Eldri færslur eftir merkjum fyrir myndir

Innlit í Geysi Kringlunni og hátíðartilboð!

 Færslan er í samstarfi við Geysi

Ég leit við í Geysi Kringlunni í gær og smellti af nokkrum myndum af úrvalinu þar til þess að deila með ykkur – bara svona ef ske kynni að einhver væri ennþá í jólagjafavandræðum. Ég hef nú ekki verið að gera neinar jólagjafahugmyndalista þetta árið því það eru svo margir að gera það svo fallega en hér koma þó nokkrar hugmyndir frá mér úr Geysi. Ef þið eruð hinsvegar búin með öll innkaup þá getið þið bara notið myndanna því búðin er ekkert lítið flott!

Þessir finnst mér æði!

Ullarteppin þeirra koma í rosalega mörgum útgáfum og það er meira að segja hægt að fá þau innpökkuð! Svona fyrir þá sem eru á síðasta snúning 😉 Kögurteppin eru á hátíðartilboði á 12.800 en hin ullarteppin sem eru stærri eru á hátíðartilboði á 14.800.

Nýju fallegu rúmfötin þeirra þar sem maður kaupir allt stakt en þau eru líka á hátíðartilboði.

Ég varð svolítið mikið skotin í þessum köflóttu ullarbuxum.

Glimmer fyrir gamlárs.

Ilmkertin þeirra.

Mikið af fallegum barnafötum.

Þessi klikkaða taska heillaði mig líka! Finnst ykkur hún ekki falleg?

Ilmkertin í minni útgáfu.

Síðan eru það dásemdirnar frá Feldur! Ég hreinlega verð að eignast svona kraga þar sem ég týndi kraganum sem ég átti við flutningana til Köben – týpískt ég…

Litirnir í þessum eru æðislegir!

Þessir kragar eru líka sjúkir! Sami feldur og er í rauðu töskunni hér ofar.


Svo eru það dýrindis handklæðin þeirra! Vanalega er lítið handklæði á 2900 kall og stórt handklæði á 5900 en það er hátíðartilboð í gangi hjá þeim þar sem þú getur fengið þau bæði saman á 7000 kall.

Síðast en ekki síst er það uppáhalds dressið mitt í allri búðinni! Það eru til eins buxur líka en þær voru reyndar ekki til í Kringlunni en trúið mér ég hef dást að þeim úr fjarlægð áður og þær eru klikkaðar! Mér finnst þetta mynstur svo svakalega íslenskt og fallegt eitthvað, minnir mig á íslenskan krosssaum og hönnunin og sniðið er pörfekt. Vel gert Geysir!

Mér finnst svo ægilega gaman að taka myndir og alltaf svo skemmtilegt að koma svona í heimsókn í fallegar íslenskar verslanir – virkilega langt síðan ég hef gert það og kjörið tækifæri núna þar sem Geysir bauð mér að kynna mér hátíðartilboðin þeirra. Vonandi fannst ykkur bara gaman að koma með mér!

-RH (Fylgið mér á Instagram @rannveigbelle)

Instagram: Myndirnar sem engin sér

Instagram er uppáhalds og ég vinn ótrúlega mikið með þann miðil. Þar pósta ég myndum reglulega og deili með ykkur einhverju skemmtilegu og áhugaverðu á Instastory daglega. Afhverju er ég að þessu? Til að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Ég er menntuð í kvikmyndagerð og leiklist og hef óstjórnlega þörf til að skapa og segja frá.

Við sem erum virk á Insta vitum að á bakvið eina góða mynd sem við deilum með fylgjendum eru að minnsta kosti 30 vondar, ef ekki 100. En þær sýnum við engum.

Mér finnst við ættum að breyta því…. sýnum allt þetta fyndna líka. Hættum að reyna að vera fullkomin eða eins og aðrir vilja að við séum og hlæjum aðeins meira.

Ég hafði mjög gaman að því að fara í gegnum þessar myndir. Myndirnar sem engin hefur fengið að sjá en eru algjörir gullmolar hver og ein!

Framveigis verður þetta fastur liður hér á blogginu ….

HEIT KAKÓ HEIMA
Heitt kakó heima, á köldu vetrarkvöldi.

INSTAGRAM = HOT CHOCOLATE TIME


PAMPERSHERFERÐ
Við stóðum okkur vel á öllum 100 myndunum sem teknar voru.

 INSTAGRAM = HOW CUTE IS MY HANDSOME LITTLE GUY


FYRSTA KLIPPINGIN
Nýkomin úr klippingu sæt og fín. Þess má geta að Íris Rut klippti sjálf bút úr toppnum sínum tveimur tímum eftir að þessi mynd var tekin.

INSTAGRAM = FIRST HAIRCUT TODAY! THEY DID AMAZING…PICS ON MY BLOG.


SERÍUSTELPAN
Við Íris Rut vorum að skreyta. Ég bað hana um að pósa með seríuna.

INSTAGRAM = MY CHRISTMAS GIRL


Myndasyrpan
Að lokum ætla ég að deila með ykkur myndasyrpunni sem ýtti mér útí þetta blogg. Hér ætlaði ég að reyna að taka fallega mynd af mér með krökkunum. Í staðin fyrir að deila hinni fullkomnu mynd á Instagram þá setti ég þessa syrpu í Story hjá mér og hló.

  

INSTAGRAM = LET YOUR KIDS BE THEMSELVES AND JUST WATCH…….


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

Cork í Myndum

Við vinkonurnar skemmtum okkur konunglega í Cork! Langaði að deila með ykkur nokkrum myndum 🙂

Við pöntuðum okkur herbergi hjá Riverview bed and breakfast. Á myndinni fyrir neðan sjáið þið litla krúttlega húsið okkar. Þjónustan var til fyrirmyndar, en það eru yndisleg hjón sem eiga og reka staðinn.


 

 

Þröngar götur, litrík hús, fallegar kirkjur, vinaleg andlit og létt andrúmsloft er mín upplifun af Cork.

Við skoðuðum líka Cork City Gaol aðeins um söguna þar:

,,When Cork City Gaol first opened it was reported as being “the finest in 3 kingdoms”. It housed both male and female prisoners who committed crimes within the city boundary. Anyone committing a crime outside the city boundary was sent to the County Gaol, which was located on the grounds of what is now UCC.  In 1923 all prisoners were removed and the doors of Cork City Gaol never again closed on the freedom of any man, woman or child“.

Ótrúleg upplifun að ganga inn í þetta gamla fangelsi.

       

  Þrír dagar liðu hratt og við áttum enn eftir að skoða margt! En mér finnst líklegt að ég fari þangað aftur einn daginn og gefi mér þá meiri tíma.

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook (katrinbelle.is)

 

Mission Blonde 2, fyrir & eftir!

Á svona blautum mánudagsmorgni er ekkert betra en að skella sér á æfingu og setjast svo í stólinn hjá fagmanni í smá dekur.

Við Elvar Logi á Kompaníinu byrjuðum Mission Blonde fyrir 5 vikum síðan. Þið sem misstuð af þeirri færslu getið skoðað hana HÉR.  Þar skrifa ég um afhverju ég ákvað að breyta til og ástæðuna fyrir því að Kompaníið er í uppáhaldi.

Í dag var komið að session-i 2!

Elvar Logi hefur frjálsar hendur í þessu ferðalagi og síðast vildi hann einblína á það að lýsa endana sem mest. Þannig að við héldum okkur í dökkri rót og lýstum svo endana með balayage aðferð.

Núna byrjaði hann á að lýsa upp rótina. Strípaði síðan allt hárið og setti aflitun í endana sem voru eftir með balayage aðferðinni. Þetta var síðan skolað úr og tóner settur yfir allt.

Ég er þvílkt ánægð með útkomuna – sjáðu myndirnar!!

FYRIR OG EFTIR (frá byrjun)

Við Elvar vorum sammála um það að endarnir séu orðnir eins ljósir og þeir mega verða. Húðtónninn minn er ,golden“ og hlýr, þar af leiðandi klæða hlýjir tónar mig betur heldur en kaldir. Ég er semsagt ekki að fara að rokka hvítt gráleitt hár eins og hefur verið svo áberandi undafarið enda var það svosem aldrei planið.

Það skiptir svo miklu máli að velja lit sem hentar ÞÉR vel og dregur fram það besta í ÞÍNU fari. Og það sem skiptir enn meira máli er að hafa fagmann sér við hlið sem leiðbeinir þér í litavali og leiðir þig á rétta braut.

Hvað gerum við næst? Það kemur í ljós, líklega höldum við áfram að lýsa og þá aðalega hárið að ofan, nær rótinni. En núna ætla ég að byrja á því að venjast þessari breytingu og framhaldið kemur síðan í ljós.

Ef þig langar að breyta til og ert ekki búin að finna þessa einu réttu hárgreiðslustofu, þá mæli ég með að þú prófir Kompaníið í Turninum Kópavogi.

Þar verður tekið vel á móti þér 🙂


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Hittumst á Insta!

Svo ótrúlega spennandi tímar framundan hér á blogginu! Fullt af skemmtilegum færslum í vændum ásamt leikjum og glaðningum. Ertu ekki örugglega að fylgjast með okkur stelpunum á á Instagram? Þú getur gert það HÉR.

Mitt Instagram er alltaf á sínum stað og ég hvet ykkur endilega til að fylgja mér þar svo þið missið ekki af skemmtulegum færslum 🙂

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Alíslensk fjöruferð!

Nú vorum við sænsk/íslenska famelían í heimsókn á Íslandi í 2 vikur. Við kíktum meðal annars til Borgarnes og fórum í stutta fjöruferð. Með í för var æðisleg myndavèl sem við erum nýbúin að fá í hendurnar og eigum aldeilis eftir að nota mikið í framtíðinni! Gleymdum þykkum buxum fyrir Emil svo við notuðum ullarvettlinga frá langömmu hans yfir venjulegu buxurnar ? Okkur fannst þetta voða flott samt. Verður kannski nýtt trend.? 

image

image image

Auður

Fylgið mèr á Facebook ?

Viltu kynnast mér á Instagram?

 

Instagram er minn uppáhalds miðill. Mér finnst svo ótrúlega gaman að skoða fallegar myndir frá vinum, ættingjum og öllum hinum sem ég hef ákveðið að fylgja vegna þess að myndefnið er áhugavert. Hér er nokkrar myndir frá mér sem mig langar að deila með ykkur og gefa ykkur í leiðinni tækifæri til að kynnast mér aðeins betur.

Annars er ég að undirbúa ótrúlega skemmtilegar og fræðandi greinar sem ég mun birta hér á Belle á næstu vikum, þannig að ég hvet þig til að kíkja aftur við fljótlega 🙂


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

 

Fylgdu okkur á


Follow