Eldri færslur eftir merkjum fyrir Lindex

Loksins! Óskalistinn endalausi styttist aðeins.

Loksins !! Loksins!! Ég hef verið að leita að þessum jakka og þessari húfu í marga marga mánuði. Ég fann síðan jakkann í Lindex um daginn og húfuna keypti ég í búðinni SIX sem ég vinn í í Kaupmannahöfn. Nú er ég glöð, og get tjékkað þetta af óskalistanum mínum, sá er reyndar endalaus en það er allt í lagi. Það er alltaf hægt að láta sig dreyma. Myndatakan endaði á að litli Emil minn kom og rændi húfunni af mömmu sinni, en hann er voða sætur með hana líka! Kötturinn minn fékk líka að fylgja með á mynd.

Glaður Emil með húfuna hennar mömmu sinnar og er voða líkur nafna sínum Emil í Kattholti!

Auður E.

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

Lindex Lipliner

Í síðustu viku kom í sölu hér á landi snyrtivörulína frá Lindex. Ég gerði mér örstutta ferð í Kringluna þegar miðnæturopnunin var til að skoða þessa línu og hvort að eitthvað væri í hana varið. Ég verð að segja að ég bjóst ekki við miklu. Ég sá þetta allt saman fyrir mér eins og snyrtivörurnar eru í H&M. Æj þið vitið hvað ég meina. Þar er allt oftast á rúi og stúi, búið að opna umbúðirnar hjá mörgum vörunum og allt í allt bara voðalega ósnyrtilegt og ógirnilegt. Kannski hef ég bara alltaf hitt á H&M þegar að standið er svona en ég hef farið í svo margar H&M búðir (eins og sannur Íslendingur) að ég dreg það í efa. Burtséð frá því þá sá ég þessa Lindex línu fyrir mér nákvæmlega svoleiðis. Það kom mér því skemmtilega á óvart að svo var alls ekki. Aðstaðan var frekar snyrtileg og bæði umbúðir og uppsetning varana mjög smekkleg. Það var 20% afsláttur á miðnæturopnuninni svo ég ætlaði mér að nýta það og prófa eitthvað úr línunni. Ég fór því heim með einn varablýant (þennan sem þið sjáið hér fyrir ofan) og einn augnskuggabursta. Ég ætlaði að kaupa mér varalit og hyljara líka en ég er með ofnæmi fyrir öllum varalitnum frá þeim (sem er glatað því þeir voru margir hverjir ótrúlega fallegir) og reyndar öllum púðrum og augnskuggum frá þeim líka en hyljarinn var hinsvegar búinn. Þessi litli blýantur kom þrátt fyrir það heim með mér í poka og kostaði hann mig rúmlega 700 krónur (995 krónur án afsláttarins). Ég er ekki með ofnæmi fyrir þessum þar sem hann inniheldur ekkert paraben en liturinn á varablýantnum sem er númer 511 seldi mér hann alveg. Það voru til tveir aðrir litir sem mig langaði í líka en ég ætlaði ekki að kaupa þá fyrr en ég vissi að varan virkaði fyrir mig.

1-31

Hér sjáið þið svo litinn á varablýantnum. Hann er svona dökk-rauð-nude-litaður… eða þannig. Hann er í skrúfformi sem mér finnst æðislegt þar sem það er endalaust þreytandi að þurfa alltaf að gramsa eftir yddara til að ydda blýantana mína. Formúlan er ekki sú mýksta sem þið finnið og varablýanturinn þurrkar varirnar pínu. Ef þið látið varalit yfir þá finnið þið ekki fyrir því að hann þurrki varirnar (allavega geri ég það ekki) en ef þið notið hann einan og sér þá munuð þið finna það. Allt í allt fínasti varablýantur sem gefur jafnan lit og góða þekju. Svo er verðið á honum virkilega gott svo ég mun pottþétt splæsa í hina litina næst þegar ég á leið í Lindex 🙂

Lindex_hyljari

Þetta er hyljarinn sem mig langaði í en var uppseldur hjá þeim bæði í Kringlunni og í Smáralindinni. Þessi er óneitanlega eftirlíking á Cover All Mix frá Make Up Store og þess vegna langaði mig svo í hann. Ég ætla að bíða og fylgjast með hvenær hann kemur aftur svo ég missi nú ekki af honum! Svo er líka á dagskrá að kaupa bláa sykurskrúbbinn frá þeim. Hann er svansvottaður og ilmaði dásamlega svo ætli ég prufi hann ekki þegar ég er búinn með þann sem ég er að nota núna.

Svo ég dragi þetta nú allt saman þá kom snyrtivörulínan frá Lindex mér frekar mikið á óvart. Ég vildi bara að þeir myndu losa sig við parabenin svo ég geti keypt mér varalit hjá þeim og jafnvel einn eða tvo augnskugga því það vantaði sko ekki litaúrvalið!

-Rannveig H.

 

Fylgdu okkur á


Follow