Eldri færslur eftir merkjum fyrir origins

Three Part Harmony frá Origins

Vörurnar í færslunni fékk ég sendar til að prófa. Færslan er ekki kostuð.

Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hversu margir voru spenntir fyrir því! Ég ákvað því að skella í eitt blogg þar sem ég segi ykkur aðeins betur frá vörunum en ég er búin að vera með þær í notkun núna frá því í febrúar. Eins og alltaf tek ég myndir af vörunum áður en ég byrja að prófa þær og þess vegna eru þær svona splunkunýjar, fallegar og fínar á þessum myndum 😉

En aðeins um línuna sem vörurnar tvær eru hluti af. Three Part Harmony línan frá Origins er hönnuð til þess að blása lífi aftur í húðina með því að nýta kraft Tazetta liljunnar. Vörurnar eiga að endurnýja húðina, koma henni í betra jafnvægi og gefa húðinni aukna glóð og heilbrigðan ljóma. Með því að tækla þessi þrjú atriði heldur Origins því fram að húðin fái unglegra yfirbragð. Þar sem ég er enn með svona nokkuð unga húð þá get ég því miður ekki sagt til um það en ég get þó sagt ykkur frá því hvernig línan virkaði mig en fyrir þá sem ekki vita þá er ég 25.ára. Húðlínan hentar öllum húðgerðum, þurri, blandaðri og olíumikilli húð.

Fyrsta varan sem er ný í línunni er Tri-Phase Essene Lotion. Þegar ég fékk þessa vöru í hendurnar var ég ekki alveg viss um hvað hún gerði. Þetta er ekki hreinsir en þetta er ekki tóner. Ég var því smá tíma að átta mig á henni en í stuttu máli sagt þá er er þetta í rauninni bara nærandi lotion/vökvi fyrir húðina.

Fyrir notkun byrjar maður á því að hrista flöskuna vel svo að lögin þrjú sem varan samanstendur af blandist öll vel saman. Þetta er alltaf pínu sárt því flaskan er svo falleg á litinn þegar að lögin eru aðskilin en… c’est la vie 😉 Vöruna setur maður síðan í bómull og strýkur henni yfir andlitið bæði kvölds og morgna. Varan gefur húðinni fallegan ljóma og mér fannst hún róa mína húð og næra þegar að hún var extra þurr og strekkt eftir kuldann sem var hérna í Danmörku í febrúar/mars. Þessi mun því vera í vopnabúrinu mínu þegar að veturinn snýr aftur en mér finnst hún henta betur þegar það er kalt úti eða þegar húðin er í ójafnvægi frekar en þegar það er 24 stiga hiti úti, eins og er í Danmörku akkúrat núna, og húðin er nokkuð fín. 

Seinni varan sem er ný í Three Part Harmony línunni er Day Night Eye Cream Duo. Ég varð ástfangin af hugmyndinni af þessari vöru alveg um leið og ég sá hana en eftir að ég prófaði hana þá varð ég ástfangin af vörunni sjálfri!

Í einni tvískiptri krukku má finna tvær gerðir af augnkremum þar sem eitt þeirra er gert til þess að bera á augnsvæðið á morgnanna en hitt er gert til þess að bera á augnsvæðið á kvöldin.

Morgun-augnkremið er bleikt á litinn með ljósbláum perlugljáa en það birtir yfir augnsvæðinu á morgnanna svo maður virðist vera töluvert hressari og útsofnari en maður er í raun og veru. Ég er ekki frá því að ég fái pínulitla kælitilfinningu þegar ég ber það á mig en tilfinningin er það lítil að maður tekur varla eftir henni. Nætur-augnkremið er síðan algjör lúxus! Það er mjúkt eins og smjör og róar og nærir augnsvæðið alveg frá fyrstu notkun. Frá því ég byrjaði að nota það fyrst hef ég ekki orðið þurr á augnsvæðinu og þá er sko mikið sagt! Kremið er líka mjög drjúgt en ég þarf einungis að nota kremið einu sinni til tvisvar í viku og frá því að ég byrjaði að nota kremið í febrúar þá er ég kannski búinn með næstum 1/4 af dollunni. 

Til að draga þetta allt saman í nokkur orð þá eru þetta virkilega flottar vörur en ef ég ætti að mæla með einu af tvennu þá myndi ég klárlega prufa augnkremið. Það gerði meira fyrir mína húð en lotion-ið og ég gríp einhvern veginn oftar í það. Annars hefur Origins so far ekki klikkað hjá mér en ég er á fullu núna að prófa Mega Mushroom maskann – spoiler alert – hann er ÆÐI!

-RH / @rannveigbelle

Nýir sheet maskar frá Origins!

Vá hvað ég varð spennt þegar ég fékk þessa maska í hendurnar! Það er svo dásamlegt að dekra við húðina með góðum maska og það er eitthvað við sheet maska eða tau maska sem gerir ferlið ennþá skemmtilegra. Origins hefur fljótlega orðið eitt af uppáhalds húðvörumerki mínu en ég á margar vörur frá þeim og nota þær allar í gríð og erg. Hjá Origins er mikil áhersla lögð á góð og náttúruleg hráefni sem mér finnst einstaklega heillandi og vörurnar þeirra hafa alltaf komið vel fram við húðina mína sem er virkilega viðkvæm og „pikkí“.

Flower Fusion sheet maskar hjá Origins eru nýir á nálinni en þeir komu í verslanir fyrir einhverjum tveimur vikum síðan. Eins og við mátti búast seldust maskarnir upp um leið enda á mjög þægilegu verði eða á bilinu 800-1000 krónur stykkið eftir sölustöðum. Maskarnir eru sex talsins og eiga allir að næra, mýkja og fylla húðina af raka við notkun. Þetta gera þeir með mismunandi tegundum af blómavaxi og ilmolíum en ilmolíurna fríska svolítið upp á vitin í leiðinni. Maskarnir henta öllum húðgerðum en tauið sem þeir eru gerðir úr er úr 100% bambustrefjum. Mig langaði að sýna ykkur betur hvern og einn maska fyrir sig svo þið getið áttað ykkur aðeins betur á úrvalinu og fundið þann sem ykkur líst best á.

Fyrstur er það Rose maskinn en hann er ætlaður til að gefa húðinni gott rakabúst. Maskinn byggir á rósum og ilmar því af þeim svo ef þið elskið rósir og húðinni ykkar vantar raka þá mæli ég með þessum.

Næstur er Raspberry en hann á að fríska upp á húðina. Ef að þið þjáist af þreyttri húð sem vantar aukið orkubúst þá ættuð þið að kíkja á þennan en hindberjailmurinn af honum á einnig að vera alveg einstaklega frískandi.

Orange Flower maskinn á að fá húðinni til að geisla en hann hjálpar henni að endurheimta og viðhalda ljóma. Appelsínuilmurinn af þessum minnir á ilminn af Ginzing línunni frá Origins en hún hefur lengi verið þekkt sem einstaklega frískandi.

Jasmine sheet maskinn mýkir húðina og er tilvalinn fyrir þá sem vilja aðeins vinna á móti grófri áferð húðarinnar. Maskinn ilmar svo að sjálfsögðu af Jasmine blómum.

Violet maskann prófaði ég einmitt í gær en hann er alveg dásamlegur! Hann ilmar af sætri violet lykt og hjálpar til við að næra húðina og veita henni fyllingu. Dásamlegur.

Síðast en ekki síst er það Lavender maskinn en hann sér um að róa húðina. Þessi er tilvalin til að nota fyrir eða á einhverjum stressandi degi þar sem að formúla maskans og Lavender ilmurinn bæði róa húðina og vitin.

Ég trúi nú ekki öðru en að flestir mínir lesendur viti hvernig sheet maskar líta út yfirhöfuð en mig langaði nú samt að leyfa þessari mynd að fylgja með færslunni fyrir þá sem vita það ekki 😉 Hér er ég með Violet maskann á mér en eins og þið sjáið er hann stútfullur af formúlu. Maskinn er látinn sitja á hreinni húð í 10 mínútur en á meðan maskinn er að vinna mæli ég með því að þið leggist niður í rólegheitunum, lokið augunum og njótið dásamlegu ilmolíanna frá maskanum. Það eru til margir leiðinlegri hlutir en það skal ég segja ykkur!

Allir maskarnir eru vel blautir þegar þeir koma upp úr pokanum svo nýtið endilega allan vökvan sem er í honum og nuddið vökvanum vel inn í húðina eftir að sheet maskinn er tekinn af. 

Ég ætla svo að taka annað sheet maska dekur í kvöld og mig grunar að Jasmine maskinn verður fyrir valinu. Hvaða maska líst ykkur best á?

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Mission: Burt með fílapenslana!

Ég er búin að taka eftir því upp á síðkastið að svitaholurnar mínar hafa stækka töluvert og þær eru orðnar fullar af óhreinindum. Ég kenni aldrinum um þetta 😉 Hinir alræmdu fílapenslar eru því farnir að láta sjá sig og ég er ekkert alltof sátt við það! Þetta er kannski „too much info“ en mig langar að fara í smá tilraunarstarfsemi og sjá hvort að ég geti ekki minnkað fílapenslana með stöðugri hreinsun. Ég dró því fram Clarisonic hreinsiburstann minn og nældi mér í þennan Zero Oil Deep Pore Cleanser frá Origins. Ég ætla síðan að nota þetta kombó annan hvern dag í nokkrar vikur og athuga hvort að fílapenslarnir minnki ekki við það og ég sjái marktækan árangur. Ég leyfi ykkur að fylgjast með hvernig gengur!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Iðunn box: Janúar

Enlight1

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudÉg var bara næstum því búin að gleyma að sýna ykkur hvað leyndist í Iðunn boxinu mínu í janúar! Ég veit ekki hvað gekk á til að ég gat gleymt því en ég ætla nú að leiðrétta það í dag og sýna ykkur hvað leyndist í boxinu mínu síðasta mánuðinn. Í boxinu var að finna allt frá litaleiðréttingar hyljurum yfir í hárolíu og varasalva svo fjölbreytnina vantaði svo sannarlega ekki. Ég er búin að prufa Origins maskaprufurnar og Paul Mitchell hárolíuna og bæði tvennt hefur verið algjörlega dásamlegt. Mig langar eiginlega að hlaupa út í búð snöggvast og kaupa mér rakamaskann frá Origins en hann er alveg æðislegur. Hér fyrir neðan getið þið séð allan listann af vörunum sem var að finna í janúar boxinu.

Enlight1

Paul Mitchelle Styling Treatment Oil

Barry M Brow Kit í litnum Medium to Dark

CK2 ilmvatnsprufa

MOR Lip Macaron

Clinique Pep Start Hydration Moisturiser SPF 20 prufa

MUA Pro Base Prima & Conceal

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Fyrir þurrkupésa

untitled-1

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudJæja þá get ég loksins skrifað um Origins vörurnar sem ég er búin að vera prófa núna í meira en mánuð! Ég vildi prófa vörurnar extra vel þar sem ég hef aldrei prófað neitt frá merkinu áður. Ég held samt svei mér þá að ég sé eina manneskjan á landinu sem hefur ekki prófað neitt frá Origins en núna er búið að kippa því í liðinn! 😉 

untitled-3

Fyrir þá sem ekki vita þá er Origins nýkomið í verslanir hér heima en ég var svo heppin að fá að prófa þrjár vörur frá merkinu. Mig langar að segja ykkur betur frá tveimur af þeim hér í þessari færslu sem gæti eiginlega ekki verið betur tímasett hjá mér þar sem kuldinn er aðeins farinn að bíta í kinnar og tími til kominn að taka fram rakabombur. Origins Make a Difference er lína sem að er einmitt ætluð til að fylla húðina af raka og endurnýja þurra og þreytta húð. Línan er ætluð öllum húðtýpum eða olímikilli, þurri eða venjulegri húð. Ég er sjálf með blandaða húð og nota því mest rakakremið sem þið sjáið hér á myndunum og heitir Make a Difference Plus+ Rejuvenating Moisturizer (reynið að segja það hratt þrisvar í röð!) á þau svæði sem ég er hvað þurrust á. Oftast er það á svæðinu undir augunum og á kinnunum. Hreinsimjólkina sem þið sjáið einnig á myndunum og heitir Make a Difference Rejuvenating Cleansing Milk nota ég hinsvegar á allt andlitið eftir að ég hef tekið farðann af mér. Mýkri hreinsimjólk held ég barasta að ég hafi aldrei prufað en hún er alveg yndisleg í notkun! 

untitled-2

Make a Difference línan inniheldur plöntu sem hefur oft fengið viðurnefnið „Risaeðluplantan“ en heitir í raun Rose of Jericho. Plantan getur lifað í miklum þurrk í fleiri fleiri tugi ára en lifnar alltaf aftur við um leið og hún kemst í raka. Það er því ekki að furða að hún skuli hafa verið notuð í þessa línu þar sem að plantan getur viðhaldið lífi sínu þrátt fyrir mörg ár af þurrki. Þetta er eitt af því sem mér finnst vera hvað áhugaverðast við Origins merkið. Hvert eitt og einasta innihaldsefni í vörunum hefur einhverjum tilgangi að þjóna en meira að segja ilmurinn er virkt efni sem að gerir eitthvað gagn annað en að gefa bara góða lykt. Ég er ekki frá því að þessar vörur hafa reddað húðinni minni sem var aðeins farin að skrælna upp en frá því að ég byrjaði að nota þær og þá sérstaklega kremið hef ég ekkert þurft að nota augnkrem og þá er sko mikið sagt þar sem það var áður nauðsynjavara í húðrútínu minni! Eftir þessa flottu reynslu af þeim vörum sem ég hef fengið að prófa er Origins óskalistinn orðinn nokkuð langur en efst á honum trónir Out of Trouble maskinn! Hann á víst að vera æðislegur til að setja á húðina ef hún er að brjótast út í bólum 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow