Eldri færslur eftir merkjum fyrir must have

Bakpokar eru töff!

Þegar þú hugsar um bakpoka þá sérðu fyrir þér rennblauta og kalda morgna þar sem þú dröslast upp í skóla eldsnemma, með allar þungu skólabækurnar á bakinu?

Það eru eflaust margir sem halda að bakpokar séu eingöngu ætlaðir skólafólki eða ferðalöngum. En þvert á móti þá eru töff bakpokar algjört ,,must have“ um þessar mundir! Ég keypti mér einn slíkann í Stradivarius fyrr á árinu og gæti ekki án hans verið. Tala nú ekki um hversu hentugt það er að vera alltaf með báðar hendur lausar til að sinna börnunum og kannski séstaklega í ferðalögum og á flugvöllum þar sem allt á til með að fara í hnút!

Gefðu hliðartöskunni frí – fáðu innblástur og prófaðu að kaupa þér bakpoka næst þegar þú ferð í verslunarferð 😉

Ertu að fylgja mér á Pinterest? Getur gert það HÉR.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

 

Fylgdu okkur á


Follow