Eldri færslur eftir merkjum fyrir makeup

Maskari sem þolir ýmislegt!

Vörurnar í færslunni eru sýnishorn

Það er löngu komið að þessari færslu hjá mér þar sem þessi maskari og maskaragrunnur er búinn að vera í stanslausri notkun hjá mér í nánast allt sumar! Næsta færsla sem ég mun hinsvegar skrifa er færsla um sumarið mitt. Hún er í vinnslu og er á leiðinni en ég var nokkuð MIA í sumar hérna á blogginu og það er ekki það að mér finnst ég þurfa að skrifa einhverja útskýringu á því hvers vegna heldur langar mig að gera það, deila með ykkur sumrinu mínu og reyna að koma mér á full skrið á blogginu hérna aftur 🙂

En þá að þeirri dásemd sem þessi færsla er um, Volume Effect Curler maskaragrunninn og maskarann frá Yves Saint Laurent. Ef ykkur vantar að prófa nýjan maskara… þá ættuð þið að prófa þennan – no joke!

Þær hjá YSL á Íslandi voru svo yndislegar að senda mér maskarann og maskaragrunninn fyrr í sumar og eru báðir tveir búnir að vera í stöðugri notkun hjá mér síðan þá. Ég lagði meira að segja tvennuna í almennilegt test þegar ég var stödd úti á Spáni í miiiiiklum raka og 30+ stiga hita. Spoiler-alert…. hann hélst á sínum stað! Tvennan á að lengja, þykkja og krulla augnhárin og hún gerir það svo sannarlega eins og þið munuð sjá hér eftir smá.

Byrjum að fara aðeins yfir The Curler maskaragrunninn sem er bleikur… jebb ég sagði BLEIKUR! Ég hef aldrei notað eða jafnvel heyrt um bleikan maskaragrunn áður svo þegar ég opnaði túpuna þá var ég mjög hissa að sjá bara ljósbleika formúlu blasa við mér.

Bleiki liturinn á þessum myndum er ekki bara útaf bleiku gúmmígreiðunni heldur er formúlan líka bleik. Greiðan er frekar beisik, hún hylur hvert og eitt augnhár með grunninum og bætir alveg svakalega við lengdina á augnhárunum.

Hérna getið þið séð annað augað mitt með maskaragrunninum og hitt augað hreint. Þið sjáið alveg greinilega mjög mikinn mun enda er grunnurinn alveg frábær.

Ég var hissa þegar ég opnaði maskaragrunninn en ég var líka hissa þegar ég opnaði maskarann. Og nei hann er ekki líka bleikur þó að gúmmíburstinn er bleikur en lögunin á greiðunni er rosalega óvanaleg.

Hér getið þið séð greiðuna aðeins betur en það var frekar erfitt að ná henni á mynd svo lögunin og broddarnir á henni sjáist sem best. Undir boganum er að finna tvær línur með broddum sem eru eins og á burstagreiðu en það er frekar langt á milli línanna. Á hliðunum eru síðan breiðari gúmmíbroddar og ofan á sveignum er fullt af svona greiðu-broddum eins og á burstagreiðu. Vá ég veit ekki hvort þetta sé skiljanlegt hjá mér en næst þegar þið farið á sölustað YSL þá þurfið þið eiginlega bara að kíkja á hann og skoða. Hann er mjög forvitnilegur og ég þurfti alveg að læra á hann – það tekur svona tvö skipti og þá er það komið. Þú notar sem sagt sveiginn til að krulla upp á augnhárin og hliðarnar með breiðu broddunum til að skilgreina augnhárin betur.

Hér er ég búin að setja maskarann yfir maskaragrunninn þegar hann var þornaður. Þið sjáið mikla muninn á augunum mínum! Tvennan gerir ekkert smá mikið fyrir augnhárin mín og það er ástæðan fyrir því að ég er búin að nota hana í allt sumar.

Það er hægt að nota maskarann einan og sér en mér finnst betra að nota hann með grunninum til að vera alveg hreinskilin. Það er líka auðveldara að taka maskarann af þegar maður notar grunninn, afhverju það er veit ég ekki því maskarinn með grunninum molnar ekki neitt og ekki maskarinn einn og sér heldur. En ég er alltaf ógeðslega nojuð á það að þurfa að nudda af mér maskara því augnsvæðið mitt er svo viðkvæmt. Þess vegna fær tvennan stóran plús frá mér bæði fyrir að endast ótrúlega vel og lengi, molna ekki af, smitast ekki til og það er auðvelt að taka hana af!

Hvet ykkur til að kíkja á þessa tvennu ef ykkur vantar nýjan maskara eða þið viljið bara prófa eitthvað nýtt og spennandi þetta haust!

Rannveig / @rannveigbelle

Farðanirnar á Golden Globe 2017

Í gær var 74 Golden Globe verðlaunaafhendingin haldin hátíðleg. Eins og alltaf mættu stjörnurnar í sínu fínasta pússi en að þessu sinni var það kvikmyndin La La Land sem kom sá og sigraði. Myndin hlaut alls sjö verðlaun og sló þar af leiðandi met en engin ein mynd hefur hlotið jafn mörg verðlaun á hátíðinni. Ég var orðin spennt að sjá myndina nú þegar en þetta ýtti heldur betur undir spenninginn!

Eins og áður langar mig að taka saman mínar uppáhalds farðanir frá kvöldinu en ég held að ég hafi aldrei tekið Golden Globe sérstaklega fyrir svo það er um að gera að byrja núna! Nude varir og taupe-/fjólulitaðar farðanir voru áberandi á kvöldinu sem og löng og falleg augnhár sem römmuðu inn augun. Hér er heldur betur hægt að fá innblástur fyrir vorfarðanir ef fólk er farið að huga að þeim en ég get sjálf ekki beðið eftir vorinu og öllu sem því fylgir í snyrtivöruheiminum 🙂

emma-stone-zoom-f6b1fbc3-a5bb-4523-a3c0-a25d1395ffc8

Það  er ekki annað hægt en að byrja á henni Emmu Stone! Hún gjörsamlega geislaði í gær og fór heim með eina styttu fyrir frammistöðu sína í La La Land. Emma eins og margar aðrar á hátíðinni skartaði afar náttúrulegri förðun. Bleikir tónar voru í aðalhlutverki hjá henni en hún notaði sama bleika tóninn á kinnarnar og hún notaði í glóbuslínuna á augunum. Á augun setti hún svo smá silfurlitaðan til að para saman við kjólinn og bleiki nude varaliturinn toppaði síðan lúkkið.

kristen-bell-zoom-d15a3b22-5634-4a6b-8e60-f01e3e9eca3e

Hárið hennar Kristin Bell finnst mér vera alveg tjúllað en förðunin er engu síðri. Á henni má sjá mjög vægt cut crease sem er dregið út í vængjaða skyggingu yst á augnlokinu. Meðfram neðri augnháralínunni er settur dekkri skuggi til að skapa smá Marilyn Monroe skyggingu en hún ýkir augnhárin enn frekar og fær þau til að virðast vera lengri. Andlitið hefur hún svo frekar hlutlaust en ljómandi og setur æðislegan nude lit á varirnar.

janelle-monae

Janelle Monáe endurspeglaði hárið sitt í augnförðuninni með því að setja tvær silfuritaðar doppur á neðri augnháralínuna. Efra augnlokið reynir hún að hafa hlutlaust en mótar það samt með hlýtóna brúnum skuggum. Í efri og neðri vatnslínuna setur hún svo svartan kolablýant og toppar lúkkið með þéttum aunghárum. Varirnar virðast svo einungis vera teiknaðar með varablýanti og varasalvi svo settur á þær til að gefa þeim smá glans.

mandy-moore

Mandy Moore fékk brúnu augun sín til að skína með því að bera skógargrænan lit meðfram neðri augnháralínunni. Til að fullkomna lúkkið setti hún nóg af maskara á augnhárin, bleikan nude varalit á varirnar og rósrauðar kinnar.

lily-collins

Lily Collins var stórglæsileg í gær og hún var ein af þeim fáu sem að skörtuðu djörfum varalit á vörunum. Lily leyfir hvítu húð sinni að njóta sín til hins ítrasta og notar einungis einn litatón á augun. Hún settur létta hulu af mauve lituðum skugga á augnlokið og dregur hann aðeins upp yfir glóbusinn og á augnbeinið. Ég veit til dæmis um einn lit úr Blushed Nudes pallettunni frá Maybelline sem yrði fullkominn í þetta verk! Hún leggur síðan mikla áherslu á löng efri augnhár en setur einungis lítinn maskara á neðri augnhárin. Hún hefur svo sama litartón á kinnunum og hún er með á augunum en á varirnar poppar hún aðeins upp á hlutina með blóðrauðum og möttum lit. Ég hugsa að þetta sé uppáhalds lúkkið mitt frá kvöldinu – algjört æði!

priyanka-chopra-makeup-hair-golden-globes-2017

Priyanka Chopra skartaði heldur betur seiðandi förðun en hún gjörsamlega smellpassar við hennar litarhaft og þá sérstaklega kjólinn. Bronsaðir tónar á augun, þétt augnhár og sterkar vínrauðar varir fara henni alveg svakalega vel.

teresa-palmer

Teresa Palmer lagði mikið upp úr fallegum og stórum augabrúnum og ég er að fíla það í tætlur! Frekar hlutlaus augnförðum með löngum ytri augnhárum, úfnum augabrúnum og skærrauðum varalit kom Teresu inn á topplistann hjá mér.

felicity-jones

Þetta hár og þessi förðun! Ég veit ekki hvert ég ætlaði þegar ég sá Felicity Jones. Seiðandi og smokey augnförðun sem samanstendur af gráum, svörtum og silfurlituðum tónum Húðin er síðan alveg mött og lýtalaus og þessi fallegi ljósbleiki varalitur. Fullkomið!

millie-bobby-brown

Það er nú meira hvað þessi unga dama er mikil stjarna í mínum augum. Það kannast nú eflaust allir við Millie Bobby Brown úr Stranger Things þáttunum en hún mætti í öllu sínu veldi á rauða dregilinn í gær. Ég elska hvað förðunin var náttúruleg, falleg og algjörlega við hæfi fyrir jafn unga stelpu og Millie en hún er aðeins 12 ára gömul. Húðin var látin njóta sín enda ekki annað í stöðunni, augnförðunin frekar hlutlaus en poppað upp á lúkkið með frísklegum bleikum varalit og bleikum roða í kinnum. Virkilega fallegt lúkk á henni Millie sem margar ungar stúlkur mættu apa eftir frekar en mörgum Instagram sýnikennslunum 😉

ruth-negga

Ruth Negga skartaði fjólutóna smokey förðun sem er auðveldlega hægt að ná með hátíðarpallettunni Auda[CITY] in London frá Lancôme. Þétt og löng augnhár setja punktinn yfir i-ið í augnförðuninni en á andlitið sjálft og varirnar eru mikið notaðir mauve-/brúnir tónar sem að passa einstaklega vel við augnförðunina.

kerry-washington

Hún Kerry klikkar ekki en hún kaus að byggja lúkkið svolítið upp í kringum berjalitaðar varirnar. Liturinn gjörsamlega smellpassar við hennar litarhaft þó hann mætti vera aðeins þéttari en með honum hefur hún augnförðunin frekar hlutlausa en sleppir þó ekki að setja á sig löng og þétt augnhár. Meðfram efri augnhárunum setur hún ágætlega þykka línu af fljótandi eyeliner til að fela skilin á milli hennar augnhára og gerviaugnháranna og til að ýkja þau enn frekar.

 

gillian-anderson

Gillian Anderson lagði mestu áhersluna á bronsaða og ljómandi húð. Enn og aftur sjáum við löng augnhár sem greinilega áttu rauða dregilinn í gær en þau voru pöruð með léttri smokey förðun og mjög hlutlausum vörum.

nicole-kidman

Nicole Kidman var stórglæsileg með silfraða augnförðun en mikið var sett af dökkum silfurlituðum skugga meðfram neðri augnháralínunni og hann dreginn svolítið aftur til að stækka augnsvæðið. Grátóna brúnn augnblýantur er svo settur í efri og neðri vatnslínuna en förðunin er svo að sjálfsögðu kórónuð með löngum augnhárum og nude vörum.

blake-lively-makeup-hair-golden-globes-2017

Blake Lively er alltaf óaðfinnanleg og var gærkvöldið engin undantekning. L’Oréal talskonan lagði sérstaka áherslu á sólkyssta húð og bronsaða tóna en hún skartaði brúnu og bronsuðu smokey sem náði frekar langt út af augnsvæðinu. Gylltur augnskuggi var síðan settur í innri augnkrók og glansandi bleikur gloss á varirnar.

hailee-steinfeld

Síðast en ekki síst er það hún Hailee Steinfeld sem valdi að þessu sinni förðun sem smellapassaði við kjólinn hennar. Brúnu augun hennar fengu að njóta sín með fjólutónaðri augnförðun og vængjuðum ytri augnhárum. Augabrúnirnar voru hafðar svolítið villtar enda er Hailee með fáránlega flottar augabrúnir!

Þar hafið þið það! Þetta voru mínar uppáhalds Golden Globe farðanir þetta árið og er nokkuð augljóst eftir þessa yfirferð hjá mér að nude varir, löng augnhár, náttúrulegar augabrúnir og mött húð er klárlega málið í vor. Maður er smátt og smátt að sjá skarplega skyggð andlit hverfa og kinnaliturinn er meira og meira notaður til að móta andlitið. Það er meira minn tebolli svo ég er að fíla það í tætlur! En hvað segið þið, hver var ykkar uppáhalds förðun frá kvöldinu?

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Topp Trix: Maskari

big_blog_make_up_26_07_2016

Mig langaði að breyta smá af vananum og koma annað slagið með færslur sem eru kannski meira ætlaðar fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í förðun og vita ekki alveg hvernig á að fóta sig í hinum stóra förðunarheimi. Ég ákvað því að byrja með nýjan lið hér á blogginu sem ég kýs að kalla Topp Trix þar sem ætlunin er að fara yfir allskonar góð ráð og ýmis trix sem ég hef lært þegar kemur að förðun. Margt hafið þið eflaust heyrt áður en vonandi mun ég geta deilt með ykkur nokkrum nýjum ráðum svo að þeir sem eru lengra komnir í förðun geti nú nýtt sér þennan lið hjá mér líka 🙂 Maður er nefnilega alltaf að læra eitthvað nýtt svo vonandi leynist hér eitt og annað trix sem flestir geta notað.

I fyrstu færslunni í Topp Trix liðnum langar mig að fara yfir eina förðunarvöru sem er líklegast hvað mest notuð í öllum heiminum… maskari! Ég man að maskari var allra fyrsta snyrtivaran sem ég keypti mér en þá var ég að byrja í 8 bekk. Bleiki og græni Maybelline maskarinn sem margir eflaust kannast við varð fyrir valinu og vá hvað mér fannst ég vera orðin fullorðin! Eftir að hafa prófað maskara var ekki aftur snúið og núna liggur við að ég eigi maskara fyrir hvert tilefni! Hér eru því mín Topp Trix þegar kemur að honum 🙂

Byrjið að setja maskarann á neðri augnhárin

Þetta er svo einfalt ráð en samt var ég bara að læra það um daginn! Hafið þið ekki lent í því að klína maskara á augnlokið eftir að hafa borið hann á efri augnhárin? Það er ekkert meira pirrandi en þegar maður er búinn að eyða tíma og vinnu í að setja á sig flotta augnförðun og svo klúðra henni með því að klína maskara á augnlokið! Oftar en ekki er þetta vegna þess að við horfum upp þegar við berum maskarann á neðri augnhárin og því smitast blauti maskarinn sem var á efri augnhárunum á augnlokið. Til að koma í veg fyrir þetta þarf einfaldlega að byrja á því að bera maskarann á neðri augnhárinn og síðan bera hann á þau efri.

screen-shot-2016-10-12-at-20-52-23

Notið glæran maskara til að móta náttúruleg augnhár

Oft þegar ég nenni ekki að mála mig en langar samt að fá smá mótun á augnhárin mín nota ég glæran maksara á þau. Þetta gerir augnhárin aðeins meira áberandi en á sama tíma heldur þeim náttúrulegum. Síðan má einnig nota sama glæra maskarann til að móta augabrúnirnar.

screen-shot-2016-10-12-at-20-53-50

Mismunandi maskarar fyrir mismunandi lúkk

Þetta er ráð sem mér finnst að allir mega geyma bakvið eyrað þegar kemur að maskara! Það þarf ekki alltaf að nota sama maskarann við mismunandi farðanir en mismunandi greiður og formúlur í hverjum og einum maskara getur umbreytt því hvernig förðunin mun koma til með að líta út. Það er því um að gera að prófa sig á fram með nokkrar tegundir af möskurum og blanda þeim saman. Ég nota til dæmis yfirleitt sitthvoran maskara á efri og neðri augnhárin.

Breytið umgjörð augnanna

Dragið augnhárin með maskaragreiðunni í mismunandi áttir til að breyta umgjörð augnanna. Ef þið eruð til dæmis með vængjaðan eyeliner þá er rosa fallegt að draga agunhárin með maskaragreiðunni í sömu átt og eyeliner-inn vísar.

whitelash

Notið augnháragrunn/primer

Það er fátt sem getur gert náttúrlega stutt augnhár jafn löng og góður grunnur. Setjið eitt lag af augnháragrunni á augnhárin og leyfið honum að þorna áður en þið setjið venjulega maskarann ykkar yfir. Þessir grunnar eru oftast hvítir og alls ekki ósvipaðir í ásetningu og maskarar en ég mæli sérstaklega með Falsh Lash Maximizer frá MAC. Hann gerir rosalega mikið fyrir augnhárin.

eye-with-mascara-application1

Notið lítinn blævængsbursta til að bera maskara á neðri augnhárin

Ef þú ert ein af þeim sem lendir alltaf í vandræðum með að bera maskara á neðri augnhárin þá getur lítill blævængsbursti reddað málunum! Setjið smá maskara á handarbakið ykkar og takið hann svo upp með burstanum. Juggið burstanum til og frá meðfram neðri augnháralínunni þar til þið eruð sátt með þekjuna á augnhárunum. Ef þið þrýstið svo burstanum aðeins upp að augnháralínunni þá lítur út eins og augnhárin séu þéttari en þau eru í raun og veru. Þetta er tækni sem að förðunarfræðingurinn hennar Adele notar óspart.

lashcurling

Brettið upp á augnhárin áður en þið setjið á ykkur maskara!

Ef það eru einhver förðunarmistök sem gefa mér hroll þá er það þegar fólk brettir upp á augnhárin sín eftir að hafa sett á sig maskara. Ég sé alveg augnhárin fyrir mér límast við augnhárabrettarann og togast af… Úff… Gerið það því fyrir mig og brettið upp á augnhárin ykkar áður en þið setjið á ykkur maskara 😉

Notið toppinn á greiðunni til að setja maskara á erfiða staði

Ef þið eigið erfitt með að bera maskara innst í innri augnkrók eða á aðra erfiða staði getið þið prufa að snúa greiðunni og notað toppinn á henni til að bera maskarann á augnhárin.

Ekki pumpa maskarann!

Þegar ég segi pumpa þá meina ég þá hreyfingu þegar greiðunni er ýtt inn og út úr maskaratúpunni endalaust. Við þetta kemst loft inn í túpuna og maskaraformúlan þornar fyrr upp svo ekki er hægt að nota maskarann jafn lengi. Í staðin fyrir að pumpa maskarann getið þið skofið vöruna af vegg túpunnar með því að þrýsta greiðunni upp að honum og snúa henni.

screen-shot-2016-10-17-at-16-28-50

Bleytið upp í maskaranum með linsudropum

Ef maskarinn ykkar hefur þornað upp og er ekki útrunninn þá er hægt að bæta við nokkrum dropum af linsuvökva ofan í túpuna og hræra með greiðunni til að bleyta aðeins upp í formúlunni aftur.

Þetta voru nokkur af þeim topp trixum sem ég hef lært um maskara frá því ég byrjaði að farða mig. Vonandi getið þið nýtt ykkur þetta eitthvað en ég er sjálf mjög spennt að halda þessum lið áfram hér á síðunni því mér fannst alveg einstaklega gaman að skrifa þessa færslu. Þá er bara að ákveða hvað ég tek fyrir í næsta Topp Trix lið… einhverjar hugmyndir? 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Sephora óskalistinn #2

faerslan_er_ekki_kostud

Eigum við eitthvað að ræða það hvað þetta er búinn að vera yndislegur dagur! Ég er búin að vera úti í allan dag að gróðursetja og koma garðhúsgögnunum í gott stand fyrir sumarið svo ég er eiginlega pínu búin á því eftir daginn sem þýðir bara að ég hafi verið að gera eitthvað af viti 🙂 En hvað um það, hér kemur annað holl af því sem leynist í Sephora körfunni minni!

Sephora_wishlish

1. Too Faced Chocolate Bar

Fyrst að yndislegu foreldrar mínir komu mér á óvart með Sweet Peach pallettunni frá Too Faced er einungis ein palletta eftir í körfunni minni frá merkinu og það er upprunalega Chocolate Bar pallettan.

2. YSL Black Opium

Þetta ilmvatn hefur lengi verið á óskalistanum mínum enda er lyktin af því alveg hreint dásamleg og höfðar rosalega til mín.

3. Laura Mercier Matte Radiance Baked Powder Compact

Ljómapúður frá Laura Mercier þrátt fyrir að í heiti þess stendur að það sé matt. Kathleen Lights dásamar þetta ljómapúður alveg fram og tilbaka og þar sem ég treysti henni alveg fullkomlega langar mig ótrúlega mikið að prófa púðrið 🙂

4. Glam Glow Powermud Dualcleanse Treatment

Youtube gúrúarnir hafa ekki undan að dásama maskana frá Glam Glow og því ratar einn af þeim á óskalistann minn. Ég skoðaði þá síðast þegar ég fór í Sephora og þeir lofuðu góðu en voru heldur dýrir að mínu mati fyrir magnið sem maður er að fá. Þessi kostar til dæmis 69 dollara fyrir aðeins 50 ml.

5. Make Up Forever Ultra HD Invisible Cover Stick Foundation

Ég er ofsalega spennt fyrir öllum förðum í stiftformi þessa dagana. Ég prófaði til að mynda einn svoleiðis frá Clinique núna um helgina og varð rosalega hrifin af honum. Þessi stiftfarði frá Make Up Forever ratar á óskalistann.

6. Becca Shimmering Skin Perfector Luminous Blush í litnum Tigerlily-Tangerine

Ljómandi kinnalitur frá Becca sem ég held að muni smellpassa við allar sumarfarðanir!

7. Makeup Eraser

Klútur sem á auveldlega að fjarlægja allan farða af andlitinu þegar hann er rakur. Mig langar rosalega að prófa þennan en er samt mjög skeptísk á hann. Hefur einhver prófað klútinn og getur sagt mér hvort hann yfirhöfuð virki eða ekki? 

Þetta var annar hlutinn af óskalistanum endalausa. Vonandi hafði þið fengið einhverjar hugmyndir ef þið eigið leið ykkar í Sephora í sumar 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

  

Ný leið til að þrífa förðunarbursta

 

_MG_2796-2

2_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudJæja þessi færsla átti nú að birtast hjá mér í gær en ég tók mér það bessaleyfi að vera í páskafrísleti einn dag í viðbót. Reyndar fór dagurinn ekki í algjört leti þar sem bíllinn var tekinn í alþrif fyrir vorið og því var ég alveg einstaklega glöð þegar ég vaknaði í morgun og sá allan snjóinn… 🙁 En talandi um þrif þá langaði mig að skrifa aðeins um þrif á förðunarburstum. 

Eins og þið kannski vitið nú þegar þá er gríðarlega mikilvægt að þrífa burstana sína reglulega þar sem þeir eru kjörin staður fyrir bakteríuvöxt og annan óþverra sé ekki vel hugsað um þá. Þumalputtaregla hjá mér þegar kemur að þrifum á förðunarburstum er þessi:

Um leið og burstinn hættir að bera á förðunarvöru eins og hann gerði þegar hann var splunkunýr, þá er kominn tími á þrif.

Þetta gerist oftast hjá mér á svona tveggja til þriggja vikna fresti en þið verðið eiginlega að finna þetta svolítið sjálf því þetta fer að sjálfsögðu eftir því hversu mikið þið notið burstann og í hvaða vöru þið notið hann. Sem dæmi þá þríf ég augnskuggaburstana mína eftir nánast hverja einustu notkun ef ég hef verið að nota þá í sterka liti svo að liturinn sitji ekki í þeim of lengi. Þegar kemur að því að þrífa förðunarsvampa þá er góð regla að þrífa þá einu sinni í viku því þeir geta verið algjör gróðrarstía fyrir bakteríur.

_MG_2822-2

Eins og ég hef nefnt oft áður hér á síðunni minni þá finnst mér alveg ótrúlega leiðinlegt að þrífa burstana mína sem veldur því að ég geri það kannski ekki jafn oft og ég ætti. Hinsvegar er verkið orðið aðeins auðveldara, fljótlegra og ég ætla að hætta mér út í það að segja skemmtilegra með tilkomu þessarar elsku í rútínuna. Hér á myndunum sjáið þið nýja burstahreinsibakkann frá Real Tecniques sem var að koma í búðir. Ég verð eiginlega að hrósa Real Techniques hér á landi því þeir hafa verið rosalega snöggir undanfarið að koma með nýjungar í sölu hér heima en þessi bakki er tiltölulega nýkomin á markað erlendis. Það er alltaf munur að þurfa ekki að bíða lengi eftir nýjungum sem maður er að deyja úr spenningi yfir 🙂

_MG_2801-2

Burstahreinsibakkinn er í grunninn gerður til þess að auðvelda þrif á förðunarburstum og til að ná öllum óhreinindum úr burstanum svo að þeir verði eins og nýjir. Bakkinn er gerður úr silikóni svo hann er ekki grjótharður eins og ég hélt að hann væri áður en opnaði kassann og kom við bakkann. Þetta kom mér skemmtilega á óvart enda töluvert þægilegra að halda á mjúkum bakka.

_MG_2844-2

Það að bakkinn sé ekki harður fær hann til að passa vel í hendina en aftan á honum er band sem þú smeygir hendinni undir til að ná föstu gripi á bakkanum. Eitt sem ég tók sérstaklega eftir við notkunina á bakkanum er magnið af sápu sem ég nota til að hreinsa burstana mína. Með því að nota bakkann þurfti ég svo miklu minna magn en vanalega svo ég veit að mottan mun koma til með að spara mér töluverðan pening auk tímans sem hún sparar mér við þrifin.

_MG_2837-2

Hreinsibakkinn hefur þrjár tegundir af munstri á botninum sem hvert og eitt á að hjálpa til við að nudda öll óhreinindi burt úr burstunum þínum. Ég nota oftast miðjumunstrið til að hreinsa mína bursta því mér finnst það virka best fyrir allar tegundir af burstum og hreinsar þá fyrr en hin munstrin. Hinsvegar nota ég líka mikið litlu kúlurnar til að þrífa litlu augnskuggaburstana mína. Það eina sem ég get í rauninni sett út á bakkann ef svo má að orði komast er að ég vildi að munstrin væru örlítið harðari en bakkinn svo það væri enn auðveldara að ná meiki úr burstunum. Það er allt og sumt 🙂

_MG_2787-2

Þetta er í stuttu máli sagt æðisleg vara sem ég tek svo sannarlega fagnandi inn í burstahreinsirútínuna mína. Ef ykkur finnst jafn leiðinlegt að þrífa bursta og mér finnst það og ykkur vantar eitthvað til að auðvelda ykkur verkið þá skuluð þið klárlega kíkja á þessa því grunnurinn að fallegri förðun er svo sannarlega vel hirt húð og hreinir burstar! ❤️

P.S. Þessi er líka góður til að þrífa litla málningarpensla ef þið eruð meira í því að mála myndir en andlit. Passið samt að nota hana bara fyrir annað hvort 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow