Eldri færslur eftir merkjum fyrir Michael Kors

The Cliffside, Punta Sur

Á eyjunni Isla Mujeres er Punta Sur, austasti partur Mexíkó. Við fundum þennan stað eiginlega bara fyrir algjöra tilviljun þegar við vorum að keyra um eyjuna að leita okkur að veitingastað fyrir hádegismat. Það er ekki alltaf sem maður rambar á staði með svona útsýni, en þarna vorum við heppin!

On the Isla Mujeres Island is the eastermost part of Mexico. We just randomly stumbled upon this place while we were looking a spot for lunch. It really was a pleasant surprise as you don’t always find places with views like this! 

Michael Kors gjafaleikur!

dsc_0588

leikurinn_er_ekki_kostadurMér finnst ótrúlega gaman að sjá hvað bloggið er búið að stækka mikið undanfarið og það hvetur mig bara til að halda áfram að skrifa og deila öllu mögulegu hérna með ykkur. Til þess að halda aðeins upp á þessa velgengni langar mig til þess að gefa einum heppnum lesanda þetta fallega kortaveski fá Michael Kors. Ég á eins veski sem ég keypti fyrir aðeins meira en ári síðan og nota enn daglega svo ég get lofað ykkur því að það endist vel og er alveg þrælsniðugt að mínu mati… sérstaklega fyrir töskusjúklinga eins og mig sem nota ekki  endilega sömu tösku tvo daga í röð. Haha.
En allavega, til þess að taka þátt þarft þú einfaldlega að fylla út nafn og tölvupóst hér fyrir neðan og líka við María Ósk: Blogg á Facebook og þú ert komin í pottinn. Til þess að auka likurnar á að vera dreginn getur þú einnig líkað við Belle.is á Facebook.  Leikurinn endar á miðnætti 3. oktober svo endilega drífðu þig að taka þátt!

dsc_0597

dsc_0607

dsc_0617

Click here to view this promotion.

mariaosk

 

Fylgdu okkur á


Follow