Eldri færslur eftir merkjum fyrir RH – Annað

@rannveigbelle

Er ekki kominn tími á aðra Insta lately færslu. Ég er búin að taka Instagramið mitt alveg í gegn og hreinlega elska það! Ég er til dæmis mjög virk á Insta Stories þar sem ég sýni smá svona baksviðs það sem fer fram við gerð bloggfærslanna minna ásamt því að sýna annað slagið brot úr mínu hversdagslífi. Mér finnst Insta Stories nefnilega miklu skemmtilegra en Snapchat sem ég gafst nú fljótt upp á. En hér eru nokkrar myndir sem ég hef verið að birta upp á síðkastið en að sjálfsögðu hvet ég ykkur að fylgja mér undir @rannveigbelle. Ég yrði ofboðslega glöð með það 😉

 

Fylgið mér endilega undir @rannveigbelle

Fake Eucalyptus

Færslan er ekki kostuð, vöruna keypti ég mér sjálf

Ég keypti mér nokkrar gervi Eucalyptus plöntur á netinu um daginn og mér fannst þær svo æðislegar að ég hreinlega verð að deila þeim með ykkur! Eucalyptus er klárlega tískuplantan í dag en þessar fallegu greinar eru nánast allstaðar! Hvort sem það sé í innanhúsblöðum, tískublöðum, tískubúðum eða bara á heimilim landsmanna þá tekur Eucalyptus sig alltaf vel út. Hafandi sagt það þá er Eucalyptus í rauninni tímabundin planta sem þornar upp þegar greinin sem er afklippt af trénu deyr. Ég er ekki mikið fyrir þurrkuð blóm (því ég brýt þau alltaf) svo ég reyni alltaf frekar að finna mér raunveruleg gerviblóm séu þau til. Þar sem það eru til yfir 700 tegundir af Eucalyptus er það hugtak frekar teygjanlegt en mér finnst ég nú samt hafa fundið mjög raunverulegt Eucalyptus gerviblóm.

Gerviblómið sem ég keypti kemur með löngum stilk og út frá honum koma nokkrar mislangar og misþéttar Eucalyptus greinar. Mér fannst koma best út að klippa greinarnar til og nota þær stakar svo þær voru ekki bara allar fastar á einum stilk. Þannig lúkkaði plantan líka raunverulegri. Í fallega Avena vasanum mínum sem ég fékk á nytjamarkaði hér í Köben um daginn blandaði ég saman þessum Eucalyptus greinum og Eycalyptus gerviblómi sem ég keypti heima á Íslandi í IKEA. Að blanda svona saman tegundum lætur vöndinn lúkka ennþá raunverulegri út og þó ég segi sjálf frá kemur þetta svakalega vel út í vasanum!

Fyrir áhugasama þá keypti ég Eucalyptus greinarnar HÉR á Ali Express 🙂

-Rannveig / @rannveigbelle

New In: Leopard Skirt

Færslan er ekki kostuð

Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig þá heiti ég Rannveig og er forfallinn hlébarðamynstursaðdáandi. Það er ekki af ástæðulausu að hlébarðaslaufa príddi forsíðuna á bókinni minni Slaufur en þessi hlébarðamynstursbaktería beit mig einhverntíman í menntaskóla ef ég man rétt. Síðan þá hef ég átt ófáa hluti sem eru hlébarðamynstraðir alveg frá töskum, rúmfötum, möskurum og jafnvel servíettum. Systir mín gaf mér einu sinni fyrir löngu líka hlébarðapela bara því hún sá að hann var hlébarða og ég gæti þá notað hann á einhverju djammi eða bara þegar ég eignast börn. Þetta er ákveðin veiki ég er að segja ykkur það! 

Ég er því þvílíkt glöð yfir að hlébarðamynstur er að finna út um allt í tískunni núna og því gat ég ekki sleppt því að kaupa mér þetta pils frá Pieces þegar ég sá það hérna úti í DK. Ég pantaði mér reyndar pilsið af nelly.com HÉR og skráði mig á póstlistann hjá þeim svo ég fékk 15% afslátt á pilsinu 🙂

Ég tók XS í pilsinu þar sem ég er frekar mittismjó en ég myndi segja að mittið er samt í stærri kantinum þannig að ég mæli með því að taka stærðina fyrir neðan stærðina sem þið eruð vön ef ykkur langar í pilsið. Það var allt út í einmitt svona rufflu hlébarðapilsum á CIFF núna um daginn og því hlakka ég til að spóka mig í þessu pilsi yfir gallabuxur og hvíta skó, eitt og sér eða bara við sokkabuxur sem allra fyrst!

Hvað finnst ykkur um þetta hlébarðamynsturstrend sem er í gangi núna, eruð þið að fíla það eða ekki? 🙂

-RH / @rannveigbelle

Tískuvikan í Köben

Eins og þið sem eruð með mig á Instagram (@rannveigbelle) vitið skrapp ég á tískuvikuna í Köben í síðustu viku. Ég var með story-ið hjá Belle Instagraminu (@belle.is) á meðan ég þræddi gangana á CIFF og skoðaði heitustu trendin fyrir næsta vetur og næsta haust. Hér eru nokkrar myndir sem ég smellti af á meðan ég var þar en story-ið getið þið ennþá séð í heild sinni í Highlights hjá Belle á Instagram. Mæli með að þið kíkið á það!😊❤️

 

-Rannveig / @rannveigbelle

Blúnda

Ég er alveg óð í allt blúndu þessa dagana! jafnvel þó það sé ekki  nema pínu blúndu smáatriði sem sjást í dressinu. Það er eitthvað svo elegant og smart. Þarna á myndinni er ég í stuttermabol sem ég keypti á veromoda.dk sem er með svona breiðri blúndu að neðan. Ég notaði bolinn sem kjól á jólunum þar sem hann er frekar síður en ég hugsaði hann fyrir einmitt svona smáatriði þar sem að blúndan getur sést þegar ég er í bolnum undir þykkari peysum. 

-RH / @rannveigbelle

Hann er minn!

Færslan er ekki kostuð

Jibbí! Hann er loksins minn! Þið vitið ekki hversu lengi mig hefur langað í þennan blessaða Acapulco stól frá OK Design en núna stendur hann á stofugólfinu hjá mér. Ég hefði tekið mynd af honum sjálf til þess að sýna ykkur en ég er ekki alveg búin að ákveða hvar hann á að vera og svo erum við á svo miklum brauðfótum í þessari í búð að ég þori eiginlega ekki alveg að koma mér almennilega fyrir… En flottur er hann! Ég sagði við sjálfa mig þegar ég flutti út til Danmerkur að nú myndi ég sanka að mér einhverjum flottum dönskum hönnunarhlutum til þess að flytja með mér heim en í einu og sömu vikunni fann ég þennan Iittala vasa á flóamarkaði og keypti Acapulco stólinn með leðursessu á danska blandinu fyrir brot af kostnaðinum. Nokkuð heppileg vika myndi ég segja en þið trúið ekki hvað ég hlakka til að geta eignast íbúð (þó það sé eflaust svolítið langt í það) og gera allt nákvæmlega eins og ég vil hafa það inn í henni. Þá mun stóllinn sko fá flottan samastað en hann er svo klassískur og flottur, og furðu þægilegur!

-RH / @rannveigbelle

Þriðji í Bachelor

Ný vika nýr bachelor! Ég ætlaði nú bara að gera svona færslu annað slagið en alltaf finnst mér jafn ómögulegt að sleppa bara úr þætti svo hér erum við stödd eftir þriðja Bachelor þáttinn og þriðju færsluna!

VARÚÐ Spennispillar VARÚÐ

Fyrsta stefnumótið, hópstefnumót eða glowstefnumót. Talandi um Glow þá er ég nýbyrjuð að horfa á þá þætti á Netflix og þeir lofa góðu! Bara búin með tvo samt 🙂 En aftur að Bachelor! 

Er það bara ég eða er Bachelorinn sjálfur, hann Arie voðalega lítið búinn að vera í þáttunum? Mér finnst hann eiginlega aldrei vera í mynd, eiginlega aldrei segja neitt og þátturinn er eiginlega bara um stelpurnar… og þá meira en venjulega. Kannski er hann bara rólegri og ég tek minna eftir honum eða eitthvað, veit ekki.

En glímudeitið var… jaaa… ég held að Arie hafi bara hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði: Today’s going to be one of those dates that is uncomfortable for all of us. Held samt að það hafi verið sérstaklega óþægilegt fyrir Bibiana og Tia sem voru alveg ekki að fatta það að Glow-konan var í karakter…

Becca M. fékk síðan hópstefnumóts rósina og Krystal var ekki sátt. Ég er hinsvegar ekkert sátt út í Krystal þannig að þetta kemur út á sléttu… Án djóks þessi rödd sem hún gerir alltaf þegar hún er að tala við Arie fer alveg með mig. Ef ég væri hann þá væri ég bara WTF talaðu venjulega!

Svo er það þetta hér:

Er hún bara í þessu til þess að skapa nafn fyrir sjálfa sig og þess vegna er hún að haga sér svona? Það væri allavega ekki í fyrsta skipti í sögu Bachelor.

Svo var það heimsins vandræðalegasta stefnumót með Lauren S. sem endaði líka svona glimrandi vel… Fyrst mundi ég ekkert hver þetta var og svo fattaði ég að þetta var Social Media Managerinn sem nuddaði á honum tærnar í fyrsta þættinum… Var það ekki annars?

Stefnumótið var allavega klippt þannig að það var eins og Arie hafi ekki komið einu einasta orði inn í samræðurnar þeirra þar sem að Lauren blaðraði bara og blaðraði um sjálfa sig, allt og ekkert. Vinkona mín, sem er jafn mikill Bachelor nörd og ég (HÆ RAKEL!) hafði síðan orð á því við mig að Arie hafi í alvörunni borðað á stefnumótinu þeirra!!! Nei hættu nú þetta er í fyrsta skipti þar sem ég hef séð einhvern einstakling borða á stefnumóti í Bachelor áður… það gerist aldrei!!

Lauren S. var síðan send heim… skiljanlega svo sem.

Svo var það hundastefnumótið… Nei ég meina svona í alvörunni… Hundastefnumót… Really?

Þar var Annalise með aðra hræðilega lífreynslu til þess að deila með okkur. Í síðasta þætti voru það klessubílarnir, núna voru hundarnir tæklaðir. Ég var alveg spennt fyrir að sjá hvað yrði í næsta þætti eeeeeen…

Arie sendi hana heim daginn eftir þegar hún eignlega bað hann um að kyssa sig en hann vildi það ekki… grænar bólur það var svo vandræðalegt.

Það var líka næstum því jafn vandræðalegt þegar að Bibiana var búin að gera svaka setup úti til þess að fá Arie til að tala við sig en hann fór bara þangað með allar hinar stelpurnar en ekki hana. Class act… Held samt að þetta hafi verið svo mikið planað hjá framleiðendunum.

Mér er síðan farið að lítast bara ágætlega á Chelsea, hún er allavega alveg farin frá því að vera „the villain“ eins og mig var farið að gruna í síðasta þætti. Sá titill er alfarið kominn yfir á Krystal!

Fleiri voru ekki Bachelor pælingar mínar þessa vikuna. Þar til næst!

-RH / @rannveigbelle

Snilld fyrir fólk eins og mig… sem nennir ekki í ræktina

Færslan er ekki kostuð

Mig langaði að deila með ykkur smá snilld sem ég fann í nóvember og hef verið að nota óspart síðan þá! Svona til þess að gefa ykkur smá baksögu þá er fátt sem mér finnst leiðinlegra en að fara í ræktina (nema kannski að ryksuga). Ég get alveg skroppið í tíma eins og spinning og mér finnst það alveg ágætt en bara þetta „concept“ að fara í ræktina heillar mig ekki og hefur aldrei gert. Ég tók því þá ákvörðun á seinasta ári að byrja að þjálfa mig upp á öðruvísi hátt. Síðasta haust byrjaði ég því að fara út í göngutúr á hverjum einasta degi með góða hljóðbók í eyrum því mér finnst miklu skemmtilegra að ganga rösklega heldur en að hlaupa. Í nóvember langaði mig síðan að fara að þjálfa mig meira og ákvað að HIIT eða High-intensity Interval Training væri eitthvað fyrir mig. Það myndi koma brennslunni á fullt, þjálfa þá vöðva sem ég vildi stinna og tæki ekki langan tíma. Þess vegna uppgötvaði ég Fitness Blender og hlustiði nú…!

Fitness Blender er vefsíða sem er alveg ókeypis og inniheldur fjöldan allan af æfingarmyndböndum með æfingum sem er hægt að gera heima í stofu! Þú getur valið nákvæmlega hvaða tegund af æfingu þú vilt gera, hvaða þjálfara þú vilt hafa, hversu lengi æfingin á að vera, hversu erfið hún á að vera, hvort hún á að vera með tækjum eða ekki og svo framvegis. Vægast sagt algjör snilld og ég skil eiginlega ekki hvernig þetta getur verið ókeypis!

HÉR er til dæmis uppáhalds æfingin mín. 15 mínútna HIIT prógram sem reynir á allan líkamann og hressir mig all svakalega við en ég reyni að gera æfinguna annan hvern dag. Ég er ekkert sérstaklega mikið að hugsa um að grenna mig, heldur bara að hreyfa mig og vera hraust án allra öfga og því er þetta prógram fullkomið fyrir mig.

Vonandi mun þessi síða bara gagnast fleirum en mér fannst algjör snilld að deila henni með ykkur hérna í janúar þegar allir eru að reyna að komast í kjólinn eftir jólin! 😉

P.S. Ég er síðan að vinna í nýjustu Bachelor færslunni akkúrat núna en hún kemur örugglega ekki inn fyrr en á morgun til þess að gefa fleirum tækifærið að horfa á þáttinn. Þar til þá❤️

-RH / @rannveigbelle

Annar í Bachelor

Jæja þá er fjörið byrjað! Þriðjudagskvöld eru aftur orðin skemmtileg! Off topic… finnst einhverjum öðrum en mér þriðjudagar bara vera allra leiðinlegustu dagarnir? Aníveis… Hver horfði á nýjasta Bachelor þáttinn? Mig langaði að halda áfram að deila með ykkur nokkrum hugleiðingum frá mér

VIÐVÖRUN Spennuspillar VIÐVÖRUN

Ókei fyrsta deit Becca K! Ég sver ég mundi ekkert eftir þessari píu frá fyrsta þættinum og svo horfði ég á einhver Youtube myndbönd hjá Jimmy Kimmel, Ellen og fleirum og þá voru allir bara að spá því að hún myndi vinna… og ég mundi EKKERT eftir henni. En hún fékk fyrsta deitið, sem mér fannst reyndar mjög skrítið deit… hún var bara eitthvað að máta kjóla. Svo gaf hann henni eyrnalokka og var að fara að setja þá í eyrun hennar þegar hún spurði hvort hann hafði gert þetta áður og hann svaraði játandi. Bjargaði sér síðan fyrir horn og sagði… já í mömmu… Eins trúverðugt og það kann að vera. Mér leist samt ágætlega á hana en æj ég veit ekki, fannst vanta eitthvað, fannst þau ekki alveg smella saman í mínum Bachelor haus. Vanalega er ég alltaf búin að pikka út þann sem vinnur eftir fyrsta þáttinn, og oftast hef ég rétt fyrir mér en núna er ég alveg blankó.

Ég er svona 90% viss um það að það er búið að svissa „the villain“ titilnum frá Chelsea sem var í fyrsta þættinum og hann er núna kominn yfir á Krystal. Það er bara eitthvað við þessa píu sem er ekki alveg að smella saman. Er það síðan bara ég eða er ekki pínu skrítið að gaurinn býður þér heim að fara að skoða barnamyndir og myndbönd af sjálfum sér á fyrsta deiti? Mér fannst það meira að segja meira skrítið en þegar þau hittu fjölskylduna hans í korter.

Svo þetta blessaða hópstefnumót. Voru ekki fleiri stelpur á þessu deiti en hafa verið á hópdeitum áður? Ég gat svo nú ekki annað en hlegið af „bumper car“ dramnu hjá Annaliese, ég meina kommon það var nú pínu fyndið! 

Og svo þetta…. nei… bara nei… held ég þurfi ekki að segja neitt mikið meira…

Bibiana var svo bara alveg að missa það allan þáttinn. Veit ekki hvort að hún hafi fattað það hvernig Bachelor virkar áður en hún fór í þáttin en ég meina… It’s good TV! Hún lét Krystal líka heyra það sem fór tvisvar sinnum að tala við Arie á rósarkvöldinu þótt hún væri með rós. Ég skil kannski einu sinni en varð nú að vera sammála því að tvisvar er einum of.

Svo þegar að gellan sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir var send heim og ætlaði bara að fara án þess að kveðja, hann fór á eftir henni og vá hvað ég kunni vel að meta það. Líkaði bara ennþá betur við hann eftir það!

Kræst sumt hljómar svo fáranlega þegar ég skrifa það en dj*****  hef ég samt gaman að þessu! 😉 

Svo er það þetta hér….

Ég veit ekki alveg með þetta… er verið að reyna að halda Bachelor in Paradise brjálæðinu gangandi á veturna núna… Hvað finnst ykkur, er þetta eitthvað sem þið eruð spennt fyrir / munuð horfa á???

-RH / @rannveigbelle

Costco kraginn

Ég er mjög fljótfær Stundum get ég verið svolítið fljótfær. Munið eftir því þegar ég sýndi ykkur flotta svarta faux fur loðkragann sem ég keypti í Vero Moda í fyrra? Við flutningana út til Köben hef ég greinilega losað mig við hann á einn hátt eða annan, að öllum líkindum þegar ég tók Kon Mari aðferðina á fataskápinn minn. Að sjálfsögðu sá ég síðan eftir því þegar að veturinn kom en þá átti ég engan kraga. Daginn eftir að ég uppgötvaði þetta og var þá búin að leita að kraganum mínum hátt og lágt fór ég í Costco. Að sjálfsögðu fór ég í Costco, ég myndi búa þar ef ég gæti en þegar ég var í Costco kom ég auga á þessa kraga hér!

Færslan er ekki kostuð – Kragarnir eru í einkaeigu

Þetta var svona „meant to be“ myndi ég segja og það sem ég var glöð að koma auga á þá! Kraginn kostar ekki nema rétt undir 1500 kallinn og er til í bæði gráu og svörtu.

Kragarnir eru hlýjir og þægilegir og svo finnst mér þeir líka bara vera ofboðslega töff. Það er algjör snilld að bæta þessu yfir yfirhöfnina sína til þess að gera hana bæði hlýrri og glæsilegri.

Ég fór í Costco í síðustu viku áður en ég fór heim til Danmerkur aftur og þá var ennþá nóg til af krögunum en samt ekki þannig að þeir verða til mikið lengur svo ef ykkur langar í einn eða báða þá myndi ég kíkja sem allra fyrst😊

-RH (Instagram @rannveigbelle)

 

Fylgdu okkur á


Follow