Eldri færslur eftir merkjum fyrir markmið

MUNUM áskorun 2018!

Vissir þú að 95% af öllu sem þú hugsar, finnur, gerir eða afrekar er niðurstaða af venjum þínum? Hvort sem það er að bursta tennurnar, þvo á þér hárið eða setja á þig farða þá eru venjur um 40% af því sem þú gerir alla daga.

Venjur eru nauðsynlegar fyrir hugann til að ná að hvílast. Við sköpum okkur bæði góðar og slæmar venjur sem hafa mikil áhrif á okkar líf. Að búa til nýja venju gefur þér vald til að bæta heilsu þína, útlit, afköst, sambönd við ástvini eða bæta þig i vinnu. Góðar venjur geta bætt líf þitt það sem eftir er.

Við skorum á þig að taka út einhverja slæma venju í þínu lífi og/eða skapa þér nýja góða venju í 30 daga. Þetta þarf ekki að vera mjög róttæk breyting því litlar endurteknar breytingar hafa mikil áhrif til lengri tíma.

Dæmi um góðar venjur:
* Hugleiða í 30 daga
* Borða ekkert nammi eða engan sykur í 30 daga
* Taka alltaf stigann í 30 daga
* Hreyfa sig á hverjum degi í 30 dag

Það var skorað á mig og ég ætla að skora á ykkur lika!

Það sem skiptir öllu máli í svona áskorun er daglegt ,,motivation“. Já, ég ætla að nota þessa ensku slettu en á íslensku er talað um hvatningu. Fólk heldur stundum að það sé nóg að lesa motivational texta eða horfa á motivational video á youtube einu sinni í mánuði en það er ekki rétt! Þú þarft að motivera sjálfan þig á hverjum degi til að þetta takist!!

Árið 2014 byrjaði ég í líkamsrækt, ég vildi koma mér í gott form. En eini tíminn sem ég hafði til að mæta í ræktina var kl. 05:30 á morgnana. Ég átti 4 mánaða gamalt barn, var í skóla og vinnu. Á hverju kvöldi áður en ég fór að sofa skoðaði ég myndir á Instagram af fólki sem var í góðu formi og lifði heilbrigðum lifsstíl. Ég las qoutes um líkamsrækt og las greinar sem tengdust fitness og mataræði. Þegar ég vaknaði kl. 05:00 til að mæta á æfingu þá byrjaði ég að því að hlusta á video sem hvatti mig áfram. Ég hlutstaði á það á meðan ég græjaði mig og í bílnum á leiðinni á æfingu. Ég átti þrjú uppáhalds video sem ég spilaði stanslaust. Ég var kannski ekkert alltaf í stuði en ég treysti því að undirmeðvitundin mín tæki við skilaboðunum.

Fjórum árum síðar og ég hlusta enn á þessi video. Þó að líkamrækt sé orðið að lífsstíl hjá mér þá er ég samt enn að hvetja mig áfram daglega. Ég er alltaf að setja mér markmið og ég er alltaf að skora á sjálfan mig.

Ég ætla að taka þátt í MUNUM áskorun 2018 og ég er búin að setja mér 3 markmið sem ég veit að eiga eftir að taka á.

1. Ég ætla ekki að borða nammi í 30 daga.

2. Síminn verður geymdur í körfu á ganginum frá því að börnin koma heim þanga til þau fara að sofa.

3. Taka cardio æfingu á morgnana, 5x í viku. Lyfta síðan seinnipartinn. (Þetta markmið er stílað inná vefjagigtina, hreyfing er það besta sem ég geri fyrir sjálfan mig).

Passaðu þig samt á því að hafa gaman að þessu! Þetta er ekki kvöð, þú ert að prófa þig áfram, skora á sjálfan þig. Kannski nærðu öllum þínum markmiðum og kannski ekki.

Eins og Arnold vinur minn segir:


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

 

2018 markmið

Nú fer 2017 að klárast og nýtt ár alveg að hefjast. Áramótaheit hafa alltaf verið partur af nýju ári hjá mér, hvort sem ég hef skrifað þau niður eða haft þau í hausnum. Mér hefur fundist betra að skrifa þau niður á stað sem ég get kíkt reglulega á, því maður er jú alltof gjarn á að gleyma þeim. Seinni ár hef ég frekar horft á þetta sem markmið fyrir árið og ég ákvað að í ár myndi ég deila með ykkur nokkrum af þeim markmiðum sem ég hef sett mér fyrir árið 2018. 

Ég er mjög skipulögð týpa og hef oft óeðlilega gaman að því að setja mér markmið eða plan fyrir framtíðina, og þá alveg svona 3 ár fram í tímann.. eins skrítið og sumum gæti fundist það. Þó svo að planið og markmiðin breytist auðvitað mjög reglulega, þá hef ég bara það gaman að þessu að það truflar mig ekki að þurfa að breyta planinu stundum. 
Markmið sem ég set mér fyrir hvert ár skipti ég oftast upp eftir árstíðum eða í rauninni önnum: vörönn, sumar og haustönn.
Þetta skiptist svo oft hjá mér í nokkurs konar undirflokka. Ég er með markmið sem tengjast skóla eða vinnu, tengslum við vini og fjölskyldu, fjármálum, ferðalögum og sjálfri mér. 

Hér eru nokkur markmið sem mér fannst ekki of persónuleg til að setja hér inn, þetta hjálpar mér mjög að hafa yfirsýn yfir það sem ég vil afreka á hverri önn á árinu og byggist allt á langtímamarkmiðum sem ég er (ofc) líka með skrifuð hjá mér 😉

2018

Vorönn

– Stunda nám með vinnu
– Taka 2 advanced diploma verkefni í the Interior Design Institute
– Fara til USA í heimsókn til skiptinemafjöllunnar
– Æfa dans
– Fara oftar á tónleika, í leikhús eða svoleiðis fjör

Sumar

– Vinna og safna pening
– Ferðast um Ísland
– Eiga oftar frumkvæði að vinkonuhittingum
– Fara á lunga, bræðsluna & þjóðhátíð
– HM í Rússlandi???

Haustönn

– Halda áfram í námi með vinnu
– Æfa eitthvað
– Koma á góðu skipulagi á heimilinu og halda rútínu
– Fara í frekara nám í innanhússhönnun
– Vera duglegri að heimsækja ættingja
– Vera heima um jólin

Mig langar líka að taka fram að þetta á eflaust eftir að breytast hjá mér, ég vil bara sýna hvernig ég haga markmiðasetningu og mögulega gefa hugmyndir!

 

Bryndís Björt

Monday Motivation

Ég er ein af þeim sem elskar mánudaga! Að fá að byrja nýja viku, heill heilsu með fólkinu sem þú elskar eru forréttindi.

Á sunnudagskvöldum sest ég niður og skrifa niður ný markmið fyrir komandi viku. Ég skipti þessu niður í:

MARKMIÐ VIKUNNAR

10 MÍNÚTNA VERKEFNI VIKUNNAR

Í ÞESSARI VIKU ER ÉG ÞAKKLÁT FYRIR

Ég notast við MUNUM dagbókina og þar eru fyrstu línurnar í hverri viku merktar svona. Ég skrifaði færslu um þessa dagbók í byrjun árs sem hægt er að skoða HÉR.

Það að skrifa niður markmiðin sín er lykilþáttur í því að ná þeim.

Til að gefa ykkur hugmyndir þá langar mig að deila með ykkur mínum markmiðum í þessari viku. Þessi skammtímamarkmið hjálpa mér að komast nær mínum langtímamarkmiðum og halda mér við efnið!

MARKMIÐ VIKUNNAR 21-27 ÁGÚST

 • Kaupa allar skólabækurnar mínar
 • Klára og skila af mér færslum fyrir belle.is
 • Mæta í ræktina 6x
 • Stunda yoga 6 x
 • Fara í bankann
 • Skipuleggja 1 árs afmæli
 • Funda vegna afmælis þar sem ég er veislustjóri
 • Samfélagsmiðlabann inn í svefnherbergi (byrjaði þetta markmið fyrir 3 vikum síðan og ætla að halda áfram með það)
 • Fylgja matarprógrammi
 • Gefa kósígallanum frí endrum og eins
 • Klára verkefni fyrir skólann
 • Drekka vel af vatni daglega

10 MÍNÚTNA VERKEFNI VIKUNNAR

 • Borga reikninga
 • Senda skólanum mail
 • Finna afmælisföt á Alexander
 • Hringja í ömmu

Í ÞESSARI VIKU ER ÉG ÞAKKLÁT FYRIR

 • Að eiga heilbrigð börn
 • Tengslanetið mitt
 • Manninn minn sem er alltaf þolinmóður
 • Sjálfan mig

Vikuleg markmið eiga að vera raunhæf og eiga möguleika á að passa inn í þennann tímaramma sem eru 7 dagar.

Hvet ykkur til að prófa!

Njótið vikunnar kæru lesendur….


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook
(katrinbelle.is)

 

Kökumarkmið Katrínar

vorurnar_eru_i_einkaeiguÉg veit að meistaramánuðurinn er búin, en ég ætla að halda áfram að vinna að því markmiði að læra að baka. Ég viðurkenni að mér finnst ég eiginlega vera skyldug til að læra allavega 5 kökuuppskriftir. Mamma min er þannig að þegar hún gengur framhjá bakaraofni þá birtist kaka! Hún er algjör snillingur að baka, enda finnst henni það gaman og ég get alltaf stólað á að hún eigi köku þegar ég kem í heimsókn. Stóra systir mín er síðan eins og Bree í desperate housewives (áður en hún Bree missti allt niðrum sig greyið).  Að fara í matarboð til hennar er eins og að fara á 5 stjörnu veitingastað og hún hefur alltaf staðið mér við hlið þegar ég þarf afmælisköku fyrir börnin eða skírnarköku fyrir dótturina.

Svo er það ég, þessi sem læt fagmennina sjá um þetta. Ef mig langar í köku þá fer ég í bakaríið og kaupi köku af bakaranum 😉
En núna þegar ég er allt í einu orðin fullorðin í einbýlishúsi í Garðabæ með tvö börn þá finnst mér komin tími til að læra nokkrar uppskriftir. Ég á svo margar góðar minningar af því að koma heim úr skólanum og sjá mömmu inn í eldhúsi með svuntuna að baka eitthvað góðgæti. Mig langar til þess að gefa börnunum mínum svona minningar.

unnamedÉg ákvað því að fara í bókabúðina og kaupa mér Kökugleði Evu. Eva Laufey hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, hún svo ótrúlega klár! Ég er ekkert smá ánægð með nýju bókina mína sem hefur að geyma endalaust af uppskriftum bæði fyrir svona fólk eins og mig sem er að byrja í þessum kökubransa og flóknari kökuuppskriftir fyrir lengra komna.

Ég vil taka það fram að ég þekki Evu Laufey ekki neitt því miður! Ég hef bara fylgst með hennar ferli lengi og á báðar bækurnar hennar.

Það vildi svo skemmtilega til að ég var akkurat að fara í sumarbústað eftir nokkra daga og mér fannst því tilvalið að skella í eina heimabakaða köku fyrir fólkið. Ég ákvað að baka köku sem kallast Himnesk súkkulaðikaka. Eva vill meina að þetta sé súkkulaðikaka í sparifötum, hún er með súkkulaðibotni, súkkulaðimús og jarðaberjum ofaná. Það hljómar vel!

Ég náði að klúðra botninum í fyrstu tilraun eins og nokkrir vinir mínir á snappinu fengu að sjá. Hann varð grjótharður og kakan leit ekkert út eins og á myndinni! Ég ákvað að segja þetta gott og hætti. Daginn eftir (sama dag og ég átti að fara í sumarbústaðinn) ákvað ég að reyna aftur og viti menn þetta tóks! Þvílík gleði og hamingja að ná markmiðum sínum.

IMG_3600

 

Ég er bara ansi ánægð með mig og það var ótrúlega skemmtileg tilfinning að koma í sumarbústaðinn og bjóða fólkinu heimabakaða köku. Ég fékk mikið hrós og hún kláraðist að sjálfsögðu 😉

Ég mæli klárlega með þessari bók ef þið eruð að leita ykkur af nýjum uppskriftum! Hún hefur að geyma góð ráð fyrir þá sem eru að byrja og óteljandi girnilegar uppskriftir.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram , facebook & snapchat!
(katrinbelle.is)

 

 

Fylgdu okkur á


Follow