Eldri færslur eftir merkjum fyrir mömmugallabuxur

Hvernig mömmugallabuxurnar urðu vinsælar aftur!

Byrjum á byrjuninni, gallabuxur voru fyrst gerðar fyrir kúreka og námuverkamenn árið 1853 af þýska innflytjandanum Levi Strauss í Ameríku. Það var ekki fyrr en James Dean klæddist gallabuxum í kvikmyndinni Rebel without a cause, 1955, að gallabuxur urðu fáránlega vinsælar. Gallabuxur urðu tákn uppreisnar gegn foreldrum og yfirvaldinu, og því keyptu ungt fólk þær í miklu magni. Það var ekkert meira töff en að vera í gallabuxum! Marilyn Monroe var síðan í gallabuxum í kvikmyndinni Misfits nokkrum árum seinna, gallabuxur voru orðnar jafnvinsælar fyrir konur og fyrir karlmenn.

 

Næsta áratuginn voru gallabuxurnar eitt stórt súper trend á markaðinum en það var ekki fyrr en með hippunum að þær fóru að þróast aðeins og á 70’áratuginum komu hiphuggers með flair ( útvíðar buxur, hátt mitti og þröngar að ofan ). Með punk rokk hljómsveitunum komu síðan enn önnur útgáfa af gallabuxum, þröngar og beinar. Þær leiddu til þess að á milli 80 og 90 komu peg leg gallabuxurnar sem urðu seinnameir það sem við þekkjum best í dag sem mömmu gallabuxur. Þessar buxur, með háu mitti og beinar niður, voru alls staðar á 90’ties tímabilinu! Þær voru aldeilis ekki mömmugallabuxur á þessum tíma, allir voru í þeim! Þar á meðal vinir okkar í Beverly hills 90210.

 

 

En gallabuxurnar héldu áfram að þróast og Alexander Macqueen kynnti til sögunnar ultra low rise gallabuxurnar og poppstjörnurnar elskuðu þær! Britney Spears, Christina Aguilara og Jennifer Lopez rokkuðu þær lengi vel. Árið 2003 voru buxurnar komnar svo langt niður á rassinn að fyrirbæri eins og “whale tail“ þar sem sést G-strenginn var aðal málið í og “muffin top“ var alvöru vandamál! Mikið hataði ég þessar buxur!

 

Tina Fey gerði síðan grínsketch fyrir Saturday night live þar sem hún kom með 90’ties gallabuxurnar tilbaka og nefndi þær mömmugallabuxur: Gefðu mömmu gjöf sem segir: Ég er ekki kona lengur, ég er mamma! Eldri kynslóð gallabuxanna var sem sagt eitthvað sem hægt var að gera stólpagrín af og var alveg fáranlegt að vera í. Þetta viðhorf var fast næsta áratuginn, ekki séns að láta sjá sig í mömmugallabuxum! Skinny jeans tóku síðan við af útvíðu ultra low rise og eru enn sterkar á markaðinum. Þær eru helst með hátt mitti eða rétt yfir mjaðminar, low rise voru og eru ekki lengur vinsælar ( thank god! ). Núna erum við að sjá útvíðar buxur koma sterkar inn aftur en vonandi sjáum við ekki low rise aftur!

Árið 2013 kom síðan konceptið frá fyrirtækinu K-hole: Normacore! Ef að reglan er að til að vera kúl þarf maður að vera öðruvísi, þá er það að klæða sig eins og normið er, einmitt það sem er erfiðast eða mest út úr kassanum, erfiðara en það að vera reyna að vera öðruvísi en allir aðrir. Þar sem tískan var einnig að byrja að fara í nostalgíu 90’ties áttina á þeim tíma þá var það mest töff að klæða sig eins og til dæmis foreldrar okkar klæddu sig í gamla daga. Mömmugallabuxurnar komu tilbaka! og núna voru þær töff. Stórt comeback hjá þessari týpu af buxum og byrjaði Top shop að selja þær aftur 2013. Í dag eru mömmubuxurnar eitt vinsælasta trendið og með sitt háa mitti og ofur þæginlega snið skil ég það mjög vel!

 

Allar upplýsingar á blogginu eru frá skemmtilegu myndbandi á Refinery29. Endilega kíkja á það! Heimildir: Refinery29

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow