Eldri færslur eftir merkjum fyrir maybelline

Janúar uppáhöld

Færslan er ekki kostuð – Sumir af hlutunum sem ég nefni eru í einkaeigu en aðra fékk ég í gjöf

Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar!

L’Oréal Colorista Silver Shamopoo – Besta fjólubláa sjampó sem ég hef prófað! Ef þú ert með ljóst hár þá get ég ekki hvatt þig nógu mikið til þess að prófa það. Ég skrifaði grein um sjampóið HÉR.

Bobbi Brown Pot Rouge í litnum Fresh Melon – Æðislegur kremkinnalitur sem að gefur heilbrigðan kórallitaðan ljóma á kinnarnar ásamt því að endast allan daginn.

NYX Professional Makeup Intense Butter Gloss í litnum Tres Leches – Virkilega fallegt og náttúrulegt gloss sem mér finnst æðislegt að skella á varirnar við hvaða lúkk sem er. Glossið ilmar dásamlega, endist lengi og er ekki svona klessu klístursgloss.

Rimmel Breathable Foundation – Þessi farði er bara æðislegur! Hann gefur náttúrulega þekju sem að endist allan daginn og mér líður ekki eins og ég sé með farða á húðinni þegar ég er með hann á mér. Eina sem ég get sett út á hann er sprotinn sem hann kemur með. Ég vildi að það væri pumpa á honum en ég missti einmitt sprotann á nýju peysuna mína um daginn og setti þá meik í hana og eyðilagði 🙁 En formúlan í farðanum sjálfum er æðisleg!

L’Oréal True Match Mineral Powder Foundation – Æðislegur púðurfarði sem ég elska að setja yfir aðra fljótandi farða á þau svæði sem ég vill fá meiri þekju á. Ég nota alltaf burstann sem L’Oréal er með í sölu fyrir púðrið og hann er æðislegur! Elska að nota hann til þess að blanda púðrið við farðann minn og líka til þess að blanda eins og kinnaliti og sólarpúður og annað við púðurfarðann. Virkilega þéttur og góður bursti sem er fullkominn til þess að nota með þessu æðislega púðri. Ég nota litinn Ivory Rose fyrir þá sem eru forvitnir um það 🙂

Maybelline x Gigi Hadid Fiber maskarinn – Ég veit að þessi lína kom í takmörkuðu upplagi en ég er ekki búin að nota annan maskara en þennan allan janúar! Ég nota oftast bara svörtu hliðina á maskaranum en hún gerir augnhárin mín mjúk og falleg.

Maybelline x Gigi Hadid Cool pallettan – Þessi palletta! Ég gæti grátið að hún kom bara í takmörkuðu upplagi – ég er ekki að grínast! Þetta er uppáhalds pallettan mín þessa stundina en ég elska að skella bara einum af shimmer augnskuggunum í henni yfir allt augnlokið mitt áður en ég fer í vinnuna á morgnana. Augnskuggarnir eru svo mjúkir og það er svo þægilegt að vinna með þá og litatónarnir henta mínum húðlit fullkomlega. Ég ætla að reyna að sjá hvort það eru ekki nokkur eintök eftir einhverstaðar á netinu hérna úti í DK því ég verð að eiga backup af þessari ég er komin svo langt með mína! Ef einhver veit hvar ég get fengið hana látið mig þá endilega vita takk!

-RH / @rannveigbelle

Hátíðarlúkk #3 (Gigi) – SÝNIKENNSLA

Vörurnar í færslunni fékk ég í gjöf

Þá er komið að þriðja hátíðarlúkkinu en í þetta skiptið notaði ég vörur frá samstarfi Gigi Hadid við Maybelline! Ég fékk í gjöf frá Maybelline nokkrar vörur úr línunni og ég er varla búin að leggja frá mér pallettuna en ég fékk East Coast augnskuggapallettuna í litnum Cool. Ég notaði hana líka um daginn þegar ég var að kenna mitt fyrsta förðunarnámskeið og allar voru voða hrifnar af henni. Mig langaði að gera frekar grungy 90’s legt lúkk með vörunum hennar Gigi en hér fyrir neðan getið þið séð nákvæmlega hvernig ég náði þessu lúkki og hvaða vörur ég notaði.

Ég ætlaði nú ekkert að koma inn á það en ég held ég bara verð… HVERSU TRYLLTAR eru þessar umbúðir!!!

Hérna eru þær vörur sem ég notaði í lúkkið:

Augu: NYX Lid Lingerie í litnum Checkmate, Gigi Hadid Eyeshadow Palette í East Coast Cool, Gigi Hadid Fiber Mascara.

Andlit: Gigi Hadit Tinted Primer í Light/Medium + Farði og hyljari

Varir: Gigi Hadid varalitur og varablýantur í litnum Taura

Ég byrjaði á því að móta andlitið mitt með Tinted primernum. Fyrst ruglaði þessi vara mig rosalega en ég fann út úr henni á endanum. Tinted Primerinn á að nota til þess að móta andlitið áður en að borið er á það farði og hyljari. Þetta á að gefa andlitinu mótað yfirborð ásamt því að gefa því má sólarkyssta hlýju. Hér er ég því búin að móta andlitið mitt með primernum en hann setti ég undir kinnbeinin mín, aðeins upp við hárrótina á enninu og rétt meðfram kjálkanum mínum. Áður en þið haldið áfram skuluð þið leyfa primernum að setja sig inn í húðina svo að hann dreifist ekki út um allt andlitið þegar þið farið yfir hann með farða.

Síðan þegar ég var búin að því bar ég á mig farðann minn, hyljara og highlighter rétt eins og ég myndi alltaf gera. Ég passaði mig samt á því að hafa ekki mikla þekju yfir þeim stöðum sem ég setti primerinn svo hann myndi aðeins sjást.

(Sorrí að myndin er smá blörruð) Rétt eins og ég nefndi í síðustu sýnikennslu er ég ástafangin af nýju möttu Lid Lingerie kremaugnskuggunum frá NYX enda mun þessi litur sérstaklega koma mikið fram í sýnikennslum hjá mér. Þetta er liturinn Checkmate og hann setti ég yfir allt augnlokið og blandaði hann út með gervihárabursta. Þetta er þá orðinn grunnurinn okkar fyrir augnförðunina.

Næst tók ég brúnan Kohl eyeliner, hvaða brúni eyeliner ætti að virka, og setti hann alveg upp við rótina á efri augnháralínunni minni. Litinn máði ég svo út með pencil bursta til þess að skapa smokey áferð.

Smokey áferðina ýkti ég síðan enn frekar með því að taka dökkbrúna augnskuggann úr pallettunni, lagði hann yfir eyelinerinn og blandaði hann út upp á við. Passið ykkur bara á því að hafa litinn sterkastann alveg upp við augnhárarótina og látið hann svo blurrast (er það orð?) upp á við til þess að fá hina fullkomnu smokey áferð.

Til þess að gera förðunina hátíðlega tók ég ljósgyllta litinn úr pallettunni og stimplaði honum á augnlokið með fingrinum, alveg frá augnhárarótinni og upp undir augabrúnina. Þessi augnskuggi er gjörsamlega fullkominn í þetta og setur ofboðslega fallega áferð á förðunina þar sem það er smá glimmer í honum.

Að sjálfsögðu setti ég dökkbrúna eyelinerinn í efri og neðri vatnslínuna til þess að gera förðunina enn dramatískari en það má að sjálfsögðu sleppa því. Einnig setti ég á mig maskara en Fiber maskarinn frá Gigi virkar þannig að fyrst er sett ein umferð af maskaranum, síðan er sett ein umferð af trefjunum (sem eru á hinum endanum á túpunni) og að lokum er sett önnur umferð af maskaranum. Þannig verða augnhárin extra mikil um sig og flott.

Ég notaði Taura varablýantinn til þess að móta varirnar áður en ég setti varalitinn á mig.

Taura varaliturinn er síðan virkilega flottur frekar 90’s legur mauve litur sem gerir lúkkið að mínu mati. Hann er líka þægilegur á vörunum og endist rosalega lengi. Ég borðaði til dæmis humarsúpu, lambakjöt og sötraði á hvítvíni en samt var varaliturinn ennþá á mér eftir herlegheitin.

Þetta er þá lúkkið! Sjáið þið ykkur ekki fyrir ykkur skarta þessu lúkki yfir hátíðina?

-RH (Fylgið mér á Instagram undir @rannveigbelle)

KKW Beauty Contour Dupe!!

Þær sitja ekki auðum höndum Kardashian systurnar en nýlega stofnaði Kim Kardashian sitt eigið snyrtivörumerki líkt og systir hennar Kylie og heitir merkið KKW Beauty. Fyrsta varan sem kemur frá merkinu var þetta contour/skyggingar og highlight/ljóma sett sem þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan ásamt bursta og svampi. Settið kostar hvorki meira né minna en 48 dollara! Í pakkanum eru tveir skyggingarlitir, einn dökkur og einn ljósari, tveir lýsingarlitir, einn mattur og einn ljómandi.

Stiftin eru vægast sagt búin að vera mjög umdeild síðastliðna daga þar sem bróðurparturinn af umsögnum sem þau eru búin að fá hafa verið lélegar. Stiftin eru bókstaflega að brotna í höndunum á fólki enda ekki að furða þar sem maður fær fáránlega lítið af vöru fyrir verðið sem maður er að borga en ég skal brjóta niður fyrir ykkur kostnaðinn hér á eftir. Formúlan sem slík hefur fengið ágætis dóma en fólk getur ekki litið framhjá öðrum gæðum sem einfaldlega eru ekki til staðar. Flestir segja að þetta sé vara sem hefur verið flýtt út á markaðinn til þess að koma merkinu af stað og til að græða pening. Burstinn á víst að vera bara la la og svampurinn á víst að vera hræðilegur. Ég get að sjálfsögðu ekkert sagt til með það og sérstaklega ekki þar sem ég hef ekki prófað vöruna sjálf en mér finnst þetta allt vera rosalega grunsamlegt og um að gera að rannsaka hlutina svo maður hoppi ekki um borð í „hype“ lestina án þess að vita neitt. Hér er því niðurbrotinn kostnaður á vörunni miðað við gengi dollarans í dag (102,56 kr). 

Varan sjálf = 48 dollarar

Sendingarkostnaður = sirka 10 dollarar

Tollur og önnur gjöld = 1428 krónur

Samtals = 7376 krónur

Magn vöru í grömmum = sirka 3,6 grömm

Þannig að fyrir hvert gramm af vöru ertu að borga rúmlega 2000 krónur!!!

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst það fáránlegt verðlag fyrir svona lítið magn en maður verður líka að hafa í huga að það er verið að borga fyrir KKW nafnið alveg eins og þegar kemur að Kylie snyrtivörunum. Vörurnar eru dýrari því að það kostar að nota nafnið þeirra. Fyrir ykkur eins og mig sem finnst þetta aaaaaaaðeins og mikið af því góða langaði mig að koma með tilögu að „dupe-i“ eins og maður segir á góðri ensku eða ódýrari vöru sem að gerir það sama og KKW Contour settið. Vörurnar koma frá Maybelline og eru meira en helmingi ódýrari fyrir mikið meira en helmingi meira magn!

Hér sjáið þið tvennuna sem getur áorkað nákvæmlega því sama og KKW Contour stiftin. Þetta er Master Contour stiftið og Master Strobing stiftið frá Maybelline. Bæði koma í tveimur litatónum svo hægt er að finna tón sem hentar vel þínu litarhafti. Hér sjáið þið verðið samanborið við hitt.

Master Contour = sirka 7 grömm kosta 1599 (Hagkaup ekki tax free þó það sé tax free núna ?)

Master Strobing Stick = sirka 7 grömm kosta 1249 (Hagkaup ekki tax free þó það sé tax free núna?)

Þannig að fyrir hvert gramm af vöru ertu að borga rúmlega 200 krónur – það er 10x minna enn fyrir KKW vöruna!

 

Contour stiftið er tvískipt eins og þið sjáið á þessar mynd en öðru megin er skyggingarlitur og hinu megin er mattur lýsingarlitur. Formúlan er rosalega mjúk og blandast auðveldlega og gefur mjög náttúrulega „varla þarna“ skyggingu alveg eins og KKW Beauty stiftin eiga að gera. Strobing stiftið er síðan rosalega mjúkt líka og gefur svakalega fallegan og mikinn ljóma sem hægt er að byggja upp eða tóna niður.

Countour stiftið mitt er í litnum Light og Strobing stiftið er í litnum Light – Iridescent. Contour stiftið er fullkomið fyrir mitt litarhaft en það er ekki of hlýtóna og alls ekki of kaldtóna þannig að það lúkki grátt. Strobing stiftið er síðan með fallegan bleikan undirtón í sér sem hentar vel köldu litarhafti eins og mínu.

Hér getið þið svo séð skref fyrir skref hvernig ég nota vörurnar til að móta andlitið mitt. Það er hægt að smella á myndirnar til að sjá þær betur. Ég byrjaði með farða á andlitinu og bar síðan Contour stiftið á andlitið mitt, bæði ljósa og dökka litinn. Ég setti dökka litinn á ennið, undir kinnbeinin, á hliðarnar á nefninu mínu og meðfram kjálkanum. Ljósa litinn setti ég í einskonar þríhyrning undir augun og undir skyggingarlitinn undir kinnbeininu. Ég blandaði síðan skyggingar litinn út með RT Bold Metals Contour bursta og ljósa litinn með RT Bold Metals Blush bursta. Eftir þetta setti ég Strobing stiftið ofan á kinnbeinin og blandaði úr því með fingrinum og Blush burstanum. 

Hérna sjáið þið svo útkomuna – mjög náttúruleg „varla þarna“ mótun. Að mínu mati er því algjör óþarfi að blæða í KKW settið, nema náttúrulega að það muni veita ykkur gleði en fyrir okkur hin þá er auðveldlega hægt að ná sömu útkomu mun ódýrara! 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Hvernig ég nota: Micro Pencil frá Maybelline

IMG_3873

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudJæja þá ætla ég að reyna að koma mér aftur á skrið eftir þessa blessuðu flensu sem vill sitja sem fastast í mér. Í dag langaði mig að sýna ykkur nýju augabrúnablýantana frá Maybelline sem komu í sölu hér á landi í byrjun árs. Blýantarnir heita Brow Precise Micro Pencil og eru skrúfblýantar. Ég er með ágætlega þéttar augabrúnir svo ég þarf ekki að nota mikið af blýantnum til að fylla inn í auðu svæðin mín en ef þið viljið læra hvernig ég geri það þá fer ég yfir það hér rétt fyrir neðan 🙂

IMG_3874

En fyrst skulum við fara aðeins yfir blýantana sjálfa! Blýantarnir koma í tveimur litum, Soft Brown og Deep Brown. Eins og nöfnin gefa til kynna er Soft Brown aðeins ljósari og hentar því ljóshærðum en Deep Brown er dekkri og hentar því dökkhærðum. Blýantarnir eru skrúfblýantar og með spoolie eða maskaragreiðu á öðrum endanum og mjóum blýanti á hinum endanum. Þeir minna óneitanlega á fræga Brow Wiz augabrúnablýantinn frá Anastasia en ég hef bara því miður ekki prófað hann svo ég get ekki borið þá saman fyrir ykkur. Blýanturinn sjálfur í þessum Maybelline Micro Pencils er fáránlega mjúkur og því er mjög auðvelt að teikna lítið hár í augabrúnina en þar sem hann er svona mjúkur er líka mjög auðvelt að vera of harðhentur og teikna of skarpar línur þannig að passið ykkur á því og notið léttar strokur.

1.) Mig langaði rétt að sýna ykkur hvernig ég nota blýantinn á sjálfa mig en ég byrja alltaf á því að taka spoolie-ið og greiða vel úr augabrúninni minni. Alltaf þegar ég er að fylla inn í augabrúnina mína þá vinn ég vöruna og greiðuna upp á við svo hér greiði ég hárin svolítið upp til að lyfta þeim aðeins.

2.) Næst tek ég blýantinn og teikna létta línu undir og frá byrjuninni á augabrúninni og að boganum. Þar stoppa ég og fylli inn í bogann með léttum strokum upp á við. Hér þurfið þið svolítið að horfa á augabrúnina ykkar eftir að þið hafið greitt hana upp á við og skoða hvar ykkur finnst þið þurfa að fylla inn í hana. Hjá mér vantar mest fremst í augabrúnina og í bogann og því fylli ég inn í hana þar.

3.) Núna tek ég aftur greiðuna og greiði hárin í þá stöðu sem ég vil hafa þau. Með því að greiða í gegnum augabrúnina aftur blanda ég litinn sem ég var að teikna á húðina inn í augabrúnina og það gefur henni náttúrulegri ásýnd.

IMG_4366

Hér sjáið þið svo mynd af mér þar sem ég hef einungis fyllt ínn í augabrúnirnar með blýantnum. Ég nota litinn Soft Brown og hann passar fullkomlega við minn náttúrulega augabrúnalit. Persónulega vil ég ekki hafa augabrúnirnar mínar mikið dekkri en þær eru náttúrulega en hver og einn hefur að sjálfsögðu sinn eigin smekk þegar kemur á því. Mér finnst alltaf fallegra að hafa augabrúnirnar mínar eins náttúrulegar og hægt er en Micro Pencil-inn frá Maybelline hefur hjálpað mér að gera þær bæði náttúrulegar og þéttar á sama tíma 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Hvernig: Náttúrulegur ljómi

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudí færslu dagsins langaði mig að kenna ykkur hvernig það má ná ótrúlega fallegum og náttúrulegum ljóma á húðina. Í dag er náttúrulegur ljómi aðalmálið en í förðunarheiminum erum við að sjá minna og minna af ýktum ljóma efst á kinnbeinunum og meira af eðlilegum „varla þar“ ljóma. Ég persónulega er ótrúlega glöð með þessa þróun enda finnst mér þetta mikið fallegra og ég er satt besta að segja orðin svolítið þreytt á þessum ýkta kinnbeinaljóma. Í verkið fyrir þessa færslu notaði ég einungis Master Strobing Stick frá Maybelline í litnum light. Með stiftinu er bæði hægt að ná hinum fullkomna eðlilega ljóma en svo má aðsjálfsögðu byggja upp vöruna ef þið viljið hafa ljómann aðeins ýktari. „To each her own“ 😉

IMG_3099

1. Ég byrjaði á því að klára andlitið mitt, bar á mig farða, hyljara og festi hyljarann undir augunum með púðri. Ég myndi samt bíða með að setja púðrið á næst því að stiftið vinnur betur á púðurslausri húð.

IMG_3101

2. Næs tek ég stiftið og renni því léttilega á húðina fram og tilbaka þar til ég er komin með hæfilega mikinn ljóma á þá staði sem ég vil að mesti ljóminn sé á.

Untitled design (1)

Hér getið þið séð hvar ég setti ljómann. Ég setti stiftið efst á bæði kinnbeinin, fyrir ofan og fyrir neðan augabrúnina, rétt fyrir ofan efri vörina, í innri augnkrók og meðfram hliðinum á nefinu. Hérna klóra sér eflaust margir í hausnum enda flestir sem setja ljómann beint ofan á nefið og beint á nefbroddinn. Það sem ég hef lært og lesið mér til um er að oft getur nefið litið út fyrir að vera svolítið olíumikið við það. Ljómi sem er settur beint framan á nefið getur nefnilega blekkt augað þegar ljósið skellur á hann og þá getur húðin litið út fyrir að vera feit. Ég kýs því að setja ljómann alveg við brúnina á nefinu en passa mig á því að hann fer ekki of neðarlega þar sem nefið er vanalega skyggt og ekki of ofarlega svo að ljóminn fari ekki upp á nefið.

IMG_3102

3. Næst tek ég góðan og þéttan blöndunarbursta og dreifi úr ljómanum með hringlaga hreyfingum. Hér getið þið séð hversu mikið ljóminn er búinn að birta yfir andlitinu mínu en nær á sama tíma að vera frekar náttúrulegur.

IMG_3103

Hér er ég svo búin að klára förðunina. Liturinn af stiftinu sem ég notaði er kaldtóna bleikur og hentar því mjög vel þeim sem eru með ljósa húð. Stiftið er líka til í tón sem er dekkri og hentar því þeim sem er með aðeins sólkysstari húð en ég 🙂

Hvað segið þið, hvort elskið þið náttúrulegan eða ýktan ljóma?

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

24K Nudes áramótaförðun

img_2287

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudJæja þetta hófst, ég náði að skella í eitt einfalt áramótalúkk fyrir gamlárs! Á nýju ári langar mig að einbeita mér að því að koma með einfaldar farðanir hér inni sem er auðvelt að fylgja eftir og gera. Ég er nú þegar byrjuð að setja inn einfaldar farðanir og vonandi kunnið þið að meta það 🙂 Í þetta lúkk notaði ég nýju 24Karat Nudes pallettuna frá Maybelline sem ég fjallaði um hér í gær. Mig langaði að nota þenna tjúllaða gyllta lit sem er í pallettunni og ákvað að para hann saman við þennan fallega ólífugræna sem er einnig í henni. Hér getið þið séð skref fyrir skref hvað ég gerði til að ná förðuninni. Í hana notaði ég einungis tvo bursta og hún tók mig ekki lengri tíma en 10 mínútur að gera.

img_2286

Ég byrjaði á því að grunna augnlokin mín með Lid Lingerie frá NYX í litnum Nude To Me en það er gylltur kremaugnskuggi. Þetta gerði ég til að ýta undir gylltu tónana í förðuninni. 

img_2285

Næst tók ég Shading burstann frá Real Techniques og setti hann í dökkbrúna augnskuggann í pallettunni. Honum tyllti ég yst á augnlokið og dreifði úr honum fram á sirka mitt augnlokið.

img_2284

Á sama bursta tók ég gyllta litinn í pallettunni og setti hann innst á augnlokið og lét hann mæta brúna litnum í miðjunni. Litinn setti ég líka í innri augnkrók. 

img_2283

Á sama bursta tók ég ólífugræna litinn og kom honum fyrir á mitt augnlokið. Þennan lit notaði ég til að blanda út skilin á milli brúna og gyllta augnskuggans. Græna litinn dróg ég líka meðfram neðri augnháralínunni. 

img_2290

Til að blanda út öll skörp skil tók ég „fluffy“ blöndunarbursta og tók upp ljósa matta kremaða augnskuggann í pallettunni. Litinn setti ég í glóbusinn og blandaði út öll skil. 

img_2282

Í neðri vatnslínuna mína setti ég svo gylltan eyeliner frá Colour Pop og á augnhárin bar ég nýja Lash Sensational Luscious maskarann frá Maybelline.

img_2288

Virkilega einfalt og flott áramótalúkk sem allir ættu vonandi að geta hermt eftir. Ég er ekki alveg búin að ákveða hvernig förðun ég ætla að hafa á áramótunum en það skýrist vonandi á morgun. Annars skilst mér að það sé grímuþema í áramótapartýinu sem ég er að fara í svo ég þarf að para förðunina við grímuna mína. Hlakka til!

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

24K Nudes!

ee533f01-18e1-47fd-8c84-289839b67cfd

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudEru ekki alveg örugglega að koma áramót! Ég held að ég tali fyrir alla þegar ég segi að ég get ekki beðið eftir því að 2016 er búið og nýtt ár gangi í garð. Þetta er nú búið að vera meira árið! Mig langar nú samt á þessum síðustu dögum ársins að sýna ykkur betur þessa nýju pallettu frá Maybelline sem var að rata í verslanir hér heima en hún er alveg fullkomin ef ykkur vantar einhverja augnskugga fyrir áramótin. Pallettan ber heitið The 24Karat Nudes og minnir mig alltaf á Bruno Mars lagið þó það sé nú aukaatriði en pallettan er innblásin af gylltum litum og tónum sem að passa vel við þá. Pallettan fellur inn í Nude augnskuggalínuna frá Maybelline sem örugglega margar ykkar kannast við en ég hef bæði fjallað um Blushed Nudes og Rock Nudes hér á síðunni.

044302bd-70ea-48c8-90ef-d67b8a76c0be

Hér getið þið séð litina í pallettunni aðeins betur. Formúlan á augnskuggunum er sú sama og á fyrri pallettum en það er auðvelt að byggja litina upp á góðum grunni en þeir eru mjúkir og pínu púðraðir. Gullliturinn í pallettunni er samt engum öðrum líkur en hann er alveg ótrúlega fallegur og er í gulari kanntinum af þeim gylltu tónum sem ég hef séð. Ólífugræni liturinn og þessi fjólublái heilla mig líka alveg svakalega mikið en þeir eru báðir ótrúlega fallegir og það er rosalega flott að blanda þeim saman við þennan gyllta. 

f8c65daf-6b22-4fde-a556-965214e9f313

Virkilega falleg og áramótaleg palletta en ég ætla einmitt að reyna að skella í eitt áramótalúkk í kvöld með henni og sýna ykkur það hér inni á morgun. Ég krossa bara putta og tær um að ég nái að klára það fyrir morgundaginn!

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Vikunnar: Rock Nudes

untitled-3

untitled-10

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudByrjum þessa viku á splunkunýrri augnskuggapallettu frá Maybelline! Vonandi eruð þið búin að eiga æðislega helgi og eruð reddí í þessa viku með mér því það verður sko nóg um að vera hér á blogginu hjá mér. Nýlega kom þessi Rock Nudes palletta frá Maybelline á markað hér heima og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum með hana. Litirnir eru æðislegir en þeir eru klárlega ætlaðir fyrir dekkri smokey og rokkaðar farðanir. Ég dróst strax að fallega blá litnum í pallettunni og gerði því lúkk með honum fyrir þessa færslu. Ef þið hafið prófað hinar nudes palletturnar frá Maybelline þá inniheldur þessi palletta sömu formúlu þar sem augnskuggarnir eru múkir en smá púðraðir. Það er auðvelt að byggja upp litina til að þeir verði litsterkir en einnig er hægt að setja bara léttan lit á augnlokið. Svarti liturinn í pallettunni kom mér til dæmis skemmtilega á óvart því hann er raunverulega svartur en ekki grár eins og margir svartir litir vilja vera í ódýrari pallettum.

untitled-16

Hér er svo fyrsta lúkkið sem ég gerði með pallettunni minni. Ég notaði fjóra liti úr pallettunni til að skapa þessa vængjuðu smokey förðun en ég vildi að blái liturinn yrði aðalstjarnan í förðuninni þar sem hann fangaði athygli mína við fyrstu sýn.

untitled-22

untitled-19

Ég byrjaði á því að setja límband frá neðri augnháralínuninni og setti svo svarta augnskuggann þétt upp við límbandið og alveg á mitt augnlokið til að gera vængjaða svarta línu með skugganum. Næst tók ég bláa litinn og blandaði svarta litinn aðeins út og upp. Eftir það tók ég silfurlitaða augnskuggann úr pallettunni og setti hann á augnlokið þar sem vantaði skugga. Hvíta augnskuggann úr pallettunni setti ég svo í innri augnkrók til að birta aðeins yfir honum. Til að gera lúkkið extra smokey setti ég svartan augnblýant í efri og neðri vatnslínuna og bar svo svarta augnskuggan meðfram neðri augnhárunum. Til að toppa lúkkið notaði ég nýja Lash Sensational Luscious maskarann frá Maybelline og nýja matta varalitinn frá Maybelline í litnum Nude Embrace. Þetta er þvi heldur betur Maybelline lúkk hjá mér 😉

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Haust #1: SÓT

_MG_1286

_MG_1273

_MG_1267

vorurnar_eru_i_einkaeiguÍ dag er fyrsti í haustförðun hjá mér! Á næstu vikum ætla ég að fara yfir vinsælustu hausttrendin þegar kemur að förðun og jafnvel sýna ykkur helstu haustlínurnar sem munu rata í verslanirnar hér á landi. Ég ætla að reyna að hafa færslurnar pínu „editorial“ legar en á sama tíma hafa farðanirnar sem auðveldastar svo einfalt sé að endurskapa þær. Mig langar að byrja á trendinu sem ég er hvað hrifnust af þetta árið en það eru sótuð augu! Því sótaðra því betra! Ég ákvað að gera förðunina enn dramtískari með því að para þessi dökku augu með djúpum berjatóna varalit en þið getið að sjálfsögðu notað ljósari lit til að gera lúkkið aðeins léttara. Hér fyrir neðan getið þið séð vörurnar sem ég notaði en þær voru ekki margar að þessu sinni. Ég gleymdi reyndar að setja Painterly frá MAC á myndina en það má svo sem nota hvaða augnskuggagrunn sem er til að ná svipaðri útkomu og ég náði.

Copy of 1

Ég ætla að taka upp stutta sýnikennslu um hvernig ég náði þessu lúkki og setja inn á Instagram Stories hjá Belle.is en þar mun ég fara betur yfir öll smáatriðin og sýna ykkur hvernig ég nota vörurnar. Það er því um að gera að fylgja okkur ÞAR til að sjá fyrstu „miní“ sýnikennsluna mína! Inni á Instagram eru við líka duglegar að birta tilkynningar um nýjar færslur svo það er ekki verra að fylgja okkur þar ef þið viljið ekki missa af neinu!

En fyrsti í hausti og sótuð augu – hvernig lýst ykkur á? 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Listi fyrir Tax Free

1 (4)

vorurnar_i_faerslunni_eru_synishorn_eda_i_einkaeigufaerslan_er_ekki_kostudÉg tók eftir því í gær að það eru Tax Free dagar á snyrtivörum í Hagkaup svo mér datt í hug að slá tvær flugur í einu höggi í færslu dagsins. Ég tók saman smá lista með nokkrum af þeim vörum sem ég hef notað mest í júní og mæli með ef ykkur langar að prófa að kaupa eitthvað nýtt á Tax Free dögum 🙂

1. Bobbi Brown Soothing Cleansing Oil

Þetta er eina hreinsivaran sem ég nota til að þrífa af mér farða. Ég hef fjallað um þessa áður og hún er orðin gjörsamlega ómissandi hjá mér. Hún er dýr en drjúg svo þið verðið að ákveða hvort skiptir ykkur meira máli.

2. Baby Lips Gloss í litnum Life’s a Peach

Virkilega fallegt og þægilegt gloss sem ég er búið að nota mikið í vinnunni undanfarið en þetta er gloss með kremáferð og léttum lit. Glossið nærir líka varirnar mínar vel sem kom mér nokkuð á óvart. Mér finnst til dæmis eins og þetta gloss veiti vörunum mínum meiri raka en Baby Lips varasalvarnir gera.

3. Lavera Cleansing Gel

Gelhreinsir frá Lavera sem ég nota alltaf með hreinsiburstanum mínum til að þrífa húðina á kvöldin. Virkilega þægilegur hreinsir sem freyðir vel þegar hann er notaður en það er alltaf stór kostur í mínum bókum 🙂

4. Rimmel Lasting Finish Nude Collection varalitur eftir Kate Moss í litnum 45

ÞESSI VARALITUR!!! Ég bjóst alveg ekki við að elska þennan varalit jafn mikið og ég geri og því var ég ekki búin að taka mynd af honum áður en ég notaði hann. Eins og þið sem fylgist reglulega með færslum mínum á síðunni hafið kannski tekið eftir þá tek ég alltaf myndir af vörum áður en ég prófa þær svo vörurnar eru allar rosalega fínar og snyrtilegar við hverja myndatöku. Ég klúðraði því samt með þennan varalit og núna er hann orðinn alltof notaður til að taka mynd af honum og því er ég ekki búin að skrifa um hann en hann er æðislegur! Liturinn af honum er svona „mínar varir nema betri“ litur… ef þið skiljið hvað ég meina. Fullkominn nude litur fyrir fólk með ljósa húð.

5. Rimmel Match Perfection hyljari

Þessi hyljari er nýr í vöruúrvalinu hérna heima og ég er búin að nota hann mjög mikið síðustu vikur. Hann hylur rosaleg vel og minnir mig pínu á True Match hyljarann frá L’Oréal sem er minn allra uppáhalds. Það eina sem ég get í rauninni sett út á hann er þessi túpa því mér finnst skemmtilegra að hafa hyljarann minn með sprota frekar en bursta. Ég get samt litið framhjá því fyrst að varan er svona góð 🙂

6. Not your Mothers Way To Grow sjampó og hárnæring

Sjampó og hárnæring sem ég keypti mér einmitt á síðustu Tax Free dögum hjá Hagkaup. Virkilega góðar hárvörur fyrir þá sem eru ekki með mjög þurrt hár og vilja fá létta og mjúka áferð á hárið. Ég mun klárlega kaupa mér þetta aftur þegar ég er búin með það sem ég á til núna.

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow