Eldri færslur eftir merkjum fyrir lancome

Þessi ilmur!

Ilmvatnið fékk ég í gjöf. Færslan er ekki kostuð.

Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar sem bara einn þefur af rangri ilmvatnslykt getur gefið mér blindandi höfuðverk. Þegar ég finn því ilm sem veldur ekki þeirri aukverkun þá er bókstaflega eins og himnarnir hafi opnast. Ókei kannski full dramatískt en þið sem þjáist af mígreni þekkið þetta eflaust!

Ilmurinn sem um ræðir er enginn annar en La Nuit Trésor À la folie frá Lancôme en ég var svo heppin að fá senda litla prufu af honum til mín til DK frá Lancôme á Íslandi. Herregud hvað hann er dásamlegur! Ilmurinn samanstendur meðal annars af vanillu, bergamot, viðarnótum og perum sem saman skapa virkilega mjúkan, seiðandi og sætan ilm sem hentar vel hversdags sem og við betri tilefni. Ég er án djóks búin að spara mína prufu og nota hana bara þegar mig vantar aukið búst og ég vil lykta extra vel!

Ég verð nú samt að fara að leita þennan ilm uppi hérna úti í Köben þar sem mér finnst hann vera algjör skyldueign eftir að ég kynntist honum. Ég veit samt að hún elsku Sigríður á Trendnet er búin að vera leita að honum hérna úti og finnur hann ekki sem veldur mér pínu áhyggjum en við erum báðar búnar að dásama ilminn við hvor aðra sem og ég ein við nánast alla sem ég kem nálægt. Er ekki annars viðeigandi að ota úlnliðnum framan í fólk og segja þeim að þefa því ég er með svo góða lykt á mér? Hélt það líka 😉

Ég mæli allavega sterklega með þessum ef þið eruð að leita ykkur að nýju ilmvatni en passið ykkur þó! Hann er án djóks ávanabindandi <3

-RH / @rannveigbelle

Í snyrtibuddunni

Mig langaði að sýna ykkur hvað er búið að leynast í snyrtibuddunni minni undanfarið! Þar sem það er TAX-FREE hjá Hagkaup fannst mér líka tilvalið að stíla færsluna inn á einmitt þennan dag 🙂

Það eru tvær vörur frá Real Techniqes sem hafa verið fastagestir í snyrtibuddunni minni undanfarið en það eru Bold Metals Triangle Concealer burstinn og Miracle Mini Eraser svamparnir. Ég nota Triangle Concealer burstann til að bera á mig farða og tek síðan stóra appelsínugula svampinn frá Real Techniqes og dúmpa honum þurrum yfir andlitið til að þrýsta farðanum sem ég var að bera á með Triangle burstanum inn í húðina. Ég er síðan búin að vera í einhverju bóluveseni undafarið þar sem ég er að taka húðina mína í gegn eins og ég sagði ykkur í færslu um daginn svo ég nota litlu fjólubláu Mini Eraser svampana til að setja nóg af púðri ofan á bólurnar eftir að ég hef hulið þær með hyljara. Svampurinn sér til þess að nóg sé af púðri ofan á bólunum svo ég geti bakað hyljarann almennilega…. ef þið skiljið hvað ég meina 😉

Good to Glow Shoho Glow ljómann frá RIMMEL hef ég síðan notað mikið bæði sem ljómandi grunn undir farða þar sem ég ber hann á allt andlitið eða þá yfir farða þar sem ég ber hann efst á kinnbeinin mín. Þessi litur virðist vera frekar bronsaður við fyrstu sýn en um leið og maður er búin að dreifa úr honum lýsist hann og ég elska það! Svo fallegur litur.

Að sjálfsögðu er Engla Primerinn frá NYX búinn að eiga heima í snyrtibuddunni minni en hann fékk alveg sér færslu hjá mér um daginn. Sjá HÉR.

Ég skipti út Origins hreinsinum mínum um daginn fyrir þennan Neutrogena Visibly Clear hreinsi. Þið sem sáuð færsluna mína um stríðið gegn fílapenslunum vitið um hvað ég er að skrifa. Þessi hefur verið að standa sig með eindæmum vel þar sem þessi er meira stílaður inn á fílapenslana sérstaklega frekar en þessi frá Origins.

Það er ekki að því að spyrja en að sjálfsögðu er Hydra Genius rakakremið frá L’Oréal búið að vera í snyrtibuddunni minni. Ef þið hafið ekki prófað þetta rakakrem ekki hika við það því það er hreint út sagt æðislegt. Ég nota kremið Dry/Sensitive en meira um það síðar í sér færslu 😉

Sourcils Styler frá Lancome kom óvænt í minn heim þegar ég hélt að ekkert augabrúnagel gæti slegið út mitt elskulega Lavera gel. Þetta er eins og lím fyrir augabrúnirnar, greiðir úr þeim og gerir þær þéttari og meiri um sig. Alveg frábært gel frá Lancome.

Glamglow Glowsetter spreyið er eitt af þeim nýjungum sem ég hef beðið fáránlega spennt eftir! Ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með spreyið en þið getið lesið allt um það HÉR og tekið þátt í Instagram leiknum mínum þar sem ég og Glamglow erum að gefa tvö sprey 😀 

Baby Roll maskarinn frá L’Oréal er síðan nýkominn í mína snyrtibuddu en hann er bara svo æðislegur að hann fær að vera með í þessari færslu þó svo að hann sé nýr þar. Maskarinn greiðir alveg svakalega vel úr augnhárunum og gefur þeim svona „baby doll“ lúkk.

Vonandi hefur snyrtibuddan mín gefið ykkur nokkrar góðar hugmyndir fyrir TAX-FREE dagana. Hvað leynist annars í ykkar snyrtibuddu þessa dagana? 🙂

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle)

 

Lancôme ljómabombur: Énergie de Vie

IMG_3435

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudEins og þið örugglega vitið legg ég mjög mikla áherslu á að prófa vörur og þá sérstaklega húðvörur í nógu langan tíma til að sjá hvaða áhrif vörurnar hafa á húðina mína. Núna er ég búin að vera að prófa Lancôme Énergie de Vie vörurnar í tæpan mánuð en ég birti mynd af línunni á Instagram þegar ég byrjaði að prófa þær. Ég tel mig því geta sagt nokkuð vel til um hvað vörurnar geta gert og hvernig þær eru búnar að virka fyrir mig 🙂

En fyrst smá um línuna sjálfa. Énergie de Vie er lína sem er hönnuð til að henta öllum húðgerðum og á að koma í veg fyrir sjáanleg einkenni þreytu og fylla húðina af orku. Ég sjálf er með blandaða húð, þurr á kinnum og olímikil á T svæðinu svo hafið það bakvið eyrað þegar þið lesið áfram. Línan á að gefa húðinni aukið ljómabúst en hún er ekki ætluð til að hægja á einkennum öldrunar og þess vegna hentar hún mjög vel ungri húð og þá sérstaklega mínum aldurshóp þar sem maður er aðeins of ungur til að byrja á því að nota öldrunarkrem en vantar samt góð krem sem skila sínu. Vörurnar eru sérstaklega hannaðar til að nota saman og eru innblásnar af kóreskum húðrútínum þar sem mörg lög af léttum húðvörum eru sett hver ofan á önnur til að gefa húðinni hina fullkomu áferð.

IMG_3436

Ég er með þrjár vörur úr línunni til að sýna ykkur betur en tvær þeirra eru ekki í fullri stærð svo þær líta ekki alveg eins út í fullri stærð og þær líta út á þessum myndum. Énergie de Vie The Smoothing & Plumping Pearly Lotion er ein af þeim en hana sjáið þið á myndinni hér fyrir ofan. Ég var smá stund að átta mig á þessari vöru og hvernig ég ætti að nota hana en þetta er fyrsta skrefið í minni Énergie de Vie húðrútínu. Til að lýsa vörunni á sem bestan máta myndi ég segja að hún er eins og þykkt vatn… eins furðulega og það hljómar. Í vatninu er að finna örlitla olíudropa sem að veita húðinni raka og undirbýr hana fyrir daginn með því að vekja hana og gera hana örlítið þrýstnari. Vöruna ber ég á mig með því að setja nokkra dropa í lófann og strjúka létt yfir andlitið en það geri ég eftir að ég er búin að hreinsa á mér húðina. Það er sérstaklega gott að bera þetta á sig á morgnana þar sem varan inniheldur goji ber, sítrónumelissu og E vítamín.

IMG_3438

Eftir að hafa sett á mig Énergie de Vie The Smoothing & Plumping Pearly Lotion og gefið því nokkrar sekúndur til að þorna ber ég á mig Énergie de Vie The Smoothing & Glow Boosting Liquid Moisturizer. Ég verð bara að segja það hér og nú að áferðin á þessum vörum er alveg ótrúleg og hreinlega lygileg miðað við virknina en áferðin er alltaf bara eins vatn. Þetta rakakrem er bara eins og serum en samt er það rakakrem. Það smýgur ótrúlega hratt inn í húðina og maður finnur ekkert fyrir því á sér. Kremið gefur húðinni minni fáránlega mikinn raka sem er ótrúlegt því það hefur allt aðra áferð en öll önnur rakakrem sem ég hef prófað. Eins og Perly Lotion-ið inniheldur þetta krem einnig goji ber, sítrónumelissu og E vítamín sem eiga að lífga við húðina og gefa henni ljóma.

IMG_3437

Síðast en ekki síst er það Énergie de Vie The Overnight Recovery Sleeping Mask. Þetta er vara sem ég verð að eignast stóru stærðina af enda algjörlega dásamleg. Maskinn er algjör rakabomba og ég set hann annað slagið á húðina mína á kvöldin til að gefa henni aukið rakabúst. Þegar ég vakna daginn eftir ásetninguna er húðin mín alveg endurnærð en maskinn er bæði kælandi og svakalega rakagefandi. Eins og hinar tvær vörurnar bráðnar gleáferðin á maskanum yfir í hálfgert vatn þegar hann kemst í snertingu við húðina og smýgur fljótt inn í hana. Ég hugsa að þessi eiginleiki sé uppáhalds hluturinn minn við línuna – allt smýgur inn í húðina alveg um leið og maður setur það á sig og það er aldrei eins og maður sé með mörg eða þykk lög af húðvörum á sér. Maskinn sjálfur kemur í veg fyrir rakamissi húðarinnar yfir nóttina og inniheldur einnig goji ber, sítrónumelissu og E vítamín.

IMG_3435

Ég verð að segja að það er langt síðan að húðin mín hefur haldist í jafn miklu jafnvægi og hún er búin að vera þessar undanfarnar vikur. Á þessum vikum er ég eingöngu búin að vera að nota þessar húðvörur fyrir utan húðhreinsana mína og ég get því með sanni sagt að það sé þessum vörum að þakka. Ég er hvorki búin að finna fyrir þurrki né útbrotum á andlitinu og það er í sjálfu sér algjör unaður að nota vörurnar. Ég mun án alls vafa kaupa þær þegar ég er búin með þetta sem ég á heima enda er ég gjörsamlega ástfangin upp yfir haus af þeim. Ef þið eruð yngri eða í sama aldurshóp og ég og ykkur vantar frábærar húðvörur til að gefa ykkur aukinn ljóma og koma húðinni í gott jafnvægi þá mæli ég klárlega með því að þið kíkið á þessar!

Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Instagram (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Lancôme Grandiôse nýjungar

img_1895

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudÍ Lancôme hátíðarförðuninni minni (HÉR) sem ég birti fyrir stuttu síðan notaði ég nýja Grandiôse maskarann og eyelinerinn frá Lancôme en mig langaði að sýna ykkur vörurnar aðeins betur í sér færslu. Þið sáuð ágætlega hvað vörurnar gátu gert í hátíðarförðuninni en alls ekki nóg að mínu mati 😉

img_1896

Margir kannast eflaust við upprunalega Grandiôse maskarann sem kom á markað hér heima árið 2014 en núna er kominn í verslanir ný útgáfa af maskaranum… Grandiôse Extrême! Upprunalegi Grandiôse maskarinn átti að lengja og þykkja augnhárin en þessi gerir það sama nema enn ýktara auk þess að vera extra svartur!

img_1894

Þeir sem þekkja þann upprunalega vita að maskaragreiðan er með sveigðan háls sem á að auðvelda ásetningu og sjá til þess að maskarinn fari alveg frá rót augnháranna og út til enda þeirra. Með henni á líka að vera auðvelt að ná til augnháranna sem eru innst í augnkróknum. Hárin á burstanum sjálfum er síðan raðað tvö og tvö saman til skiptis frá einni röð til annarrar til að aðskilja og greiða vel úr augnhárunum en inni á milli eru hálf hár sem eiga að gefa meiri mýkt og nákvæmni. Endingin í þessari formúlu á síðan að vera betri en á þeim upprunalega þar sem þessi inniheldur latex en ég kem aðeins inn á endinguna hér rétt fyrir neðan 🙂

img_1893

Ásamt maskaranum kom þessi flotti eyeliner sem er æðislegur til að gera inn fullkomna spíss! Skaftið á þessum er hægt að beygja í þá átt sem að hentar notandanum og auðveldar því ásetninguna þar sem maður er ekki að fetta og bretta upp á hendina til að ná á ákveðna staði.

img_1898

Linerinn er alveg kolsvartur og alveg mattur! Hann gefur því ótrúlega flotta og eðlilega línu meðfram efri augnhárarótinni en að sjálfsögðu má ýkja hana með að því þykkja línuna og setja á hana spíss. Það gerði ég einmitt á myndinni hér fyrir neðan.

img_1899

Hér sjáið þið mig með bæði linerinn og maskarann. Endingin á báðum vörunum er eiginlega fáránlega góð en maskarinn haggast ekki alla daginn sama hvað ég er að gera! Ég fór meira að segja með hann í spinning um daginn og hann leit bara nákvæmlega eins út eftir tímann og hann gerði fyrir hann. Eyelinerinn endist síðan lygilega vel á augnlokinu mínu en ég á oftast í mestu vandræðum með að ná honum af því hann festist svo vel á augnlokinu! Hann er því rosalega endingagóður, smitar ekki og helst kolsvartur allan daginn. Það sama má segja með maskarann en hann hvorki molnar né smitar út frá sér. 10 stig fyrir endingu frá mér!

img_1897

Virkilega flottar nýjungar í Grandiôse línuna og ég hugsa að allar íslenskar konur sem hafa prufað upprunalega maskarann og vilja eiga hann enn ýktari og svartari eiga eftir að falla kylliflatar fyrir þessum. Mæli með!

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Hátíðarförðun með Lancôme

untitled-2-2

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudÍ dag langar mig að sýna ykkur fyrstu hátíðarförðunina hjá mér í ár en hana gerði ég með Lancôme pallettunni sem ég sýndi ykkur í gær! Ég vissi að mig langaði að gera eitthvað flott fjólublátt lúkk með glimmerskuggunum í pallettunni og þetta var útkoman! Fjólublá-glimmer-halo augnförðun. Hér fyrir neðan getið þið lesið og séð skref fyrir skref hvernig ég gerði förðunina.

untitled-1-4

1. Eins og alltaf byrjaði ég á því að grunna augnlokin með primer. Til að setja primerinn setti ég ljósasta litinn í pallettunni sem heitir Queen’s Lace yfir allt augnlokið. Þetta sér til þess að augnskuggarnir sem við leggjum ofan á blandist vel út.

2. Næst tók ég blöndunarhliðina af burstanum sem er í pallettunni og notaði hann til að dreifa úr litnum London is Calling í glóbuslínuna (the crease).

3. Næst tók ég deksta litinn í pallettunni, hann Midnight Purple og tyllti honum yst og innst á augnlokið með flötu hlið burstans. Síðan tók ég blöndunarhliðina og dreifði vel úr skugganum svo engin skörp skil sáust. Ég passa mig alltaf á því að skilja mitt augnsvæðið eftir autt og litlaust þar sem þetta er halo förðun.

4. Á auða svæðið í miðjunni á augnlokinu setti ég smá af litnum Rich History til að ýkja ennþá meira fjólubláa litinn sem fer ofan á.

5. Rich History setti ég líka meðfram neðri augnháralínunni en ofan á hann setti ég glimmerlitinn Garden Rose með blautum bursta.

6. Síðast en ekki síst toppaði ég lúkkið með því að smella litunum Garden Rose og Tower Bridge á mitt efra augnlokið.

untitled-3-2

Til að klára augnförðunina setti ég fína línu af nýja Grandiôse Extreme eyeliner-num meðfram efri augnhárunum og toppaði síðan lúkkið með nýja Grandiôse Extreme maskaranum. Ég sýni ykkur þessar nýjungar betur í sér færslu síðar þegar ég er aðeins búin að prófa þær betur 🙂

untitled-1-2

Á varirnar setti ég svo nýjan varalit frá Lancôme sem ég mun pottþétt nota mikið um jólin því hann er svo sjúklega fallegur og passar við allt en það er varaliturinn L’Absolue Rouge í áferðinni Sheer og litnum Nuit & Jour. Þetta er náttúrulega ekkert annað en fullkomið nafn fyrir þennan lit sem hægt er að nota hvort sem það er nótt eða dagur 😉

Jæja þá er fyrsta hátíðarlúkkið komið í höfn! Hvernig líst ykkur á? 🙂

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

Hátíðarpallettan AUDA[CITY] in LONDON

untitled-1

3_synishorn_send_til_profunar_ekki_kostudÉg er komin í svo brjálæðislega mikið jólaskap að það er ekki fyndið! Það var mikið jólað um síðustu helgi svo það er ekki seinna vænna að ég sýni ykkur nýju hátíðarpallettuna frá Lancome sem er komin í verslanir. AUDA[CITY] in LONDON er önnur pallettan sem er hönnuð af snillingnum Lisu Eldridge sem örugglega mörg ykkar kannast við en Lisa er listrænn stjórnandi hjá Lancome og algjör snillingur þegar kemur að förðun.

untitled-3

Fyrri pallettan sem Lisa gerði hét AUDA[CITY] in PARIS og var innblásin af höfuðborg hátískunnar en í þetta sinn er heitir pallettan AUDA[CITY] in LONDON og er því innblásin af heimaborg Lisu henni London og vísa litirnir í pallettunni í liti sem finna má í borginni. Ólíkt fyrri pallettunni kom Lisa að gerð formúlu þessara augnskugga en í fyrri pallettunni ákvað hún bara litina svo það má segja að pallettan að þessu sinni sé Lisa frá A til Ö!

untitled-6

Pallettunni er í grunninn skipt upp í 4 svæði sem innihalda liti sem hægt er að nota saman til að skapa ákveðin lúkk. Það er þó að sjálfsögðu einnig hægt að blanda öllum litunum saman í lúkk eftir eigin hentisemi. Pallettan er yfir heildina litið svolítið kaldtóna sem er ólíkt fyrri París pallettunni sem var frekar hlýtóna en mér finnst London pallettan líka vera pínu vorleg þó hún sé hátíðarpalletta sem kemur út á þessum árstíma. Það mun því vera hægt að nota hana og blanda litunum saman á öllum árstíðum enda ekkert sem kemur í veg fyrir það! 

untitled-1-2

Það eru 16 augnskuggar í pallettunni og hún kostar í kringum 8990 í verslunum. Hver skuggi er þá á sirka 560 krónur sem er svipað og Makeup Geek augnskuggar og ódýrara en stakir Morphe augnskuggar eru hér heima. Virkilega flott verð fyrir svona flotta pallettu að mínu mati. Í pallettunni eru þrjár mismunandi tegundir af áferðum en þær eru mattar, shimmer og glimmer/metallic. Augnskuggarnir 4 sem eru fremst í pallettunni eru glimmer augnskuggarnir en þá er langbest að nota með blautum bursta þar sem það getur fallið smá af þeim niður á kinnarnar ef maður notar bara puttana. Möttu skuggarnir eru mjúkir og auðvelt er að blanda þá saman en shimmer augnskuggarnir setja fallegan glans og léttan lit á augnlokið.

Æðisleg palletta og æðislegir augnskuggar sem gott er að vinna með og nota saman. Ég ætla síðan að sýna ykkur flotta og einfalda hátíðarförðun með pallettunni hér á síðunni á morgun svo fylgist með því!

-Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook og Snapchat (rannveigbelle) til að fá nýjustu færslurnar beint í æð!

 

 

Fylgdu okkur á


Follow