Eldri færslur eftir merkjum fyrir Matur

Besti ísinn í Köben!

 

Færslan er ekki kostuð

Ég smakkaði besta ísinn í bænum i gær en Heiðrún systir hefur verið í heimsókn í danaveldi þessa helgina. Það kom ekki annað til greina en að segja ykkur frá ísnum, svo góður er hann! Ég er búin að heyra um þennan blessaða ís frá því að Magnús flutti á undan mér út til Köben síðasta sumar. Þá keypti hann sér ísinn á matarmarkaði og síðan þá kemur hann reglulega upp í samræðum hjá okkur.

Um helgina smakkaði ég svo ísinn unrædda þegar við systurnar skruppum í Fields mollið en ísinn fæst í búðinni Kjærstrup og ég verð að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum! Besti rjómaís sem ég hef smakkað!

Í botninum á ísnum er að finna svona danskar kókosbollur sem ég man ekki fyrir mitt litla líf hvað heita núna… Flødeskumsboller kannski? En maður getur valið um nokkrar bragðtegundir og að sjálfsögðu fékk ég mér lakkrís… en ekki hvað! Í botninum er sem sagt þannig lakkrísbolla hjúpuð hvítu súkkulaði og ofan á hana er rjómaísinn settur ásamt sósu og kurli. Þetta salmíakskurl sem er á ísnum er líka bara nokkrum númerum of gott!

Ég held ég sé alveg búin að ná að selja ykkur þennan ís, er það ekki? Ef þið eruð að versla í Fields takið ykkur þá smá pásu og smakkið þennan, þið munuð ekki sjá eftir því!

-RH / @rannveigbelle

Brunch á Mathús Garðabæjar

Við hjónaleysing gerðum okkur glaðan dag á 17.júní og fórum í brunch á Mathúsi Garðabæjar. Ég er bara búin að heyra fólk dásama þennan stað svo ég ákvað að koma karlinum á óvart og bauð honum í brunch. Ég tók myndavélina mína með til að fanga stemninguna á staðnum og daginn okkar sem var einstaklega góður. Við fórum svo í 17.júní boð eftir brunchinn en ég get nú ekki sagt að við borðuðum mikið í því boði né það sem eftir var af deginum því við fórum eiginlega bara rúllandi út af Mathúsinu. Ég ætla að leyfa myndunum að tala mestmegnis fyrir mig nema ég hafi eitthvað brjálæðislega merkilegt að segja 🙂

Þetta fannst mér fáránlega gott… enda drakk ég tvo 🙂

Eins og þið sjáið vantaði ekki úrvalið á hlaðborðinu og því ekki að furða að við höfum farið rúllandi út um dyrnar.

Skál!

Fyrsta ferð. Heimagerða smjörið á brauðinu var alveg fáránlega gott og það var kjúklingaspjótið og Pulled Pork borgarinn líka. Ég held að mér hafi finnst jógúrtið síst en það vantaði kannski dass af hunangi í það til að fá smá sætu upp á móti jógúrtbragðinu.

Myndarlegasti maðurinn sem ég þekki og svo er hann líka svo góðhjartaður að hann gaf mér leyfi til að birta mynda af sér í færslunni þó hann hafi nú ekki tekið Þrastarlundarpósið!❤️

Ég gat nú varla borðað þetta ég var svo svakalega södd! En ég reyndi allavega og sé ekki eftir því.

Svo gekk skrúðgangan framhjá glugganum á meðan við borðuðum svo tæknilega séð tók ég þátt í skrúðgöngu á fyrsta skipti á ævinni held ég barasta, allavega sem ég man eftir! 😉

Það kostaði 3600 krónur á manninn í þennan brunch og mér finnst það bara rosaleg vel sloppið miðað við gæðinn og magnið sem maður fær. Við munum klárlega endurtaka ferð okkar aftur svo ég segi bara þar til næst Mathús Garðabæjar!

P.S. Allt um förðunina mína má finna HÉR.

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Heimagerðir Cannoli Cups

Processed with VSCO with v5 preset

Eitt sem ég elska við það að vera í fríi er að geta nýtt tímann í að gera eitthvað sem ég væri annars ekki vön að gera. Um páskana gerði ég einmitt það en þá ákvað ég að leika mér smá í eldhúsinu og bjó til þessa ómótstæðilegu Cannoli Cups. Ég fékk allt í einu svo fáránlega mikið craving í Cannoli en ég nennti ekki að standa í því að gera djúpsteiktu skeljarna svo ég ákvað bara að baka þær í staðin og móta þær í bolla eftir möffinsformi sem ég á. Þetta var svo fáránlega gott og sló heldur betur í gegn í páskamatnum hjá mömmu og pabba. Það má segja að ég hafi gert Cannoli-ið alveg frá grunni en ég bjó meira að segja til Ricotta ostinn sem er notaður í eftirréttinn. Þetta var því sannkallaður hátíðarréttur og ég er eignlega búin að ákveða að þegar ég fullorðnast nú og verð komin með mína eigin fjölskyldu og farin að halda mín eigin jól þá mun þetta vera eftirrétturinn sem ég mun bjóða upp á! Ef ykkur langar að prófa þá er uppskriftin hér 🙂

Cannoli Cups
Fullkomið afbrigði af hinum klassíska ítalska eftirrétti
Skrifa umsögn
Prenta
Ricotta osturinn
 1. 1 líter nýmjólk
 2. 1/2 stór rjómi
 3. 1/4 bolli sítrónusafi
 4. 1/2 - 1 tsk Maldon salt
Cannoli skeljarnar
 1. 2 bollar hveiti
 2. 1 msk sykur
 3. 1 klípa af salti
 4. 1 og 1/2 msk af mjúku smjöri
 5. 1 egg
 6. Mjólk eftir þörfum (um það bil 1/4 bolli)
Fylling
 1. Ricotta osturinn sem þið gerðuð áður
 2. Restin af rjómanum (1/2 stór rjómi)
 3. 2 plötur af suðusúkkulaði
 4. Vanilludropar eftir smekk
 5. Kanill eftir smekk
 6. Flórsykur eftir smekk (magnið fer eftir því hversu sæta þið viljið hafa fyllinguna)
Ricotta osturinn
 1. Hellið nýmjólkinni og hálfum rjómanum í pott. Bætið við saltinu. Hitið nú blönduna þar til hún nær 90°C. Passið að blandan fari ekki að sjóða og hrærið í henni annað slagið. Þegar að blandan hefur náð 90° þá skuluð þið hella sítrónusafanum út í. Hrærið honum rétt svo saman við og látið blönduna svo sitja og kólna í um það bil 5 mínútur. Nú mun blandan hlaupa í kekki. Á meðan blandan er að kólna gerið þá klárt sigti og skál. Leggið sigtið ofan á skálina og fóðrið það með ostaklút/grisjuklút. Þegar að þessar 5 mínútur eru liðnar hellið þá öllu saman ofan í sigtið og leyfið þessu að standa inni í ískáp yfir nótt. Þá mun allir auka vökvi síast frá ostinum.
Cannoli skeljar
 1. Blandið þurrefnunum saman. Hnoðið smjörinu og egginu saman við þurrefnin. Bætið við mjólk til að bleyta upp í deiginu. Deigið er tilbúið þegar öllu hefur verið blandað saman og hægt er að fletja það út. Kælið deigið í um það bil klukkustund áður en það er flatt út. Fletjið nú út deigið örþunnt og leggið það ofan á botninn á nonstick möffinsformi. Takið gaffal og stingið á víð og dreif um deigið. Bakið nú deigið við 180°C þar til það verður gullinbrúnt. Leyfið skeljunum alveg að kólna áður þær eru losaðar frá mótinu og fyllingin sett í þær.
Fylling
 1. Hrærið saman ricotta ostinum, vanilludropunum og kanilnum. Bætið við flórsykri smátt og smátt þar til þið náið þeirri sætu sem þið viljið. Saxið niður suðusúkkulaðiplöturnar og bætið súkkulaðinu saman við. Skiljið smá súkkulaði eftir til að skreyta. Þeytið nú afganginn af rjómanum og blandið honum varlega saman við blönduna. Ef ykkur finnst blandan ekki nógu sæt eftir að rjómanum hefur verið blandað saman við má bæta við meiri flórsykri.
 2. Skóflið næst fyllingunni ofan í skeljarnar og stráið restinni af súkkulaðinu yfir bollana. Kælið þar til bera á eftirréttinn fram.
BELLE | Allt milli himins og jarðar http://www.belle.is/

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Lunch @ Fiume

//Færslan er ekki kostuð

Fiume er einn af nokkrum ítölskum veitingastöðum í Wolverhampton. Hann er strutt frá þar sem við eigum heima en er nokkuð falinn – svo það er frekar ólíklegt að maður rambi á hann nema vita hvert maður eigi að fara. Um daginn þegar veðrið gjörsamlega lék við okkur hérna úti í Englandi þá kíktum við einmitt þangað út að borða í hádeginu. Það voru ekki margir á staðnum svo við fengum úti svæðið alveg fyrir okkur. Ég skil það eiginlega ómögulega að allir hafi frekar viljað sitja inni í þessu góða veðri, en ég kvarta ekkert. 

Fiume is one of few Italian restaurants in Wolverhampton. It’s not so far from where we live, but it’s not exactly located where it’s easy to find it – unless you know about it. When we had that fantastic weather the other day we decided to go there for lunch. Luckily there weren’t many people there so we got all the outside for ourselves. I just can’t understand why nobody else was sitting outside, but I can’t complain.

DSC00607.2

DSC00610.2

DSC00616.2

DSC00608.2

DSC00625.2

DSC00622.2

DSC00618.2

DSC00630.2

Eftir matinn tókum við svo stuttan göngutúr um svæðið rétt hjá veitingastaðnum. Þar var mikið af fólki að veiða í ánni með risa veðistöngum sem það þurfti svo að færa frá í hvert skipti sem bátur silgdi framhjá. Þarna voru líka hljólreiðafólk og fólk í göngutúr að njóta góða veðursins eins og við. Allt í allt var þetta rosa huggulegur lunch og við áttum virkilega góðan dag.

After lunch we took a short walk around the area next to the restaurant. There was a canal there that people were fishing in and sailing on their boats. There were also people walking and biking by the canal as well so it was very lively which was fun. So all in all we had a fantastic day there.  

mariaosk

Fylgið mér á MARÍA ÓSK: BLOGG á Facebook til þess að missa aldrei af nýjum færslum!

Brunch á Coocoo’s Nest

Processed with VSCO with a5 preset

Processed with VSCO with a5 preset

faerslan_er_ekki_kostudFyrir tveimur helgum skelltum við okkur á Coocoo’s Nest í brunch en þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef komið á staðinn. Hann er alveg ótrúlega lítill og krúttlegur… staðurinn þá ekki kærastinn,… og heillaði mig alveg upp úr skónum. Mæli með að kíkja þangað ef ykkur vantar nýjan brunch stað. Ég fékk mér bláberjasíróps pönnukökurnar sem voru mjög góðar þrátt fyrir lítið síróp en Maggi fékk sér eggjaköku með súrdeigsbrauði sem lúkkaði alveg svakalega vel út 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Út að borða um helgina?

 

faerslan_er_ekki_kostud-5Mér finnst alveg ótrúlega gaman að prófa nýja hluti og deila því með ykkur. Á bóndadaginn síðasta vann ég í Facebook leik, út að borða fyrir tvo á Smakkbarnum! Ég hef aldrei unnið í Facebook leik áður og ég hafði heldur aldrei borðað á Smakkbarnum. Staðurinn kom okkur skemmtilega á óvart og þess vegna langar mig að fjalla um hann hér á blogginu.

Helgina eftir varð vinkona mín þrítug og ég ákvað að tríta hana svolítið yfir daginn. Seinnipartinn bauð ég henni síðan út að borða á Smakkbarinn. Mér fannst það svo ótrúlega tilvalin staður til að fara á áður en við færum heim til hennar í afmælisveislu. Stemmingin er góð og maturinn er léttur í maga.

Þetta er tapas staður og maturinn er borin fram í krukku. Hver elskar ekki tapas? Það er svo gaman að geta smakkað örlítið af þessu og smá af hinu. Sex krukkur er hæfilegt magn að mínu mati. Krukkan er á 500 krónur, eða allavega þær krukkur sem ég valdi mér.

Valið var að þessu sinni:

Fyrsta krukkan innihélt smá humar í stökku Royka vodka deigi með hvítlaukssósu.
Önnur krukkan innihélt sætar kartöflur með sýrðum rjóma og graslauk.
Þriðja krukkan innihélt djúpsteiktann cheddar með rauðlaukssultu.
Fjórða krukkan innihélt súrdeigsbrauð með sellerýpestó, rauðrófuhummus og smjöri.
Fimmta krukkan innihélt stökkann kjúkling með gúrku og dill salsa.
Sjötta krukkan innihélt súkkulaði- karmellu mús með kókos.

Ég kýs frekar grænmetisrétti þegar ég fer út að borða og þess vegna var ég svo glöð að sjá úrvalið af grænmist-og vegan réttum.
Processed with VSCO with hb1 preset

Eftir matinn færðum við okkur yfir á Bar Ananas sem er fyrir ofan Smakkbarinn. Alveg tilvalið að kikja þangað í einn kokteil áður en maður heldur heim. Bar Ananas er snilldar staður, ótrúlega fallegur og framandi enda staðurinn hannaður með ,,tropical´´ þema þannig að manni líður svolítið eins og maður sé komin til Hawaii! Þar er gott úrval af frumlegum kokteilum en við vinkonurnar völdum okkur vinsælasta kokteilinn.

Basil Gimlet Gin, ferskt lime, sykur sýróp og ferskan basil.

Mæli með þessum fyrir fólk eins og mig sem kýs gin kokteila, þessi var algjört gúrm!
Processed with VSCO with hb1 preset

Kvöldið var æðislegt í alla staði. Þjónustan var góð, við þurftum ekki að bíða lengi eftir matnum okkar og barþjónninn kunni sitt fag. Maturinn var uppá tíu 

Langar þig út að borða um helgina? Mæli klárlega með fordrykk á Bar Ananas og svo 6 eðal krukkur á Smakkbarnum. Það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt, þú verður ekki fyrir vonbrigðum.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Krakka klattar með bláberjum

Dóttir mín er alveg ótrúlega matgrönn og ef hún mætti ráða þá væri cheerios í öll mál! Er einhver að tengja?

Hún er ekki mikið fyrir það að setjast niður og borða heilar máltíðir, hún vill miklu frekar fá snarl svona hér og þar yfir daginn og ég leyfi henni það alveg hiklaust. Hún hefur alltaf verið svona og á meðan hún fær holla og góða næringu þá er ég ekkert að neyða hana til að sitja og klára af disknum. Ég var sjálf svona snarlari þegar ég var lítil og ég er bara í fínum málum í dag.

Ég gef mig ekki út fyrir það að vera sú færasta í eldhúsinu og ég er ekki að fara að deila með ykkur professional myndum af fínum og fallegum mat, ég læt annað fólk sjá um slíkt. En ég er mamma og ég þarf oft að vera ansi frumleg þegar að kemur að næringu fyrir börnin mín. Þess vegna langar mig að deila með ykkur þessari uppskrift af hafraklöttum sem ég geri séstaklega fyrir hana. Þeir eru tilvalið snarl með sjónvarpinu eða til að taka með í bílinn.

Innihaldið er:

3 dl af höfrum
3 dl af trölla höfrum
1 egg og þrjár eggjahvítur
1 msk hnetursmjör (whole earth)
Kanill (magn eftir smekk)
1 dl mjólk
Hálfur banani
Frosin bláber
Rúsínur

Ég byrja á því að taka bláberin úr frysti og leyfi þeim að þiðna.
Blanda saman höfrum, eggjum, hnetusmjöri og kanil í skál.
Set síðan innihaldið í skálinni í blandarann og bæti við hálfum banana og mjólk.
Blanda þessu vel saman – verður svolítið þykkt og klístrað en það er allt í lagi 😉
Næst helli ég þessu aftur í skálina og bæti bláberjum og rúsínum ofaní og hræri varlega.
Nota Pam sprey á smjörpappírinn og helli þessu öll saman á og dreifi úr.
Skelli þessu í ofninn á 180 í svona 25 mínútur. Sker svo í hæfilega bita fyrir hana.

Þetta er sett í nestisbox og inní ískáp. Stundum hita ég þetta í örbylgjuofni í smástund og smyr svo með möndlusmjöri. Á nammidögum bæti ég við sykurlausu diablo súkkulaði og kalla þetta súkkulaðiklatta, það vekur mikla lukku.

Prófið ykkur endilega áfram, þið getið skipt bláberjunum út fyrir hvað sem ykkur dettur í hug! Njótið ♥  


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

Út að borða á Grillmarkaðinum

faerslan_er_ekki_kostudÍ gær átti JD afmæli og í tilefni þess fórum við út að borða með fjölskyldunni hans á Grillmarkaðinn. Og vá hvað það var næs! Get ekki mælt nógu mikið með þessum stað, hann er alveg frábær. Maturinn var sko klikkað góður. Staðurinn sjálfur leit líka fáránlega vel út að innan og andrúmsloftið var gott. Við vorum líka heppin með borðið sem við fengum. Alveg frábært kvöld í alla staði!

Yesterday was JD’s birthday and we decided to celebrate it by going out to eat with his family at Grillmarkaðurinn. And OMG it was so nice! I can not recommend that place enough, it’s just awesome. The food is crazy good. The interior of the restaurant is also superb and the atmosphere is good. 

DSC_0931 DSC_0918

DSC_0937 copy

DSC_0917

DSC_0912

DSC_0932

DSC_0906

DSC_0933  DSC_0934

mariaosk

Morgunmatur í krukku

DSC_0758

faerslan_er_ekki_kostudVið JD skelltum í nokkrar svona „Pintererst“ hafragrauts morgunverðar-krukkur um daginn og þær heppnuðust líka svona þvílíkt vel. Mæli með þessu fyrir fólk sem hefur ekki mikinn tíma á morgnana. Það eru til endalaust að uppskriftum af svona krukkum á netinu og þið getið fundið margar á þeim akkúrat á Pinterest!

JD and me made these „Pinterest“ oatmeal breakfast-jars the other day and they turned out really good. I totally recommend this to anyone that doesn’t have a lot of time for breakfast in the mornings. There are so many recipes for this on the internet and you can find most of them on Pinterest!

mariaosk

LAUGARDAGS BRUNCH

Allir laugardagar ættu að byrja á bröns. Alma vinkona mín á afmæli á miðvikudaginn og ákvað að bjóða vinkonunum í dýrindis bröns. Ég mætti snemma og hjálpaði til og smellti nokkrum myndum. 

Takk fyrir mig elskan mín!

image

image

image

image

image

image

image

image

 

 

Fylgdu okkur á


Follow