Eldri færslur eftir merkjum fyrir Lífið

Not caring at all…..

Ég verð 30 ára á þessu ári og persónulega finnst mér það stór hjalli til að fara yfir.

Væntanlega vegna þess að ég hélt að ég yrði stödd á einhverjum öðrum stað í lífinu heldur en ég er akkurat núna. Ég bjóst aldrei við því að vera einhleyp, tveggja barna móðir, með óklárað háskólanám að reyna að byrja uppá nýtt í lífinu. Ég var viss um að ég væri búin að finna sjálfan mig, væri komin í vinnu sem ég elskaði, gift draumaprinsinum og saman ættum við hús á Spáni (þið skiljð hvert ég er að fara).

Ég hræðist það ekki að eldast heldur tel ég það vera forréttindi. Sjálfsvorkun og væl er eitthvað sem ég fyrirlít og ég hef tileinkað með jákvæða hugsun í daglegu lífi. Ég hef lifað í 29 ár og lært margt á þessum tíma. Lent í hóflegum skammti af áföllum eins og svo margir aðrir og þurft að kljást við verkefni sem mér hefur þótt óyfirstíganleg.

Það er þó ein lexía sem stendur uppúr en hana lærði ég ekki fyrr en 29 ára gömul. Eftir að ég tileinkaði mér hana hef ég fundið fyrir frelsi sem ég hafði ekki upplifað áður.

Lexían er sú að vera SKÍTSAMA HVAÐ ÖÐRUM FINNST UM MIG OG ÞAÐ SEM ÉG GERI.

Ekki misskilja mig, ég er ekki að tala um að ég ætli alltaf að haga mér eins og fífl, segja það sem mér sýnist og vera hrokafull í garð annarra, alls ekki.

Ég fattaði bara einn daginn, raunverulega fattaði það, að ég get ekki þóknast öllum. Sumum á ekki eftir að líka það sem ég geri og það er allt í lagi.

Ég er mjög virk á samfélagsmiðlum þar sem ég pósta hinu og þessu úr mínu daglega lífi. Ég er með kaldhæðin húmor, er langt frá því að vera fullkomin móðir og elska allt sem tengist útliti. Það er ÉG og ég má vera sú sem ég er. Sumir fíla húmorinn minn aðrir ekki. Sumir halda að ég sé með lágt sjálfsálit vegna þess að ég elska gerviaugnhár, förðunarvörur og brúnkukrem, en þeir sem þekkja mig vita að sú er ekki raunin. Svo eru enn aðrir sem hneykslast á því hverskonar móðir ég er.

Elsku þið…. hættið að pæla í því hvað öðrum finnst! Hættið að reyna að þóknast öllum í kringum ykkur, hættið að bera ykkur saman við aðra og ekki rakka niður annað fólk!

Um leið og þú ferð að vera örugg/ur í þínu eigin skinni þá loksins geturu byrjað að lifa. Þú getur samgleðst fólkinu í kringum þig sem er að ná árangri, hrósað vinkonu þinni sem lítur vel út þann daginn og peppað vinnufélaga í að stíga út fyrir þægindarammann.

Ég get sko sagt ykkur það að mínar bestu vinkonur eru svo langt því frá að vera eins og ég. Þær spá miklu minna í útlitinu, eru alls ekki virkar á samfélagsmiðlum og eru flestar háskólamenntaðar í einhverju sem ég hef engan áhuga á. En þær myndu ekki eitt augnablik dæma mig fyrir það sem ég geri og ég myndi að sama skapi ekki dæma þær.

Það verða alltaf einhverjir þarna úti sem reyna að tala niður til ykkar og mögulega reyna að láta ykkur efast um ykkar eigið sjálf. En svo eru það ALLIR HINIR sem eiga eftir að elska ykkur nákvæmlega eins og þið eruð. Húmorinn ykkar og styrkleikana sem þið hafið að geyma innra með ykkur. Með því að vera þið sjálf laðið þið að ykkur rétta fólkið, ég get lofað ykkur því. Hinir skipta ekki máli 😉

Þanga til næst …….


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

Páskarnir mínir

Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að vora og fólk er einhvern veginn léttara á fæti. Mamma og pabbi kíktu til okkar í Köben yfir páskana og helgin hefði ekki getað heppnast betur þó við hefðum planað það! Mér leist reyndar ekkert á blikuna á fimmtudaginn þegar það var brjálað rok, snjór og satt besta að segja skítakuldi hérna en föstudagurinn gerði það svo sannarlega upp við okkur með heiðskírum himni, sól og blíðu! Ég vona innilega að þið hafið átt yndislega páskahelgi kæru lesendur, hér eru nokkrar myndir frá minni sem einkenndist einna mest af góðum félagsskap og miklu áti!

Glöð að fá mömmslu og pabba

Ég fékk rjúkandi heita sendingu frá Íslandi með fullt af dásamlegum nýjungum til að prófa
Fyrsti dagurinn og brjálað veður kallaði á comfort food
Löbbuðum upp Sívalna turninn í bongóblíðu og sáum alveg yfir alla Köben
Nauðsynlegt að stoppa á Hotel Chocolat ef þið eruð í Köben

Höllin og Marmarakirkjan
Skálað í Aperol Spritz við leikhúsið
Feed me mother!
Ég skrapp í klippingu og litaði mig ljóshærðari og klippti mig stutt! Sýni ykkur breytinguna betur við tækifæri 🙂
Smörrebröd á Koefoed er ekkert grín!

Páskaförðunin mín var einföld að þessu sinni en ég lagði áherslu á brons augu og lýtalausa húð
Páskamatur á Guru
Við Magnús fögnuðum svo fimm ára sambandsafmæli með stæl á Bar7 með sjúkum kokteilum!

Bestu páskar ever með uppáhalds fólkinu mínu!

-RH /@rannveigbelle

Þessi stutta eftir dvala….

Ég játa mig sko sannarlega lélega í bloggi seinustu vikur! Ástæðan er sú að það eru búnar að vera miklar breytingar í lífinu eins og gengur og gerist hjá fólki. Flutningar, breyttir fjölskylduhagir og ný vinna er það sem hefur átt hug minn allann og því hefur gefist lítill tími í skrif.

En ég er byrjuð að vinna í Springfield og Women´ secret í Smáralind og ætla að vera dugleg að sýna ykkur nýjungar þaðan á Insta (katrin.bjarkadottir). Síðan er sumarið á næsta leiti og eflaust margir (þar á meðal ég) að leggja frá sér vetrarfeldinn og byrjaðir að huga að ,,bikiní season“! Hlakka svo til að sýna ykkur öll fallegu bikiníin sem við fáum í Women´secret!

Ætla að hafa þetta stutt í kvöld en lofa fuglum og fiðrildum á komandi vikum….mikið að breytast, allskonar nýjungar og ef ég á að vera hreinskilin þá finnst mér ég ver að læra á lífið uppá nýtt……er það ekki bara jákvætt?

 


Katrín Bjarka

Netfang: katrin@belle.is

Instagram: katrin.bjarkadottir

Facebook: www.facebook.com/katrinbjarkad

 

Foreldralífið

Taka tvö: var búin að skrifa þetta blogg áður en því miður datt það út eftir að síðan datt niður í smá tíma eins og svo margar aðrar íslenskar síður. Mig langaði mjög mikið að hafa það með svo hér kemur það aftur í aðeins öðruvísi útgáfu:

Margt hefur breyst eftir að ég varð mamma og við parið urðum foreldrar! fyrir utan það augljósa að vera allt í einu komin með ábyrgð fyrir litlu lífi þá hefur margt annað breyst alveg heillmikið eins og við má búast. Hér eru nokkur atriði! Byrjum á fyrir og eftir myndum af okkur Tommy. Fyrsta: Fyrsta myndin sem við tókum af okkur eftir að við byrjuðum saman árið 2009. Seinni: Við litla fjölskyldan á fyrstu jólunum okkar öll saman 2016.

SKIPULAG!

Ég hef alltaf verið skipulögð í vinnu og skipti upp deginum eftir verkefnum en það hefur ekki verið mikið þannig skipulag heima við. Var venjulega bara go with the flow þegar heim var komið. Nú er allt skipulagt til hins ítrasta, þegar ég kem heim: Taka til það mesta á heimilinu og gera yfirborðshreinsun. Bara stutt 10 mín max, síðan leika með syni mínum honum Emil. Eftirá finn ég föt fyrir hann til að vera í daginn eftir á leikskólanum og tek til leikskólatöskuna hans. Þessi rútína gerir allt svo einfaldara daginn eftir og minnkar morgun stressið áður en við förum á leikskólann. Síðan er komið að næturrútínunni hans Emils : náttföt, góða nótt bók og velling/Peli, tannbursta og segja góða nótt við fiskana okkar, kisu og það foreldri sem ekki svæfir. Þegar hann er sofnaður þá er það að klára að elda, borða og þrífa síðan eldhúsið og setja í þvottavél! Í kringum kl 20, þá er hægt að slaka á! Er ánægð að hafa þessa rútínu sem mun auðvitað breytast eitthvað með tímanum, en þetta er eitthvað sem ég var alls ekki vön! En einhvern veginn er þetta betra svona. Fæ miklu meira gert heima áður en ég ákveð að vera löt upp í sófa.

MEISTARAKOKKAR!

Núna þegar Emil er að borða það sama og við borðum þá þurfum við að elda góðan og hollan mat flesta daga vikunnar. Við nenntum þessu alls ekki áður og það var mikið um skyndibitamat heima hjá okkur eftir vinnu, þrátt fyrir að vera oft salöt og svolleiðis á virkum dögum þá var þetta mjög dýr ávani og ekki mikil fjölbreyttni í matarræðinu! Nú neyðumst við til að vera duglegri og erum orðin meistarakokkar á stuttum tíma! ( eða allaveganna kokkar sem er stórt skref fyrir okkur ) Reyndar mest kærastinn minn sem eldar þar sem ég kem seint heim úr vinnu og er með Emil eins lengi og ég get áður en hann sofnar.  En við hjálpumst að oft og skiptumst á stundum. Þetta er þúsund sinnum betra fyrir fjárhaginn og matarræðið!!

LENGRI HELGAR!

Helgarnar byrja kl 6/7 á morgnanna. Þarf ég að segja meira 😉 Við reyndar skiptum upp tímanum fyrir hádegi og leyfum hvort öðru að sofa aðeins meira.  Tek vanalega fyrstu vaktina sem er kringum 2 tímar, en það er yndislegt að geta skriðið aftur upp í rúm í smá tíma og safna orku fyrir daginn. Eftir hádegi förum við síðan vanalega í klukkutíma göngutúr þar sem Emil sefur í vagninum, þessir göngutúrar eru ómetanlegir og ég er alltaf full orku eftirá. Þegar hann vaknar þá reynum við að fara út að gera eitthvað öll saman eða bara hafa það kósý heima. Allur dagurinn er notaður og finn meiri vellíðan og ró þegar ég vakna á mánudagsmorgnum þar sem helgin var svo góð. Þetta er allt öðruvísi en þetta var hjá okkur!! Helgarnar fóru oft í að flytja sig frá rúminu yfir í sófann, þar sem var legið í leti allan daginn með tilheyrandi sjónvarpsglápi og háma í sig óhollustu. Þetta fór ekki vel með mann og ég var oft þreyttari á mánudögum eftir helgina en annars. Það er til eitthvað sem heitir of mikil hvíld eða einfaldlega að letin sé að drepa mann. Þessar helgar voru oft með djammi á næturnar, stundum föstudag og laugardag, mjög skemmtilegt en dagarnir eftir voru það ekki. Ekki miskilja mig hér, ég dett oft í nostalgíu yfir þessum helgum og stundum myndi ég gera allt fyrir að geta orðið sófakartafla aftur í einn dag eða geta djammað eins og vitleysingur án þess að hugsa um daginn eftir. En þetta er bara svo miklu betra núna, þetta líf var frábært en lífið núna er enn betra. Fer enn á djammið af og til og dansa eins og kreisípersóna en það er allt planað svo dagurinn eftir geti virkað fyrir okkur báða foreldrana. Lengri og betri helgar sem foreldrar!

Foreldralífið er sem sagt að fara mjög vel með okkur og njótum við hverrar mínútu!

Auður

Èg er einnig á Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

Insta Lately – Fylgið mér á @rannveigbelle

Eruð þið ekki örugglega að fylgja mér á Instagram?? Þið finnið mig þar undir @rannveigbelle en ég reyni að vera dugleg að setja eitthvað inn á hverjum degi í annað hvort Instagram Stories eða á feed-ið mitt. Ég er alveg dottin inn í Instagram og er dugleg að gefa smá innsýn í lífið mitt í Köben! Follow me 😀

Hér sjáið þið nokkrar af mínum uppáhalds myndum upp á síðkastið!

– Rannveig (Þið finnið mig á Instagram undir @rannveigbelle)

Fyrstu dagarnir í Köben

Hér situr ein þreytt dama segi ég og skrifa! Fyrstu dagarnir okkar í Köben hafa heldur betur EKKI verið rólegir enda ekki lítið að gera þegar maður flytur á milli landa. Ég er fyrst núna aðeins að geta andað og ég væri alveg til í að sofa bara næstu þrjá dagana í gegn! Svo hef ég eiginlega bara ekki tíma í það… en það er annað mál.

Ferðalagið til Köben gekk bara furðuvel þrátt fyrir nokkur tár á flugvellinum… ég sver það er eins og ég hafi verið að flytja hinumegin á hnöttinn svo mikið grenjaði ég. Ætli það hafi ekki bara verið því ég veit að ég mun sakna fólksins míns svo mikið en það er sem betur fer stutt að fara ef ég fæ brjálæðislega mikla heimþrá.

Minn maður tók síðan á móti mér á flugvellinum og jemundur eini hvað það var gott að sjá hann aftur. Tvær vikur líða eins og tvö ár þegar við erum ekki saman. Um leið og ég var komin upp í íbúð var farið að sofa og strax daginn eftir þurfti ég að henda mér í próflestur enda að fara í próf næsta dag og ekkert búin að geta lært vegna anna í flutningum. Ég get alveg sagt ykkur að það að vera flutt út til annars lands og þurfa að byrja dvölina á próflestri frekar en að skoða sig um í nýja landinu var EKKI gaman. Sem betur fer gekk mér helvíti vel í prófinu því annars hefði þetta örugglega ekki verið þess virði 😉

Við tóku síðan heldur margar Ikea ferðir og við erum svona rétt núna að ná að koma okkur fyrir. Ég held að það hafi allt smollið þegar við fengum rúmið okkar og gátum kastað þessum ljótu vindsængunum sem við sváfum á inn í geymslu! Það að fá góðan nætursvefn er sko ekki ofmetið skal ég segja ykkur.

Ég var búin að skoða mig um aðeins í miðborginni með góðri vinkonu og síðasta föstudag gat ég svo gert það með mínum manni og við fórum á smá búðarráp (að sjálfsögðu), röltum um Nýhöfn og enduðum á stórglæsilega streetfood markaðinum sem ég mæli klárlega með að allir kíki á þegar þeir fara til Köben. 

Núna fer vonandi að komast smá rútína á okkur þar sem ég þarf að fara að hella mér yfir lærdóminn og ná upp því sem ég hef misst úr hingað til en mig langaði bara aðeins að líta við hérna inni og deila með ykkur hvað hefur verið í gangi hjá mér síðustu daga 😀

Þar til næst!

 Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Spennandi tímar… og stressandi tímar

Þið verðið að afsaka mikið bloggleysi hjá mér undanfarið elsku lesendur en ég er bara alveg búin að vera á haus undanfarnar vikur og núna er loksins komið að því að segja ykkur hvers vegna! Eins og þið hafið mögulega tekið eftir hefur allt verið á hvolfi hjá mér undanfarið en ég hef aðeins komið inn á það í nokkrum færslum hér í sumar. Í þessari viku mun ég nefnilega flytja af landi brott með betri helmingnum mínum þar sem sá síðarnefndi er að hefja mastersnám í Danmörku!?? 

Meirihlutinn af sumrinu mínu er því búinn að fara í það að reyna að græja skóla fyrir sjálfa mig svo ég væri nú ekki að gera ekki neitt þegar ég loksins kæmi út til Danmerkur. Þið sem þekkið mig vel vitið að það er einfaldlega ekki í boði enda verð ég að hafa fullt fangið af hlutum til að gera… alltaf! Það hófst sem betur fer eftir mikið maus svo ég mun ekki sitja auðum höndum úti í DK heldur byrja að vinna upp í mastersnámið mitt líka sem ég er gríðarlega spennt fyrir 🙂 Þetta er því vægast sagt búið að vera stressandi ferli en small allt saman að lokum.

Ofan á þetta bættust síðan flutningar en í byrjun sumars fluttum við úr íbúðinni okkar en það gátum við með hjálp frábæra fólksins míns sem ég er svo þakklát fyrir en það er nú meira hvað þau eru búin að létta undir hjá okkur parinu undanfarnar vikur. Það tekur á að vera á svona flakki en þeim hefur tekist að gera það eins auðvelt fyrir okkur og hægt er❤️

Maður hleypur síðan ekkert að því að finna íbúð í Danmörku ekki frekar en hérna heima… svona fyrst að skólinn úti í DK gleymdi öllum íslensku stúdentunum sem áttu að fá forgang inn á stúdentagarða… en við vorum ótrúlega heppin og erum komin með íbúð í úthverfi Kaupmannahafnar 🙂

Breytingar hræða úr mér líftóruna enda er ég ótrúlega vanaföst og vil helst að allt haldist bara eins og það er akkúrat núna til eilífðar. Ég veit samt að breytingar eru bara af hinu góða og þótt ég sé fáránlega stressuð og jafnvel pínu kvíðin fyrir flutningunum af Íslandinu góða þá er ég líka brjálæðislega spennt. Þetta verður bara ævintýri sem ég er þakklát fyrir að geta upplifað með mínum manni sem er nú þegar kominn út til Danmerkur og ég get ekki beðið eftir að fá í minn faðm aftur!

Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega persónuleg hérna á blogginu, aðalega haldið mig við snyrtivöruheiminn en það mun kannski breytast smá hér eftir þar sem mig langar að leyfa fólkinu mínu að fylgjast aðeins með mér þegar ég er úti. Ekki samt halda í eina sekúndu að ég muni hætta að flytja ykkur hreinskilnar snyrtivörufréttir því það mun ég svo sannarlega halda áfram að gera! Ég held ég gæti ekki hætt því þó ég myndi reyna – allavega ekki á næstunni eins og staðan er í dag! Svona líka því að það er Sephora úti í Danmörku… TVÆR! Ég mun því halda áfram að fræða ykkur og tilkynna ykkur um allt það nýjasta þó svo að sniðið á greinunum mínum breytist kannski örlítið 🙂

Ég ætla mögulega líka að endurvekja Snapchattið mitt og snappa frá einhverjum skemmtilegum hlutum úti í DK – bara svona af því bara 🙂 Þið finnið mig undir notendanafninu rannveigbelle þar.

Næsta vika mun væntanlega vera jafn brjáluð hjá mér og þessi en ég ætla nú samt að reyna að setja inn allavega eina færslu þar sem ég fékk svo mikið af spennandi MAC og Max Factor nýjungum um daginn að ég get hreinlega ekki setið á mér!

Þar til þá❤️

 Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Supernatural ráðstefna í Vancouver!

Ég er supernatural nörd! Enda elska ég allt sjónvarpsefni sem blandar saman hryllingi og komedíu. Er búin að fylgjast með frá byrjun og get svo svarið það að þættirnir verða bara betri og betri, og það er sko alls ekki hægt að segja það sama um allar seríur. En þótt mig langi til að kalla mig fan númer 1, er ég það ekki…það er hún frænka mín Alma Sif Kristjánsdóttir! Hún fór alla leiðina til Vancouver á Supernatural ráðstefnu um daginn, ekki ódýrt dæmi en alveg þess virði!

Þar sem ég missti andlitið af öfund þegar myndir af ráðstefnunni fóru að droppa inn á facebook og Snapchat þá ákvað ég að skella í eitt viðtal við hana Ölmu um sína upplifun af ráðstefnunni og að hitta þá Sam og Dean ( Jarad Padalecki og Jensen Ackles ) ( Btw ekki auðveldustu leikaranöfnin sem ég hef heyrt ) og restina af leikurunum í þáttunum.

Alma, var þetta skyndiákvörðun að kaupa miða á þessa ráðststefnu?

Það var ekki skyndiákvörðun að fara á ráðstefnuna. Ég hef lengi verið aðdáandi þáttanna, það tók mig 3 ár að þora að horfa á þá því ég hef alltaf verið kjúklingur þegar það er um eitthvað yfirnáttúrulegt. Loks fór ég að horfa á þættina og þótti þeir góðir en ég var engin ofsa aðdáandi. Ég meira að segja hætti að horfa í smá tíma en sem betur fer byrjaði aftur. Ég var svo einn daginn að dunda mér á youtube þar sem ég sá myndbönd af Quastions and answers panels sem þeir höfðu verið með á einhverri svona hátíð. Þetta vakti áhuga minn  og ég fór að horfa á fleiri myndbönd.

Þetta var svo skemmtilegt og það opnaðist fyrir mér nýr heimur sem ég vissi ekki að hafði verið til staðar það er að segja Supernatural Conventions. Í ágúst í fyrra þá var ég að bíða eftir nýjum myndböndum frá hátíðinni sem haldin var í Vancouver og þá fattaði ég að þetta væri virkilega eitthvað sem ég væri alveg ofsalega til í að upplifa. Ég fór inn á síðu Creation entertainment sem heldur hátíðirnar til að skoða hvað svona miði myndi kosta og hvað það væri sem væri í boði. Ég vildi endilega fara til Vancouver því þar eru þættirnir teknir upp og það fannst mér mjög sniðugt og skemmtilegt. Það eru 4 flokkar af miðum til sölu gull, silfur, brons og svo venjulegur. Þar sem ég ákvað að gera þetta þá vildi ég fara alla leið þannig ég keypti mér gull miða, með honum fylgir sæti sem þú getur valið og það er þitt sæti alla helgina. Eiginhandaráritanir sem oft eru gerðar eftir sætaröðum þannig þú ert framalega í röðinni, miðar inn á tónleikana á laugardeginum, auka Q&A panell með Jensen og Jared (30 mínútur) og fleira.

Ég og frænka mín sem búsett er í Bandaríkjunum ákváðum að við þyrftum að gera þetta almennilega víst að við værum að þessu til að fá mestu og bestu upplifuninna af hátíðinni.

Um miðjan ágúst 2016 ákvað ég svo að kaupa miðan þegar opnað var fyrir miðasöluna og heils árs bið byrjaði eftir atburðinum. En ég taldi það mjög gott því það gaf mér tíma og tækifæri til að safna og kaupa fleiri hluti tengda ferðinni.

Segðu okkur aðeins frá hvernig þessi ráðstefna er sett upp, atburðum , þinni upplifun og skoðunarferðinni sem þið fenguð.

Ráðstefnan er sett upp á þann hátt að í Vancouver þá er boðið upp á rútuferð um borgina á fimmtudeginum. Þetta fylgir ekki með miðanum heldur er sér atburður sem þú kaupir miða fyrir. Í þessari rútuferð þá fá aðdáendurnir smá upplifun af stöðum sem Supernatural hefur tekið upp atriði með Russel Hamilton sem er location manager sem þýðir að það er hann sem velur staði sem atriðin eru tekin upp þannig þau passi við það sem rithöfundar þáttanna skrifa og Melanie O´Donnell sem er aðstoðarmaður hans.

Innifalið í þessum atburði var hádegismatur þar sem Jim Michaels sem er co-executive producer af þáttunum kom og heilsaði aðeins uppá okkur. Hann gaf okkur deildi engum leyndarmálum um seríu 13 en það var æðislegt að sjá hann og við máttum taka mynd af okkur með honum og Russel Hamilton. Við fengum að sjá hvar Dean kom uppúr gröfinni í byrjun season 4, hvar Castiel fór út í vatnið og dó í byrjun season 7. Við fengum að keyra framhjá Studio-inu sem þættirnir eru teknir upp en við máttum því miður ekki fara inn né stoppa fyrir utan. Það var vegna þess að svo margir aðrir þættir eru teknir upp á sama stað.

Föstudagurinn byrjar á því að allir skrá sig inn og fá armbönd og hálsband sem sýna hvernig miða þeir eru með og hvaða atburði þeir fá aðgang að. Svo eru allir boðnir velkomnir af Richard Speight Jr (Gabriel/trickster) og Rob Benedict (Chuck/God), þeir eru alveg dásamlega fyndnir og skemmtilegir. Svo var Q&A með Alaina Huffman (Abaddon) og Gil Mckinney (Henry Winchester) þar sem aðdáendur fá að spyrja þau spurninga og þau svara. Svo eru leikir þar sem aðdáendur geta unnið sér inn smá verðlaun. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki alveg nógu kjörkuð til að taka þátt í neinum leikjum. Annar Q&A var með Samantha Smith (Mary Winchester) sem er svo blíð og skemmtileg persónu að það er alveg dásamlegt að hlusta á hana.

Seinasti panell dagsins var  með Brianna Buckmaster (Sheriff Donna Hanscum) og Emily Swallow (The Darkness) sem eru algjörir snillingar.  Atburður föstudagskvöldisins er svo Fandom Funhouse Karaoke Party þar sem leikara liðið klæðir sig upp í búninga (þemað í þetta árið var Sirkus) og þeir sem skráðu sig á miða til að syngja með þeim eru dregnir út og þeir fara uppá svið þar sem þau syngja saman. Á sama tíma þá er textinn á stórum skjá svo allir geti sungið með. Þetta var alveg fáránlega fyndinn atburður því þau eru svo hress og til í allt. Jensen og Jared voru ekki á þessum atburði.

Laugardagurinn er eins full pakkaður og föstudagurinn þá eru fleiri Q&A til dæmis með Ruth Connell (Rowena) þar sem hún var með fleiri leikurum að svara spurningum og fyrir hverja spurningu fékk aðdáandinn lítinn pakka (sem voru allskonar sápur, sjampó og svoleiðis hlutir sem hún sagðist hafa tekið af hótel herberginu sínu hehehe) Annar panell var svo með Matt Cohen (Young John Winchester) þar sem hann var með Richard (Gabríel) og Rob (God) sem var alveg sá fyndnasti panell sem ég hef séð. Á laugardeginum var svo Q&A með Misha, myndatökur og eiginhandaráritanir. Þar sem Misha (Castiel) var nýlega hér á landi þá var ég mjög spennt að segja honum að ég væri íslendingur, það opnaði að smá samtal þar sem við töluðum um kæstan hákarl og hversu vondur honum hafi þótt hann 😉

Annar Q&A á laugardeginum var með Mark Sheppard (Crowley), hann er algjör snillingur og það er svo gaman að hlusta á hann. Það voru einnig myndatökur og eiginhandaráritanir með honum á laugardeginum. Ég sagði honum einnig að ég væri frá Íslandi og hann sagði Cool takk fyrir að koma 😉 hann var ekki mikið að spjalla enda gekk eiginhandaráritunarröðin hans mjög fljótt fyrir sig 😉 en í myndatökunni var hann ótrúlega indæll þó að hún hafi verið voðalega stutt þá var ég svo hamingjusöm eftir hana. Ég var bara ótrúlega hamingjusöm eftir daginn.

Fenguð þið síðan tónleika með Jensen Ackles ( Dean )?? Ég hafði ekki glóru að hann gæti sungið! Afhverju er það ekki notað meira í þáttunum spyr ég mig bara. Segðu okkur aðeins frá þessu.

Aðalatburður laugardagskvöldsins á ráðstefnuhelginni eru tónleikarnir Saturday Night Special, þar kemur fram Louden Swain sem er hljómsveitinn hans Rob Benedickt ásamt öðrum leikurum til dæmis Jensen Ackles og það varð allt vitlaust í salnum þegar hann gekk á sviðið. Ég skal alveg segja þér það að það var ekki mikið eftir af röddinni í mér daginn eftir. Jensen er með algjöra englarödd og það var svo biluð upplifun að sjá hann syngja að ég get ekki lýst því. Hann sagði einhverntíman í viðtali að hann ákvað að Dean myndi ekki syngja vel og hann hefur haldið sig við það.

Brianna Buckmaster (Donna) er með eina af fallegustu röddum sem ég hef heyrt vá! Til að lýsa þeirri ást og aðdáun sem þetta leikaralið hefur frá aðdáendum sínum þá er vert að minnast á að í byrjun kvöldsins stóðu nokkrir aðdáendur með kassa fulla af ledkertum (svona litlum spritt kertum) sem voru merkt Louden Swain, Vancouver Con 2017 og gáfu öllum sem voru á leiðinni inn á atburðinn. Leiðbeiningarnar sem fylgdu með þessu kertum voru að þegar ákveðið lag sem Rob Benedict hafði samið til mömmu sinnar væri spilað þá ættu allir að kveikja á kertinu sínu til að sýna honum ást og stuðning. Það var ótrúlegt að taka þátt í því og að sjá tilfinninguna sem það vakti hjá Rob Benedikt var dásamleg hann var ótrúlega hrærður og þakklátur fyrir aðdáendur sína.

Myndirnar sem voru teknar, fengu allir þeir sem komu á rástefnuna myndatöku með öllum eða var þetta eitthvað sérstakt sem þurfti að borga aukalega fyrir?

Myndatökur með leikaraliðinu eru sér þannig þú getur valið hvað þú vilt, ég valdi að taka mynd með the ladies of supernatural (Samantha Smith, Emily Swallow, Alaina Huffman og Brianna Buckmaster) og svo nokkrar mismunandi myndir með Jensen, Jared, Misha og Mark. Sumir leikararnir voru með bás frammi hjá sölubásunum þar sem þú gast fengið að taka selfie og fengið eiginhandaráritun frá þeim fyrir smá pening. Ég eyddi miklum peningum í þetta því allt á hátíðinni er dýrt en virði hvers einustu krónu.

Alma og Supernatural leikararnir!

Fékkstu að tala eitthvað við Dean og Sam og hina í leikaraliðinu? Hefði sjálf ekki komið upp orði þar sem ég hefði verið svo starstruck en vona að þú hafir allaveganna náð að segja hæ ég elska þig eða eitthvað minna stalkerish við þá?

Sunnudagurinn er aðal dagurinn á hátíðinni, því það er dagurinn sem Jensen og Jared koma. Þann dag byrja þeir sem keyptu gull miða á Q&A með Jensen og Jared sem er 30 mínútur. Svo eru fullt af myndatökum til dæmis einstaklings með annað hvort Jensen eða Jared (ég keypti báðar) svo Jensen og Jared saman (keypti það líka), svo er hægt að fá með öðrum hvorum þeirra og Misha (ég gerði það ekki) og svo var hægt að fá mynd með Jensen, Jared, Misha og Mark (sem ég gerði og er uppáhaldsmyndin mín).

Einnig þann dag eru fleiri Q&A með leikurum til dæmis Rachel Miner (Meg nr 2) og einstaklings Q&A með Ruth Connell (sem ég missti af því ég var í röð að láta taka mynd af mér með öllum 4). Svo almenni Q&A með Jensen og Jared sem var alveg frábær, þeir eru svo fyndnir og skemmtilegir. Svo kemur að eiginhandaráritunum og ég þorði að segja þeim báðum að ég væri frá Íslandi sem þeim fannst mjög skemmtilegt. Einnig talaði ég aðeins við Jared þar sem ég er að hanna smá listaverk handa honum sem ég ætla að senda til hans seinna enn vildi endilega sýna honum hvað ég væri að gera og hann var mjög ánægður með það.

Þá var helginni lokið og þvílíkur rússíbani af tilfinningum og dásemd. Þetta var virði hverrar krónu og þó ég sé ekki viss um að ég muni gera þetta aftur þá var þetta once in a lifetime lífreynsla sem ég mun alla tíð hugsa fallega til og algjörlega njóta þess að rifja upp.

Fóruð þið síðan í ykkar eigin skoðunarferð til að finna hurðina að men of letters bunkernum? Fannst það algjör snilld!

Ég var í viku í viðbót í Canada sem var alveg frábært og ég er gjörsamlega ástfangið af þeirri borg. Á þriðjudeginum eftir hátíðina fórum við í Supernatural Walktour með Fans of Vancouver sem hafa enga tengingu við þá sem halda hátíðina heldur er túristafyrirtæki sem gerir út á allskonar walktours varðandi hina ýmsu þætti og bíómyndir sem tekið er upp þar. Það eru mjög margir þættir teknir upp í Vancouver til dæmis izombie, Arrow, Flash, Supergirl og Man in the high castle. En það er slatti af bíómyndum sem hafa verið og er verið að taka upp þar núna til dæmis Deadpool. Það var ótrúlega gaman að labba um miðbæ Vancouver og sjá allskonar hús og húsasund sem höfðu verið notuð í þáttunum og ég var svo heppin að engin af þeim staðsetningum sem ég sá í því tour var það sama og ég hafði séð á fimmtudeginum. Þetta voru bara aðdáendur þáttanna að sýna öðrum aðdáendum þáttanna hvað er spennandi.

Skoðunarferðin að hurðinni af the men of letters bunkerinu var eitthvað sem við gerðum sjálfar. Við fundum vefsíðu aðdáenda sem hafa búið til lista yfir hina ýmsu staðsetningar sem gaman er að skoða ef þú ert aðdáendi þáttanna. Þessi garður sem við fórum í var lengst í burtu og við tókum leigubíl þangað og létum hann bara skilja okkur eftir. Allt í kringum þennan garð voru vinnusvæði og eiginlega ekkert af íbúðarhverfum. Hann var ekki túrista fallegur og alls ekki vel hyrtur það er nánast hægt að segja að hann hafi verið pínu creepy. Við vissum ekki almennilega hvert við áttum að fara eina sem við vissum var hvernig hurðinn átti að líta út og að hún væri undir brú sem heitir IronWorkers Memorial Bridge. Hún lítur ekki út eins og í þáttunum en allt í kring sýnir að þetta hafi verið hún. Á handriði fyrir framan hurðinna stendur I love you Dean, þannig við erum nokkuð vissar að við höfum fundið réttan stað.

Var þetta ekki bara einfaldlega besta ferðin í heiminum? myndir þú gera þetta aftur…og viltu þá taka mig með!!!

Ég mun allatíð vera ánægð með þá ákvörðun að hafa farið því þetta var ein besta upplifun í mínu lífi og já ég myndi algjörlega taka þig með 😀

Creation entertainment sem heldur hátíðina heldur nokkrar yfir árið í Bandaríkjunum og í Canada en það eru einnig aðrar hátíðir annarstaðar í heiminum. Það er til dæmis ein í Róm sem haldin er einu sinni á ári sem heitir Jus in Bello (eins og þáttur 12 í season 3) eða öðru nafni JIB Con, það er ein haldin í Þýskalandi sem ég man ekki hvað heitir, það voru haldnar hátíðir í Bretlandi sem hétu Asylum (þáttur 10 í season 1) en hún er víst hætt heyrði ég.

Ég segi enn og aftur og held að ég geti ekki sagt það of oft þetta var æði og stóðst allar þær væntingar sem ég hafði og meira til 😀

 

Þakka Ölmu kærlega fyrir viðtalið og ég er enn að deyja úr öfund! Ég er því sem sagt á leiðinni á næstu ráðstefnu, get ekki hafnað tækifæri til að knúsa þá Dean og Sam! Hvað með ykkur? Sjáumst við ekki bara öll þar næst? Helst ekki samt, vil eiga þá bara fyrir sjálfa mig. Takk og bæ í bili!

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

Tilbaka til vinnu! Nýtt hár, ný föt..gamla ég.

Nú er barneignarleyfinu mínu lokið og heilt ár búið að þjóta framhjá. Var stressuð að fara aftur að vinna og fannst sem ég og mitt líf hefði breyst svo mikið, myndi þetta ganga upp, á ég eftir að meika það að vera í burtu frá litla mínum svona lengi hvern dag. Allar þessar spurningar og hugsarnir brugguðu í huganum og voru á suðupunkti daginn fyrir fyrsta vinnudaginn minn. Maginn var í hnút um morguninn þegar ég vaknaði og var til dæmis fullviss um það að nú ætti enginn eftir að skilja dönskuna mína, væri orðin alltof sænsk og íslenski hreimurinn kominn líka aftur. ( bý í Malmö, vinn i Köben, tala sænsku við kærastann minn og íslensku við strákinn minn! )

En getið hvað! Þurfti alls ekki að hafa neinar áhyggjur og fyrsti vinnudagurinn var æði! Eftir að hafa knúsað Emil ( strákinn minn ) örugglega aðeins of oft áður en ég fór út úr húsi þá leið mér eins og heimurinn væri minn að sigra á leiðinni til vinnu. Það var eitthvað við það að dressa sig upp í fín föt, mála sig og fara í háhæluðu skóna mína sem breytti hugarfarinu mínu og sjálfsöryggið steig í hæðstu hæðir. Þarna var gamla ég í nýjum mömmu umbúðunum að ganga um götur Köben, hæst ánægð með að tengja saman nýja lífið mitt við það gamla.

Þetta er ég, vinnu Auður, mamma, kærasta, vinkona, dóttir og allt hitt. Ég er þetta allt en það að geta verið ein að vinna að mínum öðrum markmiðum í lífinu er eitthvað sem ég er glöð að geta farið tilbaka í.

Get samt sagt að þetta hefur ekki verið auðvelt alla daga, var með grátinn í augunum einn daginn í vinnunni eftir að ég heyrði að Emil var ekki sáttur við lífið þann daginn, hann vildi ekki borða mikið og grét eftir mömmu sinni. Núna er pabbinn hans í barneignarleyfi og með hann alla virka daga. Fékk snapchat frá kærastanum mínum þegar Emil grét eftir mér og hjartað brast. En það fór allt vel og þeir tveir orðnir vanir að vera mest bara tveir saman núna alla virka daga og skemmta sér konunglega án mín. Auðvitað fer allt upp og niður en það gerði það líka þegar ég var sjálf í barneignarleyfi.

Það besta við vinnudaginn er samt að koma heim til fjölskyldunnar minnar og sjá stóra brosið á Emil þegar ég geng inn um hurðina. Í dag hljóp hann til mín og vildi að ég tæki hann upp. Ég lyfti honum upp í hæðstu hæðir og hló með honum, kyssti hann svo og knúsaði þar til hann missti þolinmæðina á mömmu sinni og vildi frekar sýna mér lampana á heimilinu ( uppáhaldið hans )

Mér líður allaveganna eins og þetta sé eins og þetta á að vera þrátt fyrir að vilja alveg vera heima aðeins meira. En finn að það er gott jafnvægi milli heimilislífs og vinnulífsins.

Til að útskýra titilinn á blogginu þá klippti mig sem sagt daginn fyrir að ég átti að byrja í vinnunni og síðan fór ég í fataleiðangur og splæsti í nokkur ný outfit. Læt fylgja með nokkrar myndir frá síðustu 2 vikum og þið verið bara að afsaka sjálfurnar af mér, fannst ekki tími í almennilegar myndatökur 🙂

Komin í vinnugírinn í SIX búðinni í Fisketorfunni í Köben.

Á Öresundsbrúnni í lestinni á leiðinni yfir til Danmerkur!

Tók reyndar þessar tvær myndir rétt fyrir barneignarleyfið!

Verslunarferðin…endaði með að kaupa bara í Gina tricot! Hér er smá sýnishorn.

Emil minn orðinn 11 mánaða! bara 3 vikur í eins árs afmælisdaginn hans, alltof fljótt að gerast 🙂

Auður

Èg er einnig á ??Facebook. Endilega fylgið mér og mínum framtíðarbloggum þar!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow