Eldri færslur eftir merkjum fyrir MUNUM

MUNUM áskorun 2018!

Vissir þú að 95% af öllu sem þú hugsar, finnur, gerir eða afrekar er niðurstaða af venjum þínum? Hvort sem það er að bursta tennurnar, þvo á þér hárið eða setja á þig farða þá eru venjur um 40% af því sem þú gerir alla daga.

Venjur eru nauðsynlegar fyrir hugann til að ná að hvílast. Við sköpum okkur bæði góðar og slæmar venjur sem hafa mikil áhrif á okkar líf. Að búa til nýja venju gefur þér vald til að bæta heilsu þína, útlit, afköst, sambönd við ástvini eða bæta þig i vinnu. Góðar venjur geta bætt líf þitt það sem eftir er.

Við skorum á þig að taka út einhverja slæma venju í þínu lífi og/eða skapa þér nýja góða venju í 30 daga. Þetta þarf ekki að vera mjög róttæk breyting því litlar endurteknar breytingar hafa mikil áhrif til lengri tíma.

Dæmi um góðar venjur:
* Hugleiða í 30 daga
* Borða ekkert nammi eða engan sykur í 30 daga
* Taka alltaf stigann í 30 daga
* Hreyfa sig á hverjum degi í 30 dag

Það var skorað á mig og ég ætla að skora á ykkur lika!

Það sem skiptir öllu máli í svona áskorun er daglegt ,,motivation“. Já, ég ætla að nota þessa ensku slettu en á íslensku er talað um hvatningu. Fólk heldur stundum að það sé nóg að lesa motivational texta eða horfa á motivational video á youtube einu sinni í mánuði en það er ekki rétt! Þú þarft að motivera sjálfan þig á hverjum degi til að þetta takist!!

Árið 2014 byrjaði ég í líkamsrækt, ég vildi koma mér í gott form. En eini tíminn sem ég hafði til að mæta í ræktina var kl. 05:30 á morgnana. Ég átti 4 mánaða gamalt barn, var í skóla og vinnu. Á hverju kvöldi áður en ég fór að sofa skoðaði ég myndir á Instagram af fólki sem var í góðu formi og lifði heilbrigðum lifsstíl. Ég las qoutes um líkamsrækt og las greinar sem tengdust fitness og mataræði. Þegar ég vaknaði kl. 05:00 til að mæta á æfingu þá byrjaði ég að því að hlusta á video sem hvatti mig áfram. Ég hlutstaði á það á meðan ég græjaði mig og í bílnum á leiðinni á æfingu. Ég átti þrjú uppáhalds video sem ég spilaði stanslaust. Ég var kannski ekkert alltaf í stuði en ég treysti því að undirmeðvitundin mín tæki við skilaboðunum.

Fjórum árum síðar og ég hlusta enn á þessi video. Þó að líkamrækt sé orðið að lífsstíl hjá mér þá er ég samt enn að hvetja mig áfram daglega. Ég er alltaf að setja mér markmið og ég er alltaf að skora á sjálfan mig.

Ég ætla að taka þátt í MUNUM áskorun 2018 og ég er búin að setja mér 3 markmið sem ég veit að eiga eftir að taka á.

1. Ég ætla ekki að borða nammi í 30 daga.

2. Síminn verður geymdur í körfu á ganginum frá því að börnin koma heim þanga til þau fara að sofa.

3. Taka cardio æfingu á morgnana, 5x í viku. Lyfta síðan seinnipartinn. (Þetta markmið er stílað inná vefjagigtina, hreyfing er það besta sem ég geri fyrir sjálfan mig).

Passaðu þig samt á því að hafa gaman að þessu! Þetta er ekki kvöð, þú ert að prófa þig áfram, skora á sjálfan þig. Kannski nærðu öllum þínum markmiðum og kannski ekki.

Eins og Arnold vinur minn segir:


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

 

MUNUM dagbókin í uppáhaldi

 

IMG_1137

vorur_eru_synishorn_ekki_kostudÉg er ein af þessum konum sem vill skipuleggja allt í kringum mig og fjölskylduna mína. Lífið hefur uppá svo margt að bjóða og það eru svo margir hlutir sem við þurfum að huga að. Það þarf að skipuleggja læknisferðir og tannlæknatíma, gera lista yfir allar kvöldmáltíðir vikunnar og uppfæra innkaupalistann daglega. Fimleikar eru á sunnudögum og ,,playdeit´´ eru eftir leikskóla á fimmtudögum. Þrifin eru á þriðjudögum og þvottadagar tvisvar í viku. Það þarf að skipta um á rúminu hjá öllum vikulega og muna eftir bókadögum og dótadögum í leikskólanum. Við þurfum að sinna okkar skyldum í vinnunni og skóla, skila verkefnum á réttum tíma og örva hugsun okkar daglega. Við verðum að lofa nokkrum klukkutímum í ræktina og áhugamál svo að geðheilsan haldist þokkaleg. Félagslífið þarf að skipuleggja með góðum fyrivara og stefnumótin með manninum líka.

Ég hef átt margar dagbækur í gegnum ævina en ég er með kröfur þegar kemur að þessum skipulagsbókum og læt ekki bjóða mér hvað sem er. Ég vil hafa nóg pláss til að skrifa niður langtíma og skammtíma markmið. Hún verður líka að vera falleg og passa vel í töskuna mína.

Ég var svo lukkuleg núna um daginn og fékk MUNUM dagbókina að gjöf og mig langar að deila með ykkur hvað það er sem ég dýrka við þessa bók og afhverju ég mæli með henni.

IMG_1140

Bækurnar koma í tveimur litum, gular og svartar. Ég valdi mér gula vegna þess að það er svo glaðlegur litur og minnir á sig. Þegar ég tók bókina úr plastinu tók ég strax eftir því hvað kápan utan um hana var mjúk sem mér fannst vera tákn um gæði.

SETTU ÞÉR MARKMIÐ OG LÁTTU DRAUMA ÞÍNA RÆTAST 100 LISTINN.

Á fyrstu blaðsíðunum er skorað á þig að skrifa niður 100 atriði sem þig langar að gera, upplifa eða fá út úr lífinu. Ég byrjaði að skrifa niður en þetta er erfiðara en ég hélt. Nú fylgir þessi hugsun mér í daglegu lífi, þegar ég les blöðin eða horfi á bíómyndir þá hugsa ég með mér ,,er þetta eitthvað sem mig langar að gera, eða prófa“ og ef svarið er já þá bæti ég því á listann.

Í byrjun hverrar viku áttu að skrá niður markmið vikunnar t.d. klára verkefni í skólanum, eða fara með bílinn í skoðun. 10 mínútna verkefni vikunnar t.d. panta tíma hjá tannlækni eða stoppa í apótekinu á leiðinni heima og svo hvetur hún þig til þess að hugsa um hvað þú ert þákklát/ur fyrir þessa stundina. Það er holl æfing fyrir alla!

Bókin fær þig til að hugsa um hvaða verkefni það eru sem skipta þig mestu mál og hvernig þú ætlar að forgangsraða þeim.

HVAÐA ÞRJÁ ÞÆTTI TELUR ÞÚ MIKILVÆGAST AÐ EINBEITA ÞÉR AÐ ÁRIÐ 2017 OG AFHVERJU?

Í mínu tilfelli vel ég fjölskylduna, lífsstíl, og andlega heilsu. Mér finnst þetta eiga vel við árið 2017 þar sem fjölskyldan var að bæta við sig meðlim og nýjir og spennandi tímar í vændum.  Bókin gefur þér svo tækifæri á að setja þína þrjá þætti í markmiðatré og skrá undirmarkmið. Það sem mér finnst vera helsti kosturinn er að það er nægilegt pláss til að skrifa og útaf því þá er bókin alltaf snyrtileg. Hún hvetur þig til að hugsa um hluti sem gleymast í daglegu amstri, hún er í fullkominni stærð, er með sér dálka þar sem þú getur skráð niður líkamsrækt og máltíðir og sér dálk þar sem þú skráir niður markmið dagsins.

Mig langar svo ótrúlega til að gefa einhverjum heppnum lesendum eintök af þessari frábæru dagbók! Ég ætla að vera með leik á Facebook síðunni minni þar sem þið getið tekið þátt fylgist endilega með þar.

Ef þið viljið lesa meira um MUNUM dagbókina – kíkið þá á síðuna hjá þeim hér.

Nú er meistaramánuðurinn að hefjast. Afhverju ekki að bæta sig í tímastjórnun og markmiðasetningu? Ég hef heyrt að það sé galdurinn til að ná langt í lífinu..


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

 

Fylgdu okkur á


Follow