Eldri færslur eftir merkjum fyrir Mæli með

Skin Perfecting!

Mig langar til að segja ykkur frá Skin Perfecting 8% AHA lotion frá Paula´s Choice sem ég hef verið að nota núna í 6 vikur.

,,Létt og rakagefandi krem sem dregur fram það besta í húð þinni, gefur henni fallegan ljóma og heilbrigðara yfirbragð.  Ávaxtasýrurnar leysa upp dauðar húðfrumur af yfirborði húðar, svo að þurrkablettir hverfa, húðin mýkist og fær jafnari litarhátt. Inniheldur 8 % glycolic sýru (AHA) sem er vatnsleysanleg og vinnur því mest á yfirborði húðarinnar, dregur úr hrukkum, litablettum, leðurkenndri húð og sólarskemmdum á húð.  AHA sýra eykur einnig getu húðar í að binda raka og dregur þannig úr þurrkablettum á húð.  Kremið inniheldur líka sefandi efni sem róa húð og draga úr roða, ertingu og bólgum.  Sýran örvar kollagen framleiðslu húðarinnar, og því verður húðin stinnari og hrukkur minna áberandi.  Hentar best blandaðri húð og þurri til mjög þurri húð.  Án ilm- og litarefna, án húðertandi efna.“

Mín upplifun:


Húðin mín:
Ég er 29 ára gömul, með fínar línur á þessum týpísku stöðum og mikið af örum eftir bólur á yngri árum. Húðin mín er blönduð, ég fæ þurrkubletti í kringum nefið, en get síðan skartað bólum á höku eða enni. Ég er mjög næm fyrir áreiti og hitabreytingum, sef lítið enda tveggja barna móðir með vefjagigt og hef því tekið eftir myndarlegum baugum seinustu mánuði. Það er nauðsynlegt fyrir mig að hugsa vel um húðina mína og ég veit að ég get náð ótrúlegum árangri þegar ég nota réttu vörurnar.

Umbúðir:
Kremið kemur í 100 ml túpu með pumpu og kostar 5.990 kr hjá Tigerlily.is sem er virkilega gott verð fyrir svona mikið magn af vandaðri vöru með góðri virkni. Ég elska krem með pumpu sem skammtar þér nákvæmlega því magni sem þú þarfnast. Það er hreinlegra og verndar vöruna fyrir bakteríum og óhreinindum.

Innihald og notkun:
Glycolic Acid er innihaldsefni númer tvö i þessu kremi en hún djúphreinsar húðina, fjarlægir óhreinindi og dauðar húðfrumur. Við viljum að virk innihaldsefni séu ofarlega á listanum. AHA sýrur eru ákjósanlegri þegar húðin er þurr og með sólarskemmdum því þær vinna á yfirborði húðarinnar og hjálpa að auki húðinni að binda betur raka. AHA sýrur eru áhrifaríkastar í styrkleikanum 5-10 %. Öllum gagnslausum efnum sem geta skaðað húð er sleppt í öllum vörum frá Paula´s Choice. Þetta eru t.d. alkóhól, ilmefni, litarefni og fleiri efni sem erta húð og valda þannig skaða djúpt niðri í húðlögunum. Vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum.

Ég byrjaði á því að nota kremið 1x á dag eftir að hafa hreinsað húðina með RESIST Optimal Results Hydrating Cleanser. Fyrst þegar ég bar kremið á fann ég fyrir smá sting en það er eðlilegt þegar unnið er með sýrur. Eftir 5 daga komst ég að því að mín viðkvæma húð var að þola kremið vel og því fór ég að bera það á mig 2x á dag, kvölds og morgna.

Virkni:
Eftir að hafa notað vöruna í tvær vikur fannst mér húðin vera sjáanlega hreinni, mýkri og sléttari. Örin vöru enn á sínum stað enda bjóst ég ekki við neinu öðru en þau trufluðu mig ekki jafn mikið því að húðin hafði fengið þennan fallega ljóma sem gerði það að verkum að mér fannst húðin mín virkilega falleg þrátt fyrir nokkra fílapensla á nefinu og ör eftir bólur. Eftir 4 vikur fannst mér húðin unglegri og húðliturinn jafnari og núna eftir 6 vikur finnst mér húðin mín virkilega vel nærð og heilbrigð.

Þú getur nálgast vörurnar frá Paula´s Choice á Tigerlily.is.


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

Janúar uppáhöld

Færslan er ekki kostuð – Sumir af hlutunum sem ég nefni eru í einkaeigu en aðra fékk ég í gjöf

Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar!

L’Oréal Colorista Silver Shamopoo – Besta fjólubláa sjampó sem ég hef prófað! Ef þú ert með ljóst hár þá get ég ekki hvatt þig nógu mikið til þess að prófa það. Ég skrifaði grein um sjampóið HÉR.

Bobbi Brown Pot Rouge í litnum Fresh Melon – Æðislegur kremkinnalitur sem að gefur heilbrigðan kórallitaðan ljóma á kinnarnar ásamt því að endast allan daginn.

NYX Professional Makeup Intense Butter Gloss í litnum Tres Leches – Virkilega fallegt og náttúrulegt gloss sem mér finnst æðislegt að skella á varirnar við hvaða lúkk sem er. Glossið ilmar dásamlega, endist lengi og er ekki svona klessu klístursgloss.

Rimmel Breathable Foundation – Þessi farði er bara æðislegur! Hann gefur náttúrulega þekju sem að endist allan daginn og mér líður ekki eins og ég sé með farða á húðinni þegar ég er með hann á mér. Eina sem ég get sett út á hann er sprotinn sem hann kemur með. Ég vildi að það væri pumpa á honum en ég missti einmitt sprotann á nýju peysuna mína um daginn og setti þá meik í hana og eyðilagði 🙁 En formúlan í farðanum sjálfum er æðisleg!

L’Oréal True Match Mineral Powder Foundation – Æðislegur púðurfarði sem ég elska að setja yfir aðra fljótandi farða á þau svæði sem ég vill fá meiri þekju á. Ég nota alltaf burstann sem L’Oréal er með í sölu fyrir púðrið og hann er æðislegur! Elska að nota hann til þess að blanda púðrið við farðann minn og líka til þess að blanda eins og kinnaliti og sólarpúður og annað við púðurfarðann. Virkilega þéttur og góður bursti sem er fullkominn til þess að nota með þessu æðislega púðri. Ég nota litinn Ivory Rose fyrir þá sem eru forvitnir um það 🙂

Maybelline x Gigi Hadid Fiber maskarinn – Ég veit að þessi lína kom í takmörkuðu upplagi en ég er ekki búin að nota annan maskara en þennan allan janúar! Ég nota oftast bara svörtu hliðina á maskaranum en hún gerir augnhárin mín mjúk og falleg.

Maybelline x Gigi Hadid Cool pallettan – Þessi palletta! Ég gæti grátið að hún kom bara í takmörkuðu upplagi – ég er ekki að grínast! Þetta er uppáhalds pallettan mín þessa stundina en ég elska að skella bara einum af shimmer augnskuggunum í henni yfir allt augnlokið mitt áður en ég fer í vinnuna á morgnana. Augnskuggarnir eru svo mjúkir og það er svo þægilegt að vinna með þá og litatónarnir henta mínum húðlit fullkomlega. Ég ætla að reyna að sjá hvort það eru ekki nokkur eintök eftir einhverstaðar á netinu hérna úti í DK því ég verð að eiga backup af þessari ég er komin svo langt með mína! Ef einhver veit hvar ég get fengið hana látið mig þá endilega vita takk!

-RH / @rannveigbelle

Jóla neglurnar mínar!

Ég fékk þá skyndiákvörðun í vikunni að hressa aðeins uppá neglurnar mínar. Ég hef alltaf verið með frekar þunnar neglur, sem að brotna auðveldlega. Ég vissi að ég væri ansi bjartsýn að fá tíma hjá naglafræðing svona korter í jól, en það hafðist!

Ég hafði samband við Naglameistarann í Hfn og það vildi svo til að ein hafði afbókað sig þannig að ég komst að.

Naglafræðingurinn sem ég fór til heitir Andrea og hún gerir acryl neglur, sem var akkurat það sem ég vildi. Á jólunum verða rauðir tónar oftast fyrir valinu en ég ákvað að fara í aðeins bleikari lit sem mér fannst henta mér betur, hann heitir Wanna Dance og er nr. 46.

Svo fékk ég mér glimmer á baugfingurinn svona til þess að poppa þetta aðeins upp. Ég er svo ótrúlega sátt með útkomuna!

Ég mæli klárlega með Andreu hjá Naglameistaranum, ég er allavega búin að panta mér tíma í lagfæringu eftir 4 vikur. Annars voru þær nokkrar að vinna þarna og ég sá ekki betur en að þær væru allar ótrulega flinkar í þessu fagi.

Það þarf ekki mikið til að gleðja 🙂


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

 

Fullkomin peysa fyrir veturinn úr Zöru!

Úrvalið í Zöru hefur aldrei verið flottara! Kannski er það vegna þess að tískan núna er minn stíll út í gegn. Víðar peysur og íþróttabuxur!

Ég hefði getað keypt alla búðina, mátaði 10 flíkur en aðeins tvær fengu að koma með mér heim. Í þetta skiptið allavega, er að fara aftur að versla í vikunni! Það eru nefnilega jól………

En peysan sem ég keypti mér var ást við fyrstu sýn. Ótrúlega mjúk, þægileg og síð. Tók hana í medium til að hafa hana extra víða og kósý. Mér fannst flest fötin þarna vera á virkilega góðu verði, en þessi peysa var rétt undir 5000 krónum.

 

Ég keypti mér dökkbláa, er búin að vera hrifin af bláu núna uppá síkastið. Það voru til fleiri litir, svartur, grár, ljós blár og gulur meira að segja. Mér finnst liturinn og efnið sjást mjög vel á myndinni hér fyrir ofan. Sjáið þið hvað hún er mjúk?

 

Peysan er nægilega síð til að vera í leggings við, sem er mikill kostur! Mæli með að þið kíkið í Zöru í Smáralind. Ef þið viljið næla ykkur í eina svona kósý peysu fyrir veturinn þá sýndist mér vera nóg til og mikið úrval af allskonar!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

Augnkremið frá Paula´s Choice

Mér fannst aldrei nauðsynlegt að nota augnkrem hér áður fyrr í minni daglegu rútínu. Það var ekki fyrr en ég eignaðist barn númer tvö þar sem ég áttaði mig á að nú þyrfti ég að gera eitthvað. Held ég geti þó ekki kennt Alexander alfarið um nýjar hrukkur en ég ætla samt að reyna það.

Afhverju að nota augnkrem?

Augnkrem eru séstaklega hönnuð fyrir svæðið í kringum augun, því það svæði er allt öðruvísi en restin af andlitinu. Húðin þar er miklu þynnri og viðkvæmari. Það er ekki óalgengt að fólki taki eftir fyrstu öldrunarmerkjunum í kringum augun.

Augnkrem eru ekki bara fyrir konur sem eru 60 + eins og sumir gætu haldið.  Sjálf byrjaði ég að nota augnkrem endrum og eins í kringum 25 ára aldurinn þegar ég vann í snyrtivöruverslun. Augun og svæðið þar í kring kemur alltaf upp um okkur.

Til ykkar kæru mæður sem hafið ekki sofið í milljón ár og eruð alltaf með veik börn heima. Ég skora á ykkur að bæta augnkremi í ykkar húðrútínu, það bjargar ekki öllu en persónulega sé ég mun.

Hvaða krem er ég að nota?

Undafarið hef ég verið að nota augnkrem frá Paula´s Choice sem heitir RESIST Anti-Aging Eye Cream.

,, Einstaklega nærandi og milt augnkrem sem mýkir húð og bindur raka á öflugan hátt og er því sérlega hentugt fyrir þá sem kljást við þurrt augnsvæði.  Inniheldur fjölmörg andoxunarefni, peptíð, húðgræðandi efni og shea butter sem saman vinna að því að draga úr fínum línum kringum augu og gera húðina stinnari.  Sérhannaðar umbúðir tryggja að virkni og ferskleiki innihaldsefna sé í hámarki.  Hentar öllum húðgerðum og öllum aldri.  Án ilm- og litarefna “

Ég hef verið að díla við  leiðinlegan þurrk við augnkrók og það er ferlega ljótt þegar meik eða BB krem fer í þurrkubletti. Þess vegna nota ég þetta krem á morgnana undir farða og stundum nota ég það á kvöldin fyrir svefn. Þetta er eina kremið sem ég nota á augnsvæðið. Þegar ég ber á mig serum eða dagkrem, þá forðast ég að setja það undir augun.

Mundu, að þú þarft að nota mjög lítið magn af augnkremi í hvert skipti. Lítill dropi er nóg!

Ég hef mikið verið að nota vörurnar frá RESIST línunni sem eru séstaklega hannaðar til að vinna á móti öldrunarmerkjum.

Ég er alls ekki hrædd við að eldast, en ég vil samt hugsa vel um húðina mína í leiðinni.

Afhverju Paula´s Choice?

DropperAf því að hver einasta vara er hönnuð með það í huga að vinna á sértækum húðvandamálum. Hvort sem þú ert að berjast við óvelkomnar hrukkur eða feita og bólótta húð þá ættir þú að geta fundið lausn hjá Paula´s Choice. Úrvalið er mikið og því borgar sig að fá ráðgjöf sérfræðings.

,,Þessi gagnsemi er rökstudd með því að vísa í heimildir við hverja vöru, rannsóknagreinar sem birst hafa í virtum fræðitímaritum um húðsjúkdómafræði, lyfjafræði, lífefnafræði o.s.frv.  Þetta eru óháðar rannsóknir sem sýna fram á að tiltekin efni hafi góð áhrif á starfsemi húðar eða dragi úr tilteknum húðvandamálum.“ – Tigerlily.is

ProductgroepAf því að pakkningarnar eru hannaðar með það í huga að vernda vöruna sem best, fyrir sólarljósi og sýklum. Það er því aðalega notast við ógegnsæaar túpur eða pumpur. Þetta skiptir mig miklu máli. Ég þoli ekki krem í krukkum þar sem ég þarf að fara með puttana ofaní eða notast við sérstaka sköfu sem fylgir með. Þar hafa bakteríur greiða leið ofan í rándýra kremið mitt!

Af því að öllum gagnslausum efnum er sleppt. Engin ilmefni, engin litarefni og ekkert alkahól.

Leaping-BunnyAf því að vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum. Þetta skiptir mig alltaf máli og á að skipta þig máli líka! Við viljum ekki kaupa vörur sem eru prófaðar á dýrum – aldrei!

 

Vörurnar frá Paula´s Choice eru fáanlegar í vefversluninni Tigerlily.is.

 


Katrín Bjarka
Fylgdu mér á Instagram @katrin.bjarka

Insta Lately – Fylgið mér á @rannveigbelle

Eruð þið ekki örugglega að fylgja mér á Instagram?? Þið finnið mig þar undir @rannveigbelle en ég reyni að vera dugleg að setja eitthvað inn á hverjum degi í annað hvort Instagram Stories eða á feed-ið mitt. Ég er alveg dottin inn í Instagram og er dugleg að gefa smá innsýn í lífið mitt í Köben! Follow me 😀

Hér sjáið þið nokkrar af mínum uppáhalds myndum upp á síðkastið!

– Rannveig (Þið finnið mig á Instagram undir @rannveigbelle)

Boozt snilldin frá Costco!

English below//

Ég fór í Costco um daginn eins og margur annar og rakst á þessa snilld! 

Þrjár tegundir af Boozti í einum pakka, 14 alls. Svo elska ég nöfnin: 

ENERGY: Strawberry, blueberry, banana, rasperry, blackcurrant & spinach.

DETOX: Pineapple, apple, spinach, kale, ginger & lemon.

DEFENCE: Pinepple, mango, papaya, banana, ginger & goji berries.

Skella þessu í blandara, bæta við 300 ml af vökva og voila!

 

Það hefur aldrei verið auðveldara að búa til professional boozt heima sem allir í fjölskyldunni elska! Mæli klárlega með þessu – kostaði minnir mig 1.800 krónur.


I was walking in Costo the other day when and I i stumbled upon this Frozen smoothie kit! In one bag you get 3 different kinds of smoothies or 14 total.

This is so good and I love the names!!

ENERGY: Strawberry, blueberry, banana, rasperry, blackcurrant & spinach.

DETOX: Pineapple, apple, spinach, kale, ginger & lemon.

DEFENCE: Pinepple, mango, papaya, banana, ginger & goji berries.

All you need to do is put one bag in the blender, mix it with 300 ml of liquid like water og yogurt and VOILA!

It has never been easier to make a smoothie at home that every family member loves.

I absolutely recommend you trying this it costs about 1800 ISK.

 


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook (katrinbelle.is)

 

Á augnhárunum mínum

Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir koma á markað. Ég hef alltaf sagt að maður þarf að gefa nýjum maskörum góðan séns eftir að maður opnar þá því að oft tekur smá tíma fyrir þá til að virka nákvæmlega eins og þeir eiga að gera. Þetta er oftast vegna þess að það er mikið af formúlu í túpunni og þar af leiðandi mikið af vöru sem kemur á burstann við fyrstu notkun svo maður þarf að nota maskarann nokrum sinnum til að það minnki aðeins í túpunni og maður fari að fá eðlilegt magn af vöru á burstann. Ég er því búin að prófa þessa fegurð sem þið sjáið hér á myndinni í þó nokkurn tíma. Bold & Bad Lash er nýjasti maskarinn frá MAC og hann er búinn að vera á augnhárunum mínum frá því að ég fékk hann í hendurnar en hann er ekki bara fallegur á að líta heldur er hann einnig þrælgóður! Eigum við samt eitthvað að ræða þessar umbúðir… þær eru bara einum of flottar en orðin á umbúðunum eru skrifuð á með flauelsstöfum takk fyrir góðan daginn!

Maskarinn sjálfur er tvískiptur en hann inniheldur tvo maskarabursta! Ekki nóg með það heldur eru tvær mismunandi formúlur í maskaranum þar sem að ein formúla fylgir stærri burstanum sem er ætlaður fyrir efri augnhárin og seinni formúlan fylgir neðri burstanum sem er ætlaður fyrir neðri augnhárin. Litli burstinn er staðsettur í lokinu á maskaranum og stingst niður í stóra burstann. Ég nota sjaldan maskara á neðri augnhárin nema þá bara þegar ég er að gera smokey augnförðun svo ég nota alltaf minni burstann til að bera maskara alveg yst á efri augnhárin mín og greiða þannig vel úr þeim þegar að ég er búin að nota stærri burstann. 

Hér getið þið séð mig með maskarann á augunum. Ég vil alltaf að maskarar gefi mér smá þykkt og mikla lengd og Bold & Bad Lash frá MAC gefur mér það svo sannarlega. Maskarinn smitast ekki þegar ég er með hann yfir daginn og svo er mjög auðvelt að taka hann af sér á kvöldin. Það eru einhverjar allra mestu tiktúrur sem ég er með þegar kemur að maskörum – ég vil að hann haldist á allan daginn en að það sé auðvelt að taka hann af sér þegar að því kemur. Ég þoli ekki að þurfa að nudda maskara af mér og því finnst mér þessi æðislegur. Mæli með!

Eruð þið búin að prófa þennan?

 Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Einn maski á dag….

English below//

Það eru allir fjölskyldumeðlimir búnir að vera veikir á þessu heimili seinustu tvær vikur.

Ég sjálf er búin að liggja frá því á mánudaginn og það var sko ekki fögur spegilmyndin sem tók á móti mér í gærkvöldi þegar ég loksins staulaðist á lappir!

Til þess að að kveðja veikindin formlega skellti ég í gott heimadekur. Þurrburstun, sturta, kaffiskrúbbur, litun og plokk, og síðast en ekki síst…..andlitsmaski!

Ég er með blæti fyrir húðvörum og elska að prófa eitthvað nýtt. Þessa dagana hef ég verið að vinna með Skin Recovery Hydrating Treatment Mask frá Paula´s Choice.

Þessi maski inniheldur kvöldvorrósarolíu (hversu rómantískt er það), hyaluronic sýru (því við viljum að þetta geri eitthvað gagn) og E & C vítamín (til að næra).  Hann er einstaklega áhrifaríkur við öldrunarmerkjum, nærandi og rakagefandi sem fær húðina til að ljóma.  Hann dregur úr þurrkublettum (fæ sjálf þurrk í kringum nefið en þessi maski lagar það) og er sérlega góður fyrir normal eða þurra húð.

Ég nota þennan einu sinni í viku, ber þykkt lag á andlit, augnsvæði og háls og læt bíða í 20 mínútur. Á myndinni hér fyrir ofan er ég með maskann á mér. Hann er kremaður, silkimjúkur og lyktarlaus. Húðin verður augljóslega lífflegri og fallegri á að líta eftir notkun.

Tók einmitt eftir því að Tigerlily.is sem er með umboðið fyrir Paula´s Choice vörurnar á 4 ára afmæli og því er 25% afsláttur af ÖLLUM vörum til 9. október! Um að gera að kíkja á heimasíðuna og næla sér í lúxus vörur á góðu verði!

Eins og glöggir lesendur vita þá er ég mjög hrifin af þessu merki og þið getið treyst því að ég mæli eingöngu með vörum sem ég nota sjálf, hef notað í einhvern tíma og hef séð árangur af. Þessi er einn af þessum ,,must have“ fyrir alla maskaperra eins og mig.

p.s. við ætlum að gefa þremur vinkonum maksa á næstu dögum þannig að vertu viss um að fylgja mér á Facebook og Instagram til að missa ekki af (katrinbelle.is) 🙂


Every family member has been sick for the last couple of weeks, including me of course. I´ve been lying in my bed since Monday and I must admit that my own reflection in the mirror was terrifying when I finally stood up yesterday. So, to feel like my old self again I had a little spa treatment for myself at home.

I am very enthusiastic about skin care and I love trying something new. I want to introduce to you one of my favorite face mask from Paula´s choice called Skin Recovery Hydrating Treatment.

It´s a a deeply hydrating face mask for dry to very dry skin that works overnight to restore a dewy, resilient, appearance and feeling of firmness for a visibly refined complexion.

I use it once a week and apply a generous layer all over the face and neck (if needed). Leave on for at least 20 minutes, or, if needed, overnight. Rinse thoroughly with tepid-to-warm water.

Like most of you know by now, I absolutely love Paula´s choice and I highly recommend them! I use them myself every day and the results are amazing.


Katrín

  Þú finnur mig á Instagram & facebook (katrinbelle.is)

 

 

!BECCA er á leiðinni til Íslands!

Færslan er gerð í samstarfi við Becca Cosmetics

Það sem ég er búin að þaga yfir þessu litla leyndarmáli í langan tíma! Núna má loksins fara að kjafta frá þessu en Becca Cosmetics er á leiðinni til landsins! Já dömur mínar og herrar nú má maður sko verða spenntur 😀

Ég kynntist Becca fyrst stuttu áður en Jaclyn Hill fór í samstarf með þeim til að skapa hið goðsagnakennda Champagne Pop ljómapúður sem ég held að allir sannir bjútí aðdéndur kannast við, en mín fyrstu kaup frá merkinu var ljómapúðrið þeirra í litnum Opal. Ég ætlaði reyndar að fá Moonstone og fékk afgreitt vitlaust frá Sephora svo ég hlakka til að geta nælt mér í eitt stykki Moonstone þegar að merkið kemur til landsins! Formúlan í púðrunum er engri annarri lík en erfitt er að lýsa henni með orðum. Ég skal nú samt reyna en ég hvet ykkur til að fara að pota í púðrin þegar þau mæta í verslanir því það er nánast eins og að pota í mjúkan… nei veistu ég get ekki lýst henni í orðum þið verðið bara að pota sjálf til að skilja 😉

Fyrir þá sem ekki vita þá var Becca stofnað árið 2001 og er nú í eigu Estée Lauder sem hefur tekið merkið upp á hærra plan og er að gera svakalega mikið af spennandi og skemmtilegum hlutum fyrir það enda hefur vöruúrvalið aldrei verið meira. Becca hefur alltaf haft það að leiðarljósi að draga það fallegasta fram í hverjum og einum en ég kann alltaf vel að meta þegar að snyrtivörumerki hafa það sem markmið sitt. Frekar en að fela og gera alla eins þá á markmiðið að sjálfsögðu að vera að draga fram það sem er einstakt í hverjum og einum.

Það er því ekki eftir öðru að bíða… en að bíða þangað til að merkið kemur í búðir á Íslandinu góða! Ég mun vera viss um að tilkynna ykkur það þegar það gerist 😀

 Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

 

Fylgdu okkur á


Follow