Eldri færslur eftir merkjum fyrir lopi

Nýtt í fataskápinn: Farmers Market Kálfatjörn

IMG_2586

2_einkaeigu_ekki_kostudMig langaði að sýna ykkur nýjustu viðbótina við fataskápinn minn sem ég er algjörlega ástfangin af! Ég fékk í jólagjöf þessa fallegu Farmers Market kápu sem heitir Kálfatjörn en hún er prjónuð úr algjörlega ólituðum lopa. Kápan er til í tveimur öðrum litum en þeir eru brúnn og svona blá-/grænsvartur.

IMG_2585

Peysan kemur í einni stærð og er mjög víð á mér en alveg svakalega þægileg. Ég er til dæmis alltaf í þunnri Uniqlo dúnúlpu innan undir kápunni þegar það er jafn kalt úti og er núna en með vorinu mun ég bara geta verið í henni einni og sér þar sem kápan er í rauninni bara eins og lopapeysa.

IMG_2587

Framan á kápunni er ein tala sem er gerð úr ekta lambshorni og hneppir peysunni saman í miðjunni. Mynstrið á henni er síðan alveg svakalega fallegt en það er eitthvað við svona tígla/chevron mynstur sem mér finnst alltaf fáránlega heillandi og ég hugsa að það sé vegna þess að það er svo erfitt að að gera það í mynstursprjóni. Það er einmitt ástæðan fyrir þvi að maður sér það ekki svo oft og þá sérstaklega ekki svona stór mynstur.

IMG_2588

Ég er svo ótrúlega lukkuleg með kápuna mína og hlakka mikið til að nota hana óspart! Það er svo dásamlegt þegar manni líður vel í því sem maður klæðist en mér líður svo vel í þessari kápu að ég skrapp meira að segja út úr húsi um daginn þó það var ekki á planinu hjá mér bara því ég vildi fara í kápuna! Svona getur maður verið ruglaður en það segir mér bara að ég eigi eftir að nota hana mikið og að mér líði rosalega vel í henni 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Loksins!

img_2562

faerslan_er_ekki_kostudÉg skrapp í Nettó áðan og keypti mér garn í nýja kápu sem ég ætla að prjóna á mig og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa! Það er svo svakalega langt síðan að ég settist niður og prjónaði að það er eiginlega ekki fyndið. Eitt af áramótaheitunum mínum fyrir 2017 var að hver einasti hlutur sem ég geri þarf ekki að þjóna einhverjum tilgangi, ég get alveg gert hluti sem að ég hef einungis gaman af og veita mér gleði. Ég er því bara að prjóna þessa kápu því mig langar að prjóna hana. Vonandi mun hún heppnast jafn vel hjá mér í raunveruleikanum og hún er í hausnum á mér. Ég er allavega búin að setjast niður og teikna mynstur svo þá er ekkert eftir nema hefjast handa í kvöld! 😀

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow