Eldri færslur eftir merkjum fyrir ootd

Dress: Neutral

//Færslan er ekki kostuð

Þetta dress hér er búið að vera go to dressið mitt síðustu mánuðina – ég gjörsamlega fæ ekki nóg af því! Því fannst mér tilvalið að deila því hérna með ykkur! 

Kápa: Hobbs // Trefill: Louis Vuitton // Peysa: Jigsaw // Buxur: Topshop // Taska: Gucci // Hanskar: M&S // Stígvél: Kaitlyn Pan 

Þetta er mjöglega full vetrarlegt fyrir sumarmánuðina en þar sem veðrið á Íslandi er ekki búið að vera gott undanfarið þá ákvað ég nú bara að deila því samt! 

 

Þið getið fylgt mér á facebook á HÉR til að missa aldrei af nýjum færslum!

Dress: Dinner date

//Færslan er ekki kostuð

Er ekki annars kominn tími á dessfærslu? Það er víst komið mjög langt síðan síðast…

Blússa: Cleopatra, Selfossi // Jakki: Zara // Buxur: Cleopatra Selfossi // Skór: Timberland

Ég við meina að þetta sé algjörlega klassískt íslenskt dress. Svört frá toppi til táar!

Þið getið fylgt mér á facebook á HÉR til að missa aldrei af nýjum færslum!

Dress: Phonebooth

//Færslan er ekki kostuð

Jæja, fyrsta bloggið á nýju ári. Það var nú ekki planið hjá mér að taka mánuð í pásu en eitthvernveginn endaði það nú samt þannig. Ég náði mér í tvær slæmar flensur með stuttu millibili og svo var skólinn að byrja aftur hjá mér með öllu sem því fylgir. Janúar er nú ekkert svo spennandi mánuður svo ég ætla að halda því fram að þið hafið ekki misst af miklu hjá mér. Eigum við ekki að segja að janúar hafi bara verið „trial mánuður“ og núna verður restin af árinu tekin með trompi 😉 

Skór: Zara // Buxur: Zara // Taska: Givenchy // Peysa: Zara // Hattur: Top-Shop // Jakki: Zara

 

Það er alveg nóg í gangi hjá mér næstu daga. Við JD ætlum að kíkja til London á morgun og ætlum að gista eina nótt. Síðan er ég að fara til Íslands eftir viku og mig hlakkar mjög til að sýna ykkur frá því öllu!

 

Endliega likeið María Ósk: Blogg á Facebook til að missa aldrei af nýjum færslum!

Dress up: Páskar!

Processed with VSCO with f2 preset

2_einkaeigu_ekki_kostudGleðilega páska elsku lesendur! Ég vona að þið séuð búin að éta á ykkur gat síðastliðna daga því ég er svo sannarlega búin að gera það. Það er búinn að vera hver veislumaturinn á eftir öðrum hjá mér undanfarna daga og ég held barasta að aldrei þessu vant sé ég spennt að skella mér í spinning á morgun! Í páskaboðunum í ár klæddist ég nýjum kjól frá Vero Moda (að sjálfsögðu) sem mig langaði að sýna ykkur betur. Mynstrið í honum heillaði mig alveg upp úr skónum en það var til bæði í kjólnum sem ég er í, buxum og einu öðru sem ég man ekki alveg hvað er… sorrí 🙂

Processed with VSCO with f2 preset

Mynstrið er í raun litlir hvítir fuglar sem eru á víð og dreif um kjólinn og vegna mynstrisins finnst mér kjóllinn ná að vera vorlegur þó hann sé nú svartur. Kjóllinn er líka léttur og þægilegur svo ég á eftir að nota hann mikið í sumar, ég er alveg viss um það!

Processed with VSCO with f2 preset

Sokkabuxurnar eru síðan frá Oroblu og skórnir eru frá Forever 21 minnir mig en ég keypti þá úti í Hollandi fyrir tveimur árum síðan. Þetta eru klassískir „Oxford“ skór sem ég þarf að vera miklu duglegri að nota en þeir spellpassa einmitt við svona dress 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

 

Dress up: Pollajakki

Processed with VSCO with a5 preset

2_einkaeigu_ekki_kostudÞað er nú meira hvað það er yndislegt að vera í páskafríi! Ég vona að þið séuð búin að hafa það jafn æðislegt í dag og ég en við kærastinn tókum okkur góðan göngutúr í Grasagarðinum í dag. Þar var allt að lifna við og sólin skein meira að segja smá á okkur þó það var pínku kalt.

Processed with VSCO with a5 preset

Í gær eignaðist ég þennan glæsilega pollajakka frá Vero Moda en móðir mín var svo yndisleg að koma mér á óvart með sumargjöf. Hún er alveg einstök það er ekki hægt að segja annað❤️Pollajakkar eru búnir að vera að gera allt vitlaust undanfarna mánuði og því var ég rosalega lukkuleg með mig að geta fengið að taka þátt í þessu trendi. Þessi jakki er líka ekki ósvipaður jakka úr 66 norður sem ég er búin að hafa augastað á lengi!

Processed with VSCO with a5 preset

Jakkinn var til í mörgum litum eins og dröppuðum, hermannagrænum og bleikum en þessi blái kallaði hreinlega á mig. Mér finnst hann svo fallegur! Jakkinn er tiltölulega síður en að aftan nær hann mér niður á hné. Framan á jakkanum eru síðan tveir góðir og djúpir vasar.

Processed with VSCO with a5 preset

Að sjálfsögðu er síðan hetta á honum og það er hægt að þrengja jakkan sjálfan í mittið. Ég á eftir að nota þennan mikið í sumar en vonandi ekkert alltof mikið… það er að segja ég vona að ég þurfi ekki alltaf að nota hann því það sé svo mikil rigning úti! Ég get líka alveg notað hann jafn mikið í sveitinni og í bænum þar sem hann er bæði töff og nytsamlegur. Ég er allavega alveg ástfangin af honum svona ef þið eruð ekki búin að átta ykkur á því 😉

Processed with VSCO with a5 preset

Jakkinn kostaði 8.990 krónur ef þið hafið áhuga á honum en þá eigið þið bara eftir að velja ykkur lit og það verður alveg örugglega ekki auðvelt þvi þeir eru án djóks allir flottir! 

Annars vona ég bara að þið munuð eiga yndislega næstu daga elsku lesendur. Ég mun gera það í pollajakkanum mínum 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Dress up: Sunnudax gallabuxur

IMG_3387

faerslan_er_ekki_kostudVonandi hafið þið átt æðislega helgi elsku lesendur! Mín fór mest megnis í afmæli og fjölskylduhittinga en ég fór í hvorki meira né minna en 3 afmæli þessa helgina! Toppið’i það! 😉 Á sunnudaginn skrapp ég samt á smá búðarrölt til að brjóta upp á afmælisösina og stoppaði við í Vero Moda… en ekki hvað. Heim í poka með mér komu þessar tjúlluðu uppháu gallabuxur og svo leyfði ég líka þessari peysu að fljóta með af útsölunni en hún kostaði ekki nema tæplega 2000 krónur svo ég gat ekki sleppt henni… ég bara gat það ekki…

IMG_3388

Eruð þið samt eitthvað að grínast með þessar buxur eða?! I’m in love! Háar í mittið og þröngar svo ég skellti í þær einu almennilegu 80’s belti sem ég fékk frá mömmu og þá var ég komin með hinar fullkomnu nýtísku  „mom jeans“ sem eru að gera allt vitlaust þessa dagana. Buxurnar kostuðu 5490 krónur sem er eiginlega bara fáránlega sanngjarnt verð fyrir svona fínar buxur. Mæli allaveg sterklega með því að þið kíkið á þessar en hafið hraðar hendur því þær eru greinilega búnar að fara fljótt! 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Dress up: Faux Fur kragi

faerslan_er_ekki_kostudÞetta var nú meiri dressmyndatakan! Ég dró kærastann með mér út á sunnudaginn til að taka nokkrar myndir og við vorum ekki búin að vera úti í meira en fimm mínútur þegar það kom svoleiðis hellidemba að ég hef sjaldan orðið jafn blaut. Þar að auki var ég blind þar sem ég skildi gleraugun mín eftir úti í bíl þannig að þetta var einstaklega skemmtilegt hlaup í genjandi rigningu til að ná sem fyrst aftur inn í bíl. Svona er nú blogglífið glamúrus 😉

IMG_2760

Við náuðum samt sem betur fer tveimur myndum sem voru nokkuð nothæfar svo þær nota ég hér í þessari færslu. Mig langaði að sýna ykkur betur nýja loðkragann minn sem ég fékk í Vero Moda en loðkragar hafa verið mjög áberandi í tískunni undanfarið enda geta þeir verið alveg virkilega fallegir. Þessi loðkraginn er að sjálfsögðu úr gervi feld, kostaði 5490 krónur og ég er mikið búin að nota hann til að gera frekar hversdagslegar yfirhafnir miklu sparilegri. Um leið og ég smelli honum á mig finnst mér eins og ég sé komin í einhverja þvílíka lúxuskápu.

IMG_2759

Kraginn er með krók neðst svo það er hægt að hafa hann bæði opinn eða lokaðan sem var mjög hentugt þegar ég var að hlaupa eins hratt og ég gat út í bíl. Þá fauk hann ekki af mér 😉 Sláin sem ég er í er líka úr Vero Moda en hana keypti ég á útsölunni svo ég er ekki viss um að hún sé ennþá til. Varaliturinn sem ég er með er Look who’s talking en hann er einn af möttu litunum frá RIMMEL sem ég fjallaði um HÉR um daginn.

Ég bíð síðan bara spennt eftir vorinu svo ég geti farið að taka almennilegar dressmyndir með bjartari bakgrunn og núll rigningu… það er kannski bjartsýni hjá mér en maður má nú láta sig dreyma 😉

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Jóladressið mitt

img_1728

2_einkaeigu_ekki_kostudÉg er ekki búin að eiga jólafötin mín í lengur en sólarhring en er nú þegar búin að skemma skyrtuna… Flott Rannveig, klapp fyrir þér! Ég gerði heiðarlega tilraun til að strauja hana en brenndi hana bara í staðinn… ójæja þýðir ekki að pæla í því! Jólafötin mín í ár keypti ég í Vero Moda í gær, ég sver ég get ekki farið tómhent þaðan út. Buxurnar eru flottar uppháar dragtbuxur sem eru renndar á hliðinni. Þær eru fullkomnar við þessa snilldar skyrtu sem að smellpassar inn í náttfatatrendið sem er í gangi núna.

img_1729

Ég tók skyrtuna í stærð L svo hún yrði svolítið víð á mig en á sama tíma verður hún þá dálítið flegin. Mér finnst því fullkomið að nota blúnduhaldara undir svo það glitti smá í hann.

img_1727

Kósí og þægilegt dress sem ég get notað á jólunum og í öllum jólaboðunum. Skyrtan kemur líka í svörtu og að sjálfsögðu keypti ég hana líka. Þá á ég til skiptana og hún er ekki brennd! 😉

Skyrtan kostaði mig 5490 krónur en buxurnar 6990 krónur

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Dress up: Miðbæjarrölt

img_1576

faerslan_er_ekki_kostudÉg kom kærastanum á óvart síðustu helgi og skrapp með hann í súkkulaðiskólann hjá Omnom. Ég segi ykkur betur frá honum í annarri færslu en við skemmtum okkur allavega konunglega vel 🙂

img_1575

Ég hafði aldrei trúað því en ég fór hvorki meira né minna en út í magabol í desember sem er úr uppáhalds Bershku. Ég paraði bolinn saman við nýju buxurnar mínar úr New Look sem eru eiginlega alveg eins og Vitcomit buxurnar úr Vila. Að sjálfsögðu var nýja hlébarðakápan mína frá Farmers Market ekki langt undan, enda hef ég ekki farið úr henni frá því ég keypti hana. Einfalt og óvanlegt dress fyrir miðbæjarrölt í desember!

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Springfield skóladress + GJAFALEIKUR!

_mg_3442

_mg_3383

_mg_3391

_mg_3395

_mg_3431

_mg_3416

_mg_3439

_mg_3425

leikurinn_er_kostaðurHingað til hef ég bara sýnt ykkur frekar „fín“ dress hér á blogginu sem eru kannski ekki beint ætluð fyrir hversdagsnotkun svo mér datt í hug að sýna ykkur eitt flott skóla-/vinnudress í dag en ég var svo heppin að fá að gera það í samstarfi við Springfield á Íslandi sem var að opna dyrnar sínar í Smáralind fyrir ekki svo löngu síðan. Búðin er fastur viðkomustaður hjá mér í hvert einasta skipti sem ég fer erlendis og hún er til staðar en ég kynntist henni fyrst þegar ég fór í útskriftarferð með Kvennó til Spánar (fyrir alltof löngu síðan)! Þá keypti ég mér hlébarðagollu sem ég hef notað hvað mest af þeim fötum sem ég á í dag og það sér ekki á henni eftir alla þessa notkun. Ég veit því fyrir víst að gæðin eru til staðar hjá fatnaðinum í versluninni. 

Dressið hér í þessari færslu er Springfield frá toppi til táar fyrir utan undirbolinn minn. Hermannagræni bomber jakkinn er nýkominn til þeirra en hann fellur beint inn í haust-trendin og ég er alveg viss um að hann fari fljótt þar sem hann er gjörsamlega tjúllaður og fullkominn fyrir þetta veður sem er úti núna. Gallabuxurnar eru slim fit en ég bretti upp á þær til að sýna betur þessa æðislegu strigaskó en það má að sjálfsögðu bretta buxurnar niður og hafa þær svoleiðis í vetur þegar kólna tekur. Peysan er síðan þessi típíska „Rannveigar“ peysa en litirnir í henni minna alveg óneitanlega á haustið og ekki skemmir fyrir hversu vel hún passar við jakkann.

Ég fæ svo það skemmtilega hlutverk að tilkynna ykkur um gjafaleik sem var að fara í gang á Facebook síðu Belle.is þar sem við Belle-urnar ætlum í samstarfi við Springfield á Íslandi að gefa báðum aðilum í einu heppnu vinkonu-/vinapari sitthvort 10.000 króna gjafabréfið í Springfield! Hér getið þið nálgast leikinn. Ekki hika við að taka þátt í honum svo þið getið nælt ykkur í nokkrar æðislegar haustvörur fyrir skólann eða vinnuna 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow