Eldri færslur eftir merkjum fyrir pastel

Púðurbleikt í HM HOME

Hef alltaf verið hrifin af pastellitum og veit að ég verð ekki sú eina sem fell fyrir þessum púðurbleika lit sem er allsráðandi í nýjustu innréttingarvörum H&M Home. Læt myndirnar tala sínu máli og veita ykkur innblástur fyrir heimilið! Allar myndirnar eru fengnar af síðu H&M

Auður

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Pastel Paradís!

Með vorinu og sumrinu koma pastellitirnir, hef það á tilfinningunni að þeir eru mismunandi áberandi hvert ár í búðunum en þetta árið finnst pastel paradís í hverri búð. Elska þetta trend! Föl laxableikur er uppáhaldið mitt og hægt að finna í fatnaði og allskonar innanhúss decovörum. Þegar búin að kaupa nokkur pastel púðaver á púðana á sófanum og pastel blómakrukkur skreyta heimilið. Kærastinn er ekki alveg jafn hrifinn þar sem honom finnst þetta frekar væmnir litir en þar sem èg eyði meiri tíma heima en hann ( barneignarleyfi ) gaf èg mèr leyfi til að vera bara soldið væmin og dreifa pastelitunum á vel valda staði inn á heimilinu! Treystu mèr, segi èg við hann, búin að vera endalaust á Pinterest og þetta er flottasta lookið núna! 

Núna ætla èg að finna mèr pastel föt og gerði smá outfit óskalista. Þetta finnst allt í HM og leið mín liggur þangað fljótlega. 

 

Þessi kimono/jakki er to die for..líður bara vel á að horfa á hann! 

1e693e093681a8ba7fde4a1e3ad7067e

Ætla að prufa þetta víða buxnatrend sem er svo vinsælt núna og finnst þessar gullfallegar!

hmprod

Mig hefur alltaf langað að vera töff með svona derhúfu svo èg ætla að prófa þessa! Sjáum til hvort èg púlla þetta look.

9cd6f3bf21be8862bec8b157bbad99e5

Èg á endalaust af víðum hlírabolum, stuttum og síðum, enda fara svo vel með flestu. Langar í einn með blúndu, jafnvel með enn meiri blúndu en þessi, en æðislegur litur! 

hmprodtop

Læt síðan fylgja með mynd af stofunni minni..langar að gera mína eigin pastel Paradís en læt þetta duga svo sumir æli ekki út af of miklu pastel 😀

18043010_10155395938258714_915941861_o

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega kíkjið við!

Förðun með nýjungum frá MAC

IMG_6218

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudJeminn eini! Ég held að ég sé svei mér þá ekki búin að ná niður hjartslættinum frá gærdeginum! Það á sko ekki að leyfa manni að slaka á yfir leikjum, það er alveg á hreinu… Ekki það að ég sé að kvarta! Til hamingju Ísland segi ég bara 🙂 Annars langar mig að enda þennan þriðjudag með því að sýna ykkur sumarlega förðun með nýjungum úr tveimur línum frá MAC. Mig langar líka að segja ykkur hvernig ég náði henni en áður en ég byrja á því ætla ég að sýna ykkur betur nýjungarnar tvær sem ég mun nota 🙂

_MG_9336

Ef þið elskið pastelliti þá eigið þið eftir að falla kylliflöt fyrir nýju Soft Serve línunni sem kom í MAC í lok síðustu viku. Þessi augnskuggi sem ég var svo heppin að fá að prófa er ekkert annað en tjúllaður að mínu mati enda er ég alltaf voðalega veik fyrir mintugrænum litum. Þessi passar til dæmis rosalega vel við nýja Essie lakkið úr brúðarlínunni og ég veit ég á eftir að para þessu tvennu saman eins fljótt og ég hef tök á! Kannski ég minnist á hvað liturinn heitir svona áður en ég gleymi því en þetta er liturinn Jealous Girl 🙂

Áferðin á þessum augnskugga er best lýst eins og einhver hafi tekið Paint Pot frá MAC og þeytt það allsvakalega til að skapa ótrúlega léttan og kremkenndan augnskugga. Mér fannst virkilega skemmtilegt að vinna með þennan því það var bæði auðvelt að blanda hann og byggja hann upp á augnlokinu því hann þornar í hálfgert púður þegar á það er komið. Hann er án djóks æðislegur en ef þið fílið ekki svona græna augnskugga, þó hann henti nú vel fyrir sumarið þá kom hann í fullt af öðrum litum svo þið ættuð að geta fundið einhvern við ykkar hæfi. Ég mæli allavega með því að þið kíkjið í MAC og potið aðeins í þennan… það er einstaklega skemmtilegt! 😉

_MG_9365

Næsta nýjungin sem ég notaði var þessi varalitur úr Transformed línunni í litnum Seoul-Ful. Varaliturinn er svolítið eins og gloss í varalitaformi en hann nær að vera alveg háglansandi og litsterkur á sama tíma. Fyrst þegar ég setti hann á mig kom þetta mér rosalega á óvart því ég bjóst svo sannarlega ekki við þessari áferð af varalit en ég mæli með því að þið dumpið litnum á varirnar frekar en að draga hann eftir þeim til að fá sem jafnasta þekju. Transformed línan er líka komin í verslanir eins og Soft Serve.

IMG_6214

En þá að lúkkinu! Þetta var nú voðalega einfalt og hlutlaust lúkk sem ég gerði en til að ná því notaði ég einungis þrjá aungskuggaliti sem er mjög ólíkt mér! Oftast eru þeir í kringum 10 😉 Lúkkið er mitt á milli þess að vera Cut crease og að vera ekki Cut crease en þegar ég paraði saman mintugræna augnskuggann við bleika varalitinn small lúkkið algjörlega saman og varð mjög vor-/sumarlegt. Hver elskar ekki annars pastellituð lúkk? 🙂Mac Soft serve look Ég byrjaði eins og alltaf að grunna á mér aunglokið með Painterly Paint Pot frá MAC en þið getið að sjálfsögðu notað hvaða augnskuggagrunn sem er.

1. Næst tók ég litinn Charmed, I’m Sure úr Too Faced Sweet Peach pallettunni og bar hann í glóbuslínuna. Litinn dró ég alveg frá innri augnkrók og yst í glóbuslínuna en í staðin fyrir að setja litinn yst á augnlokið dróg ég hann aðeins út á augnbeinið til að hann yrði svipaður í laginu og eyeliner-inn sem ég ætlaði að setja á mig. Þessi litur er kaldtóna brúnn svo ef þið eigið einhvern svoleiðis þá ætti hann að henta vel.

2. Eftir þetta tók ég aðalstjörnuna í lúkkinu en það er liturinn Jealous Girl úr Soft Serve línunni og bar hann á allt augnlokið. Ég notaði hann til að móta línuna sem ég bjó til með brúna litnum í glóbuslínunni og setti síðan vel af honum í innri augnkrók.

3. Að lokum tók ég litinn White Peach sem er einnig úr Sweet Peach pallettunni og bar hann undir augabrúnina til að lyfta henni aðeins upp. Þessi litur er mjög hvítur og inniheldur smá ljóma fyrir þá sem eiga einhvern svipaðan honum.

Til að klára lúkkið langaði mig að halda mér aðeins í MAC þemanu og notaði Retro Black Eyelinerinn úr Zac Posen línunni til að búa til smá væng meðfram efri augnháralínunni. Næst tók ég Snowed In Eylinerinn úr Vibe Tribe línunni og bar hann meðfram neðri vatnslínunni til að opna augun aðeins. Að lokum setti ég svo maskara á efri augnhárin en sleppti þeim neðri.

IMG_6215

Þetta er þá lúkkið! 🙂 Ef þið girnist eitthvað af vörum úr þessum nýju línum sem voru að mæta í MAC þá skuluð þið ekki bíða of lengi með það því eins og alltaf koma þær í takmörkuðu magni svo fyrstur kemur fyrstur fær.

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow