Eldri færslur eftir merkjum fyrir óskalisti

Haust óskalisti – heimilið & tíska

 

Eins og allir alvöru bloggarar þá vil ég að sjálfsögðu tala um það hvað ég elska haustið mikið – ég meina halló þetta er bara besti tími ársins, fyrir utan jólin auðvitað. Haustið er alltaf ákveðið „fresh start“ fyrir mér og á ég það til að vilja fara í gegnum allt heima hjá mér, alla skápa og skúffur, á þessum tíma. Í ár er þessi tilhneiging mín að ná nýjum hæðum (hefur mögulega eitthvað með hreiðurgerð að gera) og er ég því með nokkuð veglegan óskalista, bæði inn á heimilið og í fataskápinn, sem er auðvitað tilvalið að deila hér.

 

ÓSKALISTI FYRIR HEIMILIÐ

 

Ball blómavasi – Módern
Ég er búin að vera með opin augun fyrir fínum blómavasa inn í svefnherbergi til að geyma brúðarvöndinn minn – þessi úr Módern er eiginlega fullkominn, bæði litur og lag!

Hægindarstóll – Söstrene Grene
Þennan er ég reyndar NÝbúin að kaupa og er svo hrikalega ánægð með! 

Vittsjö hilla – IKEA
Þið eruð kannski ekki að sjá þessa í fyrsta skiptið. Mig vantar hana til að gera pínulitla stofuna heima hjá mér aðeins rýmri og stílhreinni.

Bitz hnífapör – Líf&list
Þessi fallegu hnífapör mega alveg verða mín, þó ég geti ómögulega ákveðið í hvaða lit – þau eru nefnilega til í rósagulli og svörtu líka. 

Rúmteppi – Zara Home
Mér finnst liturinn, munstrið og áferðin á þessu teppi frá Zara home svo ótrúlega fallegt. Rúmteppið sem prýðir rúmið okkar núna hefur fylgt mér síðan ég var krakki og því alveg kominn tími á breytingu!

Bitz skálar – Líf&list
Við fengum helling úr Bitz stellinu í brúðkaupsgjöf, og erum að safna því í svörtu. Ég er svo ótrúlega ánægð með þetta stell og þessar fínu skálar eru næstar á óskalistann úr því. 

Spegill – Söstrene Grene
Hringlaga speglar eru klárlega eitthvað sem við eigum eftir að sjá áfram inn í haustið, og þessi fallegi og einfaldi er glænýr í Söstrene!

 

 

ÓSKALISTI FYRIR FATASKÁPINN


 

YFIRHAFNIR – ZARA
Fallegar yfirhafnið inn í haustið eru alltaf jafn viðeigandi og til að halda þessu einföldu þá hafði ég bara frá einu merki, og það minni go-to búð þegar það kemur að kápum og jökkum. Einfaldlega klikkar ekki. Ég er mjög hrifin af kápum í aðeins víðara og síðara sniði núna. 

SKÓR – VAGABOND & DR. MARTENS

Höldum áfram með einfalt og klassískt hér. Bæði þessi merki eru í miklu uppáhaldi hjá mér og endast hvað best af því sem ég á. „Skólahælar“ í lit eru efst á óskalistanum mínum, en fast á eftir koma góðir svartir vetrarskór og lágir fínni skór. 

 

 

 

Bryndís Björt

 

Loksins! Óskalistinn endalausi styttist aðeins.

Loksins !! Loksins!! Ég hef verið að leita að þessum jakka og þessari húfu í marga marga mánuði. Ég fann síðan jakkann í Lindex um daginn og húfuna keypti ég í búðinni SIX sem ég vinn í í Kaupmannahöfn. Nú er ég glöð, og get tjékkað þetta af óskalistanum mínum, sá er reyndar endalaus en það er allt í lagi. Það er alltaf hægt að láta sig dreyma. Myndatakan endaði á að litli Emil minn kom og rændi húfunni af mömmu sinni, en hann er voða sætur með hana líka! Kötturinn minn fékk líka að fylgja með á mynd.

Glaður Emil með húfuna hennar mömmu sinnar og er voða líkur nafna sínum Emil í Kattholti!

Auður E.

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

Rauður ASOS óskalisti

Rauður litur verður áberandi í haust og vetur.

Þetta getur verið ,,scary“ litur fyrir suma en ef þig langar til þess að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt þá mæli ég með að byrja á einni flík. Splæstu í eina rauða peysu eða par af rauðum skóm. Prófaðu þig áfram….þetta eru bara föt 😉

Ég tók saman nokkrar rauðar flíkur sem gripu mig frá ASOS.

Minn daglegi stíll er mjög afslappaður, svolítið sportlegur og snýst fyrst og fremst um þægindi. Ég þoli ekki að vera í of þröngum fötum. En svo finnst mér gaman að dressa mig upp þegar ég fer út.

 

PEYSUR

Vínrauð oversized peysa HÉR.

Rauður peysukjóll með ermum HÉR.

Let´s make out peysa HÉR.

Sportleg oversized peysa HÉR.

Þunn peysa HÉR.

 

BUXUR

Old fashion smellubuxur HÉR

Aðsniðnar buxur með rönd HÉR

Monki íþróttabuxur með rönd HÉR

Velvet buxur HÉR

Háar vínrauðar buxur HÉR

 

ÚLPUR/JAKKAR

Dúnúlpa síð HÉR

Blazer með tölum HÉR

Calvin Klein jakki HÉR

Parka úlpa HÉR

ELK Faux Fur jakki HÉR

 

SKÓR

Adidas street skór HÉR

Öklastígvél úr leðri HÉR

Rauðir hælar HÉR

Converse skór HÉR

Inniskór HÉR

 

KJÓLL

Kögur kjóll HÉR

Síðerma Tie up HÉR

Flutter sleeve HÉR

Floral kimono HÉR

Bodycon kjóll HÉR

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook

TAX FREE óskalistinn

Ég er svo mikið að reyna að halda aftur af mér á Tax Free í Hagkaup núna en mig langar svo mikið að kaupa mér eitthvað til að bæta í sístækkandi snyrtivörusafnið mitt! Ég er að reyna að halda aftur af mér því ég ætla að kaupa Jaclyn Hill augnskuggapallettuna þegar hún kemur aftur í sölu og það eru alveg 35 augnskuggar í henni! Ég er búin að vera alveg vitlaus í augnskugga frá því ég losnaði við gleraugun mín (ég þarf að fara að skrifa færsluna um það ferli bráðum) og mig langar helst bara að gera einhverja svaka augnförðun á hverjum einasta degi og eiga alla augnskugga sem til eru! En það er alltaf hollt að leyfa sér að dreyma og hér sjáið þið því TAX FREE óskalistann minn 🙂

Urban decay Moondust palletta

Smashbox Cover shot palletta í litnum Golden Hour

Real Techniques Ready Set Glow

Real techniques Fresh Face Favorites

Clinique Beyond Perfecting Foundation + Concealer

Colorista Washout í litnum Purple

YSL Mon Paris ilmur

Öll sumarlínan frá Essie!

Eins og þið sjáið er nóg á óskalistanum hjá mér og þar efst á toppi trónir Moondust pallettan og öll sumarlínan frá Essie en hún er ekkert annað en tjúlluð! Mig langar svo lúmskt að skella nokkrum fjólubláum Colorista Washout strípum í mig í sumarfríinu og sjá hvernig það kemur út! Aldrei að vita nema ég geri það og sýni ykkur útkomuna 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Apríl Óskalistinn

//Færslan er ekki kostuð

Úps ég er víst eitthvað aðeins að gleyma mér að deila óskalista mánaðarins. Venjulega kemur hann inn í byrjun mánaðar, en í þetta skiptið kemur hann aðeins seinna!

Yikes, I guess I kind of forgot to post the monthly wish list here in the beginning of the month like usual. Well at least I’m posting this now!

WISHLIST

1 Dress: Asos  //  2 Bag: LV  //  3 Dress: Asos
4. Bikini: Triangl  //  5 Romper: Asos

mariaosk

 

Fylgið mér á María Ósk: Blogg á Facebook til að missa aldrei af nýjum færslum!

Sephora óskalistinn #3

Enlight1

Það er sjaldan sem að Sephora óskalistinn minn er tómur og  þá sérstaklega ekki þegar það eru komnar svona margar nýjungar í búðina! Mig langaði því að taka saman lítinn óskalista því það er alltaf heilbrigt að leyfa sér að dreyma, er það ekkI? 😉

1. Metallist Liquid Foil & Glitter Eye Shadow Duo í litnum Talia

Mig hefur lengi langað í þessa dásemd en þetta er augnskuggi sem inniheldur glimmer öðru megin en fljótandi augnskugga hinumegin.

2. Viseart EyeShadow Palette Petit PRO

Ég veit að þetta er kannski ekki alveg vorlegasta eða sumarlegasta palletta í heimi en ég get bara lítið gert af því þar sem pallettan hreinlega kallar á mig! Viseart augnskuggarnir eru mjög vel metnir en ég hef aldrei prófað þá þar sem þeir eru svona í dýrari kantinum svo þessi litla palletta er tilvalin til að prófa þá í fyrsta skiptið.

3. Benefit CosmeticsCheek Parade

 Þetta er önnur kinnalitapallettan sem að Benefit gefur út og að þessu sinni er að finna báða litina af Hoola sólarpúðrinu í pallettunni. Hinir þrír kinnalitirnir eru þar að auki gullfallegir svo mig langar alveg brjálæðislega mikið í þessa pallettu því ég er viss um að ég myndi nota hana mikið!

4. Stila Magnificent Metals Glitter & Glow Liquid Eye Shadow í ltinum Smoldering Satin

Ef þið eruð ekki búin að vera sofandi undir steini síðustu vikur þá hafa þessir glimmer augnskuggar væntanlega ekki farið fram hjá ykkur á samfélagsmiðlunum. Þetta eru í eðli sínu fljótandi glimmer augnskuggar og mig langar mest að prófa litinn Smoldering Satin. Mig langar reyndar í alla litina en þar sem þeir eru frekar dýrir yrði einn að duga fyrst um sinn.

5. Estée Lauder Bronze Goddess Illuminating Powder Gelée

Þetta ljómapúður er ekkert annað en fáránlega flott en það er einmitt hluti af uppáhalds sumarlínunni minni! Þetta púður verð ég bara að eignast það er bara svoleiðis.

6. SEPHORA COLLECTION Perfection Mist Airbrush Foundation

 Farði í úðaformi frá Sephora Collection. Ég elska alla farða sem gefa létta þekju en litaleiðrétta þó húðina svo ég held að þessi úðafarði frá Sephora mun vera fullkominn í það verk.

7. Ouai Dry Shampoo Foam

Þetta er vara sem er einnig búin að vera að gera allt vitlaust upp á síðkastið en þetta er þurrsjampó í froðuformi. Það er alveg jafn skringilegt og það hljómar en mig klæjar samt í puttana mig langar svo mikið að prófa þetta!

8. Escada Agua Del Sol

Ég hef alltaf verið veik fyrir sumarilmunum frá Escada og ilmurin í fyrra er þar engin undantekning. Virkilega ferskur og flottur ilmur sem myndi sóma sér vel á húðinni fyrir sumarið.

8. Origins Bedtime Bests

Að lokum er það þessi flotti gjafapakki frá Origins. Pakkinn inniheldur allt sem maður þarf fyrir góða kvöldhúðrútínu og svo fylgir þessi fallega taska með líka. 

Hér eru svo hlekkirnir að öllum vörunum ef þið viljið skoða þær eitthvað betur 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Tilbúin í vorið!

faerslan_er_ekki_kostudÉg er sko heldur betur tilbúin fyrir vorið! Þó það sé ekki búið að snjóa mikið í vetur þá er ég orðin svo fáránlega leið á þessum kulda að það er ekki fyndið! Ég sá rétt í þessu að það var að koma ný sending í Vero Moda (en ekki hvað) og það er svo mikið af fallegum vorfatnaði í henni að ég freistaðist til að henda í eina færslu með litlum óskalista. 

17458037_10155102680942438_8891694189971013583_n

6.490 kr.

Hættu nú alveg hvað mér finnst þessi vera fallegur! Það er ekkert sem að kallar jafn mikið til mín á vorin og fallegur Kimono. Ég sé mig alveg fyrir mér í þessum og fallegum svörtum blúndukjól í hinum árlega páskadinner og ég held barasta að ég verði að láta þá sýn mína rætast.

17424802_10155102678812438_2743467143423619126_n

9.790 kr.

Er það bara ég eða eru pollajakkar búnir að vera að koma svakalega sterkir inn þennan veturinn? Þessi er í flottum khaki lit með hettu og er eflaust klikkaður sem léttur vorjakki.

17426302_10155102682662438_4513453260441730868_n

4.290 kr.

Er nokkuð annað hægt en að fá alvöru Noru SKAM vibes frá þessari skyrtu? Þessi er fullkomin í vinnuna í vor/sumar eða þá bara fyrir SKAM hátíðina sem að er að fara af stað í Norræna húsinu 😉

17021445_10155102681112438_1751721238363358195_n

5.490 kr.

Þessi finnst mér alveg æðislegur! Toppurinn getur bæði virkað sem sparitoppur og líka bara sem hversdagstoppur í vinnuna. Ég sé ekki hvernig efni er í honum en ef það er eins efni í honum og mér sýnist vera þá er þessi klikkaður fyrir sumarið!

3.290 + 2.790 kr.

Ég veit ekki hversu langt það er síðan ég keypti mér ný sundföt! Ég hugsa að það sé núna farið að nálgast svona fjögur ár… enda fer ég voða sjaldan í sund. Ef gömlu sundfötin eru orðin ónýt þegar ég kemst heim að skoða þau þá veit ég allavega hvaða nýju sundföt verða fyrir valinu! Þetta bikinisett finnst mér alveg æðislega fallegt.

Ég er svo vön að taka nokkrar vor-/sumarflíkur úr fataskápnum mínum fyrir veturinn og setja þær í geymslu en ætli það sé ekki bara kominn tími til að ég fari að sækja þau og koma þeim aftur fyrir inn í skáp? Það er nú aðeins farið að vora svo það má 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

MARS ÓSKALISTI

//Færslan er ekki kostuð

Óskalistinn minn er endalaus og í hverjum mánuði bætist eitthvað nýtt við. Þar sem ég hef alltaf gaman af því að skoða óskalista hjá öðrum, hef ég byrjað að deila með ykkur hérna óskalista mánaðarins hjá mér í hverjum mánuði. Hér er óskalisti mars mánaðar. 

My wish list is never-ending and every month something new is added on the list. I love to look at other peoples wish lists and that’s why I started to share with you pieces of my wish list every month. Here is my wish list for the month of March.

march wish list

Trench Coat: HERE // Scarf: HERE // Dress: HERE // 
Sunglasses: HERE // Espadrilles: HERE

mariaosk

Janúar óskalistinn

//færslan er ekki kostuð

Hvað er betra á rigningar sunnudegi eins og þessum en að kúra sig upp í sófa og vafra um á netinu. Setja helling af dóti í kröfur á vefsíðum sem þú munt líklegast aldrei kaupa. Manni má láta sér dreyma. Er það ekki? Hér er óskalisti minn fyrir janúarmánuð.

What is better on a rainy sunday like this than cuddling up in the sofa and surfing the web. Putting a load of stuff in baskets of websites you will probably never check out. One can dream. Righ? Here is my  wish list for January. 

january-wish-list

1. Jacket  //  2. Scarf  //  3. Necklace  //  4. Earrings  //  
5. Make up Bag  //  6. Pyjama set

 mariaosk

Óskalistinn minn í RFD

untitled-1-2

untitled-2

untitled-4

untitled-3

faerslan_er_ekki_kostudÉg hvet ykkur að sjálfsögðu eindregið til að grípa með ykkur nýjasta tölublað af Reykjavík Fasion & Design en þar má finna tvö innslög eftir okkur Bellur! Ég er með „lítinn“ óskalista fyrir jólin sem inniheldur að sjálfsögðu fullt af snyrtivörum og öðru flottu dóti en hún Heiðrún er með gjörsamlega sjúka uppskrift að piparmintu súkkulaði smákökum sem ég mun svo mikið baka um þessi jól! Þetta eru klárlega nýju uppáhalds smákökurnar mínar og mig grunar að þær eigi eftir að verða það hjá fleirum!❤️

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Fylgdu okkur á


Follow