Eldri færslur eftir merkjum fyrir motivation

MUNUM áskorun 2018!

Vissir þú að 95% af öllu sem þú hugsar, finnur, gerir eða afrekar er niðurstaða af venjum þínum? Hvort sem það er að bursta tennurnar, þvo á þér hárið eða setja á þig farða þá eru venjur um 40% af því sem þú gerir alla daga.

Venjur eru nauðsynlegar fyrir hugann til að ná að hvílast. Við sköpum okkur bæði góðar og slæmar venjur sem hafa mikil áhrif á okkar líf. Að búa til nýja venju gefur þér vald til að bæta heilsu þína, útlit, afköst, sambönd við ástvini eða bæta þig i vinnu. Góðar venjur geta bætt líf þitt það sem eftir er.

Við skorum á þig að taka út einhverja slæma venju í þínu lífi og/eða skapa þér nýja góða venju í 30 daga. Þetta þarf ekki að vera mjög róttæk breyting því litlar endurteknar breytingar hafa mikil áhrif til lengri tíma.

Dæmi um góðar venjur:
* Hugleiða í 30 daga
* Borða ekkert nammi eða engan sykur í 30 daga
* Taka alltaf stigann í 30 daga
* Hreyfa sig á hverjum degi í 30 dag

Það var skorað á mig og ég ætla að skora á ykkur lika!

Það sem skiptir öllu máli í svona áskorun er daglegt ,,motivation“. Já, ég ætla að nota þessa ensku slettu en á íslensku er talað um hvatningu. Fólk heldur stundum að það sé nóg að lesa motivational texta eða horfa á motivational video á youtube einu sinni í mánuði en það er ekki rétt! Þú þarft að motivera sjálfan þig á hverjum degi til að þetta takist!!

Árið 2014 byrjaði ég í líkamsrækt, ég vildi koma mér í gott form. En eini tíminn sem ég hafði til að mæta í ræktina var kl. 05:30 á morgnana. Ég átti 4 mánaða gamalt barn, var í skóla og vinnu. Á hverju kvöldi áður en ég fór að sofa skoðaði ég myndir á Instagram af fólki sem var í góðu formi og lifði heilbrigðum lifsstíl. Ég las qoutes um líkamsrækt og las greinar sem tengdust fitness og mataræði. Þegar ég vaknaði kl. 05:00 til að mæta á æfingu þá byrjaði ég að því að hlusta á video sem hvatti mig áfram. Ég hlutstaði á það á meðan ég græjaði mig og í bílnum á leiðinni á æfingu. Ég átti þrjú uppáhalds video sem ég spilaði stanslaust. Ég var kannski ekkert alltaf í stuði en ég treysti því að undirmeðvitundin mín tæki við skilaboðunum.

Fjórum árum síðar og ég hlusta enn á þessi video. Þó að líkamrækt sé orðið að lífsstíl hjá mér þá er ég samt enn að hvetja mig áfram daglega. Ég er alltaf að setja mér markmið og ég er alltaf að skora á sjálfan mig.

Ég ætla að taka þátt í MUNUM áskorun 2018 og ég er búin að setja mér 3 markmið sem ég veit að eiga eftir að taka á.

1. Ég ætla ekki að borða nammi í 30 daga.

2. Síminn verður geymdur í körfu á ganginum frá því að börnin koma heim þanga til þau fara að sofa.

3. Taka cardio æfingu á morgnana, 5x í viku. Lyfta síðan seinnipartinn. (Þetta markmið er stílað inná vefjagigtina, hreyfing er það besta sem ég geri fyrir sjálfan mig).

Passaðu þig samt á því að hafa gaman að þessu! Þetta er ekki kvöð, þú ert að prófa þig áfram, skora á sjálfan þig. Kannski nærðu öllum þínum markmiðum og kannski ekki.

Eins og Arnold vinur minn segir:


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

 

Byrjaðu vikuna rétt!

 Byrjum þessa viku rétt!

Öll ,,mistökin“ sem þú gerðir í síðustu viku eða um helgina eru ekki lengur til staðar. Þau skipta engu máli – þetta er búið og gert. Þú græðir ekkert á því að dvelja í hugarheim fortíðar.

Fimm atriði í átt að jákvæðum hugsunarhætti!


 1. Brostu. Ef þig langar ekki að brosa farðu þá fyrir framan spegil og brostu 10 sinnum. Undirmeðvitundin tekur við þessum skilaboðum og þú verður léttari í lund, notar nefnilega færri vöðva þegar þú brosir heldur en þegar þú ert með fýlusvip!
 2. Ekki detta í fórnarlambagírinn og kenna öllum hinum um. Taktu ábyrgð á sjálfri þér og þínum gjörðum. Ef þú vilt breyta einhverju, breyttu því þá! Ef þú getur ekki breytt því, breyttu þá hugsunarhættinum gagnvart því.
 3. Hjálpaðu einhverjum. Ég gerðist styrktarforeldri og skráði mig í sjálfboðaliðastarf hjá Rauða Krossinum. Það slær mann stundum í andlitið að sjá fólk sem virkilega á bágt þegar maður er sjálfur að kvarta yfir því að eiga ekki efni á nýjasta iphone símanum (sem dæmi).
 4. Mundu að það er engin fullkomin og þú átt eftir að gera milljón mistök á lífsleiðinni. Sum verri en önnur. En ekki refsa sjálfri þér með því að minna þig á það daglega. Lærðu af mistökunum þínum og gefðu þér svo leyfi til að leggja þau til hliðar og halda áfram að lifa hamingjusömu lífi.
 5. Áður en þú ferð að sofa á kvöldin, skrifaðu niður 5 hluti sem þú ert þakklát fyrir í dag.

Watch your thoughts, they become words.
Watch your words, they become actions.
Watch your actions, they become habits.
Watch your habits, they become your character.
Watch your character, it becomes your destiny.

 

 Vonandi eigið þið góða viku kæru lesendur!


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook (katrinbelle.is)

 

 

Eyðir þú of miklum tíma á samfélagsmiðlum?

Ertu þú sek/ur um það að vera að lesa skólabækurnar eða vinna í verkefni en vera stöðugt að kíkja á samfélagsmiðla inn á milli?

Áður en þú veist af ertu búin að eyða 20 mínútum á Facebook!

Hefur þú prófað að setja þér mörk um hversu lengi þú mátt ,,scrolla“ niður Facebook eða skoða myndir á Instagram?

Ég viðurkenni það fúslega að ég eyði miklum tíma á samfélagsmiðlum og þegar ég er að læra, séstaklega fag sem mér finnst erfitt eða óáhugavert þá er fjandinn laus! Ég á kannski að lesa 40 bls fyrir morgundaginn, en eftir 15 bls leyfi ég mér að kíkja á Facebook bara í smá stund. Áður en ég veit af er ég búin að sóa dýrmætum hálftíma í fréttaveituna á Facebook!! Þegar þú ert tveggja barna móður í 30+ einingum í skóla og færð aðeins átta barnlausa klukkustundir á dag þá er hálftími mikill missir!

Svo kvartar maður yfir því að hafa ekki nægann tíma til að ljúka verkefnum dagsins?!

Í miðri lærdómspásu í dag ákvað ég auðvitað að kíkja á Facebook þar sem ég rakst á þetta myndband.

Science Explains Why You’re Addicted to Social Media — and How to Break That Addiction

 

Á rúmlega tveimur mínútum fáum við útskýringu á því afhverju við erum háð samfélagsmiðlum ásamt leiðbeiningum um hvað við getum gert í staðin og í kjölfarið brotið upp þetta mynstur.

Ég ætla að prófa þetta og ég skora á ykkur í sömu sporum að gera það líka 😉

Mig langaði bara til að deila þessu með ykkur………en annars aftur að lærdómnum!


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

 

Monday Motivation

Ég er ein af þeim sem elskar mánudaga! Að fá að byrja nýja viku, heill heilsu með fólkinu sem þú elskar eru forréttindi.

Á sunnudagskvöldum sest ég niður og skrifa niður ný markmið fyrir komandi viku. Ég skipti þessu niður í:

MARKMIÐ VIKUNNAR

10 MÍNÚTNA VERKEFNI VIKUNNAR

Í ÞESSARI VIKU ER ÉG ÞAKKLÁT FYRIR

Ég notast við MUNUM dagbókina og þar eru fyrstu línurnar í hverri viku merktar svona. Ég skrifaði færslu um þessa dagbók í byrjun árs sem hægt er að skoða HÉR.

Það að skrifa niður markmiðin sín er lykilþáttur í því að ná þeim.

Til að gefa ykkur hugmyndir þá langar mig að deila með ykkur mínum markmiðum í þessari viku. Þessi skammtímamarkmið hjálpa mér að komast nær mínum langtímamarkmiðum og halda mér við efnið!

MARKMIÐ VIKUNNAR 21-27 ÁGÚST

 • Kaupa allar skólabækurnar mínar
 • Klára og skila af mér færslum fyrir belle.is
 • Mæta í ræktina 6x
 • Stunda yoga 6 x
 • Fara í bankann
 • Skipuleggja 1 árs afmæli
 • Funda vegna afmælis þar sem ég er veislustjóri
 • Samfélagsmiðlabann inn í svefnherbergi (byrjaði þetta markmið fyrir 3 vikum síðan og ætla að halda áfram með það)
 • Fylgja matarprógrammi
 • Gefa kósígallanum frí endrum og eins
 • Klára verkefni fyrir skólann
 • Drekka vel af vatni daglega

10 MÍNÚTNA VERKEFNI VIKUNNAR

 • Borga reikninga
 • Senda skólanum mail
 • Finna afmælisföt á Alexander
 • Hringja í ömmu

Í ÞESSARI VIKU ER ÉG ÞAKKLÁT FYRIR

 • Að eiga heilbrigð börn
 • Tengslanetið mitt
 • Manninn minn sem er alltaf þolinmóður
 • Sjálfan mig

Vikuleg markmið eiga að vera raunhæf og eiga möguleika á að passa inn í þennann tímaramma sem eru 7 dagar.

Hvet ykkur til að prófa!

Njótið vikunnar kæru lesendur….


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Aftur af stað

75f474a03bcfd0051518ba268772d624

Þá er ég búin með innflúensuna líka… jei… Ég talaði kannski aðeins of fljótt af mér um daginn þegar ég sagði að veikindin væru að klárast hjá mér því nokkru síðar var ég komin með innflúensuna og haltu á ketti hvað það er mikill viðbjóður! Ég hef aldrei verið með jafn svæsna flensu á ævi minni og ég er meira og minna búin að vera í móki í næstum því viku núna. Núna loksins sé ég fyrir endan á þessu (7-9-13) svo ég get farið að vera aðeins virkari hérna inni aftur. Ég er svo spennt að fá að birta fullt af vorfærslum fyrir ykkur þar sem það er svo mikið vor í loftinu og vorið ásamt haustinu er lang uppáhalds tímabilið mitt í förðunarheiminum. Verið því viðbúin fyrir vorið hér á þessari síðu minni á meðan ég keyri mig í gang aftur 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Matarplanið mitt og æfingar frá Fitsuccess!

Processed with VSCO with hb1 preset

faerslan_er_ekki_kostud-5

Mig langar til að deila með ykkur minni reynslu af þjálfurunum hjá Fitsuccess. Í byrjun árs 2014 þá 5 mánuðum eftir að ég átti dóttur mína skráði ég mig í fjarþjálfun hjá þeim. Ég hafði ágætis reynslu í lyftingarsalnum og mér fannst mataræðið mitt vera svona þokkalegt. En ég var orðin svo leið á því að fara í ræktina, gera eitthvað og sjá aldrei neinn árangur. Á þessum tímapunkti var ég tilbúin að gera hvað sem er til að koma mér í gott form og líða betur í eigin skinni. Mér fannst ég eiga það skilið eftir að hafa gengið með barn í 9 mánuði.

Ég er mikill aðdáandi Tracy´s og ég tók þessum orðum hans bókstaflega og var staðráðin í að fylgja leiðbeiningum þjálfaranna sama hvað.
Á þessum tíma var ég nýkomin úr fæðingarorlofi, í 100% vinnu og 100% fjarnámi ásamt því að vera staðráðin í að koma mér í form. Eini tíminn sem var í boði fyrir mig að æfa var klukkan 05:30 á morgnanna. Ég fékk næturaðgang í World Class kringlunni og mætti alltaf á þessum tíma. Ég gerði allt sem var á planinu mín alltaf. Ég fylgdi matarplaninu mínu alveg 100% . Var það erfitt? Já það var ótrúlega erfitt, en líka gaman því ég lærði svo mikið.

Processed with VSCO with hb1 preset

Annað sem ég vandi mig á að gera var að vera í miklu sambandi við stelpurnar öllum stundum. Alltaf ef ég var óörugg með einhverja æfingu á planinu, var óviss í mataræðinu og jafnvel ef mig langaði í súkkulaði þá sendi ég þeim línu. Engin spurning var fáránleg – markmiðið mitt var að læra hollann og góðan lífsstíl og ég vissi að til þess að gera það þá þyrfti ég að spurja og vera ófeimin að viðurkenna mína galla og stundum fáfræði í garð mataræðis. Þær svöruðu fyrirspurnum ávallt samdægurs og alltaf á persónulegu nótunum. Ég fann að ég skipti þær máli.

Hér getið þið séð sýnishorn af núverandi matarplani sem er sérhannað fyrir mig. Eins og þið sjáið þá passa þær uppá að ég borði reglulega þannig að ég verð aldrei svöng. Hér eru engar öfgar í gangi.

Svo sjáið þið einn dag úr æfingarplaninu mínu brjóst, hendur og kviður. Ég æfi 5x í viku og fæ alltaf ný og fersk plön á 4 vikna fresti. Þær eru mjög áhugasamar að vita hvernig planið er að henta þér og bregðast skjótt við ef það eru einhverjar æfingar sem þú getur ekki gert eða treystir þér ekki til að gera (t.d. vegna meiðsla).


Screenshot Processed with VSCO with hb1 preset

Tveimur mánuðum síðar var ég búin að ná skuggalegum árangri. Þið getið séð myndirnar af mér og lesið söguna mína á síðunni hjá þeim HÉR. 

En ég hætti ekki þarna. Ég var í þjálfun hjá þeim í tvö ár. Þegar ég var komin í það form sem ég vildi vera í og var aðalega að vinna í því að byggja upp vöðva og auðvita viðhalda árangrinum þá lærði ég að sleppa takinu og leyfa mér meira. Ég er samt voðalega mikil allt eða ekkert týpa eins og stelpurnar vita. Ef ég leyfi mér einn súkkulaðimola á virkum degi þá er voðin vís þann daginn ( einn súkkulaðimoli breytist í 10 súkkulaðimola), þannig að ég kýs heldur að sleppa því. Ég á einn nammidag í viku þar sem ég leyfi mér allt sem ég vil og það hentar mér mjög vel.

Núna er ég hinsvegar aftur á byrjunarreit ef svo mætti að orði komast. Ég eignaðist son minn í ágúst árið 2016 og skráði mig mjög fljótlega eftir það aftur hjá stelpunum í Fitsuccess. Núna 7 mánuðum síðar er ég komin í mína þyngt og búin að ná mjög góðum árangri. Ég ákvað eftir þessa meðgöngu að vera ekkert að flýta mér að komast aftur í form. En ég vildi hafa stelpurnar mér við hlið til þess að halda mér við efnið. Ég er búin að misstíga mig oft en ég held samt alltaf áfram því ég veit að árangurinn mun skila sér.

En þetta snýst ekki bara um að koma sér í form. Hreyfing skiptir sköpum þegar kemur að andlegri heilsu og vellíðan í daglegu lífi.

Katrín Eva, Ale og Ingibjörg vita nákvæmlega hvað þær eru að gera þegar kemur að heilbrigðum lífsstíl og þær eru tilbúnar að standa við bakið á þér alla leið. En þú þarft samt að hlusta á þær og fylgja leiðbeiningum til að ná árangri 😉 Ef þið viljið vita meira um hvað þær bjóða uppá þá hvet ég ykkur til að kíkja á heimasíðuna hjá þeim www.fitsuccess.is og skoða árangursmyndir. Það er ótrúlega mikil hvatning að sjá aðra í sömu sporum og þú ná markmiðum sínum. Þær eru líka á Instagram og á Facebook. 

Screenshot Processed with VSCO with hb1 preset


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Þessi persónulega um H&M ævintýrið!

unnamed

Ég var svo lánsöm að vera ein af þeim sem fékk atvinnutilboð frá H&M þar sem þeir buðu mér að vera partur af ,, Managment teyminu sem visual merchandiser´´ hér á Íslandi. Að þiggja þetta tilboð þýðir að ég þarf að fara erlendis í þjálfun núna í apríl og vera í 8-12 vikur!

,, En það er alveg ómögulegt!! Þú átt börn og þú varst að koma úr fæðingarorlofi! Ætlarðu að fara og skilja börnin þín alein eftir hér? ´´

Já, ég get með sanni sagt að vinir og vandamenn hafa verið með mismunandi skoðanir á þessari ákvörðun minni. Flestir styðja mig, peppa mig upp og bjóða fram aðstoð sína. Á meðan aðrir telja mig sjálfselska og saka mig um að vera ekki að hugsa um hag barnanna minna. En það er þess vegna sem mig langar að skrifa þessa grein. Vegna þess að ég veit að ef að þessu dæmi væri snúið við og það væri kærastinn minn sem væri að fara út í þjálfun tengt vinnu, þá væri hann ekki að fá sömu athugasemdir og ég. Þetta eru niðurbrjótandi og ,,old fashion´´ athugasemdir gagnvart okkur mæðrum sem kjósum að vinna úti og þær eiga ekki rétt á sér.

Ég er móðir og hef verið móðir síðan ég var 24 ára gömul. Frumburðurinn minn hún Íris Rut er 3 og 1/2 árs ótrúlega skemmtileg og snjöll stelpa. Hún er í leikskóla, stundar fimleika og finnst gaman að leika sér úti. Sonur minn hann Alexander er 6 mánaða. Hann drekkur pela, borðar mauk, brosir og hlær og finnst gott að kúra. Samband mitt við börnin mín er og hefur alltaf verið gott. Ég elskaði þau bæði um leið og ég vissi að þau væru væntanleg. Líf mitt snýst um að vera til staðar fyrir þau alltaf og bregðast ávallt við þörfum þeirra sama hvað það er.
IMG_0524

 
En svo er ég er líka einstaklingur. Mér finnst gaman að stunda líkamsrækt, borða góðan mat, fara út með vinum mínum, dansa og lesa bækur. Ég hef sett mér hin og þessi markmið í lífinu. Sum tengjast fjölskyldunni minni, önnur eru tileinkuð sambandi mínu við kærastann minn og síðan eru nokkur sem eru persónuleg. Eitt af þeim er að vinna við eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og vera þar af leiðandi fyrirmynd fyrir börnin mín og annað er að ferðast og skoða heiminn.

Ég veit að þjálfunin úti á eftir að vera erfið.  Ég á eftir að fá heimþrá og ég á eftir að sakna barnanna minna. En ég er sko alls ekki ein um það. Margar af þessum frábæru konum sem eru að fara með mér í þessa ferð eiga líka börn sem þær eiga eftir að sakna. Við eigum eftir að veita hvor annarri styrk og vera til staðar þegar þess er þörf.
Ég mun fella nokkur tár þegar ég býð þeim góða nótt á skype og þegar dóttir mín hringir í mig og segist sakna mín og biður mig um að koma heim. En þá má ekki gleyma því að ég kem heim að minnsta kosti tvisvar sinnum á þessu tímabili í langa helgi.

Ég veit þetta allt saman. En vitið þið hver verður þarna hjá þeim? PABBI ÞEIRRA! Já, þau eru nefnilega ansi heppin að eiga eitt stykki pabba. Hann er jafningi minn þegar kemur að foreldrahlutverkinu en það virðist þó oft gleymast í þessari umræðu. Honum finnst þetta alveg sjálfsagt og hann hræðist það ekki að vera með bæði börnin í þennan stutta tíma. Hann getur nefnilega gert alveg sömu hlutina og mamman getur gert og alveg jafn vel.

Þannig að ég hef ákveðið að hoppa um borð í þetta ævintýri með jákvætt hugafar. Njóta þess að skoða nýja staði, kynnast nýju fólki, læra nýja hluti og upplifa aðra menningu. Ég ætla að njóta þess að vera einstaklingur og sniðganga neikvæðar athugasemdir.

Ég má vera ánægð og spennt án þess að fá ,,mömmusamviskubit´´ sem við þekkjum allar. Ég er nefnilega alveg frábær mamma og ég mun alltaf vera til staðar fyrir börnin mín. Látum ekki neikvæðar raddir hafa áhrif á okkur – við erum allar ólíkar og það er gott. Við vitum hvað hentar okkar fjölskyldu og við eigum að treysta okkar innri rödd! Stöndum saman og styðjum hvor aðra.

17155866_10158153925805417_5188094298045104039_n

Hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með þessu ferli kæru lesendur! Kannski að ég opni snapp og taki ykkur með mér út! Það er aldrei að vita……..


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

 

Fylgdu okkur á


Follow