Eldri færslur eftir merkjum fyrir outfit

Dress: Neutral

//Færslan er ekki kostuð

Þetta dress hér er búið að vera go to dressið mitt síðustu mánuðina – ég gjörsamlega fæ ekki nóg af því! Því fannst mér tilvalið að deila því hérna með ykkur! 

Kápa: Hobbs // Trefill: Louis Vuitton // Peysa: Jigsaw // Buxur: Topshop // Taska: Gucci // Hanskar: M&S // Stígvél: Kaitlyn Pan 

Þetta er mjöglega full vetrarlegt fyrir sumarmánuðina en þar sem veðrið á Íslandi er ekki búið að vera gott undanfarið þá ákvað ég nú bara að deila því samt! 

 

Þið getið fylgt mér á facebook á HÉR til að missa aldrei af nýjum færslum!

Dress: Dinner date

//Færslan er ekki kostuð

Er ekki annars kominn tími á dessfærslu? Það er víst komið mjög langt síðan síðast…

Blússa: Cleopatra, Selfossi // Jakki: Zara // Buxur: Cleopatra Selfossi // Skór: Timberland

Ég við meina að þetta sé algjörlega klassískt íslenskt dress. Svört frá toppi til táar!

Þið getið fylgt mér á facebook á HÉR til að missa aldrei af nýjum færslum!

Dress: Phonebooth

//Færslan er ekki kostuð

Jæja, fyrsta bloggið á nýju ári. Það var nú ekki planið hjá mér að taka mánuð í pásu en eitthvernveginn endaði það nú samt þannig. Ég náði mér í tvær slæmar flensur með stuttu millibili og svo var skólinn að byrja aftur hjá mér með öllu sem því fylgir. Janúar er nú ekkert svo spennandi mánuður svo ég ætla að halda því fram að þið hafið ekki misst af miklu hjá mér. Eigum við ekki að segja að janúar hafi bara verið „trial mánuður“ og núna verður restin af árinu tekin með trompi 😉 

Skór: Zara // Buxur: Zara // Taska: Givenchy // Peysa: Zara // Hattur: Top-Shop // Jakki: Zara

 

Það er alveg nóg í gangi hjá mér næstu daga. Við JD ætlum að kíkja til London á morgun og ætlum að gista eina nótt. Síðan er ég að fara til Íslands eftir viku og mig hlakkar mjög til að sýna ykkur frá því öllu!

 

Endliega likeið María Ósk: Blogg á Facebook til að missa aldrei af nýjum færslum!

BAE sundbolurinn


//Færslan er ekki kostuð

Ég verð eiginlega bara að sýna ykkur þennan geggjaða sundbol sem ég keypti fyrir Mexíkó ferðina okkar. Í byrjun þá keypti ég hann bara í hálfgerðu djóki – en svo notaði ég hann bara miklu meira en ég gerði ráð fyrir. Hann var svo ótrúlega klæðilegur og þægilegur. Ég er ekki frá því að hann hafi kveikt smá ást hjá mér á sundbolum, þar sem ég hef ekki notað bikiníið mitt mikið eftir þessa ferð.

I just have to show you this awesome swimsuit I bought for my Mexico trip. I kind of purchased it as a joke, but I ended up really liking it. It’s just so pretty and comfortable. Now I have kind of started to like swimsuits a lot more than bikinis. 

Sundbolurinn er frá New Look og kostaði mig ekki nema um 15 pund eða litlar 2100 krónur. Fyrir ykkur sem hafið áhuga á að kaupa þennan sundbol þá er hann af 50% afslætti hjá New Look núna. Þið finnið hann HÉR!

The swimsuit is from New Look and it only cost 15 pounds. If you are interested in buying it, then you’ll be happy to know it is on sale right now for 50% off. You can find it HERE!

Dress: Tigris kjóll

Ég er ekki frá því að þessi kjóll hafi verið bestu kaup sumarsins. Það er ekkert við hann sem ég elska ekki. Liturinn, mynstrið, opna bakið… nefnið það – hann tikkar í öll box! Hvað finnst ykkur?

I’m pretty sure this dress has been the best purchase I’ve done this summer. There is nothing about this dress I don’t like. The colour, pattern, the open back… you name it! It ticks all the boxes. What do you think?

Dress: ASOS // Belt: Gucci // Shoes: Kenzo

 

Dress: Chicen Itzá

//Færslan er ekki kostuð

Ég var því miður ekki dugleg að taka dress myndir í Mexíkó, en hér er þó eitt af þeim dressum sem ég klæddist í ferðinni. Einhvernvegin passaði þetta outfit 100 prósent inn í þema dagsins – en þessum degi þarna eyddum við einmitt í skoðunarleiðangur um Chichen Itzá sem ég ætla að segja ykkur betur frá í næsta bloggpósti. 

Unfortunately I didn’t take a lot of outfit photos while in Mexico, but here is one of the few I did take photos of. Somehow this outfit totally matched the theme of the day – we were sightseeing at Chichen Itzá which I’ll tell you more about in my next blog post.

Shoes: Nike // Shirt: H&M  // Shorts: Zara 
Belt: Gucci // Sunglasses: Dior

Ég veit ekki hvort þið sjáið það á myndunum en ég var gjörsamlega að svitna út í eitt! Það var ekki ský á himni á þessu svæði. Vorum líka alveg útí skógi og það var engin gola allan daginn svo við vorum gjörsamlega að bráðna þarna úti. Haha!

I don’t know if you can tell but I was sweating like a pig ! This was out in the jungle and there was no cloud in sight and no breeze at all so we were literally melting out there in the heat. Haha!

 

Fylgist með á Facebook á María Ósk: Blogg

Dress up: 17.júní

Mig langaði að sýna ykkur dresið sem ég klæddist á 17.júní þegar ég fór í brunch. Daginn áður hafði ég nefnilega skroppið í Zöru í fyrsta skipti í mjög langan tíma og ég varð alveg heilluð! Ég hafði án djóks geta keypt mér heilan nýjan fataskáp bara því ég fann svo margt fallegt. Ég veit ekki hvar ég hef verið eða afhverju ég hef í rauninni ekkert kíkt í Zöru svona lengi en héðan í frá verður breyting á því!

Með mér heim í poka kom þessi dásamlegi hvíti bolur og þessar sjúku gallabuxur. Bolurinn finnst mér alveg sjúkur og svakalega sumarlegur en hann var til í allskonar litum og mig langaði eiginlega í þá alla. Ég endaði á því að kaupa mér þennan hvíta því ég keypti mér líka blóma gallabuxur sem mér fannst hann passa svo vel við. Bolurinn kostaði ekki nema 1500 krónur. 

Gallabuxurnar eru uppháar í mittið en ég hef átt þannig gallabuxur áður sem ég hef sýnt ykkur hér á blogginu en þær voru svo einlitar að því meira sem ég notaði þær því meira fannst mér þær eiginlega ekki fara mér. Þessar eru allt öðruvísi þar sem það er smá mislitur í efninu sem gera þær ekki alveg jafn flatar og mér finnst þessar bara einfaldlega fara mér betur. Þær eru síðar alveg niður en þar sem ég var í Toms skónum mínum (kemur færsla með þeim bráðum) fannst mér svo sumarlegt að bretta upp á buxurnar.

Ég setti brúnt mjótt belti úr Primark í mittið á buxunum og skellti mér svo í uppáhalds Kálfatjörn peysuna mína frá Farmers Market. Það sem ég dýrka og dái þessa flík og það sem ég er búin að nota hana mikið bæði í vetur, vor og í sumar.

Ef ykkur vantar þægilega yfirhöfn sem passar við allt saman þá mæli ég klárlega með Kálfatjörns peysunni/kápunni. Hún er líka til í nokkrum litum og ég er ekki frá því að mig langi í þá alla barasta!

Vonandi áttuð þið góðan 17.júní!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

OROBLU OUTFIT #1

Eins og ég var búin að lofa í Oroblu haul færslunni minni ætlaði ég að sýna ykkur outfit með því sem ég keypti! 🙂 Ég fór í tvær útskriftarveislur síðastliðinn föstudag og ákvað að klæðast Must buxunum mínum og Tricot hnésokkunum enda langaði mig að vera fín en ekkert alltof fín. Ég get ekki líst því hvað það gladdi mig mikið að geta farið út í góðu veðri þar sem trén eru orðin græn og tekið nokkrar outfit myndir fyrir bloggið! Það var orðið heldur betur þreytt að gera það í grenjandi rigningu núna í vetur.

Við buxurnar klæddist ég þessum fölbleika blúndutopp frá H&M og þunnum svörtum vorjakka frá Vero Moda sem eflaust margir kannast við enda var hann það allra heitasta hér fyrir nokkrum árum 😉 Klassísk flík sem ég klæðist oft.

Must buxunrar sjálfar komu mér svo mikið á óvart að ég nánast trúði því ekki! Buxurnar eru fóðraðar með flís að innan þannig að ég var búin að segja sjálfri mér að þær myndu vera ógeðslega heitar og ég yrði geðveikt sveitt í þeim en það var svo fjarri sannleikanum! Ég held að þetta séu barasta einar þægilegustu buxur sem ég á. Mér var ekkert heitt í þeim og svitnaði þar af leiðandi ekki neitt en ég var í buxunum alveg frá klukkan 5 til að ganga 3 um nóttina og það var meira að segja stiginn trylltur dans! Ég er líka fegin að hafa tekið buxurnar í XS því þær gefa smá eftir og þær smellpassa á mig eftir þetta kvöld. Get ekki mælt nógu mikið með þessum buxum!

Hér sjáið þið svo hvernig hinir dásamlegu Tricot sokkar koma út við Must buxurnar en ég bretti upp á buxurnar svo þeir sæust en það sá ég á Facebook-inu hjá Oroblu. Oft æðislegar inspó myndir sem koma inn þar. Ég ákvað síðan að vera í flatbotna skóm þar sem ég vissi að þetta yrði langt kvöld og ég sé svo sannarlega ekki eftir þeirri ákvörðun!

Ég get að sjálfsögðu ekki sleppt því að setja inn eina mynd af förðuninni minni en andlitið hafi ég sem hlutlausast og varirnar pínu bleikar. Á augun notaði ég síðan 24K Nudes pallettuna frá Maybelline en ég notaði bara puttana til að mála mig þar sem ég var að drífa mig pínu. Augnskuggarnir eru svo mjúkir að það gekk alveg upp.

Hvernig líst ykkur svo á fyrsta Oroblu dressið mitt?

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Outfit: Pretty in pink

//Færslan er ekki kostuð

Heil og sæl! Nú er ég komin til Íslands eftir tvær frábærar vikur í Mexíkó. Örvæntið ekki þó ég hafi ekki látið heyrast mikið í mér þegar ég var úti eins og ég var búin að lofa (sorry, loforð mín þýða greinilega ekkert), því ég er búin að vera að taka helling af myndum og skrifa bloggpósta handa ykkur sem koma inn á næstunni. Ég ákvað að það væri skemmtilegra að deila þessu í nokkrum færslum í staðin fyrir að fjalla um ferðina í einu lagi. Þannig ég er á fullu núna að fara í gegnum allar myndirnar sem ég tók úti og skipta þeim upp. Þær eru margar – trúið mér. Hér á meðan er eitt dress frá Mexíkó. Bleikt og sætt.

Hi everybody! I’m back in Iceland now after two amazing weeks in Mexico. Im so sorry I haven’t been posting much from there like I promised I would (my promises mean nothing apparently), but I have been working on a bunch of blogposts about the trip which are coming here soon. I have a lot to show you guys! But in the meantime – take a look at this outfit from my trip. It’s pink and absolutely beautiful. 

Body: Asos // Shorts: Asos  // Belt: Gucci  // Bag: YSL  //Shoes: Kenzo

Fylgist svo með á næstunni þar sem þið eigið von á mjörgum skemmtilegum myndum frá Mexíkó! Þið getið lesið eldra blogg um ferðina mína HÉR 

Stay tuned for more blogposts about the trip and click HERE to read an older one.

 

Fylgið mér á Facebook HÉR til að missa aldrei af nýjum færslum!

Fields of yellow

//Færslan er ekki kostuð

DSC00637 copy

DSC00671 copy

DSC00652 copy

DSC00668 copy

DSC00639 copy

DSC00672 copy

Það að búa í frekar litlum bæ þýðir að það er ekki langt sem þarf að keyra til þess að komast út í sveit. Við JD tókum pínu bíltúr um daginn og keyrðum aðeins um sveitina hérna í Englandi. Djöfull var það kósý. 

Living in a pretty small town means living not so far from the country side. JD and me took a short drive outside of town the other day and enjoyed some fresh air and beautiful nature. So cozy!

mariaosk

 

Fylgið mér á María Ósk: Blogg á Facebook til að missa aldrei af nýjum færslum!

 

Fylgdu okkur á


Follow