Eldri færslur eftir merkjum fyrir rh-annað

Hæ haust! Heimsókn í Vero Moda

Færslan er unnin í samstarfi með Vero Moda

Ég var stödd á landinu í síðstu viku í 10 daga heimsókn og sú heimsókn var nú heldur betur viðburðarík. Ég er mikið búin að vera frá blogginu í sumar og það eru ýmsar ástæður fyrir því svo ég tek kannski saman smá færslu um það bráðum en þeir sem fylgja mér á Instagram eru þó búnir að fá að fylgja sumrinu mínu aðeins og þá sérstaklega því sem gerðist í Íslandsheimsókninni minni! Ég svíf allavega um á bleiku skýi þessa dagana og þið getið kíkt á Instagramreikninginn minn undir @rannveigbelle til þess að sjá hvers vegna ❤️ 😉 

Í heimsókn minni á Íslandið góða kom ég við í Vero Moda í Kringlunni og fékk að kíkja á haustvörurnar þeirra. Ég fór vopnuð myndavélinni minni – að sjálfsögðu – og smellti af nokkrum myndum af nýju vörunum og búðinni sjálfri. Síðan setti ég inn á IG Story hjá mér nokkur dress sem ég setti saman en þið getið ennþá séð heimsóknina og dressin í „Visits“ í highlights hjá mér inni á Instagram

Stútfull búð!

Allt sem er hlébarða kallar að sjálfsögðu á mig! Þessir væru æði sem inniskór í vinnuna

Fullt af fallegum haustpeysum…

… og haustskóm

Þessi er æði!

Fullt af flottum húfum…

… og fylgihlutum

Eins og ég nefndi fyrr í færslunni setti ég nokkur outfit í IG story hjá mér þegar ég kíkti í heimsókn hér getið þið séð þau 🙂

Þessi skyrta kom með mér heim í bláu – ég féll alveg kylliflöt fyrir henni!

Og þessir skór!! Nei sko elska!

ELSKA!

Hlébarða – að sjálfsögðu

Bum bag – svo smart og þægilegt

Vonandi hafið þið haft gaman af smá svona haust innliti. Það er rosalega langt síðan ég gerði innlit – ekki síðan í desember bara held ég. Látið mig endilega vita ef ykkur finnst gaman af svona og þá fer ég að gera meira af því 😀

Þar til næst! <3

Rannveig / @rannveigbelle

Met favorites!

Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi hjá mér persónulega sem ég deili kannski með ykkur seinna en vegna þessa hef ég lítið verið við hérna á blogginu (allavega miðað við vanalega). Ég hef því reynt að slaka meira á, minnka vinnuálag (utan vinnu) og bara svona hvíla mig aðeins. Þess vegna hefur bloggið aðeins fengið að sitja á hakanum en stundum verður það bara að vera svoleiðis, því miður. Mér líður þó aðeins betur, allt er að fara í réttan farveg og ég því tilbúin til að halda áfram þar sem frá var haldið 🙂

Að því sögðu! Met ballið var haldið hátíðlegt í gær og að þessu sinni var kaþólskt þema… ég skil ekki neitt en kjólarnir voru flottir! Gull var klárlega litur kvöldsins en stjörnurnar skinu sínu skærasta. Hér eru mín uppáhalds lúkk frá kvöldinu!

Eruð þið sammála mínu vali? Hvað dress var ykkar uppáhalds?

-RH / @rannveigbelle

Páskarnir mínir

Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að vora og fólk er einhvern veginn léttara á fæti. Mamma og pabbi kíktu til okkar í Köben yfir páskana og helgin hefði ekki getað heppnast betur þó við hefðum planað það! Mér leist reyndar ekkert á blikuna á fimmtudaginn þegar það var brjálað rok, snjór og satt besta að segja skítakuldi hérna en föstudagurinn gerði það svo sannarlega upp við okkur með heiðskírum himni, sól og blíðu! Ég vona innilega að þið hafið átt yndislega páskahelgi kæru lesendur, hér eru nokkrar myndir frá minni sem einkenndist einna mest af góðum félagsskap og miklu áti!

Glöð að fá mömmslu og pabba

Ég fékk rjúkandi heita sendingu frá Íslandi með fullt af dásamlegum nýjungum til að prófa
Fyrsti dagurinn og brjálað veður kallaði á comfort food
Löbbuðum upp Sívalna turninn í bongóblíðu og sáum alveg yfir alla Köben
Nauðsynlegt að stoppa á Hotel Chocolat ef þið eruð í Köben

Höllin og Marmarakirkjan
Skálað í Aperol Spritz við leikhúsið
Feed me mother!
Ég skrapp í klippingu og litaði mig ljóshærðari og klippti mig stutt! Sýni ykkur breytinguna betur við tækifæri 🙂
Smörrebröd á Koefoed er ekkert grín!

Páskaförðunin mín var einföld að þessu sinni en ég lagði áherslu á brons augu og lýtalausa húð
Páskamatur á Guru
Við Magnús fögnuðum svo fimm ára sambandsafmæli með stæl á Bar7 með sjúkum kokteilum!

Bestu páskar ever með uppáhalds fólkinu mínu!

-RH /@rannveigbelle

Besti ísinn í Köben!

 

Færslan er ekki kostuð

Ég smakkaði besta ísinn í bænum i gær en Heiðrún systir hefur verið í heimsókn í danaveldi þessa helgina. Það kom ekki annað til greina en að segja ykkur frá ísnum, svo góður er hann! Ég er búin að heyra um þennan blessaða ís frá því að Magnús flutti á undan mér út til Köben síðasta sumar. Þá keypti hann sér ísinn á matarmarkaði og síðan þá kemur hann reglulega upp í samræðum hjá okkur.

Um helgina smakkaði ég svo ísinn unrædda þegar við systurnar skruppum í Fields mollið en ísinn fæst í búðinni Kjærstrup og ég verð að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum! Besti rjómaís sem ég hef smakkað!

Í botninum á ísnum er að finna svona danskar kókosbollur sem ég man ekki fyrir mitt litla líf hvað heita núna… Flødeskumsboller kannski? En maður getur valið um nokkrar bragðtegundir og að sjálfsögðu fékk ég mér lakkrís… en ekki hvað! Í botninum er sem sagt þannig lakkrísbolla hjúpuð hvítu súkkulaði og ofan á hana er rjómaísinn settur ásamt sósu og kurli. Þetta salmíakskurl sem er á ísnum er líka bara nokkrum númerum of gott!

Ég held ég sé alveg búin að ná að selja ykkur þennan ís, er það ekki? Ef þið eruð að versla í Fields takið ykkur þá smá pásu og smakkið þennan, þið munuð ekki sjá eftir því!

-RH / @rannveigbelle

Glæsileg byrjun á 2018

Hvað er betra en að byrja árið 2018 á þeim fréttum að leigusalinn er búinn að setja húsið á sölu og flutningar eru því að öllum líkindum væntanlegir! Það er því hressandi húsnæðisleit í vændum hjá okkur parinu núna í byrjun árs. Ég hef svo sem ekkert á móti því að flytja á annan stað í Danmörku og vera kannski nær miðbænum en við erum núna en ég var samt svo tilbúin að koma bara heim frá Íslandsförinni, aðeins að anda og átta mig á aðstæðum í rólegheitunum án þess að þurfa að stressa mig á einhverju svona. 2018 byrjar því frekar brösulega en vonandi fer þetta bara allt vel.

En ef þið vitið um einhvern eða ef þið sjálf eruð að leita að traustum leigjendum fyrir íbúð í Kaupmannahöfn eða þá hafið einhverja reynslu af íbúðarkaupum í Kaupmannahöfn þá megið þið endilega hafa samband við mig og senda mér póst á rannveig@belle.is. Öll hjálp er mjög vel þegin!❤️

-RH (Fylgið mér á Instagram @rannveigbelle) 

Brunch á Mathús Garðabæjar

Við hjónaleysing gerðum okkur glaðan dag á 17.júní og fórum í brunch á Mathúsi Garðabæjar. Ég er bara búin að heyra fólk dásama þennan stað svo ég ákvað að koma karlinum á óvart og bauð honum í brunch. Ég tók myndavélina mína með til að fanga stemninguna á staðnum og daginn okkar sem var einstaklega góður. Við fórum svo í 17.júní boð eftir brunchinn en ég get nú ekki sagt að við borðuðum mikið í því boði né það sem eftir var af deginum því við fórum eiginlega bara rúllandi út af Mathúsinu. Ég ætla að leyfa myndunum að tala mestmegnis fyrir mig nema ég hafi eitthvað brjálæðislega merkilegt að segja 🙂

Þetta fannst mér fáránlega gott… enda drakk ég tvo 🙂

Eins og þið sjáið vantaði ekki úrvalið á hlaðborðinu og því ekki að furða að við höfum farið rúllandi út um dyrnar.

Skál!

Fyrsta ferð. Heimagerða smjörið á brauðinu var alveg fáránlega gott og það var kjúklingaspjótið og Pulled Pork borgarinn líka. Ég held að mér hafi finnst jógúrtið síst en það vantaði kannski dass af hunangi í það til að fá smá sætu upp á móti jógúrtbragðinu.

Myndarlegasti maðurinn sem ég þekki og svo er hann líka svo góðhjartaður að hann gaf mér leyfi til að birta mynda af sér í færslunni þó hann hafi nú ekki tekið Þrastarlundarpósið!❤️

Ég gat nú varla borðað þetta ég var svo svakalega södd! En ég reyndi allavega og sé ekki eftir því.

Svo gekk skrúðgangan framhjá glugganum á meðan við borðuðum svo tæknilega séð tók ég þátt í skrúðgöngu á fyrsta skipti á ævinni held ég barasta, allavega sem ég man eftir! 😉

Það kostaði 3600 krónur á manninn í þennan brunch og mér finnst það bara rosaleg vel sloppið miðað við gæðinn og magnið sem maður fær. Við munum klárlega endurtaka ferð okkar aftur svo ég segi bara þar til næst Mathús Garðabæjar!

P.S. Allt um förðunina mína má finna HÉR.

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Í Glamour

Aldrei þessu vant þá keypti ég mér tímarit! Kannski ekki stórfréttir fyrir ykkur en ég kaupi mér aldrei svona blöð og les þau því í samræmi við það… Ég held ég lesi þau bara oftast þegar ég sit á biðstofum eins og örugglega margir aðrir íslendingar 😉 Í þessum mánuði gerði ég þó undantekningu og keypti Glamour þar sem að nokkrar myndir eftir mig birtust í grein í blaðinu.

Í blaðinu er að finna viðtal við förðunarfræðinginn Sir John sem kom til landsins nú á dögunum á vegum Reykjavík Makeup School til að halda Master Class námskeið. Hann svarar nokkrum spurningum í viðtalinu en fjórar myndir sem ég tók af námskeiðinu fylgja greininni. Námskeiðið var alveg æðislegt og Sir John greinilega mikill snillingur, fagmaður fram í fingurgóma en á sama tíma alveg svakalega hógvær. Ég dáist alveg að honum og sat bara með stjörnur í augunum á milli þess sem ég smellti af myndum fyrir L’Oréal sem sponsaði námskeiðið með flottum gjafapoka.

Mæli með!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

 

Fylgdu okkur á


Follow