Eldri færslur eftir merkjum fyrir Lífið mitt

Páskarnir mínir

Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að vora og fólk er einhvern veginn léttara á fæti. Mamma og pabbi kíktu til okkar í Köben yfir páskana og helgin hefði ekki getað heppnast betur þó við hefðum planað það! Mér leist reyndar ekkert á blikuna á fimmtudaginn þegar það var brjálað rok, snjór og satt besta að segja skítakuldi hérna en föstudagurinn gerði það svo sannarlega upp við okkur með heiðskírum himni, sól og blíðu! Ég vona innilega að þið hafið átt yndislega páskahelgi kæru lesendur, hér eru nokkrar myndir frá minni sem einkenndist einna mest af góðum félagsskap og miklu áti!

Glöð að fá mömmslu og pabba

Ég fékk rjúkandi heita sendingu frá Íslandi með fullt af dásamlegum nýjungum til að prófa
Fyrsti dagurinn og brjálað veður kallaði á comfort food
Löbbuðum upp Sívalna turninn í bongóblíðu og sáum alveg yfir alla Köben
Nauðsynlegt að stoppa á Hotel Chocolat ef þið eruð í Köben

Höllin og Marmarakirkjan
Skálað í Aperol Spritz við leikhúsið
Feed me mother!
Ég skrapp í klippingu og litaði mig ljóshærðari og klippti mig stutt! Sýni ykkur breytinguna betur við tækifæri 🙂
Smörrebröd á Koefoed er ekkert grín!

Páskaförðunin mín var einföld að þessu sinni en ég lagði áherslu á brons augu og lýtalausa húð
Páskamatur á Guru
Við Magnús fögnuðum svo fimm ára sambandsafmæli með stæl á Bar7 með sjúkum kokteilum!

Bestu páskar ever með uppáhalds fólkinu mínu!

-RH /@rannveigbelle

Besti ísinn í Köben!

 

Færslan er ekki kostuð

Ég smakkaði besta ísinn í bænum i gær en Heiðrún systir hefur verið í heimsókn í danaveldi þessa helgina. Það kom ekki annað til greina en að segja ykkur frá ísnum, svo góður er hann! Ég er búin að heyra um þennan blessaða ís frá því að Magnús flutti á undan mér út til Köben síðasta sumar. Þá keypti hann sér ísinn á matarmarkaði og síðan þá kemur hann reglulega upp í samræðum hjá okkur.

Um helgina smakkaði ég svo ísinn unrædda þegar við systurnar skruppum í Fields mollið en ísinn fæst í búðinni Kjærstrup og ég verð að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum! Besti rjómaís sem ég hef smakkað!

Í botninum á ísnum er að finna svona danskar kókosbollur sem ég man ekki fyrir mitt litla líf hvað heita núna… Flødeskumsboller kannski? En maður getur valið um nokkrar bragðtegundir og að sjálfsögðu fékk ég mér lakkrís… en ekki hvað! Í botninum er sem sagt þannig lakkrísbolla hjúpuð hvítu súkkulaði og ofan á hana er rjómaísinn settur ásamt sósu og kurli. Þetta salmíakskurl sem er á ísnum er líka bara nokkrum númerum of gott!

Ég held ég sé alveg búin að ná að selja ykkur þennan ís, er það ekki? Ef þið eruð að versla í Fields takið ykkur þá smá pásu og smakkið þennan, þið munuð ekki sjá eftir því!

-RH / @rannveigbelle

@rannveigbelle

Er ekki kominn tími á aðra Insta lately færslu. Ég er búin að taka Instagramið mitt alveg í gegn og hreinlega elska það! Ég er til dæmis mjög virk á Insta Stories þar sem ég sýni smá svona baksviðs það sem fer fram við gerð bloggfærslanna minna ásamt því að sýna annað slagið brot úr mínu hversdagslífi. Mér finnst Insta Stories nefnilega miklu skemmtilegra en Snapchat sem ég gafst nú fljótt upp á. En hér eru nokkrar myndir sem ég hef verið að birta upp á síðkastið en að sjálfsögðu hvet ég ykkur að fylgja mér undir @rannveigbelle. Ég yrði ofboðslega glöð með það 😉

 

Fylgið mér endilega undir @rannveigbelle

Tískuvikan í Köben

Eins og þið sem eruð með mig á Instagram (@rannveigbelle) vitið skrapp ég á tískuvikuna í Köben í síðustu viku. Ég var með story-ið hjá Belle Instagraminu (@belle.is) á meðan ég þræddi gangana á CIFF og skoðaði heitustu trendin fyrir næsta vetur og næsta haust. Hér eru nokkrar myndir sem ég smellti af á meðan ég var þar en story-ið getið þið ennþá séð í heild sinni í Highlights hjá Belle á Instagram. Mæli með að þið kíkið á það!😊❤️

 

-Rannveig / @rannveigbelle

Hann er minn!

Færslan er ekki kostuð

Jibbí! Hann er loksins minn! Þið vitið ekki hversu lengi mig hefur langað í þennan blessaða Acapulco stól frá OK Design en núna stendur hann á stofugólfinu hjá mér. Ég hefði tekið mynd af honum sjálf til þess að sýna ykkur en ég er ekki alveg búin að ákveða hvar hann á að vera og svo erum við á svo miklum brauðfótum í þessari í búð að ég þori eiginlega ekki alveg að koma mér almennilega fyrir… En flottur er hann! Ég sagði við sjálfa mig þegar ég flutti út til Danmerkur að nú myndi ég sanka að mér einhverjum flottum dönskum hönnunarhlutum til þess að flytja með mér heim en í einu og sömu vikunni fann ég þennan Iittala vasa á flóamarkaði og keypti Acapulco stólinn með leðursessu á danska blandinu fyrir brot af kostnaðinum. Nokkuð heppileg vika myndi ég segja en þið trúið ekki hvað ég hlakka til að geta eignast íbúð (þó það sé eflaust svolítið langt í það) og gera allt nákvæmlega eins og ég vil hafa það inn í henni. Þá mun stóllinn sko fá flottan samastað en hann er svo klassískur og flottur, og furðu þægilegur!

-RH / @rannveigbelle

Glæsileg byrjun á 2018

Hvað er betra en að byrja árið 2018 á þeim fréttum að leigusalinn er búinn að setja húsið á sölu og flutningar eru því að öllum líkindum væntanlegir! Það er því hressandi húsnæðisleit í vændum hjá okkur parinu núna í byrjun árs. Ég hef svo sem ekkert á móti því að flytja á annan stað í Danmörku og vera kannski nær miðbænum en við erum núna en ég var samt svo tilbúin að koma bara heim frá Íslandsförinni, aðeins að anda og átta mig á aðstæðum í rólegheitunum án þess að þurfa að stressa mig á einhverju svona. 2018 byrjar því frekar brösulega en vonandi fer þetta bara allt vel.

En ef þið vitið um einhvern eða ef þið sjálf eruð að leita að traustum leigjendum fyrir íbúð í Kaupmannahöfn eða þá hafið einhverja reynslu af íbúðarkaupum í Kaupmannahöfn þá megið þið endilega hafa samband við mig og senda mér póst á rannveig@belle.is. Öll hjálp er mjög vel þegin!❤️

-RH (Fylgið mér á Instagram @rannveigbelle) 

Bless 2017

Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur! Ég vona að þið hafið nú haft það sem allra best yfir áramótin og notið vel með ykkar nánustu við hlið. Ég hafði það alveg ofboðslega gott og tók glamúrinn upp á næsta stig með þessum áramótakjól sem ég fékk í Zöru.

Hvert einasta ár strengi ég áramótaheit en í ár ákvað ég að heitið mitt yrði einfalt og hnitmiðað þó eflaust getur verið erfitt að fylgja því endrum og eins. Mitt áramótaheit í ár er að gera meira af því sem ég elska og minna af því sem eykur vanlíðan. 

Þegar ég lít tilbaka á árið 2017 þá hefur það verið frekar glatað bara til að vera alveg hreinskilin. Mikið um vonbrigði og sorg en að sjálfsögðu hefur gott leynst á milli. Ég tek því fagnandi á móti 2018 þar sem ég ætla að reyna að njóta komandi stunda með mínum nánustu, standa með sjálfri mér og gera það sem veitir mér gleði. 

Ég ætla líka að einbeita mér að því hérna á blogginu á þessu ári að fræða frekar en kynna ef svo má að orði komast. Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á það að fara vel yfir nýjar vörur og mig langar að halda áfram að gera það nema á annan hátt. Þótt ég segi sjálf frá þá er ég yfirfull af fróðleik um snyrtivörur og mér finnst ég einfaldlega ekki hafa deilt nógu mikið af þeim fróðleik hér inni. Síðasta mánuðinn hef ég því einbeitt mér meira að sýnikennslum á blogginu, sem ég mun halda áfram að gera og ég vona að þið hafið haft og munuð hafa gaman að því. Ég er líka með skemmtileg plön fyrir Instagramið mitt svo fylgið mér endilega til þess að missa ekki af komandi nýjungum þar. Þið finnið mig undir @rannveigbelle. Mig langar líka að deila lífinu í Köben meira en ég er ekki almennilega komin á skrið þar svo ég hef í rauninni ekkert haft til þess að deila með ykkur. Vonandi fer það nú að breytast.

Ég hef enga sérstaka tilfinningu fyrir þessu ári og ég er bara spennt fyrir þeirri staðreynd. Ég vona að árið 2018 verði okkur öllum gott! 2018 – besta árið hingað til?

-RH (Finnið mig á Instagram: @rannveigbelle)

Dior jólagjöf

Vörurnar í færslunni eru í einkaeigu

Minn elskulegi kom mér heldur betur á óvart á jólnum þegar hann gaf mér þessa Dior pallettu í jólagjöf. Hann kom mér nú reyndar meira á óvart þegar ég opnaði handprjónað eyrnaband sem hann hafði gert sjálfur en það er önnur saga – kannski ég sýni ykkur það hér við fyrsta tækifæri bara! Í ár ákváðum við að vera bara létt á gjöfunum þar sem við ætlum að fara erlendis í sumar svo Dior pallettan kom mér heldur betur á óvart. Pallettan er hluti af jólalínu Dior, er í litnum Emerald og minnir óneitanlega á glitrandi gimsteina þegar maður heldur á henni.

Ég gerði því „létta“ Dior förðun þegar ég fór í jólaboð annan í jólum en augnskuggarnir eru úr sömu silkimjúku Dior formúlu og maður er vanur. Hér getið þið séð myndir sem ég smellti af förðuninni.

Gull og Dior glamúr… klikkar ekki!

-RH (Fylgið mér á Instagram undir @rannveigbelle)

5 hlutir sem ég ætla að gera í desember

Fara á jólahlaðborð

Ég hef ekki farið á jólahlaðborð í mörg mörg ár og ég get ekki beðið eftir að skella mér á eitt slíkt núna í desember. Ég fékk nefnilega svo skemmtilegt boð um daginn þar sem mér var boðið að koma á jólahlaðborð hjá Kolabrautinni svo ég og Heiðrún ætlum að skella okkur þangað. Get ekki beðið!

Hitta vini

Maður verður nú að nýta tækifærið þegar maður er á landinu og hitta vini og vandamenn. Hlakka til að skella mér á tjúttið með nokkrum velvöldum.

Leyfa mér að sakna

Skemmtilegasti en erfiðasti tími ársins? Já.

Hekla teppi

 Ég er búin að vera að hekla gullfallegt barnateppi í örugglega hátt í fimm ár núna. Þetta er svona eilífðarverkefni, þið kannist örugglega mörg við það en ég ætla mér að klára það núna um jólin! Það er bara of fallegt til þess að klára það ekki… og svo langar mig að byrja á öðru teppi og ég get eiginlega ekki leyft mér það án þess að klára þetta fyrst!

Baka nýja smákökutegund

Mig langar alveg svakalega að prófa einhverja nýja smákökutegund. Ég hef til dæmis aldrei prófað að baka Sörur, langar pínu að gera það núna. Ef þið eruð með góða uppskrift þá megið þið endilega senda hana á mig!

-Rannveig (Finnið mig á Instagram undir @rannveigbelle)

Insta Lately – Fylgið mér á @rannveigbelle

Eruð þið ekki örugglega að fylgja mér á Instagram?? Þið finnið mig þar undir @rannveigbelle en ég reyni að vera dugleg að setja eitthvað inn á hverjum degi í annað hvort Instagram Stories eða á feed-ið mitt. Ég er alveg dottin inn í Instagram og er dugleg að gefa smá innsýn í lífið mitt í Köben! Follow me 😀

Hér sjáið þið nokkrar af mínum uppáhalds myndum upp á síðkastið!

– Rannveig (Þið finnið mig á Instagram undir @rannveigbelle)

 

Fylgdu okkur á


Follow