Eldri færslur eftir merkjum fyrir Paula’s choice

Skin Perfecting!

Mig langar til að segja ykkur frá Skin Perfecting 8% AHA lotion frá Paula´s Choice sem ég hef verið að nota núna í 6 vikur.

,,Létt og rakagefandi krem sem dregur fram það besta í húð þinni, gefur henni fallegan ljóma og heilbrigðara yfirbragð.  Ávaxtasýrurnar leysa upp dauðar húðfrumur af yfirborði húðar, svo að þurrkablettir hverfa, húðin mýkist og fær jafnari litarhátt. Inniheldur 8 % glycolic sýru (AHA) sem er vatnsleysanleg og vinnur því mest á yfirborði húðarinnar, dregur úr hrukkum, litablettum, leðurkenndri húð og sólarskemmdum á húð.  AHA sýra eykur einnig getu húðar í að binda raka og dregur þannig úr þurrkablettum á húð.  Kremið inniheldur líka sefandi efni sem róa húð og draga úr roða, ertingu og bólgum.  Sýran örvar kollagen framleiðslu húðarinnar, og því verður húðin stinnari og hrukkur minna áberandi.  Hentar best blandaðri húð og þurri til mjög þurri húð.  Án ilm- og litarefna, án húðertandi efna.“

Mín upplifun:


Húðin mín:
Ég er 29 ára gömul, með fínar línur á þessum týpísku stöðum og mikið af örum eftir bólur á yngri árum. Húðin mín er blönduð, ég fæ þurrkubletti í kringum nefið, en get síðan skartað bólum á höku eða enni. Ég er mjög næm fyrir áreiti og hitabreytingum, sef lítið enda tveggja barna móðir með vefjagigt og hef því tekið eftir myndarlegum baugum seinustu mánuði. Það er nauðsynlegt fyrir mig að hugsa vel um húðina mína og ég veit að ég get náð ótrúlegum árangri þegar ég nota réttu vörurnar.

Umbúðir:
Kremið kemur í 100 ml túpu með pumpu og kostar 5.990 kr hjá Tigerlily.is sem er virkilega gott verð fyrir svona mikið magn af vandaðri vöru með góðri virkni. Ég elska krem með pumpu sem skammtar þér nákvæmlega því magni sem þú þarfnast. Það er hreinlegra og verndar vöruna fyrir bakteríum og óhreinindum.

Innihald og notkun:
Glycolic Acid er innihaldsefni númer tvö i þessu kremi en hún djúphreinsar húðina, fjarlægir óhreinindi og dauðar húðfrumur. Við viljum að virk innihaldsefni séu ofarlega á listanum. AHA sýrur eru ákjósanlegri þegar húðin er þurr og með sólarskemmdum því þær vinna á yfirborði húðarinnar og hjálpa að auki húðinni að binda betur raka. AHA sýrur eru áhrifaríkastar í styrkleikanum 5-10 %. Öllum gagnslausum efnum sem geta skaðað húð er sleppt í öllum vörum frá Paula´s Choice. Þetta eru t.d. alkóhól, ilmefni, litarefni og fleiri efni sem erta húð og valda þannig skaða djúpt niðri í húðlögunum. Vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum.

Ég byrjaði á því að nota kremið 1x á dag eftir að hafa hreinsað húðina með RESIST Optimal Results Hydrating Cleanser. Fyrst þegar ég bar kremið á fann ég fyrir smá sting en það er eðlilegt þegar unnið er með sýrur. Eftir 5 daga komst ég að því að mín viðkvæma húð var að þola kremið vel og því fór ég að bera það á mig 2x á dag, kvölds og morgna.

Virkni:
Eftir að hafa notað vöruna í tvær vikur fannst mér húðin vera sjáanlega hreinni, mýkri og sléttari. Örin vöru enn á sínum stað enda bjóst ég ekki við neinu öðru en þau trufluðu mig ekki jafn mikið því að húðin hafði fengið þennan fallega ljóma sem gerði það að verkum að mér fannst húðin mín virkilega falleg þrátt fyrir nokkra fílapensla á nefinu og ör eftir bólur. Eftir 4 vikur fannst mér húðin unglegri og húðliturinn jafnari og núna eftir 6 vikur finnst mér húðin mín virkilega vel nærð og heilbrigð.

Þú getur nálgast vörurnar frá Paula´s Choice á Tigerlily.is.


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

Augnkremið frá Paula´s Choice

Mér fannst aldrei nauðsynlegt að nota augnkrem hér áður fyrr í minni daglegu rútínu. Það var ekki fyrr en ég eignaðist barn númer tvö þar sem ég áttaði mig á að nú þyrfti ég að gera eitthvað. Held ég geti þó ekki kennt Alexander alfarið um nýjar hrukkur en ég ætla samt að reyna það.

Afhverju að nota augnkrem?

Augnkrem eru séstaklega hönnuð fyrir svæðið í kringum augun, því það svæði er allt öðruvísi en restin af andlitinu. Húðin þar er miklu þynnri og viðkvæmari. Það er ekki óalgengt að fólki taki eftir fyrstu öldrunarmerkjunum í kringum augun.

Augnkrem eru ekki bara fyrir konur sem eru 60 + eins og sumir gætu haldið.  Sjálf byrjaði ég að nota augnkrem endrum og eins í kringum 25 ára aldurinn þegar ég vann í snyrtivöruverslun. Augun og svæðið þar í kring kemur alltaf upp um okkur.

Til ykkar kæru mæður sem hafið ekki sofið í milljón ár og eruð alltaf með veik börn heima. Ég skora á ykkur að bæta augnkremi í ykkar húðrútínu, það bjargar ekki öllu en persónulega sé ég mun.

Hvaða krem er ég að nota?

Undafarið hef ég verið að nota augnkrem frá Paula´s Choice sem heitir RESIST Anti-Aging Eye Cream.

,, Einstaklega nærandi og milt augnkrem sem mýkir húð og bindur raka á öflugan hátt og er því sérlega hentugt fyrir þá sem kljást við þurrt augnsvæði.  Inniheldur fjölmörg andoxunarefni, peptíð, húðgræðandi efni og shea butter sem saman vinna að því að draga úr fínum línum kringum augu og gera húðina stinnari.  Sérhannaðar umbúðir tryggja að virkni og ferskleiki innihaldsefna sé í hámarki.  Hentar öllum húðgerðum og öllum aldri.  Án ilm- og litarefna “

Ég hef verið að díla við  leiðinlegan þurrk við augnkrók og það er ferlega ljótt þegar meik eða BB krem fer í þurrkubletti. Þess vegna nota ég þetta krem á morgnana undir farða og stundum nota ég það á kvöldin fyrir svefn. Þetta er eina kremið sem ég nota á augnsvæðið. Þegar ég ber á mig serum eða dagkrem, þá forðast ég að setja það undir augun.

Mundu, að þú þarft að nota mjög lítið magn af augnkremi í hvert skipti. Lítill dropi er nóg!

Ég hef mikið verið að nota vörurnar frá RESIST línunni sem eru séstaklega hannaðar til að vinna á móti öldrunarmerkjum.

Ég er alls ekki hrædd við að eldast, en ég vil samt hugsa vel um húðina mína í leiðinni.

Afhverju Paula´s Choice?

DropperAf því að hver einasta vara er hönnuð með það í huga að vinna á sértækum húðvandamálum. Hvort sem þú ert að berjast við óvelkomnar hrukkur eða feita og bólótta húð þá ættir þú að geta fundið lausn hjá Paula´s Choice. Úrvalið er mikið og því borgar sig að fá ráðgjöf sérfræðings.

,,Þessi gagnsemi er rökstudd með því að vísa í heimildir við hverja vöru, rannsóknagreinar sem birst hafa í virtum fræðitímaritum um húðsjúkdómafræði, lyfjafræði, lífefnafræði o.s.frv.  Þetta eru óháðar rannsóknir sem sýna fram á að tiltekin efni hafi góð áhrif á starfsemi húðar eða dragi úr tilteknum húðvandamálum.“ – Tigerlily.is

ProductgroepAf því að pakkningarnar eru hannaðar með það í huga að vernda vöruna sem best, fyrir sólarljósi og sýklum. Það er því aðalega notast við ógegnsæaar túpur eða pumpur. Þetta skiptir mig miklu máli. Ég þoli ekki krem í krukkum þar sem ég þarf að fara með puttana ofaní eða notast við sérstaka sköfu sem fylgir með. Þar hafa bakteríur greiða leið ofan í rándýra kremið mitt!

Af því að öllum gagnslausum efnum er sleppt. Engin ilmefni, engin litarefni og ekkert alkahól.

Leaping-BunnyAf því að vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum. Þetta skiptir mig alltaf máli og á að skipta þig máli líka! Við viljum ekki kaupa vörur sem eru prófaðar á dýrum – aldrei!

 

Vörurnar frá Paula´s Choice eru fáanlegar í vefversluninni Tigerlily.is.

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

Einn maski á dag….

English below//

Það eru allir fjölskyldumeðlimir búnir að vera veikir á þessu heimili seinustu tvær vikur.

Ég sjálf er búin að liggja frá því á mánudaginn og það var sko ekki fögur spegilmyndin sem tók á móti mér í gærkvöldi þegar ég loksins staulaðist á lappir!

Til þess að að kveðja veikindin formlega skellti ég í gott heimadekur. Þurrburstun, sturta, kaffiskrúbbur, litun og plokk, og síðast en ekki síst…..andlitsmaski!

Ég er með blæti fyrir húðvörum og elska að prófa eitthvað nýtt. Þessa dagana hef ég verið að vinna með Skin Recovery Hydrating Treatment Mask frá Paula´s Choice.

Þessi maski inniheldur kvöldvorrósarolíu (hversu rómantískt er það), hyaluronic sýru (því við viljum að þetta geri eitthvað gagn) og E & C vítamín (til að næra).  Hann er einstaklega áhrifaríkur við öldrunarmerkjum, nærandi og rakagefandi sem fær húðina til að ljóma.  Hann dregur úr þurrkublettum (fæ sjálf þurrk í kringum nefið en þessi maski lagar það) og er sérlega góður fyrir normal eða þurra húð.

Ég nota þennan einu sinni í viku, ber þykkt lag á andlit, augnsvæði og háls og læt bíða í 20 mínútur. Á myndinni hér fyrir ofan er ég með maskann á mér. Hann er kremaður, silkimjúkur og lyktarlaus. Húðin verður augljóslega lífflegri og fallegri á að líta eftir notkun.

Tók einmitt eftir því að Tigerlily.is sem er með umboðið fyrir Paula´s Choice vörurnar á 4 ára afmæli og því er 25% afsláttur af ÖLLUM vörum til 9. október! Um að gera að kíkja á heimasíðuna og næla sér í lúxus vörur á góðu verði!

Eins og glöggir lesendur vita þá er ég mjög hrifin af þessu merki og þið getið treyst því að ég mæli eingöngu með vörum sem ég nota sjálf, hef notað í einhvern tíma og hef séð árangur af. Þessi er einn af þessum ,,must have“ fyrir alla maskaperra eins og mig.

p.s. við ætlum að gefa þremur vinkonum maksa á næstu dögum þannig að vertu viss um að fylgja mér á Facebook og Instagram til að missa ekki af (katrinbelle.is) 🙂


Every family member has been sick for the last couple of weeks, including me of course. I´ve been lying in my bed since Monday and I must admit that my own reflection in the mirror was terrifying when I finally stood up yesterday. So, to feel like my old self again I had a little spa treatment for myself at home.

I am very enthusiastic about skin care and I love trying something new. I want to introduce to you one of my favorite face mask from Paula´s choice called Skin Recovery Hydrating Treatment.

It´s a a deeply hydrating face mask for dry to very dry skin that works overnight to restore a dewy, resilient, appearance and feeling of firmness for a visibly refined complexion.

I use it once a week and apply a generous layer all over the face and neck (if needed). Leave on for at least 20 minutes, or, if needed, overnight. Rinse thoroughly with tepid-to-warm water.

Like most of you know by now, I absolutely love Paula´s choice and I highly recommend them! I use them myself every day and the results are amazing.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook (katrinbelle.is)

 

 

Kostirnir við Primer og minn uppáhalds!

Þú þarft ekki að vera snyrtivöru gúrú eða ,,celebrity makeup artist“ til að nota Primer!

Í þessari færslu ætla ég að útskýra fyrir þér hvað primer er, afhverju mér finnst hann nauðsynlegur og hvaða primer er í uppáhaldi akkurat núna!

En fyrst, afhverju ættirðu að taka ráðleggingum frá mér?


Fyrir utan það að vera menntuð í förðunarfræði, hafa unnið í snyrtivöruverslun og farið á milljón kynningar þá þekki ég líka vandamála húð af eigin reynslu.
Sem barn var það exem á höndum og í kringum nefið. Á unglingsárum voru það bólur á baki, bringu og í andliti sem endaði loks á 9 mánaða lyfjameðferð 25 ára gömul.
Það hefur áhrif á sjálfsmyndina að vera með húðkvilla, séstaklega í andliti. Þess vegna fékk ég fyrst áhuga á förðun og húðumhirðu almennt. Mig langaði að hjálpa öðrum í sömu sporum og ég. Þess vegna mæli ég eingöngu með húð-og snyrtivörum sem ég trúi sjálf á, sem hafa gert eitthvað raunverulegt fyrir mig og sem mig grunar að geti gagnast öðrum í sömu sporum.

Hvað er Primer & afhverju er hann nauðsynlegur?


Primer er grunnur sem þú notar á andlit áður en þú setur farða. Hann mýkir húðina, getur jafnað húðlit, dregið saman húðholur og séð til þess að farðinn haldist betur á. Í kjölfarið er auðveldara að setja farðann á og það dreifist betur úr honum. Primer er ekkert annað en grunnur sem fyllir upp í öll lýti sem eru í andlitinu og jafnar þar af leiðandi yfirborðið þannig að áferðin verður jafnari.

Það skiptir engu máli hvort að þú sért með þurra húð, feita húð, bólótta húð eða blandaða húð. Þú getur fundið primer sem hentar þér og þegar þú finnur hann þá áttu eftir að sjá mun, ég lofa þér því!

Til ykkar sem hafið prófað primer áður og ekki séð neinn mun á förðuninni eða haldið að þetta sé eins ónauðsynlegt og rafmagnstannbursti segi ég: Gefið þessu annan séns en vandaðu valið betur!

RESIST smoothing primer serum frá Paula´s Choice


Nú er ég á þeim aldri að ég vil helst eingöngu nota húðvörur sem eru að gera mér einhvern greiða annað en að gefa húðinni raka. Ég vil virkni í mínar vörur takk!

Primerinn frá Paula´s choice er bæði primer og serum sem gerir hann að upphálds primernum mínum!

Hann er silkimjúkur viðkomu og gefur ótrúlega fallegann ljóma. Áferð húðarinnar verður sléttari, fínar línur minna áberandi og svitaholur virðast minni.

 Þessi primer inniheldur andoxunarefni, grænt te, kaffi og chamomile en þessi innihaldsefni hjálpa húðinni að vinna á fínum línum og verndar húðina fyrir skaðlegum efnum í umhverfinu.

Þetta er primer sem ég nota bæði undir farða eða einann og sér. Þú þarf aðeins einn dropa á allt andlitið því það dreifist svo vel úr honum.

Ef þú ert að leita þér að hinum fullkomna primer sem bætir húðina jafnt að innan sem utan þá mæli ég með að þú prófir þennann. Þú getur fengið hann HÉR.

Ég hef áður skrifað um vörurnar frá Paula´s choice og afhverju þær eru í uppáhaldi, þú getur lesið færsluna HÉR.

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook (katrinbelle.is)

 

Afhverju Paula’s Choice?

 

 

DropperAf því að hver einasta vara er hönnuð með það í huga að vinna á sértækum húðvandamálum. Hvort sem þú ert að berjast við óvelkomnar hrukkur eða feita og bólótta húð þá ættir þú að geta fundið lausn hjá Paula´s Choice. Úrvalið er mikið og því borgar sig að fá ráðgjöf sérfræðings.

,,Þessi gagnsemi er rökstudd með því að vísa í heimildir við hverja vöru, rannsóknagreinar sem birst hafa í virtum fræðitímaritum um húðsjúkdómafræði, lyfjafræði, lífefnafræði o.s.frv.  Þetta eru óháðar rannsóknir sem sýna fram á að tiltekin efni hafi góð áhrif á starfsemi húðar eða dragi úr tilteknum húðvandamálum.“ – Tigerlily.is

 

ProductgroepAf því að pakkningarnar eru hannaðar með það í huga að vernda vöruna sem best, fyrir sólarljósi og sýklum. Það er því aðalega notast við ógegnsæaar túpur eða pumpur. Þetta skiptir mig miklu máli. Ég þoli ekki krem í krukkum þar sem ég þarf að fara með puttana ofaní eða notast við sérstaka sköfu sem fylgir með. Þar hafa bakteríur greiða leið ofan í rándýra kremið mitt!

Af því að öllum gagnslausum efnum er sleppt. Engin ilmefni, engin litarefni og ekkert alkahól.

 

Leaping-BunnyAf því að vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum. Þetta skiptir mig alltaf máli og á að skipta þig máli líka! Við viljum ekki kaupa vörur sem eru prófaðar á dýrum – aldrei!

 

faerslan_er_ekki_kostud-5Ég hef alltaf verið að kljást við húðvandamál. Sem barn var það exem og sem unglingur voru það bólur sem fylgdu mér til fullorðinsára. Það var ekki fyrr en í kringum tvítugt þar sem ég tók þá ákvörðun að hefja Decutan lyfjameðferð sem varði í 9 mánuði. Loksins þá losnaði ég við bólurnar. Eftir að ég átti börnin mín fór að kræla á nokkrum bólum aftur og í dag held ég þeim niðri með því að nota vandaðar húðvörur sem henta minni húðgerð og getnaðarvarnarpillunni Diane mite.
Ég vann í snyrtivörudeild um tíma með flottustu merkjunum og þar hafði ég tækifæri á að prófa mig áfram með allskonar krem sem áttu að gera kraftaverk. Ég var líka svo lánsöm að fara á snyrtivörukynningar þar sem ég fékk fræðslu um húðvörur og virkni þeirra. Útaf því að ég hef alltaf verið með vandamálahúð þá hefur  húðumhirða og húðvörur orðið eitt af mínum aðal áhugamálum. Í gegnum tíðina hef ég eitt mörg hundruð þúsundum í krem, meðferðir á snyrtistofum og viðtöl við húðlækna. Ég verð því að viðurkenna að ég verð alltaf pínulítið reið þegar ég sé auglýsingar um húðvörur sem lofa bólum burt eftir þrjá mánuði eða eitthvað álíka. Ég féll fyrir öllum þessum söluræðum á sínum tíma því ég þráði ekkert heitar en að losna við þennan ömurlega kvilla!

Í dag læt ég sko aldeilis ekki bjóða mér hvað sem er. Ég er alveg til í að eyða smá pening í vörur ef ég veit að þær virka. Þess vegna byrja ég oft á að kaupa mér aðeins eina vöru í einhverri húðlínu sem ég er spennt fyrir. Ef ég kaupi mér t.d. hreinsi þá bið ég um prufu af rakakremi, næturkremi, tóner eða sýrum í sömu línu. Þú færð mestan árangur ef þú notar húðvörur í sömu línunni því þær eru hannaðar með það í huga að vinna saman.

Ég rakst á vörurnar frá Paula´s Choice á Facebook. Ég hafði prófað vörur úr þessu merki áður og mér líkaði vel þannig að ég hafði samband og bað um ráðleggingar. Eftir að hafa útskýrt hverju ég væri að leita eftir var mér bent á vörulínuna RESIST.

Eftirfarandi vörur er ég að nota dagsdaglega núna. Ég mæli eingöngu með húðvörum sem ég hef prófað sjálf og líkað vel við. Ég er ótrúlega dómhörð þegar kemur að húðvörum eins og gefur að skilja eftir allt mitt basl í gegnum tíðina.

RESIST Optimal Results Hydrating Cleanser
Verð: 4.690 kr – sjá HÉR.

Þetta hreinsikrem er í uppáhaldi því þetta þrífur allt. Farða af andliti og augum, dauðar húðfrumur og umfram fitu í húðinni. Þetta er silkimjúkt og þrífur húðina vel án þess að þurrka hana upp. Ég hef oftast ekki mikla trú á hreinsikremum sem eru ætluð fyrir andlit og augu. Oftast þarf maður alltaf að nota augnfarðahreinsi eftirá. En ég prófaði þennan hreinsi þegar ég var náttúrulega förðuð og allt fór af og ég þurfti ekkert meira. Ég prófaði hann síðan aftur þegar ég var mjög mikið máluð og ég verð að viðurkenna að þessi hreinsir náði meirihlutanum af. Ég þurfti aðeins að fara yfir augun með augnfarðahreinsi til að ná alveg öllu en ég var líka mjög mikið förðuð þannig að ég taldi þetta gott. Hreinsirinn kemur með pumpu sem skammtar manni rétt magn fyrir hverja hreinsun.

RESIST Daily Smoothing Treatment 5% AHA
7.690 kr – sjá HÉR.

Þetta er létt rakakrem með ávaxtasýrum. Kremið inniheldur 5% glycolic sýru (AHA) sem fjarlægir dauðar húðfrumur af yfirborði húðar, og 0,5% salicylic sýru (BHA) sem hreinsar einnig húðina djúpt ofan í svitaholurnar. Þetta á að vera áhrifaríkt á öldrunarmerki, hrukkur, litabletti og bólur. Það er án ilm-og litarefna og örvar kollagenframleiðslu.
Ég get alveg vottað það að þetta er virkilega gott og áhrifaríkt krem. Það smýgur hratt inn í húðina og skilur eftir sig silkimjúkt yfirbragð og tilfinninguna að húðin þín sé vel nærð. Ég hef ekki fengið neina ertingu eða bólur við notkun á þessu kremi. Húðin mín er töluvert mýkri og þurrkublettir sem ég var með í kinnunum eru horfnir.

RESIST Weekly Resurfacing Treatment 10% AHA
Verð: 8.290 kr – sjá HÉR.

Þetta er ótrúlega öflug ávaxtasýra 10% AHA sem nota á vikulega. Hún á að vera áhrifarík á öldrunarmerki, hrukkur, litabletti og sólarskemmdir. Ávaxtasýran ásamt sérvalinni blöndu af andoxunarefnum örva kollagenframleiðslu, stinna húð, jafna húðlit og draga úr hrukkum og sólarskemmdum.  Sefandi efni draga úr roða, bólgum og ertingu í húð.  
Ég veit að ávaxtasýrur virka. Þegar ég var sem verst í húðinni fyrir nokkrum árum fór ég oft í ávaxtasýrumeðferðir á snyrtistofum og ég sá alltaf mun á húðinni. Glycolic sýrur hafa minnstu sameindina af AHA fjölskyldunni og fer þess vegna hraðast inn í húðina. Rannsóknir hafa sýnt fram á að notkun dregur úr fínum línum, hrukkum og gefur húðinni heilbrigðara útlit. Þið getið frætt ykkur betur um þessar gerðir af ávaxtasýrum á veraldarvefnum en ég kýs að nota þær vegna þess að ég veit hversu öflugar þær eru.

 

RESIST Barrier Repair Moisturizer with Retinol
Verð: 7.590 kr – sjá HÉR.

Þetta rakakrem nota ég kvölds og morgna. Það er áhrifaríkt á öldrunarmerki, hrukkur, litabletti og rósroða. Kremið inniheldur retínól sem er eitt áhrifaríkasta efnið við öldrunarmerkjum á húð.  Retínól er skylt A-vítamíni og er einnig andoxunarefni, og hefur þann eiginleika að geta fest sig á nánast hvaða húðfrumu sem er og breytt starfsemi hennar þannig að hún hagar sér eins og heilbrigð ung húðfruma.
Ég er hrifin af þessu rakakremi vegna þess að ég fæ ekki bólur af því (sem gerist mjög oft þegar ég nota rakakrem) og ég finn ekki fyrir ertingu af neinu tagi. Það er lyktar-og ilmefnalaust og eins og svo margar vörur frá Paula´s Choice þá eru pakkningarnar með pumpu og því færðu alltaf réttann skammt hverju sinni. Það kemur í veg fyrir sóun. Mér finnst þetta rakakrem veita húðinni minni fallegan ljóma og hún er miklu mýkri. Þegar húðin mín er svona vel nærð þá er miklu auðveldara að setja á hana farða og hann kemur betur út.

Ég get alveg fullyrt það að þetta eru mínar uppáhalds vörur í dag og ég mæli 100% með þeim. Það er netverslunin Tigerlily.is sem er með umboðið hér og landi og hún Linda Rós veitir þér fyrsta flokks þjónustu. Hún er bæði Snyrti-og hjúkrunarfræðingur með mikla þekkingu og góða þjónustulund. Það var ég sem hafði samband við hana og bað um að fá að skrifa um Paula´s Choice afþví að ég vissi að hér væri um gæðavörur á ræða á góðu verði.

Ef þið eruð með einhverjar spurningar þá getið þið sent henni póst á tigerlily@tigerlily.is og hún svarar ykkur um hæl.

 

Kæru þjáningasystur (eða bræður) í bólubaráttunni. Ef að þið eruð virkilega slæm og hafið verið í langan tíma skuluð þið ekki hika við að panta ykkur tíma hjá húðlækni strax og hefja einhverskonar meðferð í samráði við hann. Ekki eyða tíma og peningum í að prófa ykkur áfram oftast þá borgar það sig ekki því miður. Ég vil taka það fram að ég er að tala um fólk sem var í svipuðum sporum og ég undirlagt af bólum og kýlum sem meiða og hafa virkilega mikil áhrif á lífsgæði þín.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

 

Fylgdu okkur á


Follow