Insta Lately #2

Ég er búin að vera mjög virk á Instagram upp á síðkastið og búin að birta heilan helling af myndum frá því ég gerði það opinbert. Ég hvet ykkur því að sjálfsögðu að fylgja mér þar en þið finnið mig undir rannveigbelle. Það er aldrei að vita nema ég farið að gera eitthvað spennandi fyrir fylgjendur mína þar á næstunni 😉

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Heimagerðir Cannoli Cups

Processed with VSCO with v5 preset

Eitt sem ég elska við það að vera í fríi er að geta nýtt tímann í að gera eitthvað sem ég væri annars ekki vön að gera. Um páskana gerði ég einmitt það en þá ákvað ég að leika mér smá í eldhúsinu og bjó til þessa ómótstæðilegu Cannoli Cups. Ég fékk allt í einu svo fáránlega mikið craving í Cannoli en ég nennti ekki að standa í því að gera djúpsteiktu skeljarna svo ég ákvað bara að baka þær í staðin og móta þær í bolla eftir möffinsformi sem ég á. Þetta var svo fáránlega gott og sló heldur betur í gegn í páskamatnum hjá mömmu og pabba. Það má segja að ég hafi gert Cannoli-ið alveg frá grunni en ég bjó meira að segja til Ricotta ostinn sem er notaður í eftirréttinn. Þetta var því sannkallaður hátíðarréttur og ég er eignlega búin að ákveða að þegar ég fullorðnast nú og verð komin með mína eigin fjölskyldu og farin að halda mín eigin jól þá mun þetta vera eftirrétturinn sem ég mun bjóða upp á! Ef ykkur langar að prófa þá er uppskriftin hér 🙂

Cannoli Cups
Fullkomið afbrigði af hinum klassíska ítalska eftirrétti
Skrifa umsögn
Prenta
Ricotta osturinn
 1. 1 líter nýmjólk
 2. 1/2 stór rjómi
 3. 1/4 bolli sítrónusafi
 4. 1/2 - 1 tsk Maldon salt
Cannoli skeljarnar
 1. 2 bollar hveiti
 2. 1 msk sykur
 3. 1 klípa af salti
 4. 1 og 1/2 msk af mjúku smjöri
 5. 1 egg
 6. Mjólk eftir þörfum (um það bil 1/4 bolli)
Fylling
 1. Ricotta osturinn sem þið gerðuð áður
 2. Restin af rjómanum (1/2 stór rjómi)
 3. 2 plötur af suðusúkkulaði
 4. Vanilludropar eftir smekk
 5. Kanill eftir smekk
 6. Flórsykur eftir smekk (magnið fer eftir því hversu sæta þið viljið hafa fyllinguna)
Ricotta osturinn
 1. Hellið nýmjólkinni og hálfum rjómanum í pott. Bætið við saltinu. Hitið nú blönduna þar til hún nær 90°C. Passið að blandan fari ekki að sjóða og hrærið í henni annað slagið. Þegar að blandan hefur náð 90° þá skuluð þið hella sítrónusafanum út í. Hrærið honum rétt svo saman við og látið blönduna svo sitja og kólna í um það bil 5 mínútur. Nú mun blandan hlaupa í kekki. Á meðan blandan er að kólna gerið þá klárt sigti og skál. Leggið sigtið ofan á skálina og fóðrið það með ostaklút/grisjuklút. Þegar að þessar 5 mínútur eru liðnar hellið þá öllu saman ofan í sigtið og leyfið þessu að standa inni í ískáp yfir nótt. Þá mun allir auka vökvi síast frá ostinum.
Cannoli skeljar
 1. Blandið þurrefnunum saman. Hnoðið smjörinu og egginu saman við þurrefnin. Bætið við mjólk til að bleyta upp í deiginu. Deigið er tilbúið þegar öllu hefur verið blandað saman og hægt er að fletja það út. Kælið deigið í um það bil klukkustund áður en það er flatt út. Fletjið nú út deigið örþunnt og leggið það ofan á botninn á nonstick möffinsformi. Takið gaffal og stingið á víð og dreif um deigið. Bakið nú deigið við 180°C þar til það verður gullinbrúnt. Leyfið skeljunum alveg að kólna áður þær eru losaðar frá mótinu og fyllingin sett í þær.
Fylling
 1. Hrærið saman ricotta ostinum, vanilludropunum og kanilnum. Bætið við flórsykri smátt og smátt þar til þið náið þeirri sætu sem þið viljið. Saxið niður suðusúkkulaðiplöturnar og bætið súkkulaðinu saman við. Skiljið smá súkkulaði eftir til að skreyta. Þeytið nú afganginn af rjómanum og blandið honum varlega saman við blönduna. Ef ykkur finnst blandan ekki nógu sæt eftir að rjómanum hefur verið blandað saman við má bæta við meiri flórsykri.
 2. Skóflið næst fyllingunni ofan í skeljarnar og stráið restinni af súkkulaðinu yfir bollana. Kælið þar til bera á eftirréttinn fram.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Dress up: Pollajakki

Processed with VSCO with a5 preset

2_einkaeigu_ekki_kostudÞað er nú meira hvað það er yndislegt að vera í páskafríi! Ég vona að þið séuð búin að hafa það jafn æðislegt í dag og ég en við kærastinn tókum okkur góðan göngutúr í Grasagarðinum í dag. Þar var allt að lifna við og sólin skein meira að segja smá á okkur þó það var pínku kalt.

Processed with VSCO with a5 preset

Í gær eignaðist ég þennan glæsilega pollajakka frá Vero Moda en móðir mín var svo yndisleg að koma mér á óvart með sumargjöf. Hún er alveg einstök það er ekki hægt að segja annað❤️Pollajakkar eru búnir að vera að gera allt vitlaust undanfarna mánuði og því var ég rosalega lukkuleg með mig að geta fengið að taka þátt í þessu trendi. Þessi jakki er líka ekki ósvipaður jakka úr 66 norður sem ég er búin að hafa augastað á lengi!

Processed with VSCO with a5 preset

Jakkinn var til í mörgum litum eins og dröppuðum, hermannagrænum og bleikum en þessi blái kallaði hreinlega á mig. Mér finnst hann svo fallegur! Jakkinn er tiltölulega síður en að aftan nær hann mér niður á hné. Framan á jakkanum eru síðan tveir góðir og djúpir vasar.

Processed with VSCO with a5 preset

Að sjálfsögðu er síðan hetta á honum og það er hægt að þrengja jakkan sjálfan í mittið. Ég á eftir að nota þennan mikið í sumar en vonandi ekkert alltof mikið… það er að segja ég vona að ég þurfi ekki alltaf að nota hann því það sé svo mikil rigning úti! Ég get líka alveg notað hann jafn mikið í sveitinni og í bænum þar sem hann er bæði töff og nytsamlegur. Ég er allavega alveg ástfangin af honum svona ef þið eruð ekki búin að átta ykkur á því 😉

Processed with VSCO with a5 preset

Jakkinn kostaði 8.990 krónur ef þið hafið áhuga á honum en þá eigið þið bara eftir að velja ykkur lit og það verður alveg örugglega ekki auðvelt þvi þeir eru án djóks allir flottir! 

Annars vona ég bara að þið munuð eiga yndislega næstu daga elsku lesendur. Ég mun gera það í pollajakkanum mínum 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Sumarskór

Ég finn lyktina af sumrinu! Það er bara rétt handan við hornið þó mér finnst svona nýbyrjað að vora. Þar sem sólin er svona fallega hátt á lofti í dag fannst mér tilvalið að taka saman lítinn (lesist stóran) lista af flottum sumarskóm. Ég elska að vera í flottum hvítum strigaskóm yfir sumarið og ég þarf helsta að fara að taka mína í gegn, þvo þá og gera þá hvíta og fína aftur 🙂 Ef það tekst ekki þá hef ég auga á fallegum hvítum Adidas strigaskóm, þeir eru alltaf klassískir og flottir.

Ef þið smellið á myndirnar farið þið inn á viðeigandi skó

 

Blómaskór eru líka að koma sterkir inn þetta sumarið en saumuð blóm bæði í skóm og fatnaði eru að tröllríða öllu þessa dagana. Eitt þannig skópar myndi því sóma sér vel í skóskápnum mínum og þá sérstaklega svörtu flatbotna blóma leðurskórnir sem þið sjáið hér fyrir ofan. Mér finnst þeir vera tjúllað flottir!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Aftur af stað

75f474a03bcfd0051518ba268772d624

Þá er ég búin með innflúensuna líka… jei… Ég talaði kannski aðeins of fljótt af mér um daginn þegar ég sagði að veikindin væru að klárast hjá mér því nokkru síðar var ég komin með innflúensuna og haltu á ketti hvað það er mikill viðbjóður! Ég hef aldrei verið með jafn svæsna flensu á ævi minni og ég er meira og minna búin að vera í móki í næstum því viku núna. Núna loksins sé ég fyrir endan á þessu (7-9-13) svo ég get farið að vera aðeins virkari hérna inni aftur. Ég er svo spennt að fá að birta fullt af vorfærslum fyrir ykkur þar sem það er svo mikið vor í loftinu og vorið ásamt haustinu er lang uppáhalds tímabilið mitt í förðunarheiminum. Verið því viðbúin fyrir vorið hér á þessari síðu minni á meðan ég keyri mig í gang aftur 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Í spilaranum

Ég horfði á söngvakeppnina í gær á RÚV og mér hefur bara sjaldan verið komið jafn mikið á óvart með einu lagi! Lagið hans Daða kom mér algjörlega í opna skjöldu enda hef ég aldrei heyrt það áður og ég skil hreinlega ekki afhverju í ósköpunum það er ekki búið að vera spilað meira í útvarpinu… 

Ég er allvega búin að vera með lagið hans Daða Is this love eða Hvað með það á „repeat“ í spilaranum frá því ég heyrði það í gær og þá skiptir mig engu máli hvort það er á íslensku eða ensku, mér finnst það bæði jafn gott og það gerist aldrei hjá mér. Daði fær allavega mitt atkvæði!

Hvet ykkur til að setja þetta lag í spilarann á þessum fína sunnudegi 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Brunch á Coocoo’s Nest

Processed with VSCO with a5 preset

Processed with VSCO with a5 preset

faerslan_er_ekki_kostudFyrir tveimur helgum skelltum við okkur á Coocoo’s Nest í brunch en þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef komið á staðinn. Hann er alveg ótrúlega lítill og krúttlegur… staðurinn þá ekki kærastinn,… og heillaði mig alveg upp úr skónum. Mæli með að kíkja þangað ef ykkur vantar nýjan brunch stað. Ég fékk mér bláberjasíróps pönnukökurnar sem voru mjög góðar þrátt fyrir lítið síróp en Maggi fékk sér eggjaköku með súrdeigsbrauði sem lúkkaði alveg svakalega vel út 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

 

Fylgdu okkur á


Follow